Tíminn - 30.11.1954, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.11.1954, Blaðsíða 12
'Erlent yfirlit: Fn svissncsfctir fconur fcisintfarctt? 38. árgangur. Reykjavík, 29. nóvember 1954. 271. blað. Hér sést hið' strandaða vitaskip South Goodsvin, þar sem það veltist í brimlöðrinu, en þeir, sem lokaöir voru niðri í skipinu, reyna að gera vart við sig með höggum. Hollenzka skiplð Carpo férst með allri áhöfn Fárviðrið að lægja, eií mörg' skip í liáskn siödd, stMiihi þó íit neyðai’skeyfi í gærdag Langsótt en sæmi- Iegur afli hjá Grafarnessbátum London, 29. nóv. Fárviðrið, sem geysað hefir um Norður- sjó og Bretlandseyjar er nú tekið að lægja, en fregnir ber ast þó enn um skiptapa og nærri fullvíst, að hollenzkt skip, (’arpo, hafi farizt með allri áhöfn, 14 manns, einhvers stað ar við Cornwall-skaga. Þeir sjö menn, sem voru eftir í hinu strandaða vitaskipi, South Goodwin fórust allir. Skipið er nú sckkið niður í sandrifið, þar sem það strandaði og allar tilraunir til að komast út í flakið, reynzt árangurslausar. Carpo var 500 tonn að stærð og var á leið frá Bel- fast til Amsterdam. í morgun rak tvö lík á land í Cornwall og hefir verið gengið úr skugga um, að annað þeirra er af manni, sem var á Carpo. Er því talið nærri víst, að skip ið hafi farizt við strendur Cornwallskaga. Neyðarskeyti berast enn. Neyðarskeyti barst í morg- un frá ókunnu skipi, sem statt var úti fyrir austur- strönd Englands og annað frá dönsku skipi. Einnig er óttazt um þýzkt skip, sem fór frá Kaupmannahöfn 22. þ. m. og ekkert hefir spurzt til síð an. Brotna olíuskipið. Á laugardag brotnaði olíu- skipið World Concord í tvennt Grettir búinn að bíða heiian mánuð í Grafarnesi á Biskayaflóa. Þeim 7 mönn um, sem höfðust við á fram helmingi skipsins, var bjarg að. Verið er að draga þennan hluta skipsins í land, en ekki hefir enn tekizt að koma togi í afturhlutann. Góð aðsókn að sýn- ingu Þorsteins Þorsteinssonar Þorsteinn Þorsteinsson opn aði sýningu á verkum sínum á laugardaginn í Þjóðminja safninu. Fjöldi fólks sótti sýn inguna um daginn, og að- sókn var einnig ágæt í gær eða um 500 manns þessa tvo fyrstu daga. Þrjár myndir hafa selzt, en 20 myndir eru á sýningunni. Sýningin verð ur opin á hverjum degi frá 1-10 síðdegis og stendur til sunnudags. Frá fréttaritara Tímans í Grundarfirði. Þrír bátar frá Grafarnesi róa til fiskjar þegar gefur, en gæftir eru búnar að vera litlar í vetur. Þegar bátarnir komast á sjó afla þeir sæmi lega eða 3—5 lestir á heldur stutta línu. Þeir sækja langt og eru 3—4 klukkustundir á miðin. Atvinna er mikil í Grund- arfirði bæði við fiskvinnu, byggingar og önnur störf. Ekki gefið á sjó í heilan raánuð Frá fréttaritara Tímans á FáskrúÖsfirði. í heilan mánuð hafa bátar frá Fáskrúðsfirði ekki kom- izt á sjó vegna stöðugra ill- viðra. Hefir þetta afleit og lamandi áhrif á atvinnulífið. sem aö miklu leyti byggist á srjósókninni og sjávarafla. Einn bátur var keyptur til Fáskrúðsfjarðar í haust og er kominn þangað. Heitir hann Ingjaldur og er keyptur frá Dýrafirði. Hann er 47 lestir að stærð og eigandi er kaup félagið. Engir strætisvagnar í gangi Frá fréttaritara Tímans í Grafarnesi. Dýpkunarskipið Grettir er búið að liggja aðgerðarlaust með allri áhöfn og tveimui dýpkunarprömmum í heilan mánuð í Grundarfirði. Er beð ið eftir því að hægt sé að koma skipinu inn í hina nýju Rifshöfn til að vinna þar að áíramhaldandi sandgreftri. Ekki hefir neitt verið hægt að geta skipið þennan tíma í Grundarfirði, enda engin verkefni handa dýpkunar- skipi þar. á morgun ef ekki semst í dag Vagnstjórar á strætisvögnum í Reykjavík hafa sagt upp samningum og boðað verkfall í fyrramálið, ef ekki nást samningar við þá í dag. í gærkvöldi hófust samningafundir og munu þeir standa í dag, ef ekki hafa náðst samningar í nótt. Verði ekki samið í dag eru ekki neinar horfur á því, að strætisvagnar gangi á morg- un og þar til samið verður. Vagnstjórarnir, sem nú er 80 talsins, fara fram á ýms- ar lagíæringar á samningum sínum. Eins og er hafa þeir engan frídag og eiga að vinna alla daga nema sumar leyfisdaga. Munu þeir fara fram á að fá tvo frídaga í mánuði. Þá er einnig um nokkra kauphækkun að ræða í samn ingsuppkasti vagnstjóra og aðrar þýðingarminni breyt- ingar. Sir Whzston Churchill áttræfSur: Aldrei hefir stjórnmáiamaður hlotið siíkan afmælisheiður Fyrirmenn frá öllmis heimshornum hylb hiiiss áítræða öldung. Skyti ©g gjafir í af- mælissjéSina strcyiaa látlaust að London, 29. nóv. Snemma í morgun tóku skeyti og gjafir að streyma hvaðanæfa til Sir Winston Churchills, forsætis ráðheira Bretlands, en hann verður áttræður á morgun. Sir Winsíon verðu?- sennilega sýndur meíri sómi og heiður á áttræðisafmælinu en nokkrum stjórnmálamanni hefir öðrutn i'yrr né síðar hlotnast á afmælisdegi sínum. Konungar, rík isforsetar og forsætisráðherrar frá öllum hlutum heims senda hcamm árnaðaróskir. 60 manna sjálfboðasveit var í dag önnum kafin við að raða og koma skipan á gjafir, ávísanir og peninga, sem streymdu í afmælissjóð- inn. Sjóður þessi er nú orðinn 5 y2 milljón i ísl. krónum. Snemma á fætur. Allt það umstang, sem Sir Winston verður að taka þátt í á morgun, myndi ærið dags verk fyrir mann á bezta aldri Hann ætlar snemma á fætur svo að kona hans og fjölskylda geti þó að minnsta kosti ósk að honum til hamingju, áður en hið erfiða dagsverk hefst. í Westminster Hall. Fyrir hádegi verður hann í sínu gamla sæti í Neðri mál stofunni, er Elísabet drottn- ing flytur hásætisræðu sína og setur þingið eins og venja er árlega þennan dag. Ná- kvæmlega klukkan 12 fer fram hátíðleg athöfn í þing salnum. Málverk að gjöf. Þá verður Sir Winston af- hent málverk af sjálfum hon um, gert af Graham Suther- land. Er það gjöf frá samráð herrum hans og starfsbræðr um, ásamt Clement Attlee. Að þessu loknu heldur Sir Win- ston 20 mínútna ræðu, sem verður útvarpað. Allan síðari hluta dags verður hann önn- Kristilegir demó- kratar sigruðu í fylkiskosningiinum Bonn, 29. nóv. Fylkiskosn ingar fórw fram í gær í Bæjaralandi og Ilessen í Vestar-Þýzkalandi. í Bæj- aralandi unnu kristilegir < tmókratar stórlega á og hafa nú meiri hluta á fylk isþinginu ásamt með frjáls um demókrötuin, en jafn- aðarmenn höfðu áðiir hrein an meirihlwta á þinginu. í Ilessen töpuðu kristilegir demokratar aftur á móti lít illega. Kommúnistar fengu engan mann kjörinn. Kosn ingaúrslitin eru talin sigwr fyrir Adenauer kanslara og stefnu hans. Munu þau stór um bæta aðstöðu hans á sambandsþinginu, er hann leggur Parísarsamninginn og Saar-samninginn þar fram til fullgildingar á næstunni. um kafinn við að taka á móti gestum. Fjölskyldufagnaður daginn eftir. Á miðvikudag heldur svo afmælisbarnið upp á daginn í höpi fjölskyldu sinnar og nán. ustu vina, enda enginn títni til þess á sjálfan afmælisdag inn eins og ljóst má vera af því, sem að framan segir. Keflavíkurhöfn Seraent og síld ura Óvjenju miklir flutningar eru um Keflavíkurhöfn þessa dagana og ber mest á sementi og síld. Miklir sementsflutn. ingar hafa verið þangað und anfarna mánuði frá Rúss- landi og Danmörk, en þessa dagana taka’ þrjú skip mikið magn af saltsíld, sem nær öll fer til Rússlands. Eitt þessara skipa, sem kom fullhlaðið sementi, tekur fullfermi af sild til Rússlands, eða um 14 þús. tunnur. Arnarfell og Katla losuðu þar salt og taka síld til útflutnings. Margir vertíðar- liátar byrjaðir róðra frá Keflavík Ekki færri en 19 bátar eru byrjaðir róðra frá Keflavík. Átta þeirra eru stórir vertíð- arbátar, en hinir minni 12—< 20 lestir og sækja eingöngu á' grunnmið innan Faxaflóa. Stóru bátarnir stunduðu allir um tíma veiðar á grunni miðum og öfluðu þá sæmilega, aðallega ýs oft um 6 lestir á dag. Þegar afli tregðaðist á þessum miðum fóru bátarnir að sækja á djúpmið, en afli er þar tregur enn sem komið er. Kyiabætur alisvína Á aðalfundi alisvínaeig- enda var ákveðið að hefja hér kynbætur á svínastofnin um og velja úr beztu gripina á þeim búum, þar sem rækt- unin er i bezta lagi. Er bessi ákvörðun meðal annars gerð til undirbúnings þátttöku ali svínaeigenda á landbúnaðar sýningunni, sem ráðgert er að halda hér á landi eftir tvö ár. Stjórn félagsins skipa: Þorkell Helgason, Grund, for maður, Björn Kristjánsson, Ásbyrgi, gjaldkeri, og Ás* björn Sigurjónsson, Álafossi, ritari. j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.