Tíminn - 17.06.1953, Page 9

Tíminn - 17.06.1953, Page 9
AUKABLAÐ TÍMINN Gamla og nýja lcaupfélagshúsið í Húsavik, ar, annaðhvort aftur á bak, ell- egar nokkuð á leið“. Flestir streitast við og verja allri ævi og öllum kröftum til þess að auka sín persónulegu efni, að draga saman arf handa börnum sínum. Þetta er í sjálfu sér alls ekki vítavert, eins og skipulaginu nú er háttað. En það er mjög misbrúkað og misskilið. Því hversu miklum persónuleg- um arfi sem vér söfnum handa einstökum mönnum, þá vinn- um vér niðjum vorum tiltölulega lítið gagn með því, og alls ekkert, ef niðjarnir eyða honum til ó- nýtis, sem oftar á sér stað. En bætt og fegrað félagslif er arf- ur, sem ómögulegt er að eyða, og sem allir njóta. Glati þjóðlífið honum, geymir sagan hann. Þaö er félagslífið, skipulag þess, andi þess og stefna, sem langmesta blessun eða bölvun hefir í för með sér fyrir kynslóðirnar og hvern einstakling. Það er betra að vera fátæklingur í vel skip- uðu þjóðfélagi, en að sitja í gull- dyngju í því þjóðfélagi, sem ekki verndar hið siðferðislega gildi auðsins. Engin þjóð væri neinu nær fyrir það, þó hver ein- asti einstaklingur hennar væri millíónaeigandi, ef hún ætti engan sameiginlegan auð, and- legan né líkamlegan, eða nokk- urt skipulag og félagslíf. Hún væri bara hjörð af villimönnum. En ef vér gætum byggt oss svo réttlátt, sterkt og rúmgott skipulag, að æðaslög lífsins óhindruð flyttu heilnæmt og nærandi blóð út í hvern einasta lim, skipulag, sem gerði þekking- una og siðmenninguna að sam- eign allra manna, sem skipti gæðum lífsins jafnt á milli mannanna, en færi sparlega og drjúglega með þau, — þá vær- um vér menntaðastir allra þjióða, þá mundu börn vor og niðjar bjargast vel, og blessa minningu vora og gjöf lífsins, þótt ekki hlotnaðist hverjum þeirra sér-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.