Tíminn - 24.12.1954, Blaðsíða 27

Tíminn - 24.12.1954, Blaðsíða 27
JÓLABLAÐ TÍMANS 19S4 27 VILTI VILLI Framh. af bls. 18. hljóp með fagnandi hneggi í átt- ina til ungrar, dökkjarprar hryssu, sem lét vel að háfættu, brúnu fol- aldi. Hryssan le'it upp og reisti eyrun. Folinn nálgaðist, — Það var Villti Villi. Dimmrautt faxið flaks- aðist niður um þrekna bógana, og í augunum, sem geisluðu af tindr- andi fjöri, brá fyrir hlýju bliki. Grundin söng undir við fjaður- magnað hófatakið, sem bergmálaði bæði þrótt og voldugan vilja. Villi staðnæmdist snögglega og snart höfuð hryssunnar með titr- andiflipanum. Nú var hann ekki lengur einmana og eirðarlaus. — Litla brúna folaldið hljóp í hringa í kring um þau, eins og það væri í kapphlaupi við marglit fiðrildin eða suðandi maðkaflug- urnar. Skyndilega staðnæmdist það og hlustaði. Villi og hryssan reistu makkana snögglega og teygðu eyrun fram. í fjarska heyrðust hundigá og hófaskellir. Folaldið færði sig fast að hryss- unni. Hundgáin færðist nær, og hópur ríðandi manna kom í ljós. Það voru Þorbjörn í Rjáfurholti, Geiri og Tommi, nokkrir ungling- ar af næstu bæjum, og svo sjálfur frændinn frá Ameríku, dökkur, skarpleitur maður með hringaðan kaðal í hendinni. Þeir töluðu hátt og hlógu, og það var eitthvað í rödd frændans frá Ameríku, sem minnti á brimgnýinn. Viðræður þeirra snerust um búskap, um peninga og Ameríku, Unnra og Pól- land. „Þarna er nú gripurinn“, sagði Þorbjörn og benti með svipuskaft- inu á Villta Villa, er þeir áttu skamman spöl ófarinn fyrir stóðið. „Sá þykir mér harður,“ sagði Ameríkufrændinn. „Hann veröur varla verri viðureignar en svarti ofstopinn, sem ég snaraði á býlinu hans nafna míns í hittiðfyrra“, bætti hann við með sigurvissu í röddinni. Mennirnir riðu noröur fyrir stóðið og siguðu á það hundunum. Hrossin færðu sig saman og tóku á rás. Folöldin hneggjuðu eftir mæðrum sínum, trippin hvíuðu og skvettu upp rassinum, og full- vaxnir folar nörtuðu hver í annan í galsafenginni vinsemd. Dynj- andi hófaskellir blönduðust rödd- um rekstrarmannanna og gelti hundanna, sem við og við urðu að víkja sér undan hörðum hóf eða opnum kjafti, en að hættunni af- staðinni færðist í þá aukinn víga- móður, og geltið varð hærra og hásara en áður, Villi fylgdist með hryssunni og folaldinu, unz komið var í námunda við réttina, þá tók hann sig út úr hópnum með snöggu viðbragði, en staðnæmdist eftir stuttan sprett og beið. „Nú kemur til þinna kasta, Kalli,“ sagði Þorbjörn og beindi orðum sínum að Ameríkufrændan- um. „Við rekum hrossin í réttina, öll nema folaldshryssuna, sem hann var með,“ sagði Kalli og sat kerrt- ur í hnakknum. „En folaldið rek- um við inn, og svo skulum við sjá til,“ bætti hann drýgindalega við. Strákarnir horfðu á hann með að- dáun, en þeir komu fljótlega til sjálfra sín, við hvella rödd Þor- bjarnar. „Hvern andsk..... eruð þið að ♦ Í Í i i ♦ UúÁtnceÍuti látið okkur annast JÓLABAKSTURINN Kexverksmiðjan FRÓN h.f. hugsa drengir, ætlið þið að láta stóðið sleppa út úr höndunum á ykkur, segi ég?“ Strákarnir áttuðu sig, þrifu í taumana og hottuðu á hros in. Eftir örstutta stuntí var al.lt stóð- ið komið inn í rétt nema Jörp. Óðara en hún var sloppin, ætlaði hún að hlaupa til Villa, en hvelit folaldshnegg stöðvaði hana á miðrj leið. Hún hljcp hneggjandi heim að réttarveggnúm cg fíðan aftur í áttina til Vi'-la. Hún end- urtók þetta nokkrun sinnurn, — en mennirnir biðu. Vilii, sem órór hafði horft á aðfarir hryssunnar og hneggjað til hemrar öör • r."o: „ tók nú að færa sig g 'tilega í át+- ina til hennar. Kalli glotti, svo að skein í skörðó'.tan tanngarðinn. „Það er bezt að þi'ð bíðið, ég s kal kijást við piltinn,“ sagði hann, um leið og hann leit rannsóknar- augum á kaðalinn, se-m hann hélt á í hendinni, og sveigði hest sinn í áttina til Villa. „Ef þú hefur hann ekki í fyrstu atrennu, þá er spiiið tapað,“ kall- aði Þorbjörn á eftir honum. Villi blakaði eyrunum og horfði tortryggnislega á manninn, sem nálgaðist. Hann færði sig ofurlítið fjær hryssunni, en annars var maðurinn enn það langt frá, að Villa fannst hann óhultur. Skyndilega heyrðist snöggur hvinur, og áður en Villi fengi átt- að sig til fulls, fann hann, að eitt- hvað sterkt og miskunnarlaust hertist utan um háls hans. — Fyrsta atrennan hafði heppn- ast. Þrátt fyrir æðisgengin átök fór svo að lokum, að Villti Villti var yfirunninn og lagður í bönd. Hrossunum var hles'pt út úr réttinni og sigað inneftir. Þau urðu frelánu fegin og tóku óðara á rás, öll nema Jörp. Hún stað- næmdist við og við, þefaði af fol- altíinu, horfði heim að réttinni og h-i<,-.criaði kallandi, óttaslegnu hneggi. En hún hlaut ekkert svar. Skroltandi vörubíll flutti Villta Villa i böndum burt úr átthögun- um. Sá, sem greitt hefði síðan tcppinn frá enninu og horft inn í dckk augun, mundi hafa séð nið- ir í hv.dýpi þjáninganna. Hann hefði séð drauma vorsins í viðjum ve . rai'in v Sá, sem séð hefur væng- brctinh í gl, mundi ef til viii hafa skilið sár aukann, óttann og þrána, s.-m í þ'ím bió. Vil’i perði nokkrar ofsafengnar tiIia'V'.ir til að slíta fjötrana, með ;• v“ á: aagri einum, að böndin sfcárust dýpra inn í holdið og hertu fasíar að. Þjáningarnar og vcnlaus frelsisþráin brutust út í æðúlegu, óttaslegnu hneggi, sem kafnaði að mestu í vélardrunum bír ins. Nekkur hross, sem voru á beit við veginn, hrukku^við og tóku á rás, þegar þau heyrðu bílskröltið, — úifararóð frelsisins. „ Húsfreyjan i Rjáfui’holti reif minningu horfins dags af dagatal- inu og skrúfaði frá útvarpinu. Heimilisfólkið sat að snæðingi. Það tuggði matinn ánægjulega, og Kalli, frændinn frá Ameriku, sem varð að matast með vinstri hendinni, vegna þess að sú hægri var í faila, kinkaði kolli og leit framan í Þorbjörn, þegar þulurinn tilkynnti, að skipið, sem flytja átti Pcllandshrossin, hefði lagt af stað um morguninn. „Villi greyið fær veltuna,“ taut- aði Þorbjörn og leit út um glugg- ann á trén í garðinum, sem svign- uðu fyrir vindinum. í sama mund skeði það á skip- inu, að gæzlumaður kom til um- sjónarmannsins og sagði, að dökk- rauður foli hefði rotazt i einni stí- unni. Hann hefði prjónað og ham-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.