Tíminn - 09.01.1955, Page 5
6. blað.
TÍMINN, sunnudaginn 9. janúar 1955.
5
Landhelgismálið á þingi S.Þ.
Stefna íslands sigraði enn við afgreiðslu máisins
Á «?idanförmím þingztm Sameinuðtí þjóðanna hafa stað-
ið yfir deilur am það, hvort þjóðréttar?iefnd S. Þ. skyld?
vin?ia að því að semja alþjóðareghir um úthafið, eða hvort
hún skyldi jaf?iframt fjalla wm landhelgismál. ísle?idi??gar
hafa beitt sér fyrir því síðarnefnda og fengið það samþykkt
á þingitnum 1949 og 1953. Á nýloknu þi?ig? S. Þ. var flutt ný
tillaga um að aðskilja þessi mál og var það ekki sízt að
þakka forgö??g?t Hans A?iderse??, f?tlltrúa íslant l í laga-
??efnd þingsins, að hún náði ekki fram að ga??ga, þótt hún
va i i st?tdd af bæði Eret?tm og Bandaríkjamönn?tm og
cbeiiit af Rússum. Vann han?? mikið að því máli bæð? op-
inberlega og í ei??kaviðtöl?tm og hla?tt fyrir góða viðztrkenn-
ing?t þeirra f?tlltrúa, sem fylgd?tst með þess?t máli. í með-
fylgjandi grei??argerð eftir Hans Andersen, sem ?tta??ríkis-
ráðuneytið hefir se??t blaSinu, er rakin saga þessa máls og
úrslit þess á þingi S. Þ. nú.
Undanfariö hafa farið fram
umræður á Allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna um tvær
tillögur, sem á 'ýmsan hátt
snertu hagsmuni íslands og
fleiri þjóða i sambandi við
landhelgismál.
Aður en grein er gerð fyrir
tillögum þessum og afstöðu
Allsherjarbingsins til þeirra
er rétt að lýsa í fáum orðum
aðdraganda málsins.
Fyrir réttum 5 árum gerði
þjóðréttarnefnd Sameinuðu
þjóðanna — setn er skipuð 15
sérfræðingum kosnum af Alls-
herjarþinginu til þess að rann
saka.reglur þjóðréttarins - til
lögur til þipgsins ,um að fyrsta
verkefni nefndarinnar skyldi
vera að rannsaka reglurnar
varðandi milliríkjasamninga,
gerðadóm.sfyrirkomulag og
reglur þær. sem fjölluðu um
úthafið. Við umræður í VI.
nefnd (laaanefnd) var af ís-
lands hálfu bent á, að ekki
væri rétt að taka til athugun-
ar reglurnar um úthafið, án
þess að rannsaka um leið regl
urnar um íandhelgi og yfir-
leitt yfirráðarétt ríkisins yfir
hafsvæðum meðfram strönd-
um. Lagði íslenzka sendinefnd
in því fram tillögu þess efnis,
að þjóðréttarnefndin skyldi
rannsaka bæði reglurnar um
Úthaf og lögsögu ríkisins yfir
hafinu undan ströndum. Á
þann hátt væri komið í veg
fy-rir, að teknár væru ákvarð-
anir um einstök' atriði þessa
fjÖlþættá máls, er gætu haft
áhrif fyri.rfram . á úrlausn
annarra atriðá þess. Þessi til-
laga t ísTenzku sendinefndar-
'innaj- var samþykkt, og hóf
þjóðréttarnefnöin því heild-
arathugun á þessum málum
árið. 1949.
Sumarið 1953 hafði nefndin
gengið frá frumdrögum að
reglum varðandi landgrunnið,
þar sém byggt var á því, að
sérhverju ríki bæri yfirráð
yfir auðlindum, t.d. oliulind-
úm, á sjávarbotni utan land-
helgi og allt að 200 metra dýpi.
Þá hafði nefndin einnig geng-
ið frá uppkasti þar sem lagt
var'til, að komið ýrði á fót al-
þjóðastofnun til verndar íiski
miðum úthafsins. Fór þjóðrétt
arnefndin þess á leit við Alls-
herjárþingið haustið 1953, að
það tæki afstöðu til þessara
tillagna til þess að létta störf
nefndarinnar,
Sendinefnd íslands lagði þá
áherzlu á, að ekki væri hægt
að taka afstöðu til þessara til-
lagna fyrr en búið væri að
ganga frá tillögum um alla
aðra þætti málsins. Ef til dæm
is ætti að taka afstöðu til
landgrunnstillagnanna væri
nauðsynlegt, að ljóst lægí fyr-
ir, hvaða reglur ættu að gilda
um hafið fyrir ofanlandgrunn
ið. Að því er ísland varðaði
væri ekki talin nein ástæða
til að gera greinarmun á yfir-
ráðarétti ríkisins yfir botnin-
um annarsvegar og hafinu
yfir honum hinsvegar og þetta
sjónarmið kæmi greinilega
fram í landgrunnslögunum
frá 1948. En þar sem ljóst væri
að þjóðréttarnefndin teldi að
greina bæri á milli þessa
tvenns, án þess þó að hún
hefði lokið athugun sinni á
reglunum um landhelgi og
annan yfirráðarétt meðfram
ströndum væri ótímabært að
taka •. ákvörðun um tillögu
hennar. Nákvæmlega það
sama gilti um tillögurnar varð
andi verndun fiskimiða út-
hafsins. Ekki væri hægt að
taka afstöðu til þeirra, fyrr
en ljóst væri á hvaða hafsvæð
um slíkum reglum væri ætlað
að gilda, en um það væri ekk-
ert hægt að segja, fyrr en til-
lögur hefðu verið gerðar um
það, hversu langt frá strönd-
um ríkið íjálft hefði yfirráða-
rétt yfir hafinu, hvort sem
miðað væri við landhelgi eða
sérstaka fiskveiðilögspgu, jafn
vel utan landhelgi. Ákvörðun
um þessi efni væri því ótima-
bær. Á grundvelli þessara at-
hugana var af íslands hálfu
lögð fram tillaga á Allsherjar-
þinginu 1953, þar sem athygli
var vakin á því, að reglurnar
um landhelgi, um sérstök við-
bótarbelti vegna lögsögu í til-
teknum málum, um land-
grunnið og hafið yfir því og
úthafið væri allar nátengdar
og því lagt til, að Allsherjar-
þingið tæki ekki ákvörðun um
neitt af þessum atriðum fyrr
en rannsókn á þeim öllum
væri lokið. Var sú tillaga sam-
þykkt, en mjög greinilega kom
fram í umræoúnúm,' að ýms
ríki töldu, að ályktun þessi
myndi leiða til þess, að mál-
in myndu dragast óhæfilega
á langinn, og enda þótt tillag-
an hafi sem sagt verið sam-
þykkt, fékk hún aðeins 19 at
kvæði í laganefnd þingsins,
en 17 riki greiddu atkvæði
gegn henni og 14 sátu hjá.
Ýms ríki töldu ,að ekkert
væri því til fyrirstöðu, að
þingið tæki afstöðu til þeirra
tillagna, sem lágu fyrir frá
þjóðréttarnefndinni og því
var það, að Bandaríkin, Bret-
land, Belgía, Holland, Kína og
Nýja-Sjáland lögðu tillögu
fyrir Allsherjarþing það, sem
nú situr, um að ræða skyldi
landgrunnsuppkastið á þing-
inu haustið 1955. Rökstuddu
flutningsmenn tillögunnar
hana með því, að mjög aðkall
andi væri að fá ákvörðun
varðandi landgrunnið, og
enda þótt ekki væri lokið rann
sókn á reglunum varðandi
hafið fyrir ofan, ætti að vera
nægilegt fyrir þau ríki, sem
teldu, að ákvörðun um land-
grunnið gæti haft skaðleg á-
hrif á úrlausn annarra atriða,
að Allsherjarþingið lýsti yfir
því, að ákvörðun um þetta at-
riði skyldi engin áhrif hafa á
úrlausn annarra atriða. Það,
sem vekti fyrir flutningsmönn
uni tillögunnar væri ekki þaö j
að hafa áhrif á úiTausn ann-
arra atriða, heldur vildu þeir
einungis'fá ákvörðun um það
atriði, sem tillögur lægi fyrir
um frá þjóðréttarnefndinni.
Af íslands hálfu- var því
haldið fram, að þrátt fyrir
slíkar upplýsingar væri ljóst,
að ýmislegt í uppkasti þjóð-
réttarnefndarinnar myndi
hafa áhrif á úrlausn annarra
atriða, ef það væi’i samþykkt,
og væri því ekki hægt að fall-
ast á, að umræður færu fram
um það sérstaklega .Hinsveg-
ar væri það nauðsynlegt. að
fengin yrði úrlausn í öllum
þessum málum sem fyrst, og
rétta afstaðan væri því sú að
staðfesta ályktunina, sem sam
þykkt hefði verið á s.'ðasta
þingi og að gera jafnframt
ráðstafanir til þess, að þjóð-
réttarnefndin skilaði heildar
áliti sem allra fyrst. Varð það
loks að ráði, að breytingar-
tillögurnar voru bornar fram
af fulltrúum íslands, Argent-
inu, Chile, Colombia, Costa
Rica, Equador, E1 Salvador,
Mexico, Peru og Uruguay þess
efnis, að staðfesta ályktunina
frá síðasta þingi um að taka
bæri ákvörðun um öll atriði
málsins í heild og að leggja
fyrir þjóðréttarnefndina, að
hún hraðaði störfum sínum
þannig, að heildarskýrsla
hennar gæti legið fyrir til um-
ræðu á Allsherjarþinginu
haustið 1956. Flutningsmenn
upphaflegu tillögunnar féllust
á þess'ar breytingartillögur,
og var tillaga þeirra þannig
breytt samþykkt í laganefnd
þingsins með 44 atkvæðum
gegn engu, og sátu 9 hjá, en
það voru fulltrúar Ástralíu,
Bolivíu, Afganistan, Sovét-
Rússlands, Hvíta-Rússlands,
Ukraínu, Tékkóslóvakíu og
Póllands.
Þegar þessu máli var lokið,
var tekið til umræðu tillaga
um verndun fiskimiða á út-
hafinu ,sem borin var fram af
fulltrúum íslands, Bandaríkj-
anna, Belgíu, Bretlands, Frakk
lands, Grikklands, Hollands,
Kína og Panama. Efni tillög-
unnar var það, að kvödd
skyldi sarnan alþjóðaráð-
stefna til þess að gera vísinda-
legar tillögur varðandi vernd-
un fiskimiða á grunvelli al-
þjóðasamvinnu.
Af íslands hálfu var sú
grein gerð fyrir stuðningi við
tillöguna, að í fyrsta lagi væri
nauðsynlegt, að fyrir lægi álit
sérfræðinga um fiskifræði áð-
ur en, til heildarafgreiðslu
kæmi, enda hefði þjóðréttar-
nefndin sjálf lýst yfir því, að
hún hefði ekki sérþekkingu til
að bera á þessu sviði; í öðru
Iagi að ef ráðstefnan gerði til-
lögur um reglur til verndar
fiskimiðunum á úthafinu, þá
myndu þær reglur einungis
há til hafsins utan þess yfir-
ráðasvæðis, sem hin ýmsu ríki
gerðu kröfu til, hvort sem önn
ur ríki hefðu samþykkt þær
kröfur eða ekki; og í þriðja
lagi, að álit ráðstefnunnar
myndi einungis vera einn lið-
ur í undirbúningi að heildar-
skýrslu þjóðréttarnefndarinn-
ar. Máli þessu lauk þannig, í
samráði við ýms Mið- og Suð-
ur-Ameríkuríki, að samþykkt
var, að ráðstefna til verndar
fiskimiðum úthafsins skyldi
kvödd saman í aðalbækistöðv-
um Matvæla- og landbúnaðar
Framh. á 10. slðu
Fimmtugur í dag:
*
Huxley Olafsson
útgerðarmaður í Keflavík
Einn af helztu borgurum
Keflavíkurbæjar, Huxley Ól-
afsson framkvæmdastjóri á
fimmtugsafmæli í dag,
Huxley er fæddur 9. jan.
1905 að Þjórsártúni.
Foreldrar. Guðríður Eiríks-
dóttir og Ólafur ísleifsson,
bóndi og fleira, er lengi bjuggu
rausnarbúi að Þjórsártúni. Ól-
afur ísleifsson og heirpili hans
var alþekkt fyrir margra
góðra hluta sakir. Faðir Hux-
ley andaðist 1943, en móðir
hans er á lífi, háöldruð, og
dvelur nú hjá honum.
Huxley ólst upp að Þjórsár-
tún’i til tvítugsaldurs, en var
síðan fram að þrítugu að öðr
um þræði í Sandgerði, einkum
á vertíðum, hjá mági sínum
Lofti Loftssyni og hafði á
þeim árum umsjón með marg-
þættum framkvæmdum og at-
vinnurekstri Lofts.
Árið 1936 stofnaði Huxley,
ásamt fleirum hlutafélagið
Keflavík í Keflavík, sem
keypti eignir Guðmundar heit
ins Kristjánssonar (gömlu
Duuseignirnar).
Nokkru síðar keypti Kefla-
vík h.f. Hafskipabryggju Kefla
víkur af Óskari heitnum Hall
dórssyni. Var Huxley með-
framkvæmdastjóri þessara
fyrirtækja fyrst í stað, en lét
af þeim störfum um tíma og
stundaði þá verzlunarstörf o.
fl. í Reykjavík og víðar.
Árið 1939 gerðist Huxley aft
ur framkvæmdastjóri fyrir
Keflavík h.f. og hefur verið
það síðan, ásamt Hreggviði
Bergmann, er gerðist meðeig-
andi i fyrirtækiriu og' með-
framkvæmdastjóri frá árinu
1943.
Árið 1945 gekkst Huxley fyr
ir stofnun síldar og fiskimjöls
verksmiðju í Keflavík. Stóðu
nokkur frystihús að stofnun
hennar og hafa rekið hana
siðan undir nafninu Fiskiðj-
an s.f. Huxley hefir verið
framkvæmdastjóri hennar frá
stofnun.
Þau tvö fyrirtæki, er hér
hafa verið nefnd, Keflavík h.f.
og Fiskiðjan s.f., sem Huxley
var stofnandi að og veitir nú
forstöðu, eru á meðal sterk-
ustu og þekktustu fyrirtækja
í Keflavik. Huxley hefir átt
hlut að stofnun og setið í
stjórhum margra annara fyrir
tækja í Keflavík og víðar.
Auk atvinnurekstursins hef
ir Huxley mikið starfað að
ýmiskonar félagsmálum, bæði
þeim, er snerta atvinnurekst-
ur og útgerð á Suðurnesjum
og landsmanna í heild, svo og
ýmsum óskyldum málum. Alls
staðar er hann vel hlutgeng-
ur og tillögugóður.
-Hér hefir lauslega verið
drepið á framtak og starf
Huxley í atvinnumálum. En
þótt Huxley standi framar-
lega á því sviði, þá vita þeir,
sem þekkja hann vel, að þar
er hugur hans ekki allur. Hin
æðri rök lífsins standa hinni
leitandi og fróðleiksþyrstu
sálu hans nær. Huxley les mik
ið, einkum bækur og andleg
og dulræn efni. Gerir hann
sér far um að brjóta þau til
mergjar og þroskast af. Hux-
ley hefir hug á að kynnast nán
ar ýmsum fræðum Austur-
landa, en gert verður með
lestri bóka eingöngu, vona ég
að honum geti orðið að þeirri
ósk sinni. r,-y—--
Hu¥dey er maður brjóstgóð-
ur ,hjálpsamur, viðmótsþýður
og alþýðlegur, enda vinmarg-
ur.
Megi honum endast langur
aldur til að vinna að atvinnu-
og framfaramálum Keflavík-
ur og landsins í heild, ásamt
hugðarefnum sínum og öðlast
bann þroska, er hann sækir
eftir í þessu lífi til undirbún-
ings þess, er við tekur.
Huxley giftist árið 1934
hinni ágætustu konu, Vilborgu
Ámundadóttur,kaupmanns úr
Reykjavík. Hefir sambúð
þeirra verið hin ánægjuleg-
asta. Þau hafa eignast tvo
mannvænlega syni, Ámunda
nú 18 ára og Ólaf 11 ára.
Heimili þeirra, Lyngheiði —
efsta húsið í Keflavík — er
hið viðfeldnasta. Geri ég ráð
íyrir að bar verði gestkvæmt í
dag. — Ó. J.
I
t.
FIRESTONE nafnið tryggir gæðin.
Ennfremur:
600 X 16
550 X 16
hjóibarðar
750 X 20, 10 strigalaga.
Laugavegi 166.