Tíminn - 09.01.1955, Side 3

Tíminn - 09.01.1955, Side 3
ví-£id (í I í> £ i íij j t r fi í) i , f. < { t V ’ i. v^vwv - - e. blaff. TIMINN, sunnudaginn 9. janúar 1955. 3 lí- I reppsfélagi Eandsins eru fimmtán menn heimilisfastir Hvert er fámennasta hrepps félag landsins? Á því leikur nú enginn vafi, það er Loð- mundarfjörður. Þar eru nú áðeins þrír bæir í byggð og 15 manns heimilisfastir í hreppnum. Þessi byggð býr þó yfir landkostum nógum, kjarnagróðri, hlunnindum og náttúruauðæfum, sem ekki eru könnuð til fulls enn, en ef til vill geta orðið til þess, að þar festist allfjölmenn byggð, sem ekki verði brott numin á næstu öldum. Fögur sveit. Loðmundarfjörður er stutt ur og skerst , inn, í landið ! næst norðan Seyðisfjarðar! i Þetta er fögur sveit og sagt, að fegúrð hennar líði þeim seint úr minni, sem stendur á sólbjörtum sumardegi á brún Hjálmardalsheiðar og horfir yfir dalinn. Fyrir fjarð arbotni er allbreiður sævar- sandur en síðan gengur lág- lendi töluvert inn til lands, eða allbreiður dalur, sem hækkar og mjókkar inn að há lendinu miíli dalsins og Fljóts dalshéraðs. Sunnan fjarðar er bratt mjög. Enginn vegur. Sími er um sveitina, en eng inn bílvegur þangað, enda er vegarstæði þangað allerfitt. Þó er talið vel fært af verk fróðum mönnum að leggja bíl færan veg út fyrir fjöll í átt til Seyðisfjarðar. Aðflutning- ar .mega heita allir á sjó frá Seyðisfirði og hafa verið frá ómunatíð. en fjörðurinn er stuttur og beinn fyrir opnu hafi, svo- að þar er brimasamt mjög. Er oft vikum saman ólendandi í firðinum, enda eru þar engar lendingarbæt- ur, svo heitið geti. Loðmfirð Ingar hafa þó trillubát, en verða að setja hann, því að lægi er ekkert. Það verður því ekki farin sjóleið frá Loð- mundarfirði nema þegar blítt lætur. Yfir Hjálmardalsheiði. Yfir sumarmánuði er þó tal in sæmilega fær leið úr Loð mundarfirði yfir Hjálmardals heiði til Seyðisfjarðar á hest um og gangandi. Mun vera 4 til 5 stunda gangur yfir heið ina, sem er stuttur fjallvegur en brattur mjög og erfiður, líklega nær 900 metrar á hæð yfir hjávarmál. Aðeins þrír bæir í byggð. Það er ekki langt síðan 10 bæir voru í byggö í Loðmund arfirði, en nú eru þeir aðeins þrír? Stakkahlíð, Sævarendi og Ulfsstaðir. Á síðustu fimm tán árunum hafa bæirnir far ið í eyði einn af öðrum, síðast tveir fyrir tveim árum. Það, sem háir þessari búsældarlegu byggð eru samgönguleysið, ein angrunin og hafnleysið. Þrátt fyrir hlunnindi og margvíslegar nytjar hefir Loð mundarfjörður. aldrei verið talinn fiskisæll, enda er einkunn Páls Ólafssonar, skálds, sem um skeið bjó í Nesi i Loðmundarfirði á þá lund, hins vegar telur hann ekki þorsklaust með öllu, og stafar það af því, að sambúð Páls við nágrannana var ekki sem bezt: Það er enga þorska að fá í þessum firði. Þurru landi eru þeir á og einskis virði. í Loðmundarfirði er nú aðeins byggð á þremur íörðum en sex hafa farið í eyði síðan 1940 Ekki munu samt allir hafa verið Páli samm,ála um þetta- Hlunnindi eru noKkur á þeim tveim bæjum, er standa við fjarðarbotninn, æðarvarp og töluverður reki. í ánni er dá- lítil silungsveiði. Ættarjörð á aðra öld. Stakkahlíð er stærsta jörð byggðarinnar og hefir verið mennari byggð í Loðmundar- firði en nú er. Úr því sker framtíðin. Þarna hafa og fund izt ýmsir hinir fegurstu stein ar aðrir. Annar bærinn í byggð er Sævarendi, sem stendur fyrir botni fjarðarins sunnanverð- um. Þar er líka nýlegt stein hús hið reisulegasta. Er það góð bújörð og hlunnindi nokk Ferðamenn á brún Hjálmarsdalsheiðar Iíta yfir daliim. Dyrf jöll i baksýn. Botn Loðmundarfjarðar. Breiður sjávarsandur. / hlíðum han'lan fjarðarins hefir biksteinninn fundizt. fjallanna óðal sömu ættar á aðra öld, og er hún það enn. Þar oýr hinn kunni bændahöfðingi Stefán Baldvinsson, hrepp- stjóri sveitarinnar, og var fað ir hans, Baldvin Stefánsson, einnig hreppstjóri Loðmfirð- inga á sinni tíð. Einnig búa þar nú sonur hans, Sigurður og tengdasonur hans, Magnús Sigurðsson. Stefán Baldvinsson er kunn ur maður fyrir rausn sína, gáf ur og þátttöku í almennum málum, þar sem hann hefir oft látið að sér kveða, og for ganga hans í ýrnsum félags- málum, svo sem samvinnumál um hin merkasta. Biksteinninn. Stakkahlíð stendur fyrir botni fjarðarins norðanverð- um. Þar er stórt og reisulegt steinhús og staðarlegt vel. Berglög eru mjög merkileg í Loðmundarfirði og í fjallshlíð um þar í nártd hafa fundizt biksteinslög, sem talin eru verðmæt, en ekki fullrannsak að enn, hvernig vinna megi, enda er hafnleysi til trafala. Verið getur þó, að á vinnslu þessa verðmæta efnis sem að- eins er til á örfáum stöðum öðrum á landinu svo vitað sé, byggist síðar blómlegur at- vinnuvegur, sem treystir fjöl ur, sem áður getur. Þaðan ligg ur leiðin upp á Hjálmardals heiði. Þar býr nú Baldvin Trausti Stefánsson, sonur Stefáns í Stakkahlíð. Þriðji bærinn í byggð er Úlfsstaðir , og stendur hann nokkru innar í dalnum norð an ár. Þar býr Jón Þorsteins- son. Þar er einnig reisulegt steinhús. Kirkjustaðuri'nn Klippstaður. Þá er að geta þeirra bæja, sem farið hafa í eyði á síð- ustu áratugum. Ber fyrst að nefna kirkjustað sveitarinn- ar, Klippstað. Hann stendur í miðjum dal næst Úlfsstöð- um. Þar var lengi prestssetur og heyröi Húsavík, lítil vík norðan Loðmundarfjarðar, undir þá kirkjusókn. í kaþólsk um sið er talið að á Klippstað hafi einnig verið bænhús og dj ákni auk prestsins. Á seinni hluta 19. aldar var þó Loð- mundarfjarðarsókn og Klipp- staður gerð að annexíu undir Dvergasteini í Seyðisfirði. Síð asti prestur er sat á Klipp- stað var Finnur Jónsson, afi þeirra séra Jakobs Jónssonar og Eysteins Jónssonar ráð- herra í Reykjavík. Messað á eyðibýli. Og nú er svo komið í Loð- mundarfiröi, sem sj aldgæf t mun vera í íslenzkum sveit- um sem betur fer, að hrepps- búar sækja kirkju á eyðijörð, því að Klippstaður fór í eyði fyrir fáum, árum og voru síð- ustu ábúendur þar Einar Sölvason og Friðbergur Ein- arsson. Húsakynni eru þar all góð og kirkja sæmilega stæði- leg, en fremur kaldar munu nú viðtökur kirkjufólks sem vonlegt er, þegar Dverga- steinsprestur kemur að messa. Af öðrum eyðijörðum má nefna Árnastaði sunnan ár innarlega í sveitinni, en norð- an ár er innsta býlið Báröar- staðir sem fóru í eyði fyrir nokkrum árum. Þar stendur allreisulegt timburhús. Þaðan liggur leiðin yfir Tó, fjallveg sem oft er farinn milli Loö- mundarfjarðar og Héraðs. Út með firðinum norðan- verðum eru þrjú eyðibýli, Seljamýri, Nes og Neshjáleiga. Síðast var búið í Nesi, eða þar til fyrir tveim árum. Rostungurinn á Nes- klöppum. Útræði var áður úr Loð- mundarfirði og bezti lending- arstaður árósinn fyrir botni fjarðarins, en þó oft ófær. Uppsátur Nesbæjanna var við klappir undan Neshjáleigu, og nefndist þar Miðlending. Svo er sagt, að árið 1914 bæri svo við, að rostungur kom af hafi og . lagðist upp á klappirnar við Miðlendingu. Þá var bóndi < Nesi Stefán Þorsteinsson og fór hann til ásamt vinnu- manni sínum, Hallgrími Árna syni, og bóndanum í Neshjá- leigu, Árna Einarssyni. Tókst beim að vinna á rostungnum með skotvopni. Er svo talið, að þetta muni vera síðasti rostungur, sem skotinn hafi verið hér á landi eða við land. Síðasti bóndi í Nesi var Bald- ur Einarsson. Allar hafa þessar sex eyði- jarðir farið í eyði síðan um 1940. Hve lengi verður þraukað? í þessu fámennasta hrepps- félagi landsins eru nú aðeins 15 manns heimilisfastir á þremur jörðum. Það mun öll- um skiljanlegt, að það er eng- inn leikur að búa við slika einangrun í vegalausri sveit. Þó er nú sími á öllum bæjun- um — jafnvel sumum eyði- bæjunum líka. Er það nokkur bót. Samkvæmt landslögum er þó ekki orðið svo fámennt enn í Loðmundarfirði, að byggðin geti ekki verið sérstakt hrepps félag. Fólkið, sem þar býr nú mun hafa fullan hug á því að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana, enda er nú megin- hluti þess af þeim ættarmeið, sem hefir átt óðal sitt í Loð- mundarfirði á aðra öld. í slíku sveitarfélagi verða menn að neita sér um margt það, sem menn njóta annars staðar af opinberri hálfu. Þar er enginn starfandi skóli heldur aðeins heimiliskennsla. í Loðmundarfirði lifa menn eingöngu á sauðfjárrækt og hafa allstór fjárbú, enda er landrými nóg og kostir miklir. Það er ekki auðvelt fyrir svo fáa bændur að inna af hönd- um smalamennsku og fjall- skil á þeim víðernum. Verður það oft og einatt erfið ganga. Fé nágrannasveita sækir nú í vaxandi mæli í hin óbyggðu lönd Loðmundarfjarðar, og vafalaust mundi nágranna- sveitum bregða við, ef enginn byggi lengur í Loðmundar- firði. Það mun flestum þykja illa farið, ef svo fögur og kosta- rík sveit sem Loðmundarfjörð’ ur fer með öllu í eyði. Til þess væri betra að hyggja, að þar blómgaðist og ykist byggð á ný við tækni nýrra tíma. Með’ hverjum firði og sveit, sem. fer í eyði, minnkar landið, og verk framtíðarinnar er aö’ stækka það en ekki minnka. Getraunirnar Nú hafa 1. og 2. deildarliðin hafiö þátttöku í bikarkeppninni og getur það haft nokkur áhrif 1 deildakeppn inni. Sérstaklega jafnteflisleikirnir í bikarnum, af því að þá verða sum liðin að leika 2 eða fleiri leiki sömu vikuna. Er þá hættara við meiðsl- um og einnig þykir vilja brenna við, að 3. deildarliðin sum leiki nokkuð. harkalega gegn þeim „stóru“. Yfir hátíðarnar hefir verið óvenju mikið um jafntefli í 1. deild, eða 13 í 3S leikjum. Neðstu liðin Leicester og Sheff. Wed. eru nú komin í heldur vonlitla aðstöðu. Sheff. Wed. hefir verið að reyna að styrkja liðið meíi mannakaupum og keypti nýlega Mc Enoy frá Huddersfield fyrir 15 þús. pund. Er hann miðframvörður og' virðist vörn Sheff. eitthvað hafa náð sér á strik síðan. Leicester keypti Graver frá Lin- coln fyrir 25 þús. pund (ekki 30), en auk þess fylgdi ágætur leikmaö , ur frá Leicester með 25 þúsunduu. um. Graver hefir skorað í hverjum leik fyrir Leicester síðan. Lincoln varð að selja þennan ágæta leik- mann vegna lélegrar aðsóknar á leiki liðsins. Kerfi 48 raðir. Blackpool-Wolves 2 Bolton-Huddersfield 2 Cardiff-Chelsea 1 2 Charlton-Manch. Utd. x Everton-Burnley 1 Manch. City-Leicester 1 Newcastle-Preston 1 Portsmouth-Aston Villa 1 Sheff. Wedn.-Sunderland 1 x Tottenham-Arsenal 1 2 W. B. A.-Sheff. Utd. 1 x Port Vale-Stoke 1x2 i(iiiii«uw(iiiiiitmimnnGuxiuuinaapr 1 PILTAR ef þið eigið stúlk- fi f una, þá á ég HRINGANA. íi I Kjartan Ásmundsson, j| í gullsmiður, - Aðalstræti 8. ji \ Sími 1290. Reykjavík. II | Tengill hi. | IIEIÐI V/KLEPPSVEG Raflagnir Viðgerðir Efsiissala unummnminiiiuiiiiunmunuiitiHuiiimnmiinu^

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.