Tíminn - 24.12.1954, Síða 37

Tíminn - 24.12.1954, Síða 37
JÓLABLAÐ TÍMANS 1954 37 — Þú segir satt. Hendurnar voru stokkfreðnar á þessum vesaling. — Hvað eigum við að gera við skyrtuna hans? spurði Anna. Karl Pétur brosti til hennar. — Anna mín, ef þú nennir, þvoöu skyrtuna og strauðjaðu. Hann mun áreiðanlega koma, þegar hann uppgötvar, að hann hefir gleymt henni. — Já, Karl, það skal ég gera. Ég hefi þá a. m. k. gert eitt góðverk. Þremur dögum seinna barði Jens brokk á bakdyrnar hjá Karli Pétri. Gerða htla, fjögurra ára gömul dóttir Karls, opnaði fyrir honum. Jens var feiminn, stóð þegjandi og horfði á litlu stúlkuna. Honum fannst hann aldrei hafa séð svo laglega litla stúlku fyrr. Og hún var ekki vitund hrædd við hann. Þess í stað brosti hún vingjafnlega til hans. — Er pabbi þinn heima, spurði Jens. — Já, svaraði Gerða. Hann er úti í hlöðu. Mamma liggur inni á dívani, hún er með höfuðverk, en ég get samt kallað á hana. — Nei, sagði Jens, það var pabbi þinn, sem ég ætlaði að tala við. Ég get farið sjálfur út í hlöðu og tal- að við hann þar. — En Gerða litla smokraði sér fram hjá Jens og hrópaði: — Pabbi, pabbi. Gerða litla hafði mjög skæra rödd, og það leið ekki á löngu, áð- ur en Karl Pétur opnaði hlöðu- dyrnar og gekk áleiðis heim. Gerða beið, þangað til faðir hennar var kominn að henni. — Pabbi, hér er kominn maður, sem vill fá að tala við þig. — Jæja, einmitt það. Karl Pét- ur rétti Jens höndina og bauð hann velkominn. Jens brosti. — Ég þakka fyrir. En mig minnir fastlega, að ég hafi gleymt pakka í sleðanum um dag- inn, þegar ég ók með þér. — Já, það mun rétt vera, svar- aði Karl Pétur. — Og í pakkanum var skyrta, sem konan mín hefir bæði þvegið og strokið. Þú getur sem sé farið í hreina skyrtu á jól- unum. — Þökk fyrir. Jens brosti til Geröu. En það er nú líka eina jóla- gjöfin, sem ég fæ. í fyrra svaf ég í fjósi á jólanóttina. En það var bæði hlýtt og friðsælt þar. Og það allra bezta var að ég svaf það allt af mér. Gerða horfði á föður sinn. — Pabbi, þessi maður á að halda jólin með okkur. Hann á ekki að sofa úti í fjósi, það er svo dimmt þar. — Finnst þér það, vina mín. En það er ekki víst, að ókunni maður- inn vilji vera hérna. — Viltu það ekki, ókunni mað- ur, spurði Gerða og horfði á Jens sínum einlægu barnsaugum. — Jú, en heldur þú, að mamma þín vilji það? — Já, hún mundi ekki hafa neitt á móti því, af því að hún þorir ekki sjálf að sofa úti í fjósi. — Komdu með inn og fáðu þér einhvern matarbita, sagði Karl Pétur, þá getum við rætt nánar um þetta. Lítilli stund síðar síðar sat Jeris við borð, sem Anna hafði búið hon- um. Hún hafði þvi næst gengið til hvílu og Gerða með henni. Karl Pétur sat hjá Jens og rabb- aði við hann. — Hvað heitir þú eiginlega? spurði hann. Jens gaut til hans hornauga. — Þar, sem fólk þekkir mig, geng ég undir nafninu Jens brokk. En það er ekki mitt rétta nafn. Ég fékk þetta uppnefni, þegar ég var drengur. Strákarnir kölluðu mig líka Brokk-Jens. Mitt rétta nafn er Jens Jensen. — Hve lengi hefur þú flakkað? — Ja, það er ekki svo auðvelt að fylgjast með tímanum. En ætli það séu ekki ein fjórtán, fimmtán ár. — Og hvaðan ertu ættaður, ég á viö, að þú hljótir að eiga einhvers staðar heimili? — Hvaðan ég sé ættaður, það veit ég nú varla. Foreldrar mínir voru mjög fátækir, og þegar ég var aðeins níu ára að aldri varð ég að fara að vinna fyrir mér. En ég var óheppinn með vistir, svo að ég strauk úr þeim öllum. Þá var ég settur á drengjaheimili, og þaðan gat ég ekki strokið. Þaðan losnaði ég ekki fyrr en ég var átján ára. Ávallt síðan hefi ég flakkað um þjóðvegina — Þú veizt þá ekki, hvort mamma þín og pabbi eru á lífi? — Nei, það hefi ég ekki hug- mynd um. — En þú veizt þó, hvar þú ert fæddur? — Já, ég er fæddur í litlu þorpi á Fjóni. Karl Pétur sat góða stund og hugsaði. Það voru takmörk fyrir forvitninni, fannst honum. En eitt var ljóst, sem hann vissi þegar, að Jens var heiðarlegur maður, og með því að hreinsa hann upp mundi vera gerlegt að gera hann óþekkj- anlegan frá því sem nú var. — Jens, sagði hann dátlítið hik- andi. — Ef ég reyndi að grafa það upp, hvar mamma þín og pabbi eiga heima, mundir þú þá vilja fara heim og hitta þau? — Ég á hvorki föt né peninga, svaraði Jens. — Hvað hét drengjaheimilið, sem þú varst á? — Ég veit ekki, hvort það hét nokkuð sérstakt, en það var í Kjellerup hjá Silkiborg. — Gott. Við skulum ekki tala meira um þetta. En á morgun. er aðfangadagskvöld, þú veizt það? Jens kinkaði kolli. — Þú verður kyrr hérna og held- ur jólin með okkur. Svo getum við beðið og séð, hvað setur. Jens var kyrr. Það var ekki hægt að sjá, að þetta væri sami auminginn og kom utan af þjóðveginum kvöldið áður, þegar hann sat við hlaðið matborð- ið á aðfangadagskvöld. Hann hafði látið klippa sig og raka og hafði fengið nýleg föt. Hvítt skyrtubrjóst- ið og svört slaufan gerðu hið veður- bitna, hrukkótta ^indlit enn meira áberandi. Hann átti dálítið erfitt með a3 venjast hinu nýja umhverfi. Samt hafði honum aldrei fyrr fundist hann svo öruggur og hamingju- samur, einkum þegar Gerða litla bað hann að kveikja á kertunum á jólatrénu. Hún tók í hönd honum og leiddi hann inn í litlu stofuna þar sem jólatréð stóð á miðju gólfi. Hann kveikti á Ijósunum, stóð góða stund þögull og horfði á alla dýrð- ina. Ljósin endurspegluðust í aug- um hans, sem voru ekki alveg laus við að vera dálítið vot. Svo tók Gerða aftur í hönd hon- um, og þau gengu öll kringum jólatréð. Gerða litla söng alla jóla- sálmana með, og það hljómaði svo einstaklega fallega í eyrum Jens. Kvöldið varð Jens ógleymanlegt. Sem í draumi hafði hann í fyrsta skipti á ævinni lifað þá hamingju, sem sprottin er af kærleika og trúnni á það góða í manninum. Nú ætlaði hann sjálfur að verða maður. Hann vildi sjálfur lifa þá hamingju að skapa heimili, þar sem lítil stúlka, eins og Gerða, gæti gert honum lífið ánægjulegt með því að V■■■■■■! ■■■■■■■■■■BaBI ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■I '.V.V.V.V !■■■■■■! i m ■ n ■ ■ r i Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki — Stofnað 1889 Kaupfélagið óskar öllunt viðskiptamönnum árs og friðar og gleðilegra jóla. Starfrœkir: Skipaafgreiðslu, Mjólkursamlag, Sláturhús, Frystihús, Biðreiða- og vélaverkstæði, T r ésmíðaverkstæði, 3 sölubúðir og kjötvinnsla. Umboð fyrir Samvinnutryggingar. Skagfirðingar! Innlánsdeild vor ávaxt ar sparifé yðar með beztu fáanlegum kjörum. Kaupfélag Skagfirðinga

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.