Tíminn - 18.10.1955, Blaðsíða 7
236. blað.
TÍMINN, þriðjudaginn 18. október 1955.
7,
Þri&ýud. 18. ofct.
Samvinnunefnd í
kaupgjaldsmálum
Öllum hugsandi mönnum
mun vera það ljóst, að hörð
stéttabarátta veikh þjóðíé-
lagið, ef hún gengur úr hófi
fram. íslenzka þjóðm skipar
sér í stéttir eigi að síður, sem
gera ósleitilega kröfur hver
gegn annarri, verkföll skella
á, byrðar þyngjast á at-
vinnuvegunum, atvinnurek-
endur leita áðstoðar ríkisins
og ríkisvaldið rekur nauður
til að seilast þeim mun dýpra
í vasa skattþegnanna.
Stéttabarátta af þessu tagi
kreppir að öllum atvinnu-
rekstri, skerðir afkomu þjóð-
arbúsins, dregur niöur lífskjör
þjóðarinnar í heild — lamar
hið íslenzka lýðveldi.
Á síðasta þmgi fluttu tveir
þingmenn Pramsóknarflokks-
ins tillögu tú þingsályktunar
um skipun samvinnunefndar
atvinnurekénda og verkalýðs
samtaka til þess að finna
grundvöll í kaupgjaldsmálum.
Flutningsmehn geröu grein
fyrir tillögunni m. a. með
þessum orðum:
„Öllum þjóðhollum mönn-
um kemur saman um, að frið
ur milli atvinnurekenda og
kaupþega sé þjóðarnauösyn.
Til þess að sá friður geti orðið
varanlegur, þarf réttláta
kjarasamninga.
Ef meta á, hvað sé sann-
gjarnt kaup og réttlát kjör,
þarf rólega athugun og hag-
fræöilaga. Viðunandi kjara-
samningar og friðsamlegir
fást tæplega, nema á slíkri
athugun sé byggt og sá skún
ingur ríki, að þannig eigi aö
leita grundvallarins í þessum
málum.
Verkföll og verkbönn knýja
fram úrslit í vinnudeUum, en
eru neyðarúrræði, af því að
þar ræður aflsmunur, en ekki
réttlæti. Þær aðferðir skapa
aldrei grundvöll fyrir vinnu-
friði til frambúöar. íslending-
ar hafa hvað eftír annað eytt
miklum tíma og fjármunum
í verkföll. Nauðsynlegt er, að
þjóðin geri ráöstafanir til
þess, aö þetta endurtaki sig
ekki án fyllsta tilefnis.
Piutnmgsmenn þessarar til
lögu telja, að mikilsvert sé, að
atvinnurekendur og kaupþeg-
ar hafi sameiginlega nefnd
starfandi frá ári til árs, skip-
aða j afnmörgum fulltrúum
frá beggja hálfu, er hafi það
hlutverk að gefa upplýsingar
og leggja fram rökstutt álit
sitt til leiðbeiningar, þegar á-
greiningur ætlar að verða —
eða verður — um kaup og
kjör. Með þeim hætti væri
sameiginlegur viðbúnaður og
menningarlegur hafður til
þess að koma í veg fyrir, að
ófriður rísi milli atvtanurek-
enda og þeirra, er selja þeim
vinnu sína.
Af beggja aðila hálfu yrðu
í þessari leiðbeininganefnd
menn, sem þeir, er þá kysu,
tortryggðu ekki um skort á
velvúja í sinn garö.
Nefndin gerði athuganir sín
ar, ems þótt enginn ágrein-
ingur lægi fyrir, og gæti þess
vegna leiðbeint hlutaðeigend
um, áður en tú uppsagnar á
samningum kæmt hvað þá
verkfalls eða verkbanns.
líjá nefndinni yrðu sjónar
mið aðilanna metin, áður en
þeir segðu §undur með sér og
ar sem austrið og vestrið mætast
Franski rithöfundurinn Duhame! lýsir Tyrkjum
Pranski rithöfundurinn Georges
Duhamel, sem er mikill feröagarpur,
hefir nýlega verið á ferðalagi um
Tyrkland, það al Balkanríkjunum,
þar sem mestar þjóðfélagslegar
breytingar hafa orðið í seinni tíð.
Um siðustu aldamót voru Tyrkir
fyrirlitnir af Vesturlandabúum, en
hú eru þeir komnir í flokk Vestur-
veldanna og eru meira að segja
ríki, sem ekki' verður fram hjá
gengið. Pramkoma þeirra í Kýpur-
málunum svonefndu hefir vakið sér
staka athygli, ög hafa þeir í þeim
málum þótt halda vel á sínum mál
stað. Þetta land þjóðfélagsbreyting
anna var því sannarlega verðugt
rannsóknarefni fyrir hinn skarp-
greinda og athugula franska rit-
höfund Duhamel.
Arangurinn er nú kominn i ljós
með nýrri ferðabók frá honum, er
nefnist La Turquie Nöuvelle (Tyrk
neska sagan). Og eins og jafnan
áður, er stórgaman að fylgjast með
þessum mikla mannþekkjara á
ferðum hans. Með þessari bók eyk-
ur hann stórum þekkingu okkar
á þessari þjóð, sem er öllum al-
menningi á Vesturlöndum lítt kunn.
Enginn getur heldur óskað sér betri
ferðafélaga heidur en Duhamel.
Hann er ekki aðeins einn af fremstu
rithöfundum samtíðarinnar, heldur
er hann einnig gjörkunnugur menn
ingu og siðum flestra þjóða heims-
ins. Sumt, sem hann segir í þessari
ferðabók sinni, höfum við ef til
vill heyrt áður, en þegar Duiiamel
lýsir þeim hlutúm, sem fyrir augu
hans bera, er eins og , við sjáum
þá í nýju ljósi.
Duhamel er fullur undrunar og
rannsóknargleði í þessari bók sinni,
þar sem hann lýsir því, hvernig
hann kynntist af eigin raun, hvern
ig þetta gamla keisaradæmi hefir
breytzt, og hvernig þjóðin hefir
nýtt náttúruauðlindir landsins.
Þarna lifir nú þjóð, sem einskis ósk
ar fremur en að lifa í friði við ná-
granna sina, en .stendur þó grá
fyrir iárnum, ekki til árásar, heldur
til varnar gegn erkifjanda cínum.
Þessi 23 milljóna þjóð er nú tölu-
vert veigamikið lóö á vogarskálum
heimsstjórnmálanna.
Segja má, að sakir legu sinnar
og menningar sé Tyrkland öllum
löndum fremur sá staður, sem sam
einar austurlenzka og vestræna
menningu, og með starfi sínu hefir
tyrkneska þjóðin gert að engu þau
orð enska skáldsins Kiplings, að
austrið og vestrið geti aldrei mætzt,
Eins og margar aðrar þjóðir eru
Tyrkir samsettir bæði menningar-
lega og þjóðernislega, en á Duhamel
verkuðu þeir sem ein þjóð, gædd
hinni sömu elskusemi og sama sam
blandi af raunsæi, hugmyndaauðgi
og kímni eins og einkenna hans
eigin landa.
Meðreiðarsveinn Duhamels á ferð
inni var Vidit Bey, sem var sendi-
herra Tyrkja í Mexíkó um margra
ára skeið, en er nú fulltrúi efna-
hags og vísindastofnunar Samein-
uðu þjóðánna í Tyrklandi. f hin-
ATATYRK
um stærri borgum landsins var tek
ið á móti honum af rithöfundum
og visindamönnum, og alls staðar
var honum tekið með þeirri ein-
stæðu gestrisni, sem hann ekki fyrr
hafði kynnzt.
Duhamel er fullur aðdáunar á
Kemal Atatyrk, en honum má frem
ur öllum öðrmn mönnum þakka þá
breytingu, sem orðið hefir á tyrk-
nesku þjóðfélagi. Vestm-landamenn
gera sér ekki fyllilega ljóst, hvílíkt
óhemju starf Atatyrk leysti af hönd
um í uppbyggingu landsins, og því
eins gat hann leyst það af hendi,
að gjörvöll þjóðin fylgdi honum.
Nú eiga Tyrkir ekki aðeins dug-
lega verkamenn og vélfræðinga,
heldur einnig vfsindamenn og upp
finningamenn, og Duhamel spáir
því, að þessi friðelskandi þjóð muni
í framtíðinni verða eitt af leiðar-
ljósum mannkynsins á braut þess
til aukins þroska og aukinnar menn
ingar.
Sem einn mikilvægasta þáttinn í
þeirri þjóðféiagsbyltingu, sem kom
ið var á, nefnir Duhamel það, er
Tyrkir lögðu niður hiö arabiska rit-
letur árið 1928 og tóku upp latneskt
letur. Hann dáist sérstaklega að
því hugrekki og þeim aga, sem það
hlýtur að hafa krafizt að leggja
niður það letur, sem þjóðin um
aldaraðir hafði notað. Þessari breyt
ingu var þó í raun og sannleika
tekið fagnandi af þjóðinni, en áður
hafði það ekki verið á færi ann-
arra en menntamanna að læra
skrift. Um sama leyti voru stofnaðir
fjölmargir skólar og Mustafa Kemal
tók sjálfur þátt í að kenna fólkinu.
Mest áhrif á Duhamel hafði þó
kvenþjóðin og frelsi hennar. Pram
til ársins 1928 höfðu allar tyrknesk
ar konur orðið að bera slæður og
voru bak við lás og slá í kvennabúr-
um höfðingjanna. Nú hafa þær full
komið jafnrétti á við karlmenn og
eru auk þess meira virtar sem kon-
ur en í flestum öðrum löndum
heimsins.
Fyrir Duhamel sem rithöfund var
sérstaklega gleðilegt að komast að
því, að ein nýjasta bók hans, sem
hann hafði átt von á, að myndi
drukkna í flóði kvikmynda og tima
rita, átti sér mikinn lesendahóp
meðal æsku landsins, og nýtur
meiri hylli i Tyrklandi en flescar
kvikmyndir, sjónvarp og útvarps-
þættir.
Um' tónlistarlíf í Tyrklandi er
hann næsta fáorður, þar eð hann
heyrði þar svo til eingöngu tón-
list Vesturlandamanna. Málaralist
stendur í Tyrklandi á gömlum merg,
og það var ekki fyrr en á 19. öld
að tyrkneskir málarar tóku að færa
sér i nvt tækni og aðíerðir Vestur-
landamálara.
Höggmyndalist nýtur mikillar
hylli í Tj’rklandi, og tyrkneskir lista
ynenn hafa 4 aðdáunarverðan hátt
sameinað í myndum sinum forna,
þjóðlega hefð og ný áhrif frá mönn
um eins og Bourdelle og Hodin.
Duhamel komst einnig að þvl,
hvernig allur almenningur fylgist
áf lifandi áhuga með uppbygging-
árstarfinu. Hvar sem menn koma
saman til funda, eru s.tórar myndir
af Kemal Atatyrk, og allir vitna í
ræð.um sínum í orð hans. Þetta
kann við fyrstu sýn að minna ail-
mikið á einræðisríki, en Duhamel
kveður fólkið vera frjálst og óþving
að. Vélamenningin virðist heldur
hvorki hafa svipt menn áræði sínu
eða starfsgleði.
Það, sem mesta athygli Duhameis
vakti, var ósvikin kímnigáfa þjóðar
innar. Kurteisin er þjóðareinkenni
Tyrkja. Sérstaklega eru þakkarvenj
ur þeirra margbrotnar. Vafalaust
eru margar þeirra arfur frá keis-
aradæminu, eins o; t. d. þegar gesti
er þakkað, grípa menn hönd hans,
þrýsta á hana léttum kossi og bera
hana upp að enni sínu.
Það er stórlega athyglisvert, að
jafn gagnrýninn höfundur og Du-
hamel skuli vera svo hrifinn af þess
ari þjóð. En menn skyldu einnig
hafa í huga að bak við aðdáun
hans liggur vitneskja gáfaðs manns
um þýðingu Tyrklands fyrir aðrar
þjóðir Evrópu. Þá vitneskju sina
undirstrikar hann með þessum orð
um:
— Ef við missum vináttu Tyrkja,
er þess skammt að bíða, að við
missum siðustu fótfestu okkar í
Austurlöndum. Tyrkir eru sér vit-
andi um þýðingu líðandi stundar.
Þeir standa í miklum stórræðum,
er krefjast mikillar fórnfýsi og dugn
aðar af hálfu íbúanna. Við Vestur-
landamenn ættum að leggja á það
meiri áherzlu en hingað til að að-
(Framhald á 10. síSu)
FJÁRLAGARÆÐAN
hiti baráttunar fer að tor-
velda samkomulag.
AlUr, sem vilj a, að skynsemi,
réttlæti og samkomulag riki
á þessum vettvangi þjóðfélags
ins, bljóta að geta fallizt á
skipun nefndarinnar, a. m. k.
sem tilraun ,tU þess að hefja
viðskipti stéttanna yfir afl-
raunir verkfalla og verkbanna
og firra þjóðina fjárhagstjóni
af vinnustöðvunum.“
Tillaga þessi var samþykkt
ágreiningslaust.
Nú hefir ríkisstjórnin hlut-
azt til um, að. Alþýðusamband
íslands og Vinnuveitendasam
band íslands hafa hvort um
sig skipað tvo fulltrúa í sam-
vinnunefnd. Hefir nefndin
það hlutverk að afla gagna
og skapa sér rökstutt álit um
afkomu atvmnuvega landsms
og hag almennings, til þess
að leita megi áhts nefndar-
innar, þegar ágreiningur verð
ur um kaup og kjör eða ætla
má að til slíks ágreinings
komi. Það mun vera ósk allra
þjóðhollra manna, að nefnd-
inni megi vel farnast í störf
um sínum.
(Pramhald af 6. síðuj
Verkefni þau, sem úrlausn-
ar bíða nú eru ekki öll sérlega
aðlaðandi né skemmtileg, öllu
fremur en stundum áður. Það
verður á hinn bóginn að horf-
ast í augu við hlutina eins og
þeir eru.
Ég tel bað hollt og réttmætt
að umræður þær, sem hljóta
og eiga aö fara fram hér á hv.
Alþingi, áður en til afgreiðslu
þessara mála kemur og til
undirbúnings . afgreiðslu
þeirra, beinist nokkuð að
þeirri merku tilraun, sem hér
var gerð nú á árunum 1950—
1955, til þess að koma hér á
varanlegu jafnvægi í efna-
hagsmálum landsins, og ástæð
unum til þess, að við búum nú
við upplausnarástand í þess-
um málum, þrátt fyrir stór-
felldan árangur til góðs fyrir
alla, sem orðinn var. Við þetta
hefi ég leitast við að miða mitt
mál og þessvegna hefi ég drep
ið á hvaða skilyrði þurfi að
vera fyrir hendi, til þess að vel
megi farnast í þessum málum.
Vænti ég, að það geti orðið
inngangur að því, að málefni
þessi verða rædd til nokkurs
gagns með rökum. Meðal ann
ars á þann hátt, að menn geri
rökstudda grein fyrir áliti
sínu á því, sem gert hefur ver-
ið eða ógert látið. Allt til leið-
beiningar, áður en ákvarðan-
ir verða um það teknar, hvað
nú skuli til bragðs taka.
Þótt ég hafi nú bent á marg-
an vanda, sem úrlausnar biða,
og svartar blikur, sem á lofti
sjást, þá ber ekki af því að
draga þá ályktun, að ég sé
svartsýnn á framtíðina.
Aldrei betri
skilyrði en nú.
Við höfum aldrei átt betri
framleiðslutæki en nú. Aldrei
haft betri skilyrði, til þess
að bjarga okkur, en einmitt
nú. Dugnaður er mikill, þótt
stundum sé annað á orði haft.
Unga fólkið er yfirleitt táp-
mikið og dugmikið og atvinna
er mikil og afkoma almenn-
ings góð. Þetta er ánægju-
legt og þessa er gott aö minn-
ast, ef mönnum fer að vaxa
vandinn mjög í augum.
Þetta er þó allt í hættu, ef
framleiðsla dregst saman og
framkvæmdir stöðvast vegna
skorts á fjármagni. Við höfum
á marga lund góð skilyrði, til
þess að öllum geti liðið vel.
Hér vinna flestir mikið, þeg-
ar atvinna er nóg í boði og hér
eru jafnari lífskjör og jafn-
betri en víðast annars staðar,
og vafalítið jafnari en á
nokkru öðru byggðu bóli.
Við verðum að bera gæfu til
Iþerýs að koma svo málum,
að þessi velmegun geti haldið
áfram, og að við þurfum ekki
að horfast í augu við kyrrstöðu
og atvinnuleysi.
Ég er sannfærður um að
þetta tekst, þótt það kunni að
kosta ýmsar ráðstafanir, sem
verða umdeildar og sumum
sýnast í fljótu binagði «kkl
vera gróðabragð fyrir sig per-
sónulega. Þær geta verið það
samt, þegar málin eru skoðuð
ofan í kjölinn.
Það er bjargföst sannfæring
mín, að íslendingar muni ekk
ert siður en aðrar þjóðir læra
að skilja samhengið í efna-
hagsmálum og gera sér grein
fyrir meginreglum þeirra. En
á því byggist nú auðvitað allt,
þegar til kemur, í þjóðfélagi
hinna frjálsu félagssamtaka,
sem vill ekki láta beita valdi,
heldur byggja á ákvörðunum
fjöldans.
En einmitt af því, að við
viljum byggja á frjálsum fé-
lagssamtökum ákvarðanir um
ýmsa af þyðingarmestu þátt-
um efnahagsmálanna, þá á
þjóðin allt í því tilliti undir
þekkingu og þroska þeirra
mörgu, sem þar fjalla um.
Umræður um efnahagsmál
á íslandi og margar ákvarð-
anir bera þess glöggan vott,
að mikil þörf er stóraukinna?
almennrar fræðslu í þessum
málum. Við þurfum ekkert að
fyrirverða okkur fyrir þetta,
því að það er skemmra síðan
við fórum við þau að fást á
nútímavísu, en margir aðrir,
og fleira kemur hér til.
En það vil ég láta verða
mitt síðasta orð að sinni, að
úr þessu verður að bæta á
næstunni með stóraukinni al-
mennri fræðslu um efnahags-
málin, ef vel á að fara.