Tíminn - 24.12.1954, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.12.1954, Blaðsíða 7
7 JÓLABLAÐ TÍMANS 1954 Ellis-fjölskyldan átti heima. Sonja tók á móti mér á járnbrautarstöðinni og ók með mig í leigubíl til heimilis þeirra, „Silvennere“, sem var einlyft hús (,,bungalow“), er stóð, umkringt fögrum garði, skammt fyrir utan þorpið. f garð- inum voru sígrænir runnar og fagrar rósir, sem teygðu sig upp eftir húsveggnum, en auðvitað voru þær ekki í blóma um þetta leyti árs. Hér var engin þoka, og fannst mér nautn að teyga að mér sveitaloftið, ferskt og ilmandi. Heimili Ellisfjölskyldunnar var mjög vistleg, og ég fékk þar indælt svefnherbergi út af fýrir mig. Sonja átti einn bróður, Daníel. Hann var 13 ára, lag- legur drengur og gáfaður, en nokkuð mikið eftir- lætisbarn. Svo var þar ensk matreiðslukpna, sem hét Emily. Hún var mjög feit og bjó til ágætan mat,. Prófessor Ellis var efnafræðingur. Ilann hafði rannsóknarstofu við University College í London og fór til vinnu sinnar á hverjum morgni og kom heim aftur að kvöldi. Frúin var líka oft að heiman. Ég las latínu og stærðf’æði með systkinunurn 3—4 tíma á dag. Mér gekk ágíetr lega að kenna Daníel, en oft man ég að ég sagði við Sonju, þegar hún var að þýða af latínu, að jhún yrði að hafa taumhald á ímyndunarafli sínu. Stundum tefldi ég eða spilaði við Daníel. Þess á milli las ég mínar eigin bækur, æfði mig á flygilinn eða fór í gönguferðir í nágrenninu. Umhverfis var skógi vaxið. Leiðin til þorpsins ,lá um laufskóga, þar á meðal birkiskóg með há- um silfurgráum stofnum. En handan við húsið var greniskógur. Var hann grænn, eins og um sumar væri, og fannst mér gott að fara þar ein- förum. Var þar h'jótt og hátíðlegt eins og í kirkju. Brátt varð ég þess vör, að ekki höfðu allir meðlimir fjlöskyldunnar hlakkað til komu minn- ar .Skömmu áður hafði ensk skólasystir Sonju verið þar í heimsókn. Hafði þeim fundizt hún óþægilega fyrirmannleg í háttum sínum. Til dæmis liafði hún alltaf klætt sig í fína sam- kvæmiskjóla fyrir kvöldmatinn að enskum höfð- ingasið, en Ellis-fjölskyldan kaus þá heldur að klæðast þægilegum heimaflíkum. Fannst þeim auðveldara að umgangast mig, enda taldi ég sjálfsagt að semja mig sem mest að siðum þess fólks, er ég dvaldi hjá. Daníel hafði stórkvið'.ð , fyrir komu minni, en þegar leið að Iokum jóla- frísins, kveið hann jafnmikið fyrir því að ég færi. Hversdagslega var lífið á Silvermere mjög fá- breytt. Eftir kvöldmat spilaði ég oft bridge v’ð prófessor Ellis og Daníel. Við spiluðum aðeins .þrjú, þv.í mæðgurnar spiluðu ekki. Var þá óspart boðið í þann blinda, og oft ekki hætt, fyrr en einhver hafði sagt 7 grönd. Ekki fannst mér rnikið koma til jólahalds Rússanna. Að vísu var haft jólatré, sem við Daníel skreyttum og kveikt var á á aðfangadagskvöld, og gjafir voru gefnar, i t.d. fékk ég ljómandi fallega perlufesti úr þung- um Ijósrauðum perlum. En einhvem veginn fannst mér alla jólastemningu vanta. Gamlárs- kvöld var haldið hátíðlegt að rússneskum sið, og var þá eitthvað af gestum. Einn leikurinn var fólginn í því, að allstór skál, hálffull af vafni, var látin á mitt borðið. Voru svo mis- munandi framtíðarspár, sumar góðar, siimar illar, skrifaðar á pappírsræmur, þær brotnar saman og tyllt á rönd skálarinnar. Svo var kert- isstubbur látinn í hálfa valhnotskurn, kveikt á kertinu, og skurnin látin sigla eins og bátur á skálinni. Sá, sem spá skyldi fyrir, átti að ýfa vatnið í skálinni með vísiflngri, og sú pappírs- ræma, sem fyrst kviknaði í, hafði að geyma framtíðarspá hans. Var mér sagt að þessi spá- dómsleikur væri aðeins iðkaður gamlárskvöld og fyrsta mánudagskvöld í riýja árinu. Þá að- eins væri spárnar að marka. Margar góðar stundir áttum yið Sonja saman, Hún lék fyrir mig á flygilinn og söng rússriéska snögva, Stenka Rasin, Sonja, Svörtu ,augun o.fU Hún sagði mér efni söngvanna og reyndi að kenna mér nokkrar rússneskar vísur, og svo •Collcýdf mikilí Islandsvinur. fcöiv, :;i sf fcv-) rn'kilii .lil'finriingu, að ég gat ré: ý •uri 'í. íeínið, þólt ekki skilui ég orðin. S' únk n uansaði hún hstdans, en ég lék undlr á f y n.ILún sagði mér, að heitasta ósk sín Efri myndin er af aðalinngangi skól'- É ams, en á þeirri neðri sjáum við inn í skóiagarðinn. væri að verða balletdansmær, en foreldrar sínit mættu ekki heyra það nefnt. Brátt komst ég að því, að Sonja var ekki slíkt barn, sem ég hafði í upphaíi haldið. Sagði hún mér frá mörgum ástaræfintýrum, sem hún hafði lent í. Eitt þeirra er mér einkum minnisstætt. Sonja kynntist þýzkum stríðsföngum, Sem voru við landbúnaðarvinnu á bóndabæ þar í grend- inni. Hún varð málkunnug þeim, af því að hún kunni þýzku. Einn þeirra var mjög fríður og aðlaðandi. Sonja spjallaði oft við hann, þegar hún átti leið frarn hjá vinnustaðnum. Upp úr því spunnust bréfaviðskipti og seinna leynifundir. Loks straufc fanginn úr varðhaldinu eina nótt, kom heim að Silvermere og vildi komast þar fnn. Prófessoí Ellis varð ævareiður, harðbannaði Sonju að tala' við hann og hótaði að útskúfa henni, ef húa gerði það. Að lokum þaut Þióðverjinn út í busk- ann, en Sonja flýði undan reiði föður síns og hótaði að drekkja sér. Var hafin dauðaleit að báðum, og olli þetta hneyksli miklu mcðal ná- grannanna. Sonja sagði mér, að hún gæti gert hvaðs mann, sem hún vild: hrifinn af sér. Þegar ég spurði hana, hvermg hún færi að því, sagði hún: „Ég er ekki lagleg, og ég mundi aldrei giftast, ef ég reyndi ekki að vera „interessant,“ en karl- mönnum finnst sú stúlka interessant, sem kann að hlusta. Ef mig langar til að kynnast manni, reyni ég að komast að því, hver séu helztu hugð- arefni har.s, fæ hann til að tala um þau og hlusta svo á hann af áhuga og skilningi.“ Um þetta leyti var hún lirifin af enskum skólapilti. Framh. á bls. 26.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.