Tíminn - 18.10.1955, Blaðsíða 12
Mynd bessi er úr leikritinu .,Fædd í gær“, sem ÞjóSleikhúsið
er nú að hefja sýning:ar á að nýju. Var leikur þess* sýndur
í fyrra við miklar v>nsæid<r. Myndin er af Þóru Friðriks-
dóttur, sem Bilhe Dawn og Ben. Árnasyni sem Paul Verral.
Aiþýðusambandið og
Framsóknarflokkurinn
Alþýðusamband íslands hefir sent blöðunum fréttatil-
kynningu, þar sem segir, að stjórn sambandsins hafi á s. 1.
vori sent fjórum flokkum bréf með tilmælum, að þessir
flokkar tilnefndu fulltrúa til viðræðna við Alþýðusamband-
i& „um möguleika á vinstr* samvinnu í landinu“. Þá segir
ennfremur í tilkynningunni. að 5. okt. hafi veriö samþykkt
að leita „eft'r því við flokkana, að viðræður þessar hæfust
nú“. Með bréfi dagsettu 6. þ. m. hafi flokkum þessum verið
send stefnuyfirlýsing ásamt tilmælum, „en þeir hafi alÞr
tilnefnt fulltrúa til viðræðna v*ð Alþýðusambandið. og séu
viðræður nú að hefjast.“
Eisenhower ræðir
við ráðherra sína
Denver, 17. okt. Eisenhow-
er forseta fer nú ört batnand'
og sést það m. a. á því að
hann ieggur nú á sig meiri
vmnu en áður. • Rædöi hann
í dag við fjáfmálaráðherre
sinn og he'dur ráðstefnu á
morgun með Radford flota
foringja. Síðar í vikunni mun
hann rðeða v;ð Duhes. For-
setinn 'er nú farúin að sitja
nokkra stund á degi hverjum
i stól og mun brátt fara að
ganga um.
Þola ekki gagn-
rýni nm Alsír
Strasbourg, 17. okt. Umræð
ur voru í dag á ráðgjafar-
þingi Evrópu um hvernig
bezt yrðu hagnýtt ónotuð
auðævi landanna í N-Afriku.
Teitgen franski ráðherrann,
sem fer með mál nýlendna
Frakka, gaf skýrslu um fjár
hagslega þróun í þessum lönd
um, en lýsti jafnframt yfir
að Frakkar myndu ekki þola
að haldið væri uppi gagnrýni
á stjórnmálaleg afskipti
þeirra í þessum löndum. Full
trúar, sem ræddu málið,
beygðu sig fyrir þessu, nema
fulltrúi írlands. Hann kvað
sig furða mjög á því, að nokk
ur fullvita Frakki skyldi láta
sér detta í hug, að halda því
fram, að Alsír væri hluti af
Frakklandi. Jafnvel Bretar
hefðu aldrei gengið svo langt
gagnvart írlandi.
Brezka síjórnin
gefur 50 þús. pund
London, 15. okt. — Sir Ant-
hony Eden forsætisráðherra
Breta hefir sent forsætisráð
herrunum í Pakistan og Ind
landi símskeyti og vottað
þeim og þjóðum þeirra samúð
sína vegna flóðanna miklu,
sem gengið hafa undanfarna
daga 1 báðum löndunum. Jafn
framt hefir brezka stjórnin
ákveðið að senda 50 þús. ster-
lingspund til að bæta úr brýn
ustu vandræðum þeirra, sem
verst hafa orðið úti á flóða-
svæðunum. Var féð fengið
hrezka Rauðakrossinum tU
ráðstöfunar.
Vegna þessarar fréttatil-
kynningar Alþýðusambands-
ins þykir rétt að rifja upp
forsögu þessa máls, svo að
gangur þessi liggi ljóst fyrir:
Þegar aðalfundur mið-
stjórnar Fraimsóknarflokks-
ins stóð yfir í marz, barst
Framsóknarflokknum bréf
frá stjórn Alþýðusambands-
ins, þar sem lýst var yfir því,
að verkalýðshreyfingin vildi
stuðla „að myndun ríkis-
stjórnar, sem í aðalatriðum
markaði stefnu sína á þann
veg, að vinnandi stéttir lands
ins gætu borið til hennar
fullt traust og veitt henni
stuðning", eins og komizt var
að orði í fréttatilkynningu
ASÍ um málið i blöðum í vor.
Miðstjórnarfundur Fram-
sóknarflokksins svaraði þá
þegar (8. marz í vor) bréfi
þessu svohljóðandi:
„Aðalfundur miðstjórnar
Framsóknarflokksins hefir
móttekið heiðrað bréf yðar
dagsett 5. þ. m.
Miðstjórnin telur það mjög
mikils virði, og raunar nauð
syn sérhverri ríkisstjórn, að
hafa gott samband við stjórn
Alþýðusambands íslands,
samtök launafólks í öllum
stj órnmálaflokkum.
Framsóknarflokkurinn hef
ir áhuga á bví nú sem fyrr að
lýðræðissinnaðir umbóta-
menn nái samstarfi um
stjórn landsins. En til þess
að mynda ríkisstjórn og
koma fram málum, þarf
stuðning meirihluta þing-
rnanna, eins og yður er að
sjálfsögðu ljóst.
Á þessu stigi málsins vhl
miðstjórnin því spyrjast fyr
ir um það, hvaða þingstyrk
ur sé á bak við tilmæli yðar,
og að því svari fengnu er mið
stjórnin fús til að taka þenn
an þátt bréfs yðar til nánari
yfirvegunar.
En án tillits til þessa er
miðstjórnin reiðubúin til
þess að ræða við stjórn Al-
þýðusambands fslands um
það „hvaða mál hún telur
brýnustu hagsmunamál Al-
þýðusambandsins og fólksins
í verkalýðsfélögunum", og
reyna af fremsta megni að
Framhald á 11. síðu).
Ágætur síldarafli Kefla
víkurbáta í Miðnessjó
Fjölraennur fundur
um blaðamennsku
Frá fréttaritara Tímans í Keflavík.
Ágætur síldaraflí er hjá bátum þeim, sem enn stunda rek-
netaveiðar, en þeim er mjög farið að fækka í Keflavík. Þá
er einnig að verða búið að salta fyrirfram ákveðið magn
síldar.
í gær voru 10 bátar á sjó
frá Keflavík og komu þeir að
með samtals 750 tunnur síld-
ar, sem er ágætur afli, ekki
sízt þegar tillit er tekið til
þess að margir eru orðnir með
mun færri net en í upphafi
’ —''tavpiðanna.
með 130 tunnur. Bátarnir láta
reka sunnarlega í Miðnessjó,
en verða jafnaðarlega fyrir
talsverðu netatjóni af völdum
háhyrninga, stundum i hverri
veiðiferð.
f dag, eða alveg á næstunni
Fundur Stúdentafélags
Reykjaivíkur á sunnudaginn
um blaðamennsku á íslandi í
dag var miög fjölmennur. en
umræður urðu heldur litlar.
Séra Sigrður Einarsson í Holti
flutti mjög glögga framsögu-
ræðu og bráðsnjalla að allri
gerð.
Til máls tóku að lokinni
framsöguræðu Bjarni Guð-
mnnHwnn blaðafulltrúi, frú
Fjórir ungir menn hafa játað
þátttöku í árásinni á Siemsen
Skýrsla fulltrtia sakadómara
Að undanförnu hafa staðið yfir yfirheyrslur hjá saka-
dómara vegna árásarinnar á Thecidór Siemsen, kaupmann,
og nú hafa fjór*r ungir menn játað að hafa ráðizt á kaup-
manninn, en mikils m«sræmis gætir í framburði tveggja.
Sveinn Snorrason, fulltrú* sakadómara, gaf blaðamönnum
skýrslu um atburðinn í gærkvöldi.
Þeir fjórir menn, sem hér
er um að ræða, eru Þorbjörn
Ástvaldur Jónsson, Hring-
braut 39, bróðir hans Jón
Helgi Jónsson, Bragagötu 31,
Ragnar Jósep Jónsson, Höfða
borg 52 og Ingólfur Kristófer
Sigurgeirsson, en hann á ekki
fast heimili. Þorbjörn er 18
ára, en hinh' þrír 19 ára að
aldri. Tveir þeirra hafa áður
komizt í kast við lögregluna,
annar þeirra á skilorðsbund-
inn refsidóm, en kæra er á
hinn fyrir líkamsáverka og á-
rás. Þeir eru nú allir í gæzlu
varðhaldi.
Voru v!ð drykkju.
S. 1. miðvikudagskvöld voru
þessir menn við drykkju á
veitingakrám í miðbænum, en
kl. 11,30 voru þeir bæði vín-
og peningalausir, en vildu ná
í meira að drekka. Sáu þeú'
þá Theódór Siemsen við verzl
un sína. Sagði Þorbjörn að
rétt væri að fá peninga hjá
honum. Ragnar sagðist skildi
sjá um málið og fór á efth
Siemsen. Sagði hann hinum
að bíða og náði hann S'emsen
hjá Pósthúsinu. Segist Ragn-
ar hafa sagt við Siemsen, að
hann skuldi honum reikning,
sem hann ætli að borga núna,
en meining hans var að taka
reikninginn án þess að borga.
Þess má geta, að Siemsen
hefir ekki getað mætt fyrir
dómi vegna þeirra meiðsla, er
hann hlaut í árásmni. Fór
Siemsen þá með Ragnari til
verzlunar sinnar, og fóru þeir
inn á skrifstofuna.
Hinir fylgdu á eftir.
Hinir þrír fylgdu á eftir út
í Tryggvagötu, og er þeir voru
komnir inn, fór Þorbjörn að
dyrunum, til að grennslast
eftir hvað þeim færi á milli.
Fannst honum, sem þeir væru
að rífast, og eftir litla stund
komu þeh Siemsen og Ragnar
fram í verzluniná, og v’-ldi
Siemsen koma Ragnari út úr
verzluninni, og heldur Þor-
björn að þeir hafi verið að
stympast.
Siemsen opnaði síðan dyrn
ar, en Þorbjörn skauzt þá inn
og réðist á hann, en Siem-
sen veitti öflugt viðnám og
skarst Ragnar þá einnig í leik
inn, og fóru þeir með Siem-
sen inn á skrifstofuna. Þegar
þeir komu þangað greip Þor-
björn símatól af veggnum, og
sló Siemsen tvivegis í höfuðið
og ætlaði að rota hann. Kom
Jón Helgi þá að og þreif síma
tólið af Þorbirni og skipaði
honum að hætta. Fór Þor-
björn þá fram i verzlumna og
tók sígarettur úr hillum.
Tæmdi hann eina hilluna
alveg. Á meðan höfðu þeir
Ragnar og Jón komiö Siem-
sen undir og héldu þeir hon-
um. Þorbjörn kom með sígar-
etturnar og fór að raða þeim
í tösku, sem hann fann þar.
Jón tók síðan við af honum,
og hélt síðan á brott með
töskuna.
Ber iila saman.
Þorbjörn fór að leita í skáp
i skrifstofunni að vini, en
Siemsen ókyrrðist þá og tókst
að slíta sig frá Ragnari. Þreif
Þorbjörn þá leirbrúsa og sló
Siemsen í höfuðið, en brúsinn
mölbrotnaði. Eru þeir nú tveir
W frásagnar, Þorbjörn og
Ragnar, og ber þeim illa sam
an, og vill hvor gera smn hlut
betri. Þó segjast þeir báðir
hafa sagt við Siemsen, að ef
hann yrði rólegur skhdu þeir
ekki gera honum meiri miska.
Þorbjörn segir, að Ragnar
(Framhald á 4. síSu.)
Ágæt síldveiði
Akranesbáta
. Frá fréttaritai'a Tímans
á Akranesi 17. okt.
í dag komu hingað átta
síldarbátar með samtals 613
tunnur, sem er ágæt veiði.
Aflahæstir voru Ásmundur
með 120 tunnur og Svanur
með 106 tunnur. Veiðarfæra
tjón var ekki mikið, saman
lagt töpuðu bátarnir um 40
netum.
Togarinn Bjarni Ólafsson
kom hingað i morgun með
320 tonn af karfa, og togar-
inn Akurey í dag með 320
tonn, og var aflinn einnig
mestmegnis karfi. Togararn
ir fengu þennan afla á níu
dögum á hinum nýju miðum
út af Vestfjörðum, en karf-
inn, sem veiðzt hefir þar, er
sérstaklega stór og góður.
Þriðjimgi fleira
slálurfé en í fyrra
Frá fréttaritara Tímans
á Djúpavogi,
Slátrun sauðfjár er nú
langt komið á Djúpavogi og
veröur sltárað þar um 6000
fjár að þessu sinni og er það
hér um bil þriðjungi. meira
en í fyrra. Vænleiki slátur-
fjárins er þar að.auki mun
meiri og þakka menn góðri
fóðrun og grösugum sumar-
högum.
Jafnþyngstir dilkar komu
frá Jóni bónda Bjarnasyni á
Bragðavöllum og er meðal-
þungi þeirra fimmtán og
hálft kg.
Fjármargt er nú orðið á
mörgum bæjum, einna flest
á Geithellum og Hofi eða um
400 fjár á hverjum bæ. Fjár
margt er einnig á mörgum
----- t-*■; { TJnfí-P