Tíminn - 24.12.1954, Blaðsíða 18
18
JÓLABLAÐ TÍEVIANS 1954
Að
Kvískerjum
1943
Að fer haustmyrkur, skuggalegt húm yfir flatneskju dökkri
er ég hraða til Kvískerja ferðum, að Breiðmerkursanúi;
byggðahverfin í Öræfum hef eg að baki í rökkri
svipþung háfjöll til vinstri, en drynjandi brim fyrir landi.
Grálynt skemmdarstarf bralla hér fláráðir árstraumar óðir
— sífellt umrót og grjótmulnings-burð,
en minn gangvarinn skaftfellski greinir af þefvísi slóðir
þó að gatan sé hafin með urð —.
Hvað skal farandsveinn ókunnur flækjast á vegleysum slíkum,
þegar fartæki vélknúin bruna um land og með ströndum?
Veslings heimskinginn! Snúinn frá höfuðstað glæstum og ríkum
skal ei heigullinn verða að gjalti á skaftfellskum söndum?
Hann vill, ákveðinn, burtu frá háværum, hverflyndum glaumi
með sinn heimskandi, deyfandi nið
finna ramm-íslenzkt þjóðerni, ósnortið umheimsins flaumi
með sinn ylríka, gestrisna frið.
Sumir halda nú eflaust að þetta af Fróni sé flotið
— samt það finnast mun enn, sé þess leitað af góðfúsum vilja.
En sé torleiði valið og tæplega reitt yfir brotið
er þau Tízku og Hégóma réttara við sig að skilja;
þeim á fæti mun örðugt um fjöll eða stórsanda mikla
þar sem foraðsvötn byltast að ós —.
Myrkrið færist í aukana, íótvissir hestarnir stikla
— nú sést framundan blikandi ljós.
Þá er spölur til bæjar, en stundin er stutt þó sem líður
unz ég stíg þar af baki við hliðið, á sendinni götu.
Þar á túninu roskinn og skeggjaður bóndi mín bíður,
mig í bæinn hann leiðir með alúð, en hrossin að jötu.
Ekkert þarfleysisprjál, eða „funkis“-mót háreistra halla
gesti heilsa við Sands-bóndans rann,
þar er „baðstofa", rúmgóð, með heimilisyl fyrir alla
— þar ég óðar mig velkominn fann.
Hér er mannfleira nokkuð en mun vera títt nú til sveita,
svo það minnir á heimilisbrag fyrir þrjátíu árum.
Þó er sitthvað nú frábrugðið: Síminn mun þægindi veita,
hingað sönglist og fróðleikur skolast með Ijósvakans bárum.
Jafnvel myrkfælni þarf ei að kvíða í haustnætur-húmi
— notkun „hvítkola" sér fyrir því;
valdar bækur til lestrar, og rafljós hjá sérhverju rúmi
— gömul rúmast hér verðmæti’ og ný.
Kérna sjö eru fullorðin starfandi „börnin“ á bænum
svo að bugandi strit þarf ei nokkurn til jarðar að sveigja,
tvö að heiman — af niu — um stundarbil starfa hjá sænum,
samt að starfstíma entum þau heimleiðis jafnan sig teygja.
Hér er „glitrósin“ fáséða, í garði í bæjarins skjóli,
— ber um gjörhygli og nákvæmni vott
likt og tákn þeirrar fágætu einingar bóndans á bóli
þar sem börnunum heima finnst gott.
Hvernig getur svo afskekktur harðbali fleytt slíkum fjclda
svo að fáist þar sameinuð menningin gamla og nýja,
þegar upplausnar-gróðafikn æðandi sprengmæðir hölda
svo þeim efst verða á bauginum kröfur, og starfið að flýja?
Það mun auðskilið kraftaverk iðni og sjálfsbjargarvilja
þar sem eining með góðfýsi býr,
því að sanngirnin hyggst varla öflun frá afrakstri skilja
né með oíforsi gjalddheimtur knýr.
Samkvæmt staðháttum er, þó að verðleikum hvergi það hæfi,
þessi hljóðláti reitur er lítt kunnur umheimi mestum
langt frá byggðum og umkringdur háfjöllum, söndum og sævi
eins og svolítill hólmi til friðsællar áningar gestum.
Við hans lífskjör samt fóstrast sá ylur frá kærleikans arni
trúin örugg, og lífsgleði sönn
er má karlmenni brynja og sameina saklausu barni
móti sulti og hel, undir fönn.
Hingað vil ég þá senda, til eflingar andlegra þrifa,
helveg öfga sem troða og dýrtíðarkvörninni snúa,
svo þeir læri — í stað heimskunnar herblástri eftir að lifa
meiri hreinskilni, á Drottinn, og mátt sinn til starfa að trúa.
Fjárplógs-hornin ef af sér þeir hlupu á ferðinni ströngu
myndi heldur til bóta það skeið;
grýttir sandar ef slitu’ af þeim sundrungar-klaufunum löngu
andleg sjón held ég skýrist um leið.
Mörgum fornaldarpílagrím fundizt víst smátt hefði þetta,
berum fótum og þreyttum er reikaði skrælnaðar álfur.
Hvort sem ferðazt er hérlendis fjöll eða grjótfláka slétta
Guð og fólkið þeim liðsinna jafnan, er hjálpast vill sjálfur.
Þó ég grædai ei annað né meira á mánaðar-göngu
en hér menningar-vígi að sjá,
skyldi’ eg glaður og fullsáttur ljúka við ferðina löngu
— jafnvel leggja að nýju á stjá.
Áfram skal þó að morgni; hið sérstaka sæluhús kveðja
er ég síðast veit, þessarar tegundar, voru á landi
milli auðna og torfærna aðkomna hvíla og seðja
— hvort þau eru á háfjöllum byggð, eða frammi á sandi.
Margir ferðamenn sakna, er falla og týnast í eyði
þessi fornhelgu gestrisni-vé;
ærinn kippur er víst fyrir vegfara sandurinn breiði,
hvílúin vís þó á Kvískerjum sé.
Svo er Breiðá nú eydd fyrir öldum, og hulin með jökli,
þar sem ágætur, hugprúður Kári vor bjó fyrir löngu;
en þau næstliðnu góðæri slitið nú hafa þeim hökli
svo ’ún horfir nú, ef til vill, brátt undan farginu ströngu.
Eins mér finnst — lands vors hagsæld þó fergi nú striðsgróða-sýki
vonin finna hér líkindi á því
að sá meinjökull hægt fyrir mannviti og gjörhygli viki,
þjóðleg menning svo blómgist á ný.
GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON frá Lundi.
fallegastur, en hann hafði eitthvað
það til að bera, sem gerði hann
þeim frábrugðinn.
Stundum, þegar hann var að
leita eða leika sér, reisti hann höf-
uðið snögglega, svo að faxið bylgj-
aðist um grannan hálsinn, og
horfði til fjallanna. Einkennileg-
ur glampi kom í dökk augun, og
fíngerður titringur fór um þandar
nasirnar. Eitthvað mikilúðugt, en
þó dreymandi, birtist í svip hans,
sem bjó yfir djúpri reynslu og dul-
inni þrá.
Máske hafði gamli hellirinn gætt
hann broti af aldagamalli vizku
sinni.
Sum trippanna hræddust hann,
enda var hann óvæginn í viðskipt-
um sínum við þau, þegar svo bar
undir, en þau, sem hann valdi sér
að vinum, fylgdu honum trúlega.
Vorið leið, og raddir sumarsins
þögnuðu. Um haustið hurfu mæðg-
inin aftur til fjalla, án þess að fólk-
inu í Rjáfurholti hefði nokkuru
sinni tekizt að handsama þau.
Næsta vor kom Villi einsamall til
baka. Hann var gagntekinn undar-
legu eirðarleysi og virtist ekki leng-
ur hafa löngun til leika. Stundum
hvarf hann úr stóðinu dögum sam-
an, án þess að hans yrði vart þar
nokkursstaðar í grennd. Eitthvað
ólýsanlega dýrmætt hafði horfið úr
lífi hans og skilið eftir ó'fyllanlegt
tóm. Þessi tómleiki knúði hann til
að leita fjallanna við og við.
Klukkustundum saman gat hann
eigrað fram og aftur á gjárbarm-
inum, þar sem síðustu spor Úti-
gangs-Brúnku lágu, og kumrað
vonleysislega niður í miskunnar-
laust hyldýpið.
Þegar leið á sumarið, urðu ferð-
irhar til fjallanna strjálli, en eirð-
arleysið ásótti Villa enn. Dag
nokkurn, þegar stóðið var rekið til
réttar, tók Villi sig út úr hópnum,
en hann staðnæmdist ekki í nokk-
urri fjarlægð eins og venja hans
var. Veöur var hvasst og öldu-
gangur við ströndina óvenju mik-
ill. Haldinn óljósri þrá sneri Villi
til suðurs. Hann hljóp næstum ó-
sjálfrátt með geysi hraða. Hann
varð að hlaupa — brimhljóðið
seiddi hann til sín. Loks var hann
kominn svo nálægt hafinu, að öld-
urnar skullu skammt frá hófum
hans. Villi staðnæmdist undrandi
og horfði bæði hræddur og heill-
aður á úfinn endalausan sjávar-
flötinn. Aldrei áðuír hafði hann
komið svona nálægt hafinu og
heyrt raust þess jafn greinilega.
Nálægð brimgnýsins, sem hafði
sungið í sál hans, síðan hann
fæddist, gagntók skynjun hans
með ofurvaldi. Eitthvað hræðilegt,
en þó seiðandi, virtist hafa lamað
hann gersamlega.
Skyndilega fóru skjálftakippir
um strengda vöðva folans. Eitt-
hvað, sem var nýtt eins og augna-
blikið og jafngamalt örlögunum,
endurvarpaði dökkum skuggum
framtíðarinnar úr djúpi hafsins
inn í vitund hans. Hann varð allt
í einu gripinn ofsahræðslu, sem
leysti orku hans úr læðingi. Með
snöggum andardrætti og spennt-
um vöðvum spyrnti hann í sand-
inn og tók á rás til baka — burt
frá hafinu.
Sumarið var á enda og veturinn
í nánd. Villi unni sér varla hvíld-
ar, fyrr en hann var kominn til
fjalla og átti sýslumörkin langt að
baki. Og þá fyrst, er hann hafði
svalað þorsta sínum til fulls í
tæru vatni hellislindarinnar, færð-
ist yfir hann nokkur ró.
-----Vetur, vor, sumar, haust,
— aftur vetur, aftur vor og sumar.
— Dýrðlegt sumar.
Á dagatöl bændanna stóð prent-
að svörtum stöfum ártalið 1946.
Sóllýstur himinn hvelfdist yfir
börnum náttúrunnar. Á sléttlend-
inu undi stóðið sér við ærsl og
leika. Rauður fjögra vetra foli
Framh. á bls. 27.