Tíminn - 30.11.1954, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.11.1954, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, þriðjudaginn 29. nóvember 1954. 271. blað. Saga íslendinga í Norð- ur-Ameriku á ensku The Story of the Ice landers in North-Amer- ica. — Útg.: North-Da- kota Institute for Reg- ional Studies. — Fargo, N-Dakota 1953. Þórstína Walters mun vera flestum kunn, sem á annað borð vita nokkuð um Vestur- íslendinga. Hún er gift Emile Walters listmálara, en hét áður Thorstina Jackson, og undir- því nafni var hún þekkt sem í-lthöfundur. Hafði hún gefið út bók um Norður- Dakota, og mikið af grein- um og ritgerðum á ensku og íslenzku. Hin síðari ár hefir Thorstina Walters verið veik og lengst af rúmliggjhndi. Það eitt út af fyrir sig sýnir elju hennar, og áhuga, að hún skuli skrifa slíka bók við þau skilýrði, sem flestum mundu finnast nægilega erf ið til þess, að ekkert yrði úr samfeildu starfi. Slíkt mundi enginn ráðast í, sem ekki hefði einlægan áhuga á verk cfni sinu og yniu þv1 af heil um huga. Og það er bezt að segja það undir eins, að stærsti kostur bókarinnar er einmitt sá, að hún er rituð af mikilli frásagnargleði. Málið er lipurt og létt, frá- sögnin víðast hvar fjörug og stundum krydduð léttri kímni. Allt þetta gerir bók- ina skemmtilega í lestri. Eg fyrir mitt leyti hefði átt örð- ugt með að hætta við að lesa hana, fyrr en lokið væri.___ Þetta, sem hér hefir verið sagt, nægir til þess að menn skilji, að ég tel útkomu bók arinnar happa-viðburð. Hún sýnir, að þrátt fyrir alla hina amerisku vélatækni, sem oft er um rætt, lifir enn með Vestur-íslendingum löngun- in til þess að halda á penna i þágu andlegra fræða. En kostir bókarinnar gera samt ekki að engu nokkura galla, sem á henni eru, að mínu á- liti. Fyrst og fremst er titill bókarinnar villandi. Þetta erj ekki saga fslendinga í Norður j Ameríku, heldur nokkrir þætt ir þeirrar sögu. Mig grunar að það sé útgefandanum að kenna. að valinn er svo yfir- gripsmíkill titill á bókina. Auglýsingatækni Eiríks rauða lifir enn góðu lífi í Ameríku. En meðal þeirra, sem kunn- ugir eru almennri sögu Vest- ur-íslendinga, er hætt við, að titillinn verði til þess, að menn leggi rangan mæli- kvarða á bókina. — Það, sem sagt er frá, er að vísu gott innlegg I sögu Vestur-íslend inga, það sem það nær. En þó er það engin heildarsaga af þjóðarbrotinu, heldur eins konar útsýn úr glugga Dak- ota-búans yfir menn og mál- eíni. Eg fyrir mitt leyti hefði kosið gleggri mynd af hinni kirkjulegu þróun, eftir aö „Hið sameinaöa kirkjufélag" kemur til skjalanna, og enn- fremur meira frá starfi Þjóð ræknisfélagsins. Maöur eins cg séra Rögnvaldur hinn mikli höfðingi, hefði vei'ð- skuldað meira rúm í bókinni. Þrátt fyrir þetta vil ég meta bókina meira eftir því sem í henni er, heldur en því, sem kann að vanta í hana. Og víst er um það, að bókin veitir enskumælandi fólki meiri þekkingu á Vestur-ís- lendingum en nokkur önnur bók, sem út hefir komið til þessa. Bókin er í tíu köflum, mis- löngum. Auk þess er inngang ur eftir kunnan sagnfræð- ing, dr. Allan Nevins, próf- essor við Columbiaháskólann, og viðbætir (Appendix) með ýmsum sögulegum gögnum og heimildum, þar á meðal stjórnarbréf frá tíð Grants forseta, varðandi fyrirhug- aða tilraun íslendinga til að nema land í Alaska. Meginefni bókarinnar hefst á frásögninni um Vínland hiö góða, og er það út af fyrir sig nytsamur fróðleikur fyr- ir þá, sem enn reyna að bei'ja því inn í fólkið, að Columbus hafi fyrstur manna fundið Norður-Ameríku. Þá koma all rækilegir kaflar um vestur- ferðir á 19. öldinni, landa- leit:,T íslendinga, og land- nám, einkum í hinni merku nýlendu í Norður-Dakota. Höfundur fléttar bernsku- minningar sínar inn í sög- una, og eru þeir kaflar mjög skemmtilegir. Frú Þórstína lætur einstakar myndir úr lífi nýlendufólksins bregða birtu yfir hugsunarhátt þess, lífsbará'ttu og samlíf. Hún segir meðal annars mjög fall ega frá því, hvernig þeir reyna að byggja á sínum fornu þjóðlegu erfðum, sam- tímis því sem reynt er að hagnýta framfarirnar í hinu nýja landi. Sérstakur kafli er um trúarlíf nýlendunnar. Margir virðast álíta, að trú- arlegur áhugi Vestur-íslend inga hafi yfirleitt ekki kom- ið fram í öðru en guðfræði- legu rifrildi og deilum. Ef til vill er slíkt ekki óeðlilegt, því að hávaðinn berst langt, en þögn hinna hljóðu tilbeiðslu stunda við húslestrana ‘ í „loggakofunum" gömlu eða í kirkjunum lætur ekki mikið yfir sér. Mér virðist bókar- höfundur lýsa því allvel, hvernig kirkjan var hið vekj andi afl til umhugsunar um vandamál mannlífsins, og opnaði alþýðúnni leiðir til frjálsrar umræðu um menn- ingarmálin. — Skólamálun- um er helgaður sérstakur kafli, og ætti I'esandanum að finnast nokkuð til um þær fórnir, sem íslenzkir alþýðu- menn færa, til þess að koma börnum sinum til mennta. Á vorri öld, þegar pína þarf íróðleikinn ofan í fjölda ungra manna, eins og þorska íýsi ofan í börn, er mikill fengur að því aö fá lýsingar bókarhöfundarins á þeim dugnaiTji, seiglu og atorku, sem braut til skólagöngu við lítil fararefni en þvi meiri löngim til að verða að manni. Þessu lýsir höf. með einstök um dæmum. Þá er sérstakur kafli um heimil:slíf landnáms aldarinnar og þjóðlegar venj ur í bygg'öarlögunum. Stutt- ur kafli, en eftirtektarverð- iir er um hin fyrstu afskipti i af opinberum má’um í hinu nýja landi. Næst-síðasti kafl- inn er helgaður þeim mönn- um, sem í e'nhverju hafa skarað fram úr 1 amerisku þjóðiifi. Hin stuttu æviágrip eru stórfróðleg, og nægja tíl að sýna það, aö Vestur-íslend ingor hafa reynst liðtækir starfsmenn, og þessi hin minnsta af innfluttum þjóð um í Ameriku þarf ekki að íyrirverða sig fvrir tillag sitt til amerísks menningarlífs. Það er skiljanlegt, að þegar nokkrir menn eru valdir sem fulltrúor úr hópi íslenzkra afburðamanna, geti verið vandi að veija þessa fulltrúa þannig, að öllum líki. Eg ætla samt ekki að kjósa neinn út, af þeim, sem þarna eru tald ir, en ég mundi kjósa nokkra fleiri inn, ef ég mætti ráða. Sérstaklega hefði ég viljað fleiri „norðan línunnar“, eins og við sögðum fyrir vestan. En hér verðum við aftur að hafa það í huga, að glugginn, sem hún Þórstína horfir út um, er „sunnan línunnar'. — í síðasta kaflanum er getið rokkurra atriða, sem varða líf og starf Vestur-íslendinga í nútíðinni. Inn í lesmálið er víða flétt uð íslenk ljóð í enskri þýð- ingu, bæði veraldlegs og and legs efnis, og gerir það bók- ina meira lifandi. Þýðingarn ar eru gerðar af ýmsum. Bólkin er fallega gefin út og ef ég mætti skjóta því inn í, samkvæmt ritúali rit dómenda fyrir jólin, ágæt- lega fallin til jólagjafa handa enskumælandi fólki, ekki sízt af öðru þjóðerni. — Eg er viss um, að bók þessi gerir gagn. Sem stendur höf um vér mikið af Ameríku- mönnurn í landi voru. Því ná býli er þann veg háttað, að óhjákvæmilegt er, að vissar höralur séu á nánum kynn- urn. Vér göngum ekki að því gruflandi, að slíkt veldur nokkrum misskilningi hand- an við hafið. Þess vegna ber oss að fagna öllu. sem eftir eðlilegum leiðum skapar heilbrigð kynni og veitir raun hæfa þekkingu. Og þrátt fyr ir smá-annmarka sem ég hefi getið um, mun hún verða eitt þeirra rita, sem hjálpar am- erískum lesendum til þess að þekkja íslenzkt þjóðareðli. Hafi bæöi höíundur og út- gefandi þökk fyrir verk sitt. Geta má þess að lokum, að í bókinni eru nokkrar mynd- ir, helst mannamyndir, en auk þess eftirprentanir af málverkum eftir málarann Emile Walters. Meðal þeirra er hin fagra mynd „The Gla- cier Blink“ (Jökulbjarminn), sem mesta athygli vakti á sýningu málarans í Winni- peg fyrir allmörgum árum. Jakob Jónsson. Flugferö til Grímseyjar Flogið verður frá Reykjavílc til Grímseyjar með við- komu á Akureyri, miðvikudaginn 15. desember. — Athygli skal vakin á því, að þetta er eina flugferðin til Grímseyjar fvrir jól. i facf Si íandi hj. Starfsstúlka óskast í Kópavogshælið nýja. — Upplýsingar gefur yfirhjúkr- unarkonan sími 3098. Sannlcikurinn er saffna beztur. Höfum til sölu: bifreiðar af flestum geröum. Vanti yður bifreiö, þá leitið til okkar, við gefum yður sannar upplýsingar um bifreiðirnar. — Tökura bif- reiöir í umboðssölu. Bifreiðasalan Klapparstíg 36 Sími 82032. Bílar til sölu Hilmann, Renauit, Skoda, Morris, Aiistin 4ra manna. — Einnig sendiferða og vönbílar. Höfum kaupendur að 6 manna bílum. Bifreiðasala Hreiðars Jónssonar Miðstræti 3A — Sími 5187.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.