Tíminn - 24.12.1954, Síða 41

Tíminn - 24.12.1954, Síða 41
JÓLABLAÐ TÍWIANS 1954 41 Helgidóiiiar i Pramh. af bls. 5 arisbríkin gero í gotneskum stíl og forkunnar fagurt smíði. Talið er með nokkurri vissu, að hún sé gerð snemma á 13. öld og gefin kirkj- unni af Jóni Arasyni. Er það þessi brík, sem sagan segir að Danir hafi viljað ræna, eítir slSabyltinguna, er þeir létu greipar sópa um ís- lenzkar kirkjur. En til allrar ham- ingju var altarisbrlkin of þung og fyrirferðamikil fyrir Dard og gátu þeir ekki flutt hana brott, er hún því enn í Höladcmkirkju. Altarisbríkin er útskorin úr tré, gipsuð og máluð. Hún er um 170 sm. á breidd og m.eð örmum. Á mið- hluta er sýnd krossfesting Krists og sést hann þar með ræningjana til beggja handa. Undir krossfest- ingarmyndinni eru riddarar bryní- aðir á bestum skium. Á bak við aðalmyndirnar eru aðrar myndir. Sjást þar meðal annars þök Jerú- salemborgar. í skápnum beggja vegna krossfestingarmyndanna eru skápar með dýrlingamyndum. Þar eru meðal annars þær heilög Dorothea og heilög Barbara. hellög Katrín og heilög Margrét. Innan á örrnum bríkanna eru svo myndir postulanna í sérstökum skápum, sem alls eru 14 talsins. í tveimur skápunum eru myndir af heilög- um Sebastianus, heilögum Georg og heilögum Antoniusi frá Þebu. Ekki eru hér með taldar allar þær myndir sem finna má á þessum mikla og skrautlega helgigrip. Framan á vængjum brikarinnar eru málaðar myndir. Má þar sjá Krist upprisinn og ofar fjórar helgar konur og Maríu Magdalenu, en til hinnar hanáar sést píslar- dauði heilags Sebastians. Á norðurvegg kirkjunnar, á móti frúardyrunum inn í kirkjuna, er annar merkur kirkj ugripur, líka ír kaþólskum sið. Er það róðurkross mikill úr tré sem hangir þar á veggn um. Ber Kristur þyrnikórónu sína á krossinum. Er mynd þessi mjög vel gerð i gotneskum stíl, og svo liíandi og áll'ifamiií'l að nærri liggur að við fyrstu sýn sé sem þar sjáist deyjandi maður. Blóð streym ir úr síðusári frelsarans, undan naglaförum cg þyrnikrónu. Róða þessi er í fullri líkamsstærð. Sagað hefir verið litið eitt ofan af kross- trénu til að koma róðunni fyrir i kirkjuhai. Er verk þetta talið frá fyrri hluta 16. jaldar og liklega fengið til kirkjunnar á dögum Jóns Arasonar. Er skírnarsárinn ættaður frá Grænlandi? í Hóladómkirkju er skírnarsár sérstæður mjög og fagur. Stend- ur hann framan við Róðukrossinn. Skírnarsárinn er úr steini, svoköll- uðum klébergi, eða oftar nefnt fitu- steinn. Segja fróðir menn, að þá steintegund sé ekki að finna í nátt- úru íslands. Aftur á móti er þessi steinn algengur á Grænlandi og herma sögusagnir, að steinninn í skírnarsánum hafi 'oorizt hingað til lands með ís og verið hirtur við rætur Tindastóls. Á sánum stenúur, að hann hafi úlhöggvið Guðmundur Guðmunds- son bóndi og tréskurðarmaður að Bjarnarstaðarhlíð, og er hann í barokstíl. Gotneskt letur er á sán- um og rósaverk og myndir af um- skurninni og skírninni, auk biblíu- legra táknmynda. Á altari standa stjakar og kal- eikar. Þar eru 2 gylltir silfurkal- eikar, báðir úr kaþólskum sið og kjörgripir hinir mestu. Á stétt og hnúðum er grafið blaðskraut og telur Kristján Elújárn þjóðminja- vörður gripi þessa frá 13. öld. Segir hann að þeir geti vel verið íslenzkt smíði, en líka geti þeir verið frá Noregi eða Englandi. Ljósahjálmur, sem ber 20 kerti, hangir í kórnum og er hann kennd- ur við Jón biskup Vigfússon, gefinn kirkjunni af Guöríði ekkju hans. Er hjálmurinn mjög fagur með kröns- um af ljósaliljum og pípur tvær i vængjum arnar efst. Pi'edikunarstóll dómkirkj unnar er sérkennilegur og góður gripur. Er talið að hann sé jafn gamall kirkj- unni, og hafi jafnan í henni verið. Á stólinn eru málaðar myndir af guðspj allamönnunum. Biskuþar geymðir i gólfi. Undir tréhlerum í gólfi kirkjunn- ar eru 8 legsteinar. Er þar meðal annars steinn Guðbrands biskups Þorlákssonar, Gísla biskups Þor- lákssonar og Gróu Þorláksdóttur fjTstu konu hans. Yfir kirkjudyr- um er sérkennilegt minnismerki Einars Þorsteinssonar biskups og konu hans. Er það róðukross, út- skorinn og útskornar myndir af þeim biskupshjónum undir kross- inum. Mikið af tréverki kirkjunnar að innan er nýleg smíð, sem þó er gerð af smekkvísi og svo að kirkjan sé sem líkust þvi sem áður var. Var endurbygging þessi og lagfæring gerð undir umsjá Matthíasar Þórð- arsonar fyrrum þjóðminjavarðar, sem lagði mikla áherzlu á að koma kirkjunni í eldra horf. Hóladómkirkja geymir helga dóma og sögulegar minningar, sem eru íslendingum kærar. Klukkna- hljómurinn frá Hólum þarf um alla framtí'ð að vekja íslendinga til um- hugsunar um skylduna sem á þeim hvllir, gagnvart þjóðinni, landinu og trúnni Sá hljómur er okkur líka lærdómur mikils kirkjuhöfðingja og þjóðhetju, sem kenndi okkur eftirminnilega, að lífið verður þá fyrst einhvers virði, er menn eiga þær hugsjónir i hjarta, sem aldrei má svíkja, jafnvel þó fórna þurfi lífinu sjálfu. — gþ. LAUSN Á ÞRAUT. Þannig eru strikin drcgin yfir ljóna- garðinn og eru ljónin þá öll króuð af. Guðbrandsbiblía i HoiaaomkirKju. Friðardýrð í fjaliasal Framh. af síðu 21. logn og bjart veður. Sólin er kom- in upp, og snjórinn bráðnar. Haíið hefur einnig skipt um svip. Ég er hugfanginn af þessum snöggu umskiptum. Ég gleymi blauta fiskinum og mér verður hugsað um hinar miklu andstæður í ríki náttúrunnar og í lífinu yfir- Jeitt. Þá heyri ég sagt frá þúfu rétt hjá mér: ..Býrðin, — dýrðin.“ Og aftur er svarað frá annari þúíu: „Dýrðin, — dýrðin.“ Hér eru þá komnar tvær heiðló- ur, og það er hvíslað að mér: „Klustaðu á lóurnar, þær eru að tala við þig.“ Ég hlusta með athygli, og lóurn- ar halda áfram að kvaka. „Góðan úaginn, kæri vinur,“ segja þær. „Við erum að lofa og þakka guði fyrir sólina og dýrðina, sem nú er komin. Við erum að veg- sama guð fyrir vernd hans i stormi og hretum liðinnar nætur. Við viljum syngja þessa morgun- dýrð drottins inn í sál þína og kenna þér að lofa guð fyrir allt, sem liðið er. Ef við líðum aldrei neitt mis- jafnt, þá munum við gleyma að þakka og lofa það góða. Vertu eins glaður og við eftir öll hret lífsins, — lofaðu og þakkaðu allar sólskinsstundirnar. Þú öfundar okkur ef til vill af því, að við getum flogið á veikum vængjum okkar. En reyndu að fljúga líka. Þú hefur miklu sterk- ari vængi og getur flogið lengra en við. Lyftu þér á vængjum sálar þinn- ar og svifðu um undrageima tilyer- unnar. Á því ferðalagi lærir þú margt, sem þér er nauðsynlegt, og þá verður þú víðsýnn og þroskaður maður.“ Þetta höfðu lóumar minar að segja að þessu sinni, síðan kvöddu þær og flugu inn með hlíð. Talnaþraut Leggið saman tölurnar í myndunum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.