Tíminn - 24.12.1954, Síða 17
JÓLABLAÐ TÍMANS 1954
17
íslenzk smásaga íin hest,
sem þráði freisi fjaiia
Vindurinn feykti skýjunum til
suðurs, og ógnandi brimgnýr barst
gegn um loftið, þegar nafnlaus
vera opnaði augun í fyrsta sinn
og horfði inn í rökkurblandinn
heim vornæturinnar.
Hvers vegna var hún hér?
Hvaða afl hafði hrundið henni inn
í þennan framandi heim? Var það
sama aflið, sem ýfði sæinn og lét
skýin, sem vindurinn feykti, líkj-
ast löngum undarlegum skipum,
sem sigldu til suðurs? Var það
sama aflið, sem fagnaði henni með
lágu hneggi, hlýrri tungu og stinnu
mjólkurfylltu júgri.
Augu folaldsins hættu að sjá.
Það skynjaði ekkert nema volga
mjólkurstraumana, sem fylltu
munninn og streymdu niður um
vélindað. Það hallaðist upp að
hlýjum feldi hryssunnar, öruggt
og óttalaust í skjóli vaknandi og
verndandi móðurástar. Heimurinn
var ekki lengur framandi. Sama
hlýjan, sem umlukti það fyrir
nokkrum klukkustundum, um-
vafði það enn í breyttri mynd og
fyllti vitund þess svefnþrunginni
værð.
— Á fætur, á fætur! Hryssan stóð
yfir folaldinu, sem með óvissum
hreyfingum reyndi að gera að vilja
móður sinnar. Eyru þess námu í
fyrsta skipti hið óvinveitta hljóð
öllum hrossum, hundgána. Löngu
grönnu folaidsfæturnir reyndu að
hjálpast að því að halda uppi
þunga kroppsins. Ringlað af hin-
um snöggu umskiptum svefns og
vöku og hálfblindað af bjartri
sólinni, sem skein beint í augun á
því, skjögraði það titrandi meðfram
hlið móður sinnar.
— Hundgáin færðist nær. Folald-
ið fann, að það þurfti að flýta
sér. Af látbragði móðurinnar og
næmri eðlisávísun sinni skildi það,
að óvinur var í grennd. En hraði
móðurinnar varð veikburða folald-
inu ofviða. Það hnaut, og í sömu
andrá stökk riðandi maður af
baki og greip utan um hálsinn á
því, en geltandi hundur hélt sig
í hæfilegri fjarlægð. Eitthvað ótta-
legt hafði komið fyrir. í stað þess
að standa við hlið móður sinnar
var folaldið fast í fangi einhverrar
undarlegrar veru, sem gaf frá sér
kynleg hljóð og fyllti vit þess ein-
kennilegri lykt. Það brauzt um og
gaf frá sér hræðsluþrungið hnegg.
Móðirin, sem elt hafði hundinn í
bræði sinni kippkorn burt, snar-
stanzaði og sneri við. Hún skeytti
ekki hót um það, þótt hundurinn
elti hana sigri hrósandi og reyndi
að glefsa i taglið á henni. Með æð-
islegum svip og gapandi gini réð-
ist hún að manninum, sem rændi
hana afkvæmi hennar.
„Alltaf sama bölvuð gálan“,
tautaði maðurinn, þegar hann
haföi sleppt folaldinu og vikið sér
undan hófum hryssunnar.
„Sér er nú hvert gálgatimbrið,
að maður skuli ekki einu sinni
mega gæla við folaldið þitt.“
En hryssan sinnti manninum
ekki lengur og því siður athuga-
semdum hans. Hún þefaði af fol-
aldinu í krók og kring og hneggj-
aði lágt og ánægjulega, þegar hún
fann, að það var ómeitt og svangt.
Það var aldrei hægt að vita, upp
á hverju þessir menn gátu tekið.
Þeir gátu rekið hrossin inn i rétt,
hent sér á þau, snúið upp á eyr-
un á þeim og ö.ckrað og barið þau,
þegar þeim tókst að slá þá eða
bíta. Já barið, — menjar þess
kvöldu hana stundum enn í síð-
unni. Siðan það skeði lét hún
aldrei ginnast til að fara inn í
rétt eða hesthús, þótt í boði væri
heytugga í harðindum. Nei, folald-
ið hennar skyldu mennirnir aldrei
fá. —
— Þegar Geiri, sonur bóndans í
Rjáfurholti, kom með folann sinn
SÆUNN BERGÞÓRS
innan úr stóoi, sagði hann þær
frét'.ir, að útigangi-Brúnka væri
köstúð. Hún ætti rautt, Ijómandi
fallegt- hestíolald, en líklega
mundi það líkjast móðurinni í
lund. „Sú varð ekki frýnileg, þegar
ég fór að gæla við folaldið, mesta
mildi, að ég slapp öskaddaður
undan þesru foraði.“
„Ég veit um gott nafn á folald-
ið, fyrst það líkist Brúnku," sagði
Tommi, tólf ára snáði, sem va'r
vikapiltur í Rjáfurholti á sumrum,
og allra manna fróðastur í Indí-
ána- og kúrekasögum.
„Látum okkur sjá, Tommi litli,
svo að þú ætlar að gerast skírari",
sagði Þorkell, bóndinn i Rjáfur-
holti, og sneri upp á skeggið. „Og
hvað skal folaldið þá heita?“
„Villti Villi,“ sagði Tornmi
mannalega og stakk höndunum á
kaf í buxnavasana.
„Það var ekki svo vitlaust," sagði
Geiri og glotti.
— — Villti Villi, sól og vor. Fæt-
ur Villta Villa urðu styrkir og
lungu hans þolin. Frárra folald var
tæplega að finna, þar um slóðir.
Útigangs-Brúnka þurfti ekki leng-
ur að bera kvíðboga fyrir því, að
mennirnir gætu tekið Vilia frá
henni. Tækist að reka hann í rétt
ásamt öðrum folöidum, og ætti að
króa hann þar af, bæði beit hann
og sló, og þegar leið á sumarið, var
hann orðinn ótrúlega leikinn í því
að sleppa- yfir vegginn til móður
sinnar,’ sem beið hans hneggjandi
fyrir utan. í rétt eöa hesthús hafði
engum tfekizt að koma Útigangs-
Brúnku, síðan hún var trippi, en
Villi hennar var enn eklci orðinn
nógu kænn til þess að foröast rétt-
ina, þótt hann væri búinn að til-
einka sér aöferðir hennar við að
halda ásæknum höndum mann-
anna í hæfilegri fjarlægð. Villi
haföi enn ekki kynnzt mönnunum
til hlítar, og vonin um, að hann
þyrfti alörei að gera það bergmál-
aði í fagnanöi hneggi Brúnku í
nvert sinn, sem hann slapp til
hennar úr réttinni eða öðrum
gildrum, sem mennirnir höfðu
ætlað að veiða hann í. Tilraunir
fólksins í Rjáfurholti til að spekja
íolaidið, virtust síður en svo ætla
að bera tilætlaðan árangur.
„Hann ætlar að bera nafn rneð
rentu,“ sagði Geiri.
„Ár'ans vandræði,“ tautaði
bóndinn ergilegur, „þarna fer gott
hestefni í hundana, en hvað er að
spyrja að tryllingnum í þessu
kyni. Hann var svo sem ekki allt-
af tiltækilegur hann Verðlauna-
Rauður, sem hún Brúnka er unö-
an. Folaldsskömmin er lifandi
eftirmyndin hans, upplags efni,
skeiðar undir sjálfu sér, og töltið
hefði komið með tamningunni, en
skapofsinn eyðileggur alit.“
Þessar hugleiðingar enduou að
jafnaði með þreytulegu andvarpi.
En þessar raunatölur og andvörp
náðu ekki inn í heim Villta Villa.
Villi þurfti ekki að hafa áhyggjur
af því, að hann væri gott hestefni
af þeirri einföldu ástæðu. að hann
vissi það ekki. Sjálfsvitund hans
rúmaði í vissum skilningi ekki
neinar ákveðnar húgmyndir, en
eigi að síður var lilvera hans
þrungin þeirri lífsfyllingu, sem
gæðir hugmyndirnar fegurð og
fjölbreytni. Allt, sem hann skynj-
aði varð á visran hátt hluti af hon-
um sjálfum. Ljós dagsins, dimma
næturinnar, niður sævarins og
söngur fuglanna sameinaðist til-
veru hans án nokkurrar sérstakr-
ar ígrundunar eða skilgremingar.
En svo voru líka hlutir, verur og
fyrirbrigði, sem öðluðuet sérstak-
rin veruleika, í meðvitund hans,
andstæður, sem vöktu meðhygðir
eða andúð í sál hans. Villi kunni
vel að gera greinarmun á félögum
sínum í stóðinu og varast hættur
umhverfisins: Hann naut sólskín^
ins, en hræddist þrumuveður. Þd
voru það íérstaklega tvö hljoc
sem drógu skörpustu markalínun
milli góðs og ills i lifi hans. Anr
að var tákn ástúðar, verndar 0{
saðningar, — hnegg móður hans —
en hitt var tálm ógna og eríic
leika — hundgáin.
Sumarið leið. Grasið sölnaði, og
ríki dagsins fór þverrandi. Haustit
seiddi sifellt breytilegri tóna ru
hörpu vindanna. Stund,um berg
máluðu þeir rólhlýja blæmýki
sumarsins, en stunöum minnti.
þeir á bitra nepju vetrarins. Þac;
vajr kominn nýr heimur í söng
svananna, og snöggur þyturinn a;
vængjataki oddmyndaðra gæsa
hópanna, bjó yfir duldmn draum-
um.
Folaldið fann, að eitthvað nýti
var í nánd. Það skynjaði það al
umhverfinu og svip og látbragð;
móður sinnar. Undarleg tilfinning
tók að gera vart við sig í sál þess,
öþægileg dulin vitneskja, sem ls
falin í eðlisvitundinni, en gat kom-
ið því til að hætta snögglega ^
miðjum leik og hlaupa hneggjanö.
til móður sinnar. Það var kvíðinn
— vetrarkvíði náttúrubarnsins.
Þegar fyrstu hörkurnar gengu ..
garð, voru Útigangs-Brúnka og;
folaldið hennar horfin úr stóð-
hópnum á sléttlendinu. Allan vet ■
urinn vantaði þau i hrossin. En
þegar hlý hafgolan tók að hvísla
draumum vorsins í eyru náttúr-
unnar, og fætur fyrstu, þreyttv.
farfuglanna snertu sinugráa
þúfnakollana, komu þau aftúr
niður í byggðina.
I-Ivar þau höfðu verið, vissui
engir nema þögul fjöllin og djúpir
afréttardalirnir í næstu sýslu.
Minningar þeirra um hungur, ógn-
ir og harðrétti vetrarins geymdi
gamall hellir í húmfylltu hjarta,
Sá hellir hafði verið þeim skjöldur
og skjól gegn miskunnarlausum
ofsóknum illviðranna. Hann hafði
átt hlutdeild í baráttu þeirra og
þrautseigju, og þótt veggir han&
væru kaldir kom það ósjaldan
fyrir i návist Brúnku og Villa, serr.;
tottaði vonleysislega tómt júgrið,
að stórir dropar hrundu niður úr
ísströnglunum, þar sem þau stóðu,
Nú voru þau farin.
Seitl lindarinnar, sem átti upp
tök sín í hellinum, var þrungið'
söknuði. Hellirinn stóð auður — og
beið.
Niðri á láglendinu grænkuðu
grundirnar, og stararstráin teygðu
sig upp úr votlendri mýrinni. Mörg
þeirra urðu skammlíf. Litlar og'
stórar, gámlar og ungar snoppúr
nálguðust þau, og innan skatnms
voru þau orðin saoning svöngúro.
maga.
Brúnka og Villi urðu aftur feit
og sælleg. En þótt Villi tæki nú
þátt í ærslúm stóðsins á nýjan.
leik, var eitthvað það í fari hans,
sem gerði það að verkum, að hahn
rkar síg á vissan hátt úr hinum
trippunum. Ekki kom það af því,
að hann væri þeirra stærstur eða