Tíminn - 24.12.1954, Side 2

Tíminn - 24.12.1954, Side 2
2 JÓLA BLAÐ Tí IVS AMS 1954 Séra Marteinn Pétur Jako’ "on (?. H.M. Vroomen): Hér lýsir kaþólskur prestur að Jófríðar stöðum í Hafnarfirði jólakaldi eg fóla- nótt í SkálhoEti á dögum ÞorEáks helga. Þeir voru kornnir langt að, hann Pétur bónd'i og Egill sonur hans. Egill gleymdi allri þreytu þegar hann sá Skálholtsstað í fjarska. „Indæll er þessi staður, pabbi,“ sagði Egill litli. „Þú munt aldrei gleyma honum eftir þessi j ól, drengur minn,“ svaraði Pétur hægt og þagöi. Hann mundi svo margt frá þeim tíma, þegar hann var að nema hér, og oft bafði hann kom- ið hingað aítur. Nú kom hann með Egil, eizta son sinn, í fyrsta sinn. Hver kynslóð myndi taka við af annarri í dáiæti á Skálholtsstað. „En kirkjan! Hvílíkt hús! Hún er svo feiki- stór og falleg," sagði EgUl litli. „Hann Klængur biskup byggði hana og helg- aði Pétri postula,“ bætti Pétur bóndi við. „Hún er mesta og göfgasta hús hér á landi. Hér sátu biskuparnir: ísleifur, Gissur, Magnús og Klængur." Aðdáun og hriíning hvöttu Egil til þess að þylja upp allt, sem hann vissi um Skál- holt og um leið blíndi hann á staðinn eins og í leiðslu. Hann þagði, þegar klukknahljómur barst allt í einu langt út fyrir Skálholtsstað. — „Til hvers er verið að hringja klukkunum, pabbi?“ spurði Egill. „Það er hringt til fyrri kvöldsöngs jólahátíð- arinnar. Þú veizt, að stærri hátíðirnar hafa tvo kvöldsöngva, þann fyrri kvöldið áður, en þann síðari sjálfan messudaginn um kvöldið." „Ég vissi það, pabbi. Jólin eru þó ekki byrj- uð ennþá í alvöru, þá munum við vera með í kirkjunni um miðnættið í nótt. Er það ekki, pabbi?“ „Jú, drengur minn.“ Pétri bónda var eins og væri hann að koma heim eftir langa fjarveru. Á þessum stað lifði hann indælustu ár ævi sinnar. Hér var hann við nám í fáein ár, þangað til hann var vígður hinum smærri vígslum, og svo fór hann heim, tók við búi föður sins og festi ráð sitt. Honum þótti mjög vænt um alla sína, en í Skálholti íékk hann svo margt að veganesti og þeim stað átti hann svo mikið að þakka, að honum fannst hann koma heim að föðurgarði. Hugur hans reikaði um allan staðinn, en fáein högg á klukku minntu hann á, að nú væri kvöldsöng- urinn hafinn. Hann raulaði upphafið: „Friðar- kóngurinn,.......allan heiminn langar til að líta andlit hans." ,>mkert iainast á v;ð kirk^usönginn, sem er sunginn alít árið í kring með hinurji ýmsu dá- samlegu lögvm, sem túlka þýðingu hverrar há- tíðar," hugsaði Pétur. ,JMig minnir, að það sé upphaí'3 að kvöld- söng ióla. sem þú ^ar-t að raula. pabbi. Þú hef- ur sungið svo margt fyrir okkur, pabbi. en nú fæ ég að heyra marga i einu syng'a í sjáifri dómkirkjunní. Ætli kvölösöngúrinn verði bú- inn, áður en við komumst tii staðarins, pabbi?“ „Má vera, að við fáum að keyra ennþá eitt- hvað af honum, Egill minn. Víð erum alveg að komast." Hestarnir hertu sprettinn. Þegar þeir riðu í hlaðíð, var Egili eins og frá s^r numinn. Allt í kringum hann var nærri því eins og hann hafði ailtaf séð það fyrir sér, þegar hann pabbi sagði frá. Draumaborgin var orðin a'ð veruieika. En nú var hann þar sjálíur. Hann. tók varla eftir gamla manninum, sem heilsaði pabba hans svo innilega. „Þeir eru næstum allir í kirkjunni, biskup- inn eínnig, en bráðum verður kvöldsöngurinn búinn, eins og þú heyrir,“ sagði gamli maður- inn. Egilí hlustaði. — „Hvað er verið að syngja, pabbi?“ „Það er lofsöngurinn: „Jesu, Retíemptor om- nium“, þ. e. Jesús, frelsari allra, sem gekkst fram af Föðurnum, jafn Föðurnum að dýrð, áð- ur en ljósið varð. En loísöngurinn er lengri. Við Höfundur þessarar skemmtilegu frásagnar er kaþólskur prestur að Jófríðarstöðum, sem búinn er að dvelja hér á landi um tveggja áratuga skeið. Hann er hollenzkur að upp- runa en er orðinn íslenzkur ríkisborgari fyr- ir nokkrum árum og hefir tekið upp isienzkt nafn. Séra Marteinn Pétur Jakobsson er mjög elskur að íslenzkri sögu og ísienzkri tungu, sem hann hefir náð fu,Ilkomnum tök- um á. Hann hefir kynnt sér mikið ævi og starf Þorláks helga og mun öllum mönnum fróðari um þennan dýrling, sem er íslend- ingum alltaf jafn kær. Mynd þessi er af gömlu íslenzku altarisklæði, sem varðveitt er í Þjóðminjasafninu. Er það úr kaþólskum sið og geymir mynd þriggja íslenzkra dýrlinga, Þorláks helga, Jdns Ögmundssonar og Guðmundar góða. skulum fara inn í kirkjuna, svo að þú getir snöggvast séð hana að innan.“ Margt fólk var í kirkjunni, staðarfólk og jóla- gestir. Egill leit undireins innst i kirkjuna. Þar voru margir menn, klæddir í kufla, hver í sín- um kórstól. Kórstólunum var raðað fram með veggjunum báðum megin í kórnum, en innsti stóllinn til vinstri næst altarinu var hærri og tjaldaö yfir. „Jú, það er áreiðanlega Þorlákur biskup, sem stendur þarna,“ hugsaði Egill. „En hann virðist ekki vera mjög hraustur, eitthvað veiklulegur. En hvílík göfgi stafar af þessum manni.“ Agli varð starsýnt á hann. — Söngv- ararnir sneru sér ekki til altarisins, heldur hver beint á móti öðrum. Aðeins við og við sneru þeir til altarisins stutta stund. Há púlt með stórum bókum á stóðu fram með röðunum og margir söngvarar sungu úr sömu bókinni, en stærsta púltiö stóð á kirkjugólfinu milli raðanna. Ljós var við hverja bók. „En hvað söngurinn er voldugur," hugsaði Egill. Hann taldi söngvarana. „Jú, þeir voru á^- reiðanlega um þrjátíu eða jafnvel fleiri, eldri og yngri, prestar og prestlingar." Allt í einu heyrði Egill aðeins einn mann syngja. Ekki hafði sá mikla rödd, en hún hljóm- aði yndislega. Það var Þorlákur biskup, sem söng lokabænina. Eftir það tíndist fólkið út úr kirkju. En Egill tók ekki eftir því. Hann gat ekki haft augun af Þorláki biskupi. „Hvert myndi hann fara? Skyldi ekki vera hægt að komast nær honum?“ Framh. á bls. 47.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.