Tíminn - 09.01.1955, Qupperneq 8

Tíminn - 09.01.1955, Qupperneq 8
8 TÍMINN, sunnudaginn 9. janúar 1955. ANNA BJÖRNSDÓTTI R illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllilliiiiiiiiiiiiiinn. EF ÞÉR HAFIÐ frá Atlastöðum HUG Á AÐ EIGNAST MIÐA „Óttist ekki elli, ísaiands meyjar, þótt fagra hýðið' ið hvíta hrokkni og fölni, og brúna logið í lampa [ Ijósunum daprist, og verði rósir vanga að visnuðum liljum. Fögur önd ásýr.d gamals mun eftir sér skapa, og ungdóms sléttieik æðri á það skrúðrósir grafa.“ Svo mælti hinn mikli mann fræðingur og sálskyggni af- burðamaður, Bjarni Thorar- ensen. Honum hefir verið ljóst, hversu andinn mótar efnið, hversu göfugar hugsan ir góðs manns móta yfirbragð hans — og æ meir sem lengur lætur — svo að í raunsönnum skilningi verður góður maður og góð kona því fegri sem lengur lifir, jafnvel þótt lifi fram í geigvæna elli. Rann- veig Filippusdóttir, sem Bjarni yrkir erfiljóðin um, hefir um þetta ekki verið nein undantekning. Margar „fsalands meyjar1 hafa verið henni hliðstæðar að þessu leyti. Og í þeirri kvennasveit tel ég örugglega konuna, sem ég vil minnast nokkrum orð hm, Önnu Björnsdóttur frá Atlastöðum. Fædd var hún að Hóli (hin um fremra) í Svarfaðardal 7. dag desembermánaðar 1859. Stóðu að henni traustar og góðar bændaættir. Var faðir hennar Björn bóndi Sigurðs- son, síðar bóndi á Atlastöðum, og kona hans, Anna Jónsdótt ír. Var Björn afkomandi hins góðfræga Mela-Odds, sem Melaætt er við kennd. Anna Björnsdóttir missti móður sína þriggja vikna gömul. Var hún þá tekin í fóstur af Páli Þorkelssyni, bónda á Atlastöð um, og konu hans Guðrúnu Jónsdóttur. Voru þau Páll og Guðrún sæmdarhjón og veittu fósturdóttur sinni hið mesta ástríki. Höfðu þau átt börn, en misst þau öll löngu fyrr en hér var komið. Kom þar fram hamingja Önnu Björnsdóttur, er henni auðn aðist að bera græðismyrsl í þau sviðasár, er fósturforeldr ar hennar báru eftir barna- missinn. Er hún komst á legg var hún snemma gervileg, vel verki farin og hög á hendur sínar, í hærra lagi á vöxt, grannvaxin, glæsileg á yfir- bragð, og heiði yfir brúna- baugum. Skaphöfn hennar var gædd þeirri hófstillingu og þeim hollvilja, að hún hlaut jafnan að vinna vin- sældir þeirra, er kynntust henni. Henni var aldrei svo mikið í hug, að hún þyrfti að nota stór orð, en neytti hæfni sinnar ávailt til að jafna á- greining og misklíð manna, og efla samhug og samlyndi gott. Ung að árum valdi hún sér að eiginmanni Árna ísak Run ólfsson frá Hreiðarsstöðum. Fór gifting þeirra fram 1878. Bjuggu þau næstu fjögur ár- in á Hreiðarsstöðum, í tvíbýli móti Runóifi, föður Árna. Síð an fluttust þau að Hærings- stöðum og bjuggu þar átta ár. Vorið 1890 fluttust þau að Atlastöðum, eignuðust þá jörð og bjuggu þar 25 ár, eða til 1915, er Árni sonur þeirra tók við búi. Voru þau með honum síðan. Árni Runólfs son lézt í maímánuði 1934. Árni Runólfsson var maður vel gefinn og gildur bóndi, drengskaparmaður hinn mesti og tryggðatröll. Var hann athafnamaður í bezta lagi, reis jafnan snemma, eins og Grímur Kveldúlfsson, og mun, um vinnuafköst, hafa verið tvígildur við marga aðra. Og hann héit skilyrðis laust og án alls undansláttar þá mikilsverðu lífsreglu at- hafnamannsins að fresta aldrei því verki til morguns, sem unnt var að vinna í dag. Átti hann gagnsamt bú og stóðst jafnan vel harðindi. En þótt þessi mikli garpur væri jafnan í fremstu röð þar sem dáð skyldi drýgja og þegar í harða raun var komið, bar samt við, ef í milli var þess, að karlmennska hans hefði nægilegt svigrúm eða hæf við fangsefni, að honum uxu um of í augum örðugleikar þeir, er minni voru. Þessi maður, sem vafalaust myndi hafa barizt í fremstu röö, hefði hann verið í kappasveit Ólaís Tryggvasonar á Orminum langa og hvergi kvikað við sárum né bana, gat litið mið ur raunskyggnum augum á hin minni viðfangsefni. Slíku misræmi í manngerð munu kynfylgjur valda. Þegar svo bar til, sem nú var um getið, var Árna það mikil hamingja sem jafnan' annars, að kona hans var fastlynd og hófsöm. Er það allrar athygli vert — en verður ekki rætt hér, — hversu góð kona getur æ „hlaupið í skarðið“ fyrir mann sinn, þar sem hann er veikastur fyrir eða' þar sem honum er heizt vant. Víst ber það við, að slíkt gerist jafnvel méð undursamlegum hætti, líkast því, sem kon- unni vaxi ásmegin á vissum sviðum, eða henni opnist leið ir við þær aðstæður, sem henni annars myndu hafa ver ið lokaðar. Kemur þar fram einn hinn göfugasti þáttur kveneðlisins. Sambúð þeirra hjóna var hin bezta, og var sem þau yrðu jafnan hvort öðru fyrri að sýna hinu virðingu. Þau áttu 6 börn, er úr æsku kom ust, 4 syni og 2 dætur — öll merk og mannvæn. Á þessum árum voru Atlastaðir í fjöl- farinni þjóðbráut, og þau sam huga um að greiða vel fyrir „gestum og gangandi“, búa hilýjar rekkjur þeim, er af Heljardalsheiði komu, og veita vegfarendum beina. Á þeim árum var það síður en svo ábatavænlegt fjárhags- lega að búa í þjóðbraut. Vorið 1936 fluttist Anna með sonum sínum, Árna og Trausta, frá Atlastöðum að Syðri-Hofdölum í Skagafirði. Var hún þá rúmlæg orðin, svo að ferðin vestur yfir Helj ardalsheiði hlaut að verða henni erfið raun. Var hún borin í rúmi sínu alla leið frú Atlastöðum heim til mín að Skriðulandi. Hafði hún hér viðdvöl nokkra daga, unz hún hafði náð sér eftir ferð- ina. Á ég góðar og gagnholl- ar minningar frá orðaskipt- um og kynnum við hina á- gætu konu, þessa sólbjörtu og mildu júnídaga. Hún var vissulega góður gestur. Árið 1948 fluttist Anna enn með Árria syni sínum frá Hofdölum til Sauðár- króks. Átti hún heima á Sauðárkróki síöan til dánar- dægurs, 25. nóv. s.l. Var þá þrek hennar mjög þrotið, svo að líf hennar minnti mest á slokknandi Ijós. En svo voru örlögln henni harðleik- in og vægðarlaus, að hið veika líf fékk ekki slokknað þrautalaust. Mennirnir eru, og munu lengi verða, háðir umhverfi og ytri aðstæðum, og því meir sem þeir eru minna þroskaðir. „Veður ræður akri en vit syni“, segir hinn goðjmálugi höfundur Háva- mála. Akuryrkjumenn nú- tímans munu hinsvgar telja, að margt annað en veður muni ráða sprettu akur- grasa. Og lífglöggur maður veit, þótt vits sé þörf þeim, sem víða ratar, að miklir vitsmunir eru engan veginn næg trygging heill manna og hamingju. Það vakti und'run mína, hVe Anna frá Atlasitöðum var óhág umhverfi og ytri aðstæðum. Þetta varð mér bezt Ijóst þegar hún var gest ur okkar á Skriðulandi vorið 1936. Fara má nærri um það, að slíkri skapfesttukonu, sem hún var, hafi ekki verið sársaukalaust að yfirgefa Atlastaði. Þar átti hún æsku árin og þar sá hún óskir sín- ar rætast og börnin vaxa. Þess má enn gæta, að jörð- in var þá gongin úr ættinni og komin í eign óskylds að- ila. Gizka ég á, að það hafi Önnu þótt mjög miður, þótt enginn yrði sakaður um slíkt. En aldrei gat ég merkt það, er ég átti tal við hana þessa júnídaga, að hún tregaði æskustöðvar sínar. Svo vel gætti hún tilfinninga sinna. Hún sagði aðeins, að sér þætt skemmtilegt að líta út um gluggann hjá rúmi sínu, því að þá sæi hún fram á Heljardal, áleiðis til gömlu heimahaganna í Svarf- aðardal. Ég hefði vissulega getað margt af henni lært þessa daga, sem hún var gestur minn. Stundum las ég fyrir hana stuttan sögukafla eða grein- arstúf á kvöldin áður en ég háttaði. Hafði hún af því á- nægju. Að sjálfsögðu fóru ekki ag öllu saman kröfur ckkar um lestrarefni. Þó urðu mér vel ljósar kröfur hennar í þeim efnum: Allt bað bezta var fegurst. Sagn- ir af mánnkostafólki, sagnir r.f því, hversu illt var sigrað með góðu, þag var bezta lestrarefnið. Ég geri ráð fyrir, mættum við Anna ræðast við nú á sama hátt og meðan hxin var með okkur hérna megin við móðuna miklu, ag hún myndi vera mér sammáía um, að hún hafi verið gæfu kona, þótt líkamsheilsa henn ar bilaði snemma og hún lægi rúmföst síðustu 33 árin. Hún naut slíkrar nærgætni og umhyggju barna sinna og tengdabarna, að betra mun ekki verða kosið. Þó býzt ég við að beztar þakkir hennar hafi átt tengdadóttir henn- ar, Rannveig Rögnvaldsdótt ir, hin stórmerka mannkosta kona, sem mest minnir mig .á hinar huldu hollvættir, sem aldrei sofa og vinna aldrei til þess að vekja á sér FramhMd * 10. 415u. i í I |vÖRUHAPP-| I'drætti | I S. I ! í. I í B. ! I S. | I ER ENN TÆKIFÆRI f TIL AÐ KAUPA. I DREGIÐ Á | | MORGUN I * 7000 VINNINGAR AÐ FJÁRUPPHÆÐ i Kr: 2,800,000,00 I 1 HÆSTI VINNINGUR f I í HVERJUM FLOKKI f 1 ER | 150 til 150 þús. kr. I SKATTFRJÁLSIR VINNINGAR Verð endurnýjunar-. miða er 10 krónur. } ÁRSMIÐI 120 KRÓNUR. f f Umboðin í Reykjavík og : f Hafnarfirði verða opin f I til kl. 10. niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiimiiiiiiu 6. biað. Minning: Ólafur Ólafsson Ólafur andaðist á gamlárs- kvöld s.l. að Vífilstaðahæli. Hann verður jarðsettur mánu daginn 10. jan. frá Fossvogs- kirkju. Ólafur var fæddur 7. júní 1895 að Litlu-Hlíð á Barðaströnd og þar ólst hann upp. Ekki er mér svo kunn ætt Ólafs að ég geti rakið, en þrjú systkini hans munu vera á lífi vestur þar og ein systir í Reykjavík. Ólafur giftist Guðrúnu Þórðardóttur og hófu þau bú- skap að Litlu-Hlíð, þau eign- uðust átta börn og eru fimm á lífi. Þau eru: Fríða, Tryggvi, Hlíf, Ólafur og Unnur. Mjög voru þessi börn nátengd föð- ur sínum og léttu honum líf- ið með ástúð og umhyggju. Rúmlega hálf þrítugur veikt- ist Ólafur af berklum og við þann sjúkdóm glímdi hann í full þrjátiu ár með hugprýði og karlmennsku, þar til yfir lauk. Vegna hinna þrálátu veik- 0 inda Ólafs og hælisvistar varð slík truflun á sambúð þeirra hjóna að þaú slítu "sarii'ýlSt- um. Nærri má geta að slíkfl skilur eftir sár. • Ég kynntist ÓlafL árið 1942 er hann var að hefja síðasta og lengsta áfarigann á Vífils- stöðum sem varaði óslitið í full tólf ár. Við vorum stofufélagar nær því í þrjú ár og nægðu þari kynni til vináttu æ síðan. Öl- afur var góður vinur viná sinna heill og undirhyggju- laus, jafnlyndur var hann og fundvís á allt hið broslega í tilverunni, enda aldrei beisk- ur, þótt lífið væri honum harðleikið. Vel kunni Ólafur að meta vín og víf, svo sem áar vorir framan úr öldurri hafa, og kunnað. Á Vífilsstöðum kynntist Ól- afur Áslaugu Halldórsdóttur, ættaðri úr Rauðasandshreppi. Þau bundu tryggðir saman og eignuðust þrjú börn og eru tvö á lífi Guðbjörg, gift Guð- 'mundi Atlasyni bílstjóra og Halldór Ólafur, húsgagria- bólstraranemi, dreng misstu þau úr fágætum blóðsjúk- dómi. Það var Ólafi mikið happ að kynriást Áslaugu, enda þótt hún væri lika sjúkl- ingur er kynni hófust, þá var þag samt hún sem æ síðan að fengnum bata hélt heimili í bænum með börnum þeirra og þangað var Ól. ætíð boðinn og velkominn hvenær er bæj- arleyfi fékkst. Ekki lét Ólafuri sitt eítir liggja að hlúa að því heimili eftir því sem geta og þol leyfðu. Hann gerði það með því að vera sí vinnandi á hælinu. Fyrst smíðaði hann. vmsa snotra murii úr tré, en Ólafur var bráðhagur maður, en brátt fór hann að eiga við bókband og hefur stundað það eftir því sem heilsa leyfði í 10 ár eða lengur. Mjög var Ólafur orðinn fær í bókbandi og má (Framhalii & 10, slSu). ,

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.