Tíminn - 30.11.1954, Blaðsíða 2
2
TÍMINN, þriðjudaginn 29. nóvember 1954.
271. blaS,
Þar ríkir gáski i viðskiptunum
og þykir sjálfsagt að „prútta
Samræðurnar við borðin á Petticoat Lane eru oft fjörugar, enda stundum talsvert í húfi.
Það er misjafnt hvað ferðamenn, sem heimsækja London,
taka sér fyrir hendur. Sumir þræða söfnin og gamlar hallir,
aðrir láta enga tónleika eða sjónleiki fara framhjá sér, og
enn aðrir fara á krárnar og smærri veitingastaðina, sem
eru margir þar í borg. En hvergi kynnast menn þó eins
vel fólkinu, sem í borginni býr, og á markaðstorgunum. í
London lifir sá siður enn þann dag í dag, að halda markaði
á götum úti, og sá siður mun tæplega deyja þar út í ná-
inni framtíð.
Það er varla á færi eins manns
að vera viðstaddur alla þá mark-
aði, sem háðir eru í London á
einni viku. En þrír eða fjórir þeirra
hafa þó orðið svo þekktir, að fáir
eða engir ferðamenn fara svo frá
borginni að hafa ekki heimsótt a.
m. k. einn þeirra. Og frægastur
ailra markaðanna, er silfurmark-
aðurinn á Petticoat Lane. Á gang-
stéttunum meðfram allri götunni
standa lítil borð í þéttum röðum,
hlaðin silfri og skartgripu'm. Þeg-
ar maður gengur meðfram borðun
um og lítur yfir það, sem þar er
á boðstólnum, fær maðuír góða
hugmynd um hið víðáttumikla
brezka heimsveldi, og hið geysilega
fjármagn þess. Risastórir kerta-
stjakar frá tímum Georganna, úr
hömruðu silfri,, indverskir vasar,
Útvarpið
Utvarpið í dag.
Fastir liðir eins og venjulega.
20.30 Erindi: Upphaf kvenréttinda-
hreyfingar á íslandi (Rann-
veig Þorsteinsdóttir lögfræð-
ingur).
21.00 Tónleikar (plötur).
21.35 Lestur fornrita: Sverris saga;
V. (Lárus H. Blöndal bókavörð
ur).
22.10 Úr heimi myndlistarinnar
Björn Th. Björnsson listfræð-
ingur).
22.30 Daglegt mál (Árni Böðvars-
son cand. mag.).
22.35 Léttir tónar (Jónas Jónasson
sér um þáttinn).
23.15 Dagskrárlok.
Árnað heilla
Trúlofun.
S. 1. sunnudag opinberuðu trúlof
un sína Björg Hjálmarsdóttir Vil-
hiálmssonar skrifstofustjóra, Drápu
hlíð 7, og Bergur Óskarsson, erind-
reki, Meðalholti 7.
Hjónaband.
26. þ. m. voru gefin saman í hjóna
band af séra Jakob Jónssyni ung-
frú Erla Jónsdóttir, Ægissíðu 68 og
örn Geirsson, vélvirki, sama stað.
Heimili ungu hjónanna verður að
Kvisthaga 23.
skrítnar guðamyndir úr silfri og
fílabeini. Hringir og hálsmen, körf
ur fullar af allskyns skarti og
pappaöskjur með eyrnahringjum og
armböndum.
Ferðamenn verða að fara
varlega.
En eins og gefur að skilja eru
margir þessara gripa ekki úr hrein
um málmi, því að svo má fægja
stál að það líti út sem silfur, óg
stimplar og merki geta verið föls-
uð. Það er því ráðlegra fyrir þann,
sem ekki hefir vit á hlutunum, að
fara varlega, ef kaupmönnum göt-
unnar á ekki að takast að plata
inn á hann verðlausum vörum fyrir
mikið fé. En þetta gildir þó ekki
um alla kaupmenn götunnar, því
að sumir þeirra, sem staöið hafa
þarna bak við söluborðiö á hverj-
um laugardegi í mörg ár, setja
stolt sitt í að pretta ekki kaupend-
ur, jafnvel þótt þeir séu útlending-
ar, sem ekki kunna verzlunarað-
ferðir markaðanna. Ef að þessir
kaupmenn segja að hluturinn sé
úr silfri, getur maður verið nokk-
uð viss um að þeir segja satt, enda
þótt silfurmagnið sé ef til vill ekki
svo mikið sem þeir halda fram.
SiSur að „prútta“.
Á öllum mörkuðum í heiminum
er það siður að „prútta" við kaup-
mennina um verð vörunnar. Sá,
sem borgar umyrðalaust þá upp-
hæð, sem fyrst er nefnd, fellur
þegar í áliti hjá kaupmanninum.
Venjan er, að þegar kaupmaðurinn
hefir nefnt fyrstu upphæð sína,
(Framhald á 11. síðu).
■imijn.
dir
Skug’gi fortíðarinnar
(Au delá des grilles)
í Tjarnarbíói er nú til sýnis frönsk
-ítölsk mynd með þeim Jean Gabin
og Isu Miröndu í aðalhlutverkum.
Fjallar myndin um Fransmann, er
drýgt hefir morð og lögreglan er á
hnotskógum eftir. Hann er laumu-
farþegi um borð í skipi, er leitar
hafnar í Genúa, og neyðist hann til
að skreppa í land sökum óbærilegr-
ar tannpínu. Lendir hann í ævin-
týri nokkru, sem lýkur á snubbótt-
an hátt, eins og við mátti búast.
Mynd þessi er hárealistísk og gjör
sneydd öilu, sem nefnist væmni og
rómantík; efnið er ekki mikið, en
vel með það farið í alla staði. Enda
er Jean Gabin i tölu færustu kvik
myndaleikara Frakka og er þá mik
ið sagt, því að Gallía lætur ekki að
sér hæða í þeim efnum. — Höfund-
ur prógrammsins hefir misskilið
endi myndarinnar og heldur því
fram, sennilega í huggunarskyni við
áhorfendur, að maðurinn sé „stað-
ráðinn í því að snúa aftur, eftir
að hafa afplánað refsinguna." í
fyrsta lagi gefur maðurinn slíkt
síður en svo í skyn og í öðru lagi
liggur tvenns konar viðurlag við
morði: Dauðarefsing eða ævilangt
fangelsi. Hér er þvi ekki um lukku-
legan endi að ræða. —
V. A.
Rakið yður eins og milijóneri
Jafnvel milljónerar geta ekki keypt betri
rakstur en þessi Gillette rakvél No. 24 veitir
★ Handhæg plastic askja
★ Rakvélin er hárnákvæm Gillette framleiðsla.
★ Tvö Blá Gillette blöð fylgja
★ Rakvélin og blöðin gerð hvort fyrir annað
★ Notið það sameiginlega til að öðlast bezta
raksturinn.
Gillette
No. 24 Rakvélar
Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug við and-
lát og jarðarför
VALGERÐAR NÍELSDÓTTUR,
Hvammstanga.
Vandamenn.
Maðurinn minn,
EYIÓLFUR Ó. ÁSBERG,
Hafnargötu 26, Keflavík,
kvöldi þess 27. þ. m.
lézt að heimili sínu að
Guðný Ásberg.
DAÐI HJORVAR,
útvarpsmaður lézt að heimili foreldra sinna 26. nóv-
ember, tuttugu og sex ára gamall. Útförin hefir farið
fram í kyrrþey, eftir ósk hans sjálfs.
Ástvinir hans senda hjartans kveðju öllum vinum
hans og félögwm, nær og fjær.
Sjöfn Hjörvar, Ari og Helgi.
Rósa og Helgi Hjörvar.
IV AR HLÚJÁRN.Saga eftir Walter Scott. Myndir eftir Peter Jacksonll4
aðu m!{* ckkí Ilúnbo^a.In t
(S réua tiafa mítt nuut vafa*
liafa bori/.t bci* tit :
i ói höttur ljcítl c-V
•Vf