Tíminn - 24.12.1954, Blaðsíða 47
47
JéLftBLAÐ T«FjS»Mí?
Jól í Skálholti í kaþói&kum slð
[ Fraeihald af blaðsíðu 2.
. Þorlákur steig út úr hásæti sínu og út á mitt
kirkjugólf milli kórstólanna. Hann hélt á bók og
| fór að tala til prestanna og prestlinganna.
.! Pétur bóndi tók í hönd Egils og vildi leiða
hann út, af því hann sá, að hann myndi aldrei
: geta losað sig við allt það, sem fyrir augun bar.
„Hvað er hann að tala um núna, pabbi?“
hvíslaði Egill.
i „Hann ætlar að reyna, hvort hver og einn
viti og kunni vel embættið, sem honum hefur
} verið falið í óttusöngnum og i messunni i nótt,“
svaraði Pétur. „Biskupinn vill, að allt sé gert
sem bezt og fullkomnast. Það er yndi að sjá og
heyra hann sjálfan við messugerð. Þú munt sjá
það í nótt, drengur minn. En komdu nú. Þú ert
þreyttur. Þú verður að fara að hvíla þig, annars
verður þér illt í nótt.“
' Egill gat varla trúað því, að hann væri
þreyttur og að honum gæti orðið illt af þreytu
og svefnleysi, en hann fór samt með pabba sín-
um. Pétur bóndi bað gamla manninn, sem tók
á móti þeim, að koma Agli í háttinn. Hann fór
sjálfur að heilsa upp á gamla kunningja.
! Þegar Egill var búinn að fá sér góðan bita og
vænan sopa af nýmjólk, fann hann, að hann
var mjög syfjaður. Hann varð feginn því að
geta skriðið í rúmið f gestahúsinu og horfið
inn í heim draumanna, eftir að hafa látið
gamla manninn lofa sér þvi hátíðlega, að hann
myndi ekki gleyma að vekja hann í tæka tíð
fyrir miðnæturmessuna.
Biskupinn hóf messufcænirnar við altarið.
Kórinn sönv: „Kyr;e eieison“, og að því loknu
tónaði Þorlákur biskup: „Gloria: Ðýrð sé Guði
í uppnæðum“, orðin, sem engiarnir sungu fyrstu
jólanóttina. —
Ailir dvöldust ; huga á Betiehem.völiurn og
sungu guði lof i hjarta sínu, þakkandi cg tilbiðj-
andi. Subdjákninn söng pistilinn: „háo Guðs
hefir opinberast sálulijálpleg öiium mönnum ..
....“. Bráðum yrði sungið jó'aguðspjallið.
Biskupinn var í hásætinu og gaf djáknanum
biessunina. sem hann bað um, áöur en nann hóf
jólaguðspjallið: „Það bar til um þessar mundir,
að boð kom frá Ágústus keisara um að skrá-
setja skyldi alla heimsbyggðina .... Fór þá
einnig Jósef úr Galíleu frá borginni Kazaret upp
til Júdeu, til borgar Davíðs, sem heitir Betle-
hem.“ Djákninn fór að loknu jólaguðspjallinu
til biskups með bókina og benti honum á jóla-
guðspjallið, sem hann kyssti. Þá varð þögn um
alla kirkjuna. Allir voru seztir og biðu eftir
jólaræðu biskupsins. Þorlákur biskup taiaði um
frelsarann, sem kom í heiminn fyrir alla, á þess-
ari nótt. Hann var að vísu enginn ræðumaður,
honum var málið stirt, en orðin voru svo sæt
og vel saman sett, að hann breif alla. Hver og
einn vissi og fann, að allt var talað aí heilum
hug og bar vott um elsku til skapara sins og
þeirra, sem hann var settur yfir. Nú voru kom-
in jólin, eftir að hann hafði óskað öllum gleði-
legra jóla. í messunni vcru allir sameinaðir eins
oa.• 'vAíd: Knstin svstkini, nöt-
aSi Þorlákur í ræðunni. Messan leið að gjör-
fcryrt-i-hgunni. ’Þorlákur tainðt-erðin, sem Jesús
nctaði sjálfur við síðustu kvöldmáltíðina, yfir
fcrauðið og yfir vinið og Jesús var kominn í raun
og veru í gerfi brauðs og víns til barna
sinna á fcessari nótt. Biskupinn Ias bænir mess-
unnár meðan korinn söng: „Blessaður sé sá, er
kemur í nafrú Drottins." Þegar komið var að
altarisgöngunni, varð aftur þögn um alla kirkj-
una, jcangað til Þorlákur biskup var búinn að
veita hinum mörgu líkama Krists. — Jóla-
gleðin var nú risin upp í algleymingi. í hljóði,
meðan lokasöngurinn barst um kirkjuna, fagn-
aði hver og einn i hiarta sínu nýfædda jóla-
barninu. Biskupinn las síðara guðspjallið: „í
upphaíi var orðið og crðið var hjá guði og orð-
ið var guð.“ Aliir krupu er hann las: „og orðið
varð hoid — og hann bjó með oss.“ —
Egill litli var búinn að týna pabba sinum í
mannþrönginni íyrir utan kirkju. Hann var
orðinn tíasaður af dásemdunum í kirkjunni og
fölur af þreytu, en nú sveið hann í framan af
smeliandi jólakossunum, sem skullu á honum
hvert sem hann fór í leitinni aö pabba sínum.
Sérstaklega eldri konunum var eins og hér væri
jólabarnið sjálft á ferð: „Gieðileg jól, elskan,“
söng hver með sínu nefi. En Egill var feginn,
þegar hann hoppaði um hálsinn á pabba sínum
og óskaði honum gleðilegra jóla fyrir hönd
allra systkinanna, sem voru heima. „Ég þakka
þér, pabbi, ég mun aldrei gleyma jólunum á
Skálholtsstað.“
I
Allar klukkurnar á Skálholtsstað kepptust við
að syngja hver sinn indælasta söng um komu
frelsarans á jólanóttina. Staðarfólkið og marg-
ir gestir streymdu inn í kirkjuna. Biskupinn,
prestar og prestlingar, biðu hver á sínum stað
eftir merki um að hefja óttusönginn. Búið var
að kveikja á mörgum ljósum um alla kirkjuna,
en flest ljóskerin stóðu við altarið; á þeim var
ekki kveikt fyrr en messan væri að hefjast. Þeg-
ar óttusöngurinn hófst, var eins og sjálfur him-
inninn breiddi friðar- og ununarhjúp um alla
og allt í kirkjunni. „Kristur er oss fæddur, kom-
ið, við skulum tilbiðja hann,“ hljómaði um
kirkjuna og þá var sunginn sami lofsöngurinn
og í kvöldsöngnum í gær. „Minnzt þú þess,
stofnandi alls, að þú tókst forðum mynd vors
eigin líkama, þegar þú fæddist af meyju. Stjörn
urnar, jörðin og höfin, og allt, sem undir himn-
inum hrærist, syngur nýjan söng til þess að
heilsa höfundi hins nýja hjálpræðis.“
Níu af fegurstu sálmum Davíðs voru sungnir,
þrír í senn, og á milli þrír kaflar í hvert skipti.
Þrír úr Jesajabók, þrír úr ræðum Leós páfa,
seinustu þrír kaflarnir voru úr ræðum Gregórí-
usar, Ambrósíusar og Ágústínusar. Prestlingarn-
ir, sem vígðir voru hinum smærri vígslum, komu
hver eftir annan að stóra púltinu á miðju gólf-
inu og sungu sinn kafla hver vel og fallega. Úr
gamla og nýja testamentinu, úr ræðum og lof-
söngvum allra alda var sungið þeim til dýrðar,
er kom að gleðja allt mannkynið á jólanóttina.
Hann Egill litli sat með pabba sínum hjá
staðarfólkinu og gestunum. Enginn hafði þurft
aö vekja hann, klukknahringingar fluttu hann
úr heimi draumanna inn í heim veruleikans,
sem var miklu yndislegri á þessari jólanótt.
Hann var ekki búinn að tala orð við neinn enn
þá, hann hafði ekki mátt vera að því, allt var
svo ótrúlega fallegt að heyra og sjá. En það
fegursta var eftir. Hann beið eftir því.
Óttusöngnum var lokið. Biskupinn, prestar
og djáknar voru farnir inn í skrúðhúsið. Nú var
verið að kveikja á öllum ljósunum við altarið.
Þegar altarið ljómaöi af ljósadýrðinni, hófst
messusöngurinn og löng röð af prestum, djákn-
um og prestlingum i fegurstum skrúða leið
fram í kórinn. Þorlákur biskup með bagal og
mítur kom síðastur. Hann blessaði alla, sem í
kirkjunni voru.
„Hvað er verið að syngja, pabbi?“ spurði Eg-
ill, þegar allir krupu í kórnum og biðu stundar-
korn eins og væru þeir að hlusta á sönginn.
Pétur bóndi hvíslaði: „Þeir syngja: Drottinn
sagði við son sinn, þú ert sonur minn, ég gat
þig í dag. Hví geisa heiöingjarnir, og hvi hyggja
þjóðirnar á fánýt ráð?“ Pétur bóndi gat varla
varizt tárum: „Hví gat sonur hans spurt ein-
mitt um þetta, sem enginn fær nokkurntíma
skilið til fulls, leyndardóm Guðs og leyndar-
dóm heimsins.“
Efri myndin
Sigiufjarðarskaró. A neðri
neðan við Dettifoss.
mam
myndinni
sjasc joauisargijúiur