Tíminn - 30.11.1954, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.11.1954, Blaðsíða 11
271. blaff. ■HM Reykjavík, þriðjudaginn 29. nóvember 1954. 11 Hvar eru skipin Sambandsskip. Hvassafell er væntanlegt til Norð fjarðar á morgun. Arnarfell er á Akranesi. Jökulfell fór 27. þ. m. frá Hamborg áleiðis til Reykja- víkur. Dísarfell fer frá Rotterdam í dag til Amsterdam. Litlafell fór frá Siglufirði í gær til Vestfjarða- hafna. Helgafell kemur tii Reyð- arfjarðar í dag. Stientje Mensinga er væntanlegt til Nörresundby í dag. Tovelil er í Keflavík. Kathe Wiaris er á Skagaströnd. Ostaee er í Borgarnesi. Ríkisskip. Hekla er á Vestfjörðum á suður- leið. Esja verður væntanlega á Ak- ureyri í dag á austurleið. Herðu- breið fór frá Reykjavík í gærkvöldi austur um land til Bakkafjarðar. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill er væntanlegur til Hamborgar í dag. Skaftfellingur fer frá Reykja- vík í dag til Vestmannaeyja. Eimskip. Brúarfoss fer frá Reykjavík kl. 22 í kvöld 29.11. austur og norður um land. Dettifoss fer frá New York 3.12. til Reykjavíkur. Pjall- foss fór frá Vestmannaeyjum 28.11. til London, Rotterdam og' Ham- borgar. Goðafoss fór frá Reykja- vík 27.11. til New York. Gullfoss fer frá Reykjavík 1.12. til Leith og Kaupmannahafnar. Lagarfoss fer frá Reykjavík síðdegis á morgun 30.11. til Keflavíkur, Gautaborgar Aarhus, Leningrad, Kotka og Wis mar. Reykjafoss fer frá Rotterdam 29.11. til Esbjerg, Hamborgar, Ant- werpen, Hull og Reykjavíkur. Sel- íoss fór frá Leith 25.11. væntan- legur til Reykjavikur um mið- nætti 29.11. Tröllafoss fer frá Wis- mar 29.11. til Hamborgar, Gauta- borgar og Reykjavíkur. Tungufoss kom til Genúa 29.11. fer þaðan til San Pelíu, Barcelóna, Oandía, Al- geciras og Tangier. Tres lestar í Rotterdam 3.12. til Reykjavíkur. Flugferðir Flugfélagið. Millilandaflug: Gullfaxi er vænt anlegur til Reykjavíkur frá London og Prestvík kl. 16,45 í dag. Innanlandsflug: í dag eru áætl- aðar flugferðir til Akureyrar, Blönduóss, Egilsstaða, Flateyrar, Sauðárkróks, Vestmannaeyja og Þingeyrar. Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar, ísafjarðar, Sands, Siglufjarð'ar og Vestmanna- eyja. Loftleiðir. Hekla millilandaflugvél Loftleiða ervæntanleg til Reykjavíkur kl. 7,00 árdegis á morgun frá New York. Flugvéiin fer kl. 8,30 til Stafangurs, Oslóar, Kaupmannahafnar og Ham borgar. Úr ýmsum áttum Munaðarlaus börn. Munið Styrktarsjóð munaðar- lausra barna. Upplýsingar varðandi sjóðinn í síma 7967. Góð gjöf. í dag barst Krabbameinsfélagi íslands 2000,00 króna gjöf, frá Ás- geiri Guðmundssyni og systkinum, Æð'ey, til minningar um Sigríði Pétursdóttir, Æð'ey. 1364 kr. fyrir 10 rétta. Bezti árangur reyndist 10 réttar ágizkanir, sem komu fyrir á aðeins 1 seðli. Verð'ur vinningur fyrir liann 1364 kr., en næsthæsti vinn- ingur varð 350 kr. fyrir seðil með 9 réttum í 2 röðum. Vinningar skipt ust þannig: 1. vinningur 908 kr. fyrir 10 rétta (1). 2. vinningur 129 kr. fyrir 9 rétta (7). 3. vinningur 23 kr. fyrir 8 rétta (39). AufliýAtíi Tmmum /Luglýsið i Tímanum Churchill (Framhald af 6. síðu.) Churchill í framboði sem fyrr, en nú brá svo við, að hann féll við kosningarnar. Árið 1924 er hann búinn að segja skilið við Frjálslynda flokkinn, og birtist það ár í Parliamentinu sem kjörinn fulltrúi fyrir íhaldsflokkinn, sinn gamla flokk, sem hann yfirgaf þá fyrir rúmum tutt- ugu árum. Þar var honum vissulega misjafnlega tekið. Hann hlaut að vera tortryggð ur af hinum harðari flokks- mönnum, enda er þas sann- ast sagna, að ekki var mikið með Churchill látið í brezk- um stjórnmálum fram til þess að hann tók við stjórn arforustu 1940. Hann fór mjög sínar eigin götur og á seinni árum hafa menn farið að kalla hann hrópandann í eyðimörkinni. En hann átti eftir að koma meira við sögu. Hans beið heimssögulegt hlut verk, sem hann er nú hylltur fyrir á áttræðisafmælinu. Fjölhæfur maðiír. Þess hefir áður verið getið hér í þessari grein, að þótt deila megi um verk Churc- hills, geti engum blandazt hugur um, að hann er merki legur persónuleiki. Hann er allra manna fjölhæfastur. Sem rithöfundur og ræðu- maður á hann fáa jafningja í hinum brezka heimi. Hann hefir hæfileika sem listmál- ari og meira að segja hefir hann iagt sig niður við múr- araíðn og þykir þar liðtækur. Á yngri árum sínum var hann hugralckur hermaður og mjög snjall blaðamaður og var á þeim sviðum báðum búinn frami, ef hann hefði haldið sig að þeim störfum. Enn í fullu fjöri. Fyrir tveimur árum fékk Churchill slag, og myndu þá margir í hans sporum hafa lagt árar í bát. En svo mik- ill er lífskraftur hans, að hann virðist algerlega hafa náð sinni fyrri heilsu. Vinnu þrek hans er óbilað. Það er ekkert, sem bendir til þess, að hann sé á förum úr for- mannssæti íhaldsflokksins. Þó er ekki fyrir það að synja að ýmsir flokksmanna hans myndu gráta þaö þurrum tár um, þótt hann drægi sig í hlé. í augum margra flokks- manna sinna er hann enn gamall uppvakningur úr Frjálslynda flokknum, sem þeir hata. uiiiiiiiiiiiniMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiuiiiiiiiiiiiii 3 stærðii'. I Rafmagnsborvélar 1/4” o. 5/16“ do. 1/2” do. 5/8” | Statív fyrir rafmagnsborvélar r 1 Rafmagns-smergilskífur 7” | | Rafmagns-handsagir „MILLER FALLS" 1 Rafmagns-pússiskífur. „MILLER FALLS“ Nýkomið. = Sendum gcgn póstkröfu. Verzl. 5 a I Vald. Potilsen h.f., | I Klapparstíg 29. Sími 3024.1 - 5 oiuuiiuiiiiiiuiiuiiiiunuiuiiiiiiuiuuiiiiuiiniiuiiuut Árnað heilla Sextugur. Guðmundur Þorláksson bóndi að Seljabrekku í Mosfellssveit varð sextugur í gær, 29. nóv. Markaðii* í London (Framhald af 2. síðu.) segist kaupandinn skuli kaupa vör- una fyrir um það bil helmingi lægri upphæð, og síðan hefjast samningaumleitanir. Vilji maður gera góð kaup á Portobello-vegi, þar sem annar frægur markaður Lundúnaborgar er, er bezt að koma um þrjú leytið á rigningardegi. Þá eru kaupmennirnir orðnir blautir og þreyttir, og kraftur þeirra til að rífast við kaupandann hefir minnkað, þannig að oft má komast að góðum kjörum með lítilli fyrir- höfn. Allt milli himins og jarðar. Því eru engin takmörk sett, sem hægt er að fá keypt á Petticoat Lane. En þar verða menn að gæta þess vel að fara varlega, ef þeir eiga ekki að verða prettaðir. Eins og nafn götunnar bendir til, eru þó aðallega fatnaðarkyns, undirföt, skór, kjólar og karlmannaföt liggja í stórum haugum á borðun- um, en einnig fást þar hnefaleika hanzkar, rúmfatnaður, hjólaskaut- ar, sjaldgæfar jurtir, sem lækna alla sjúkdóma, og yfirleitt hinir ó- trúlegustu hlutir. Við annað hvert skref er silkisokkum, handtöskum eða skartgripum otað að manni, og sölumennirnir hnakkrífast og æpa hver framan í annan, í baráttu sinni um kaupendurna. Vasaþjófar á ferðinni. Á meðal útlendinganna, með myndavélina hangandi við sig, vatnsgreiddra „betri borgara", og „prúttandi" húsmæðra er svo heill skari af betlurum og götuhljóðfæra leikurum. Það kemur oft fyrir, að óvarkárir ferðamenn tapa úttroðn um peningaveskjum sínum, svo að það borgar sig að geyma mestan hluta peninganna heima, því að hinir alræmdu vasaþjófar Lundúna eru enn við líði, og leikni þeirra við iðju sína hefir ekkert hrakað. Sérstæð uppboð. Eitt af því athyglisverðasta á mörkuðunum eru uppboðin, sem fara fram í útjöðrum markaðssvæð anna. Þau hefjast ávallt með því, að einhver kaupmannanna stígur upp á kassa, og æpir yfir mann- fjöldann, að nú muni fara fram nokkurs konar auglýsingasala með niðursettu verði. Oft hefir hann svo menn sér til aðstoðar, sem ganga um meðal fólksins, og segja: „Maðurinn hlýtur að vera eitthvað skrítinn. Hann ætlar að selja vör- urnar sínar fyrir minna en hálf- virði". Og til að byrja með virðist svo vera. Fyrir framan sig hefir hann raðir af vekjaraklukkum, speglum, hnífum og fleiri munum. Hann heldur t. d. vekjaraklukku á lofti, og segir: „Sá, sem er fyrstur að rétta upp hendina, fær þessa klukku íyrir 5 krönur. En þegar sá heppni kemur að sækja klukk- una, bætir hann við: „Kannske lát um við hann fá hana fyrir 2,50.“ Eða þá að hann býður raksett fyrir 30 kr. og lætur það svo fara frá sér fyrir aðeins 15 kr. Þessu held- ur áfram góða stund, og alltaf f jölg ar viðskiptavinunum. Að lokum hefir sölumaðurinn sefjað kaupend ur svo, að þeim finnst þeir alltaf vera að gera betri og betri kaup, en þá dregur sölumaðurinn fram nokkra muni, sm hann býður til kaups fyrir 100 krónur, sem er þrisvar sinnum hærra en búðar- verð. En kaupendur eru vissir um að hann muni slá af verðinu, a. m. k. niður í 20 krónur, og eru því á- fjáð'ir í að slá til. En í þetta sinn slær sölumaðurinn ekkert af verð inu, og þar með er uppboðinu lok- ið, og kaupendur sitja eftir með sárt ennið, án þess að fá nokkuð að gert. Þetta er aðeins eitt dæmi um verzlunarprettina á Petticoat Lane. Þar ríkir gáski, en engin sam úð, og sá sem ætlar að verzla þar verður að vera við öllu búinn, og taka sjálfur ábyrgð gerða sinna. Rhssiiih svarað (Framhald af 1. #f5u). arríkin hafa stungið upp á, með svo stuttum fyrirvara og meðan ástæða sé til að ótt- ast, að hún beri engan árang ur. Að lokum er þess óskað, að þær rikisstjórnir, sem hlut eiga að máli hefji samninga viðræður til undirbúnings samningi, er telja má líklegt að náö geti samþykki á slíkri ráðstefnu, og t'elur íslenzka ríkisstjórnin sig reiðubúna að taka þátt í ráðstefnu um sam eiginlegt öryggi Evrópu, þeg ar er slíkum skilmálum verö ur fullnægt. Kaupmenn - Kaupfálög | | Nýkomið úrval af ýmsum JÓLAVÖRUM . \ I hatíi £. JéMMH £r Cc. R Umboðs- og heildverzlun — Þingholtsstræti 18. Tilkynning |í| Þeir áskrifendur TÍMANS, sem eiga ógreidd blað- í !|; gJöld 38. árg. 1954, vinsamlegast gerið það fyrir 10. desember næstkomandi. i Innheimtan VIÐ BJÓÐUM YÐUR ÞAÐ BEZTA Olíutélagið h.f. SÍMI 81600 | Tengill h.f. I HEIÐI V/KLEPPSVEG 1 Raflagnir Viðgerðir Efnissala aiiuitiinniiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiimMi*' | ÚTSKURÐARSETT Útsögunarsagir | Sílar Vinklar Glerskcrar i Sendum gegn póstkröfu. Ver/1. iVald. Ponlsen h.f., 1 I Klapparstíg 29. Sími 3024. | Öruéé oé ánæéð með trýééinéurta hjá oss , SAMivoiwsnmvŒ<3ii2tfQJN»

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.