Tíminn - 24.12.1954, Blaðsíða 26

Tíminn - 24.12.1954, Blaðsíða 26
26 JOLAFBL'AD TÍMANS 1954 Turn Péturskirkjunnar í Ró.n, sem Michelangelo teiknaöi. ar, en sneri sér að öðruxn viðfangs- efnum, sem orðið höfðu að liggja á hillunni. Gerði hann nú hvert listaverkið af öðru og yrði of langt mál að telja þau upp hér. Á átt- ræðis aldri gerði hann uppdrátt að nýrri hvelfingu Péturskirkjunnar. Fjórir páfar komu og fóru, en Michelangelo hélt áfram að mála og höggva myndir í Vatikaninu sem heimurinn dáir og elskar með- an tilfinning er til fyrir fegurð. Dó þegar starfsdagur ætfci að hefjast. Síðustu ævidagana í febrúar 1564, þá 88 ára, vann hann að Krists- mynd einni milcilli, þar sem veriö er að ta/ka SrelsrVann niður af krossinum. Þegar Salviati kardináli þjónustaði gamla manninn á dán- arbeðinu sagði hann: „Nú er ég að deyja, — og ég sem varla var búinn að læra upphafið af staf- rófi listarinnar, var rétfc að verða tilbúinn til að hefja mitt raun- verulega starf.“ Með þessi orð á vörunum dó einn af allra mgstu listamönnum ver- aldarsögunnar. Hann var barn sinnar samtiðar, sérkennilegur persónuleiki, fór sínar eigin leiðir og var engum líkur. Jafn sérstæður og verkin sem hann skapaði. Sólin mun halda áfram að hita torgin, sem hann tróð í Florenz og Róm. Menn verða brenndir á báli og fólk- ið mun leita í skugga forsælunnar meðan grjótið er heitast, en list Michelangelo mun lifa. — gþ- Höfuð Lorenzo Medici höggmynd eftir Michelangelo. Þegar Sveinki litli strauk Framh. af bls. 21. ávarpaði hann blátt áfram svo- hljóðandi: „Hvað kom til, að þú fórst að strjúka, Sveinn litli?“ Þeg- ar drengnum vafðist tunga um tönn, bætti hann þýðlega við: „Segðu okkur nú sögu þína, og dragðu ekkert undan.“ Og Sveinn fór að segja frá, hikandi í fyrstu, en öll kom sagan þó að lokum. Þá vék Þórður máli sínu að Fló- vent og spurði strengilega: „Er þetta allt satt, sem barnið segir?“ „Því er miður, að það er vist satt,“ svaraði bóndi. Þá klappaði Þórður á kollinn á drengnum og sagði: „Jæja, góði, þú mátt nú fara heim.“ Þessum málalokum varð dreng- urinn allshugar feginn. Hvað þarna gerðist meira, veit hann ekki, nema hvað hann frétti síðar, að bóndi hefði fengið strangar ávítur og al- gjört afsvar Þórðar um, að dreng- urinn yrði látinn aftur til hans. Sveinn var svo hjá móður sinni þennan vetur. Þannig segist Sveini frá um þennan atburð. Ásökuninni um, að ráðskonan hafi barið hann með for- arsokkum, vísar hann alveg á bug. Var hróður hennar ekki of mikill, þó að hún sé ekki borin tilhæfu- lausum sökum. Ennfremur því, að nokkur ferðamaður hafi fundið hann og tekið upp. Það, að hann hélt þetta út, má eflaust þakka rólyndi hans, sér- staklega að hann hélt kyrru fyrir og hvíldist að mestu, meðan þokan bannaði útsýni, í stað þess að æða og hringla. Þeir, sem þekkja þær vegalengdir, sem hér er um að ræða, geta skilið, að þarna er sagt frá einu þeirra þrekvirkja, sem nútíð- inni er gjarnt að rengja. Þetta handrit hefur verið sýnt gömlu fólki í Kelduhverfi, sem man atburðinn, og hefir það ekkert við frásögnina að athuga. St. Raufarhöfn 17. okt. 1954. Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi. (Ath. Snernma á árinu 1952 kom I barnatíma Útvarpsins frásögn um hrakning drengs eins, sem átti heima á Húsavik, en var lánaður norður í Kelduhverfi, og strauk þaðan að gefnu tilefni. Sögnin var skráð af Benjamín Sigvaldasyni, með nöfnum og stað* háttum. En hinn umræddi drengur er lif- andi enn, og mjög óánægður með sannfræði- lega mcðfcrð staðreynda hjá B. S. Er sagan j>\í skráð hér eftir ósk hans og frásögn, eins og hún gerðist.) G. Þorst. Jól vestur viö Klettafjöll Framh. af bls. 19. jólaveitingar eru bundnar við hann. Kalkún eða gæs er jólarétt- urinn hér víðast hvar og er ástund- að að borða vel. — Hér gengu jólin þegjandi í garð. Enginn „þung- glymjandi samhljómur" kirkju- klukkna að kalla okkur saman til helgrar stundar, eins og tíðkast út um byggðir íslands og útvarpið ís- lenzka hefir dyggilega framfylgt til margra ára. Okkur íslendingana hérna vantaði áreiðanlega eitt- hvað, já, eitthvað! Hátíðakvaðn- ingu kirkjuklukknanna, köll þeirra sterk og hrein, með hreimþunga og hljómblæ heilagrar jólanætur. En, þrátt fyrir það, jólanóttin var hald- in að íslenzkum sið á heimilinu okkar hér, með jólatré og gjöfum, jólagraut, laufabrauði og steiktri gæs. — Hvít jól og íslenzk. — Dag- inn eftir vorum við í hátíðaboði hj á vina- og tengdafólki og þar með eru jólin búin. Enginn annar í jól- um, þriðji eða þrettándi — jólatréð hérna bíður nú samt eftir honum, — en strax á okkar venjulega ann- an í jólum var farið að tala hér um fyrsta dag eftir jól, og í útvarpi og firðsjá að nú væru jólin liðin í þetta sinn o. s. frv. o. s. frv. — En gamlárskvöld er víst notað hér al- veg eins og á íslandi, að því er ég bezt veit. KCaupfélag Borgfirðinga BORGARNESI STOFNAÐ 1904 Qjkar ellutn /élagJtnvmuth Jíitum qleiileyra jéla cg ^atJalrjar á Htjja árím. KAUPFELAG BORGFIRÐINGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.