Tíminn - 17.06.1953, Síða 1

Tíminn - 17.06.1953, Síða 1
AUKABLAÐ 17. JÚNÍ Leiðsögn frumherjanna Aðalgreinin, sem birtist i þessu 17. júní-blaöi Timans, er ritgerð eftir Benedikt Jónsson frá Auön- um. Hún kom fyrst fyrir almenn- ingssjónir i Tímariti kaupfélag- anna fyrir 57 árum. AÖ dómi margra merkra manna er hún snjallasta og áhrifamesta grein- argerö, er rituö hefir veriö um félagsmál á islenzka tungu. Þeg- ar hún birtist fyrst, lét jafn gagnrýninn maöur og Þorsteinn Erlingsson skáld í ljós þá skoð- un, að betri ritgerð hefði ekki veriö áður skráð af íslenzkum manni um þessi málefni. Því má óhœtt bæta við, aö siöan hefir þessum málum ekki veriö gerö betri skil af islenzkum manni. Einhverjir kunna aö segja, að þaö. sé aö fara aftan að siðunum og beri vott litiíli hugkvæmni og framtakssemi, að verja miklu af rúmi sérstaks aukablaös á þjóð- hátíöardegi íslendinga til þess aö eudurprenta þessa nær sex- típ áfa gömlu ritgerð Benedikts. Gegn þessu má hinsvegar íæra mörg rök. Tim.arit kaupféfag- anna var gefið út i litlu upplagi, því að félögin voru þá enn fá og vanmáttug. Meginþorri hinn- ar uppvaxandi kynslóðar hefir því ekki átt þess kost aö lesa ritgerö Beneddkts eða kynna sér efni hennar. Hverri öflugri fé- lagshreyfingu, eins og sam- vinnufélagsskapnum, er það hins vegar höfuönauösyn að þekkja vel uppruna sinn og geta stöðugt haft hugsjónir og stefnumið frumhei-janna fyrir leiðarljós. Þessvegna er nauðsynlegt að rit- gerð Benedikts verði jafnan les- in og rædd af hverri nýrri kyn- slóð samvinnumanna á íslandi. Siöast, en ekki sízt, er svo þaö, að þótt margt hafi breyzt siðan Benedikt skrifaði ritgerö sína, á meginefni hennar og boðskapur ekki síður erindi' til íslendinga nú en fyrir sextíu árum. Þetta síðastgreinda atriði skal hér aðeins rætt nokkru nánara. íslenzk þjóö stendur nú sem oft fyrr á einskonar vegamótum. Hin stjórnaríarslega sjálfstæö- isbarátta hennar hefir verið tll sigursælla lykta leidd. Framund an biöur nú að gæta þess, sem áunnizt hefir í þeim efnum. Görnul reynsla segir, að meiri vandi sé a$ gæta fengins fjár en afla. Breyttar aöstæður gera þetta gæzlnstarf að ýmsu leyti örðugra en áður var. E.inangrun- in er ekki fengur sú vernd, sem hún var þjóðernmu áður, þar sem hin nýju samgöngutæki hafa fært iandið í þjóðbraut milli heimsálfa. Uggvænlegar horfur í alþjóðamálum gera er- lenda hersetu nauðsynlega um skeiö. Óvæntur stríðsgróði og er- lent gjafafé hefir gert þjóðinni mögulegt, að lífa um efni fram um nokkurt árabil. Atvinnuveg- ir þjóðarinnar eru enn of fá- breyttir og óvissir til þess að þeir geti örugglega tryggt þjóðinni sæmileg lífskjör og nægilegt at- vinnuöryggi. Af öllu þessu staf- ar mikill vandi, sem þjóðin verð- ur að horfast í augu við og gera sér sem bezta grein fyrir, hvern- ig bezt veröur mætt. Því fer fjarri, aö svörin sép samhljóöa um það, hvernig snú- ast beri við þessum vanda. Þvert á móti kennir nú í þeim efnum vaxandi sundurlyndis og ósam- ræmis. Sumir telja allan vanda leystan, ef herinn sé látinn fara burtu og landiö látið varnarlaust. Aðrir þykjast geta leyst allan vanda, ef þjóðin aðeins veitir þeim brautargengi. Gyllingurp og blekkingum er beitt til að villa um fyrir þjóðinni, svo að henni mun reynast næsta erfitt að finna svörin við þeim örlaga- ríku spurningum, sem vanda- rnálin leggja fyrir hana. Rétta svarið við öllum þessufp spurningum er áreiðanlega að finna í ritgerö Benedikts. Það, sem gerir þjóðerni og sjálfstæði einnar þjóðar sterkt eða veikt, er framar Öllu öðru skipulagið og sambúðarhættirnir, sem hún vei ur sér. Skipulagiö og sambúðar- hættirnir ráða meiru um örlög þjóðanna, giftu þeirra eða giftu- leysi, en nokkuð annað.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.