Tíminn - 24.12.1954, Blaðsíða 13
JÓLABLAÐ TÍMANS 1954
13
Sigurjón frá Þorgeirsstöóum:
Einn dagur í Nissa og Monaco
tó
L
1;
*.
b
É
L
)v
L
fe
L
L
i.
L
k
L
i
k
i
L
i
L
i.
L
i
1
i
Blár himinn og blátt haf.
Það er 12. apríl 1953. Gullfoss
siglir fram með Frakklandsströnd,
alveg uppi í landssteinum. Klukk-
an sjö árdegis leggst hann að upp-
fyllingu í Nissa. Og klukkutima
seinna stíga fyrstu farþegarnir á
franska grund, ef kleift er að nota
það orð um steypt stræti stórborgar.
Við höldum þrír hópinn, — þrír
íslendingar sitt af hverju lands-
horni, — göngum upp í borgina og
litumst um.
Nissa er gömul borg, staðsett af
Grikkjum nokkru fyrir Krists fæð-
ingu. íbúar munu vera um 250 þús-
undir, — eitt hundrað þúsundum
fleiri heldur en allir íslendingar. -
Telst hún þó ekki til neinna stór-
borga á mælikvarða milljónaþjóða.
Við löbbum um borgina í klukku-
stund. Húsin vekja enga aðdáun,
eru mörg gömul og þungbúin. Göt-
urnar eru víða þröngar, sums stað-
ar aöeins steinlögð sund. En þó ber
þarna ýmislegt fróðlegt fyrir augu.
Samkvæmt almanakinu erum við
hér á sunnudagsmorgni. En búðir
eru opnar og viðskiptin í fullu fjöri,
sérstaklega í matvöruverzlunum.
Kaupendurnir velja sér í matinn.
Þegar viðskiptum dagsins lýkur,
verður afgreiðslufólkið að rogast
með það, sem eftir er óselt, inn í
búðirnar á ný, ganga frá því bak
við lokaðar dyr.
Á aðal-sölutorgi borgarinnar eru
seldir allskonar ávextir, ásamt ým-
iskonar varningi. Þar er hver sölu-
maður við sitt borð, bæði karlar og
konur, ungir og gamlir. Afgreiðslu-
fólkið skiptir hundruðum. Og að og
frá torginu streyma viðskiptavinir.
Það er gaman að líta inn á fisk-
sölutorgið. Þar eru á boðstólum
margar tegundir af nýveiddum
fiski, ókennilegar ferðalöngum
norðan frá Dumbshafi. Það eru að-
allega konur, sem selja sjómetið.
Undantekningarlítið eru þær mjög
við aldur. Og varla verða þær kall-
aðar neinar fegurðardísir, blessaðar
kerlingarnar. En það er eitthvað
sérstaklega viðfelldiö við þessar
frönsku konur á torginu, eitthvað
óþvingað og eðlilegt í öllu viðhafn-
arleysinu. Þær eru fátæklega til
fara, hrukkurnar djúpar í andlitun-
um, hendurnar vinnulúnar. Þarna
væri verkefni fyrir listmálara, sem
sýna mannkindina eins og hún er.
Það er furðulegt, hvað mannsand-
litin geta verið margbreytileg — og
hreyfingar og stellingar hvers ein-
staklings með sterkum persónuleg-
um einkennum. Og talfæri þessara
ikaupkvenna virðast vera í stakasta
lagi, enda er frönsk mælskulist
heimsfræg.
Þetta er á sunnudagsmorgni. Þrír
íslendingar ganga niður að höfn-
inni og þykjast hafa gert góða ferð
— skyggnzt inn í starfseril borgar-
innar, séð að suður við hið bláa
Miðjarðarhaf er unnið í svita síns
andlitis fyrir daglegu brauði — af
kappi og vinnugleöi.
Og hugurinn hvarflar heim á
Frón.
Guðmundur Friðjónsson á Sandi
lýsti í einni smásögu sinni ungum,
íslenzkum búfræðingi, sem hafði
siglt út fyrir pollinn og forframazt
1 Noregi. Hann kemur heim á óðal
feðra sinna, sér framtíðina í róman-
tískri tíbrá og lýsir með orðavaðli,
hvað hann ætli að gera í landinu,
fordæmir jafnframt forfeðurna
fyrir kyrrstöðu og manndómsleysi.
Talar hann digurbarkalega á
skemmtisamkomu, sem haldin er í
sveitinni. En sömu nóttina gerir
stórhrið og fer margt fé í fönn. Við
slíkar hamfarir náttúruaflanna
hefur íslenzka þjóöin háð hetju-
baráttu á sjó og landi gegn um ald-
irnar, oft við þröngan kost og fá-
breytt bjargráð. En búfræðingurinn
ungi og reynslulausi fellur niður úi
skýjunum, og eins og venjulegur yf-
landið, sem hrafnarnir vísuðu
Flóka til, er ekki „hentugast hröfn-
um“, heldur dugmikilli þjóð, sem er
reiðubúin að afla sér brauðs úr
frjómoldinni og úr hafinu við
ströndina. Suður í löndum verður
almenningur líka að vinna fyrir
daglegu brauöi — sú barátta þætti
jafnvel hörð norðu'r á íslandi nú-
tímans. Og íslenzka þjóðin á von
um glæsilega framtíð, meðan hún
telur starfandi fjölda fjarlægra
landa sitt fólk, en afneitar sýndar-
mennskunni og lausingjalýðnum,
sem eyðir ævinni í veitingasölum
lúxusgistihúsa og sólundar fjár-
Frá höfninni í Monaco.
irborðsmaður missir hann móðinn,
þegar á móti blæs. Og hann tautar
fyrir munni sér:
„Hrafnfundna land
— munt þú ei hentugast hröfnum!”
Það mun oft vilja verða svo, að
menn ímynda sér, að það sé allt
bezt, sem fjarst er. í vitund íslend-
inga eru suðlæg lönd eftirsóknar-
verð. Það ef gaman að fá tækifæri
til að skoða sig um í heiminum, og
sjá drauminn í veruleikanum. Ef til
vill reynist draumurinn blekking.
Ferðaskrifstofur, sem skipuleggja
hópferðir, leiða ferðamenn að vísu
á sögufræga staði, sýna þeim veg-
legar byggingar, minnismerki og
fagurt landslag, munaðarlíf á dýr-
um veitingahúsum, og sólbakað fólk
á heillandi baðströndum. Mörg
minnismerkin, sem skreyta stór-
borgirnar, eru táknræn, eiga heima
á blaðsíðum mannkynssögunnar,
eins og hún er skráð af venjulegum
sagnariturum. Það eru riddarar og
herkóngar, altýgjaðir sigurvegarar
úr mannskæðum orrustum. Þeir eru
höggnir í dýran marmara, — geta
verið listaverk mikilla snillinga.
En íslenzk dómgreind er heilbrigð,
meðan hún skilgreinir óhollustu
þeirrar svokölluðu menningar, sem
lætur listina leggja rækt við slík
viðfangsefni. íslenzka þjóðin er til
sem þjóð, vegna mikillar þraut-
seigju, hún heíur barizt við eld og
ísa, unnið hörðum höndum á sjó og
landi. Draumurinn um suðræn sól-
arlönd var og er og verður í vitund
hennar. En ísland, landið okkar,
munum í íburðarmiklum spilavít-
um.
Og það er ekki út í bláinn mælt,
að minnast á spilavítin. Við ætlum
sem sé, íslendingarnir, að fjöl-
menna í dag inn í furstadæmið
Monaco, sem á heimsfrægð sína að
þakka spilabankanum i Monte
Carlo.
Það er gengið í stórar bifreiðar,
ökuþórar í hvítum síðsloppum,
túlkarnir ungar og fríðar stúlkur,
dökkar á brún og brá. Ekið út úr
borginni og stefnt til smábæjar,
sem heitir Menton, og er í nánd við
landamæri Ítalíu. Vegurinn liggur
hátt í hlíðinni, sér til fjalla í norð-
urátt og eru snjóbreiður i hæstu
tindum. En til hægri handar liggur
Miðjarðarhafið, spegilslétt. Korsika.
þar sem Napóleon mikli fæddist,
eyja fegurðarinnar, eins og hún er
nefnd í ferðaauglýsingum, er í 200
mílna fjarlægð og er sagt, að í góðu
skyggni sjáist þangað — en nú er
móða á sænum. Nes og höfðar skaga
fram í hafið, mynda fagra voga. Á
þessum höfðum standa skrautleg
stórhýsi í skógarrjóðrum. Þar eiga
ýmsir heimsfrægir menn bæki-
stöðvar. Leiðsögukonan nefnir Leo-
pold fyrrverandi Belgíukonung. Og
enska rithöfundinn Sommerset
Maugham.
Fjallshlíðin er víða hlaðin í
stalla. Fjallið er bratt. Sú hætta
hefur því verið yfirvofandi, að frjó-
moldiri skolaðist niður í dalsskor-
urnar. Þessvegna var fjallshlíðin
stölluð, búnir til gróðurreitir, sáð
og uppskorið í þessum láréttu reit-
um. Þarna er fólgið mikið strit lið-
inna kynslóða. Fyrir tvö þúsund ár-
um voru hér að verki konur, sem
báru grjót á höfðinu. Já, ef stein-
arnir þeir arna gætu talað, þá
hefðu þeir frá mörgu að segja.
Þarna uppi í fjallinu er skoðuð
ilmvatnsverksmiðj a. Leiðsögumað-
ur lýsir því, hvernig ilmefnin eru
unnin úr jurtum. Og ferðalöngun-
um gefst kostur á að líta á sýnis-
horn af framleiðslunni —
Á einum stað, skammt frá vegin-
um, eru leifar af þorpi, sem Föníku-
menn reistu nokkrum öldum fyrir
Kristsburð og nefndu eftir gyðju
tunglsins. Og nokkru seinna er ek-
ið framhjá hálfhrundu minnis-
merki, sem reist var til minningar
um sigur, sem Ágústínus Rómverja-
keisari vann hér í orrustu, þegar
hann var í holdinu. Veðrið er ágætt,
ekki óþægilega heitt, en um hásum-
arið kemst hitinn stundum upp í 55
stig á Celcíus þarna i kvosunum.
í Menton var litazt um. Pálmatré
í gangstéttum. Setbekkir með sól-
tjöldum. Útveggir húsa víða með
litlum, mislitum skellum — skýr-
ingin sú, að á stríðsárunum var
skotið á bæinn utan af sjónum.
Þannig geymast minjar um darrað-
ardansinn.
Þarna er baðstaður, mörg gisti-
hús, og f jöldi smábáta. Fólkið ligg-
ur, eins og kópar, á steinum og
flúðum eða flatmagar í ljósum
sandinum.
Jakob skáld Thorarensen barm-
ar sér mjög yfir því, að hafa ekki
tekið með sundskýlu. Kári orti
forðum til Skafta Þóroddssonar, að
hann hefði runnið
brynju meiður til búðar
blauður með skeggið rauða“,
þegar vopnagnýrinn var sem mest-
ur á alþingi. Jakob skáld reyndist
ekki blauður: stakk sér til sunds á
afviknum staö og synti um stund
suður í Miðjarðarhafi með sitt
rauða skegg. Og gamli maðurinn
steig hress og endurfæddur upp úr
leginum. —
Svo er haldið til baka áleiðis til
Nissa með viðkomu í Monaco,
furstadæminu, þar sem íbúarnir
lifa á minjagripaverzlun og við-
skiptum við skemmtiferðafólk, sem
eyðir tímanum á baðströndinni eða
í skemmtisiglingum. En aðal mjólk-
urkýr furstadæmisins er spilahöll-
in í Monte Carlo.
íbúatalan í Monaco er 25 þús-
undir. Það leynir sér ekki, aö þar
er almenn velmegun. Bærinn er
fallegur, húsin reisuleg og vel hirt;
höfnin dásamleg — skeifumyndað-
ur vogur milli brattra hæða. Þar er
krökkt af lystisnekkjum, allskonar
kænum og hjólabátum.
Það er ekki alltaf gaman að vera
þjóðhöfBingi. í Monaco er t. d. 27
ára gamall fursti, sem langar til að
gifta sig. Það mætti nú ætla, að
hann gæti auðveldlega orðið þátt-
takandi í spilamennsku hjúskapar-
ins. En þar er þó nokkur snurða á
þræðinum — ást hans hefur fallið í
hlut yndislegrar leikkonu. En lögin
heimila ekki furstanum að velja sér
maka úr lágstéttum mannfélagsins.
Furstinn haföi óskað eftir því, að
Framhald á bls. 33,