Tíminn - 24.12.1954, Qupperneq 9
JÓLABLAÐ TÍMANS 1954
9
r '
i Veturinn hafði lagzt snemma að.
Þegar löngu fyrir jól hafði þykk
snjóbreiða lagzt yfir götur kaup-
staðarins, og þjóðvegirnir voru
tæplega færir. Snjóbylinn, sem var-
j að hafði síðustu tvö dægur, hafði
i lægt, en frostið var enn napurt.
Jens brokk gat ekki þolað slíkt
i veður. Hann var einn af þessum
landshornaflökkurum eða föru-
mönnum, sem höfðu það að „at-
vinnu“ að flakka frá húsi til húss
til þess að betla mat, — eða það,
j sem hann óskaði fremur eftir, —
nokkrar krónur fyrir brennivíni.
I En nú var Jens kominn í ókunnan
j kaupstað, þar sem enginn þekkti
j hann og enginn átti neitt til, að
gefa honum. Hann var ungur, sagði
fólkið, og hann gæti unnið fyrir
sér.
— Það getur trútt um talað,
hugsaði Jens og var hinn reiðasti.
Honum varð litið á fötin sín og all-
an sinn auma útgang. — Einkum
þeir, sem eiga há stígvél og góð,
hlý föt. En hvað er það, sem ég á?
Síitna klossa, gauðgötótta sokka og
handónýta fatagarma.
j Hann andvarpaði af sjálfsmeð-
aumkvun:
j — En hvað sem því líður, verð ég
að halda áfram ferð minni í snjó-
bylnum, og það einungis til þess
að forða mér frá návist fólks, sem
! ekki á til snefil af mannkærleika.
Hann valdi þá götu, sem hann
áleit, að væri einna fjölförnust, og
hann gekk oftar úti á akbrautinni
en uppi á gangstéttinni. Vín hafði
hann ekki bragðað allan daginn, en
samt góndi fólk á hann, eins og
það hefði aldrei fyrr séð ókunnan
mann. Ef til vill var það klæðnaður
hans, sem það rak augun í> eða
blaðapakkinn, sem hann bar undir
hendinni.
Hann nam staðar fyrir framan
brauðbúð eina, þar sem glugga-
hillurnar svignuðu að nýbökuðum
vínarbrauðum. í hvert sinn og
dyrnar voru opnaðar fann hann
anganina að innan, og magavöðv-
ar hans herptust saman af svengd.
Átti hann, — eða átti hann ekki,
— að nota sína fáu skildinga til
þess að kaupa brauðbita?
Þótt innýfli hans létu hátt af
svengd, mátti sín þó meira hin
sjúka hneigð ofdrykkjumannsins í
áfengi. Með blótsyrði á vörum sneri
hann frá hinum freistandi sýnum
og gekk þvert yfir götuna, þar sem
hann hafði komið auga á lit-
skreyttar áfengisflöskur, sem stillt
var út í glugga kaupmannsverzlun-
ar nokkurrar.
legur maður, sem ávallt átti bros
afiögu handa viðskiptavinum sín-
um. En þegar hann hafði horft
góða stund á Jens og virt hann
fyrir sér, dofnaði bros hans veru-
lega. Hann studdi hnúum á búðar-
borðið og spurði:
— Hvers óskar þú?
Jens sýndi honum flöskuna, sem
hann hafði í vasanum.
— Það er lítill vandi að segja frá
hvers ég óska, en það er þrautin
þyngri að fá það. Nú hefi ég verið
á göngu i allan liðlangan dag, án
þess að fá vott né þurrt.
Hann sýndi kaupmanninum aðra
buxnaskálm sína.
— Ég sagði vott. En það fékk ég
að neðan, — úr snjónum, þessum
fjandans snjó. Ég er svo af mér
hana.Hún keypti ýmsar dýrar vör-
ur, heila flösku af brennivíni, þrjár
flöskur af borðvínum, vindla, vind-
linga o. fl.!
— Það er nóg, að þér sendið þetta
eftir klukkan fjögur, sagði konan,
þá verður maöurinn minn kominn
heiih. Ég vil ekki opna sjálf, þv£
að maðurinn getur aldrei vitað,
hver er á ferðinni, það er svo mik-
ið af alls konar lýð, sem flakkar
milli húsa núna í jólavikunni. JHún
gaut hornauga til Jens.
— Við skulum vissulega koma
vörunum heim til yðar í tæka tíð,
frú„ svaraði kaupmaðurinn. — Það
var kannske ekkert fleira fyrir yð-
ur í dag?
— Nei, þökk fyrir, en ef mig
skyldi vanhaga um eitthvað, þá
mun ég hringja.
— Gjörið þér svo vel, sagði kaup-
maðurinn brosandi og hneigði sig
kurteislega um leið og hann opn-
aði fyrir henni dyrnar.
Þegar kaupmaðurinn var aftur
kominn á sinn stað á bak við búð-
arborðið, nam hann staðar um
sinn og horfði fram fyrir sig. Hann
var að hugsa um þann mun, sem
oft var á mönnunum. Rétt í þessu
hafði glæsilega búin kona farið út
um búðardyr hans, en eftir í búð-
inni var veslingur einn, úrhrak í
mannsmynd. Konan hafði ráð á
því að kaupa fjórar heilar vín
flöskur, maðurinn varð að betla sér
fyrir einu staupi af brennivíni. Og
þó gerðu þessar tvær mannverur
ef til vill sama gagn í þjóðfélaginu.
Kona þessi hafði gift sig til fjár,
mannauminginn varð að betla fé.
Kaupmaðurinn gekk að hillu
þeirri, sem hann hafði undir áka-
víti. Þaðan tók hann hálfflösku og
rétti Jens.
— Þetta skaltu eiga, en dragðu
að drekka þetta, þangað til að þú
ert kominn út úr bænum.
— Já, það skal ég gera, það skal
ég gera, hrópaði Jens og ljómaði
allur. — En mundir þú ekki geta
gert svo vel að segja mér, hve langt
er til næstu tígulsteinaverksmiðju?
— Það er ekki ýkjalangt, þú held-
ur áfram eftir götunni hérna, og
þá getur ekki hjá því farið, að þú
sjáir háan reykháf, sem blasir við
úti við sjóndeildarhring.
Jens stakk flöskunni í vasann,
þakkaði margsinnis fyrir sig og
hvarf út úr búðinni. Skap hans
hafði batnað til mikilla muna.
Hann hugsaði sér gott til glóðar-
innar að fá sér ódýran brenni-
vinssopa og eiga síðan draumlausa
nótt í vændum við hlýjuna frá
brennsluofnunum í tígulsteina-
verksmiðjunni.
Hann langaði mjög til þoss að
taka tappann úr flöskunni, fá sér
lítið tár, bara örlítið tár til þess að
hlýja sér svolítið. En þá minntist
hann þess, sem hann hafði lofað
kaupmanninum, og því hreyfði
hann flöskuna ekki úr vasa sínum.
Frostið beit hann í eyrun. Við og
við varð hann að taka hendurnar
úr vösunum til þess að nugga eyrun
og koma í þau lífi.
Hann var nú kominn út úr kaup-
staðnum, út á þjóðveginn. Allt í
einu staðnæmdist hann. Framund-
an honum var snjóskafl svo stór,
að hann hefði ekki getað komizt
Frh. á bls. 35.
Jóiasaga eftir Oscar Nielsen
Hann stóð nokkra stund kyrr
og vætti varirnar með tungunni,
síðan þreifaði hann um í vasa sín-
um. Það heyrðist lágur hljómur,
þegar peningarnir slógust hver að
öðrum. Hann hafði margtalið þá
um daginn, og nú tók hann þá upp
enn einu sinni og taldi að nýju.
— Ein króna tuttugu og þrir aur-
ar, — það var öll hans eign í reiðu
fé. Hann gekk hægt upp þrepin,
sem voru hál af ísingu, opnaði búð-
ardyrnar og gekk inn. Það voru
margir í verzlunarerindum þarna
inni, — og þegar allir höfðu lokið
erindi sínu, að undanskildum ein-
um drenghnokka, áræddi Jens að
fikra sig upp að búðarborðinu.
Kaupmaðurinn var afar-góðlát-
genginn af kulda, að ég get tæp-
lega hugsað. Og ef þér vilduð nú
vera svo góður að hressa upp á
deyjandi skar með einu brenni-
vínsstaupi, væri það vissulega
þakksamlega þegið.
Kaupmaðurinn brosti.
— Deyjandi skar, mælti hann,
er það nú ekki nokkuð mikið sagt?
En ef ég get með þessu bjargað
mannslífi, þá er eitt brennivíns-
staup kannske ekki of mikið.
— Já, er ekki svo? sagði Jens og
glotti fullur eftirvæntingar.
Búðardyrhar voru opnaðar a0
nýju, og nýr viðskiptavinur gekk
inn í búðina. Það var mjög vel
búin kona, og kaupmaðurinn var
allur á hjólum við að afgreiða
f;...
I
» J