Tíminn - 18.10.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.10.1955, Blaðsíða 4
4. TÍMINN, frriffjuðaginn 18. óktóbér -1955. 236. blaff. (Pramhald aí 3. síðu). Þá er enn hækkuð fjárveit ing, til þess að gera tUraunir með nýjar síldveiðiaðferðir. Mestur hluti þessarar fjár- veitingar er notaður til að gera út varðskipið Ægi til fiski- og síldarrannsókna. Þarf að búa skipið enn betri rannsóknartækjum, en gert heiir verið fram að þessu. Einnig er nokkuð af þessari fjárveitingu notað vegna tU- rauna til að veiða síld með nýjum aðferðum. í þessu sambandi þykir mér rétt að benda á, að á 15. gr B er gert ráð fyrir nokk- uð auknum kostnaði við fiski deild Atvinnudeildar Háskól- ans. Gert er ráð fyrir að fjölga þar starfsliði. Þetta er í samræmi við áherzlu þá, sem lögð hefir verið á og lögð er á að auka haf- og fiski- rannsóknir, fiskveiðitilraunir og fiskimiðaleit. Jafnframt því, sem fé er lagt til útgerð- ar skipanna í þessu augna- miði bæði Ægis og rannsókn arskipsins Maríu Júlíu, þarf að efla lið í landi, tU þess að vinna úr þessum rannsókn- um. Undanfarið hafa verið sí- auknar fjárveitingar til þess ara mála, enda mun vand- fundin betri ávöxtun fjár fyr ir þjóðina en rannsóknir þess ar og tilraunir. Reynsla okk ar og reynsla annarra sýnir þetta glöggt. Lítur út fyrir, að af þessu starfi öllu ætli að verða glæsilegur árangur. M. a. vegna þessa starfs er við- horf til síldveiða nú mjög að breytast. Mögúleikar að skap ast til þess að ná síldinni með ýmsu móti sem áður hefir verið talið óframkvæmanlegt. MætU þó segja mér, að á næstu árum yrðu þó enn stór felldari breytingar til bóta í þessu tilUti en við höfum átt að fagna undanfarið. Hefir verið reynt að hlynna að þessu starfi og fiskirannsókn um yfirleitt undanfarið með auknnm fjárveitingum, og er stefnan enn hin sama í frurn varpi því, sem hér liggur fyrir. Nýr jarðbor. Á 16. gr. D eru tveir nýir liðir, sem ástæða er Þl að minnast á. Það er fjárveit- ing til kaupa á jarðbor 1 millj 250 þús. og 1 millj. kr. fjár- veiting, til þess að starfrækja þennan bor. Okkur er brýn nauðsyn að auka fjölbreytni í atvinnu- iífi landsins og þjóðin á mik ið undir því að geta nctfa?rt sér alla þá möguleika tú hiirs Jtrarta, sem náttúran býður. Ómögulegt er að koma þessu við, nema þjóðin eigi góð rannsóknartæki. Vísindamenn okkar hafa sýnt fram á, að ómögulegt er að komast eftir því, hvaða verðmæti við eigum í iðrum jarðar, með tilstyrk þeirra ó- fullkomnu tækja, sem við nú höfum, til þess að beita fyrir okkur. Djúpboranir eru ekki mögu legar með þeim tækjum, sem við eigum nú, þótt þau hafi reynst gagnleg eigi að síður. TU þess að vita upp á hvað hin tíýpri jarðlög hafa að bjóða, verður því, svó að segja hvað sem það kostar að kaupa og starfrækja betri jarðbor. Verkefni fyrir slíkan bor bíða nú viða og eru svo að segja ótæmandi. Gert er ráð fyrir, að hinn| nýi bor kosti eitthvað yfir 21 millj. Þótt hér sé ekki veitt öll fjárhæðin, er vonast eftir því að hægt verði að kaupa bor strax í vetur. Áætlað er, að það kosti um 2 millj. kr. á ári að starfrækja þetta tæki og að litlar beinar tekj- ur komi upp í þann kostnað fyrst um sinn að minnsta kosti. Fjárveiting sú, sem sett er á frumvarpið, til þess að starfrækja bormn, er því miðuð við, að hann verði í notkun hálft næsta ár. Tryggingar og niðurgreiðslur. Á gildandi fjárlögum er 6 millj. króna aukaframlag tú Almar.natrygginganna. Var það sett vegna rekstrarhalla trygginganna og vegna þess að nokkuð vantaði á, að rík- issjóður hefði undanfarið bor ið Vz af tryggingarútgjöldum svo sem í öndverðu var byggt á. í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir aukaframlagi, þar sem þessi mál eru öll í deiglu nú sém stendur. Hætt er þó við að auka verði fjárveitingu til trygginganna, áður en frá fjáriögunum verður gengið. Á 19. gr. er Þður til dýr- tíðarráðstafana. Lagt er til a þessi Þður hækki um 7 millj. og 900 þús. Samt er gert ráð fyrir óbreyttum nið urgreiðslum á næsta ári frá því sem nú er, en þetta fé gengur allt til þess að greiffa niður verð á innlendum af- urðum Neyzla innlendra af- urða í landinu fer á hinn bóg inn stöðugt vaxandi sem bet ur fer og þar með hækkar sú fjárhæð, sem verja verður tú þess að greiða niður, að ó- breyttum reglum. Þá hefir það komið í ljós nndanfarið, að þessi liður hef ir alltaf verið of lágt áætl- aður, aldrei gert ráð fyrir eins mikilli aukmngu á söl- unni og orðið hefir. Toll- og löggæzla. Þá er nýr liður á 19. gr., sem nefndur er „tú aukning ar löggæzlu og tollgæzlu," 1 millj. kr. Það er yfirleitt kvartað um ófullnægjandi löggæzlu með vaxandi þétt- býli og aukinni umferð. Brýn þörf er einnig að efia toll- gæzlu. Þessi mál eru öll í at- þugun hjá fjármálaráðuneyt inu og dómsmálaráðuneytinu, en þeim athugunum var ekki svo langt komið þegar gengið var frá fjárlagafrumvarpinu, og er ekki enn, að leitað verði sundurliðaðrar fjárveitingar til úrbóta í þessum málum. T. d. er það ekki ljóst enn, að hve miklu leyti hægt verð ur að nota aukinn mannafla, bæði til tollgæzlu og lög- gæzlu. Þar sem þessi mál standa þannig, er það ráð tekið að setja einn lið á fjár lögin til auknmgar löggæzlu og tollgæzlu, og gert ráð fyr- ir, að þeirri fjárveitmgu verði varið til þessara mála með samkomulagi þeirra tveggja ráðuneyta, sem hér eiga hlut að máli. Fjárveitingar til jramkvœmda. Þá er þessu næst rétt að benda á, að fjárveitingar til nýrra vega, vegaviðhalds, fjárveitingar til skólabygg- inga og til fjárfestingarút- gjalda yfirleitt með sárafáum undantekningum, sem ég kem að sumum hér á eftir, eru óbreyttar að krónutölu í bessu fjárlagafrumvarpi frá því, sem þær voru í gildandi fjárlögum. Vegna þeirra kauphækk- ana og verðhækkana, sem orðnar eru og verða, þýðir þetta, aff fjárveitiTigar tU fjá.ríestingcirmá.la eru í raun og veru lækkaffar í þessu frumvarpi frá því, sem þær eru í gildandi fjárlögum. Treystir stjórnin sér ekki til að hækka þessar fjárveiting ar að krónutölu frá því, sem þær eru nú, miðað við hið í- skyggúega útlit um afgreiðslu greiðsluhallalausra fjárlaga fyrir næsta ár, og einnig með sérstöku tilliti til þeirrar gíf urlegu fjárfestingar, sem nú á sér stað af hálfu emstakl- inga. Það skal einnig tekið fram í þessu sambandi, að til þess að reyna að draga nokkuð úr fjárfestingunni, hefir ríkis- stjórnin á yfirstandandi ári láÞð undir höfuð leggjast að nota ýmsar fjárveitmgar til Ibygginga í Reykjavík, og verða þær fjárhæðir geymdar og notaðar til þessara fram- kvæmda, þegar möguleikar eru á því að koma þeim í fram kvæmd. Undantekningar frá binni almennu reglu í frumv. um fjárveitúigar til fjárfestmgar mála eru þessar helztar: Til eignaaukningar Landssímans er gert ráð fyrir 1 millj. kr. hærri fjárhæð en í gildandi fjárlögum. Er þar stærsti lið urinn 400 þús. kr. fjárveiting til stuttbylgjusambands við Hornafjörð. Er þar um að ræða skref í áttina tU þess að koma á bættu símasambandi við Austurland. Þá er liðurinn til flugvallargerðar hækkaður um 700 þús. Þótti það óhjá- kvæmilegt miðað viö verkefni þau, sem fyrir Úggja. Til bygg inga á prestssetrum er fjár- veiting hækkuð um 600 þús. kr. Loks er tekinn inn nýr liö ur, framlag tU tollgæzluhúss í Reykjavik 850 þús. Er óhjá- kvæmilegt að byrja að leggja fé til hliðar til þessarar bygg- ingar, þar sem telja má ókleift að halda uppi fullnægj andi tollgæzlu við þau skil- yrði, sem nú eru. ^ Höfuðorsakir hækkunar. Ég hefi þá rakið gjaldahlíff fjárlagafrumvarpsins í höfuð dráttum og getið um helztu nýja liðið í frumvarpinu. Gjaldabálkurinn á rekstrar reikning frumvarpsins er um 59,3 millj. kr. hærri en í nú- gildandi fjárlögum. Samkv. því sem nú hefir verið rakið eru höfuðorsakir hækkunar- innar þessar: 1. Launagreiðslur hækka um 29 millj. kr. 2. Hækkanir vegna löggjafar frá síðasta Alþingi nema um 12 millj. kr. 3. Hið lögákveðna framlag til Almannatrygginganna hækkar um 4 múj. kr. vegna hækkandi vísitölu. 4. Framlag til þess að greiða niður vöruverð hækkar um 7,9 millj. kr. 5. Kaup og rekstur jarðbors 2,2 millj. er nýr liður á fjár lögum. Þessar eru sem sé höfuð ástæður fyrir hækkun fjár- lagafrumvarpsins. Ríkistekjurnar. Ég kem þá að tekjubálki frumvarpsins. E'ns og ég gat um áðan eru tekjur í frumvarpinu áætlað- ar 579 millj. eða 63 Vz millj. hærri en á gildandi fjárlög- um. Þessi mikla hækkun tekju áætlunarinnar er að nokkru leyti byggð á reynslunni á þessu ári. Mest er hækkunin á tekju- og eignarskatti. Er ráðgert, að hann hækki um 30 millj. Er augljóst, að skattskyldar tekj ur verða að krónutölu hærri í ár en undanfárið vegna kauphækkana, sem orðið hafa, og vegna þeúrar miklu yfir- og næturvinnu, sem nú á sér stað. Þá er nokkuð hækkuð áætl un verðtolls og söluskatts. Tekjuáætlun þessa er sjálf sagt að endurskoða í samráði við fjárveitinganefnd síðar í haust, ef betur skyldi þá sjást en þegar frumvarpið var sam ið, hvernig stefnir, en stór- felldar breytingar hygg ég tæpast að á henni verði gerð ar. Eins og fjárlagafrumvarpið liggur fyrir eru greiðslur sam anlagðar svo að segja jafnar tekjunum. Mættu teljast sæmúega horfur um af- greiðslu fjárlaganna, ef þessi niðurstaða væri alveg rétt mynd af þeim. Því miður er ekki því til að dreifa, eins og ég gat um áðan og tel ég nauð syn að gera því atriði nokkur skil. Frumvarpið mun hœkka mikið. í frumvarpið eru, samkv. venju, ekki sett önnur lögboð in útgjöld en þau, sem Alþingi hefir þegar samþykkt. Á hinn bóginn gaf ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir fyrúheit um, til þess með því að reyna að leysa verkfallshnútinn s. 1. vor, að se'tt yrði ný löggjöf um atvinnuleysistryggingar. Hefir verið unnið að undirbún ingi þessa máls, en frumvarp um það efni liggur þó ekki fyr ir ennþá. Við þetta heú verð- ur að sjálfsögðu staðið. Var gert ráð fyrir, að ríkissjóður legði fram í atvinnuleysis- tryggingarsjóð 2% af kaup- gjaldi. Var s. 1. vor ráðgert, að hiuti ríkissj óðs til trygging arsjóðsms yrði ekki langt frá 14 millj. kr. á ári. S. 1. vetur gaf ríkisstjórnin fyrirheit um, að hún mundi beita sér fyrir setningu nýrra launalaga á því þmgi, sem nú er að byrja. Verður frumvarp stjórnarmnar til nýrra .launa laga lagt fyrir Alþingi nú á næstunni. Öllum er ljóst, að ný launalög hljóta að auka út gjöld ríkisms, þar sem óhjá- kvæmúegt er að færa laun opinberra starfsmanna til meira samræmis við öhnuí- laun í landinu -en þau eru nú Leiðir þetta blátt áfram af þeim breytingum, sem gerðar hafa verið á launum almennt nú upp á síðkastið. Þá er unnið að endurskoðun alþýðutryggingalaganna svo sem ég vék að áðan. Þeúri endurskoðun er að vísu ekki lokið, en nokkuð langt komið. Aff vísu geri ég tæpast ráð fyrir, að það verði taUð fært að setj a ný alþýðutryggingar- lög, sem hafi í för með sér útgjaldaaukningu frá því sem nú er, umfram þá stórfelldu útgjaldaaukningu, sem leiðir af þeim kauphækkunum og verðhækkunum, sem eru að verða. En ems og ég gat um áðan, þá er ekki í frumvarp- inu gert ráð fyrir því auka- framlagi til Tryggingastofnun ar ríkisms, sem er í gíldandi fjárlögum, og sem á yfirstand andi ári nemur 6 millj. kr. Þætti mér ekki ólíklegt, að óhjákvæmilegt yrði, hvað sem líður setningu nýrra laga um alþýðutryggingar, að ríkissjóð ur yrði að leggja fram hærri fjárhæð til tryggmganna en gert er ráö fyrir í frumvarp- inu. Þá vil ég loks á það benda, að þótt fjárveiting til vega- viðhalds sé látin standa eins og hún er í gildandi fjárlög- um, 25 millj. kr., þá er það aug ljóst, að með þeirri hækkun á kaupgjaldi, sem orðin verð ur á næsta ári vegna hækk- andi vísitölu, þá verður óhugs andi að halda vegakerfinu í viðunandi ástandi fyrir þessa fjárhæð á næsta ári. Það er því augljóst, að gjaldahlið þessa fjárlagafrum varps á eftir að hækka um marga milljóna tugi. Afleiðingar þess, sem gerðist í vor. Háttvirt Alþingi verður hér að horfast í augu við afleið- mgar þess, sem gerzt hefir í þessum málum og þarf það engum á óvart að koma svo rækilega sem það allt var I ® UR 1 Stórt og fallegt úrvul Yevö viö hvers manns hœfi ; Við afgreiðum úr gegn póstkröfu og veljum 11 i það fyrir yður, eftir yðar eigin ósk og við því : í: verði, er þér takið til. | Við rekum viðgerðarstofu fyrir úr og klukkur. \ ííön Sipmun^Bson Skortpripoverzlun í: Laugavegi 8. j j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.