Tíminn - 18.10.1955, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.10.1955, Blaðsíða 8
TÍMINN, þriðjudagjmi t ;l'8i > oktpbBir Tl?955. 236. blað. ': T ogaraútgerðarfélagið Alliance 50 ára í dag er elzta togaraútgerð arfélag landsins 50 ára. Það var stofnaö þann 18. október 1905 og voru stofnendur þess ir: Thor Jensen kaupm., f. h. verzlunarinnar „Godthaab“, og skipstj órarnir Halldór Kr. Þorsteinsson, Jón Ólafsson, Jón Sigurðsson. Jafet Ólafs- son, Kolbeinn Þorstemsson og Magnús Magnússon, allir til heimihs í Reykjavík. Þrír af stofnendunum eru enn á lifi, herra“ (1926). „Ólafur“ byggð ur 1926 og keyptur 1929. ,.Kári“ byggður 1920 og keypt ur 1932. „Jón Ólafsson“ byggð ur 1933 og keyptur 1939. „Kári“ byggður 1936 og keypt ur 1947. ,.Jón Porseti" byggður 1948. Þeir sem lengst hafa verið skipstjórar á skipum „Alli- ance“ eru þessir: Halldór Kr. Þorsteinsson, sem var fyrsti skipstjóri félagsins, og var Togarinn Jón forseti — fyrst* togari ísiend>nga. þeir Halldór Kr. Þorsteinsson, Jón Sigurðsson og Kolbeinn Þorsteinsson. 1. gr. félagssamningsins 18. okt. 1905 hljóðar svo: „Tilgangur félagsins er fyrst og fremst. að láta byggja botnvörpugufuskip í Eng- landi, er vér gerum ráð fyrir að kosti hérum bU 125 — eitt liundrað tuttugu og fimm þús und krónur, að gjöra skip þetta út héðan tU fiskiveiða, og loks ef kringumstæður leyfa, áð kaupa síðar fleiri skip til fiskiveiða útgjörðar á sama hátt“. Var síðan útvegað lán í Landsbanka íslands, en þá var bankastjóri þar Tryggvi Gunnarsson, og samið um smíði togara í Skotlandi. Tog arinn hlaut nafnið ,,Jón for- seti“ og kom hingað til lands 23. janúar 1907. Skipið var mjög vandað. Kjalarlengd var 130 fet og stærðin 233 smál. brúttó, en 91,56 smál. nettó, og ganghraði ca. 10 mílur. Var skipið með allra fullkomn- ustu, stærstu og beztu togur- um, sem smíðaðir höfðu verið fram til þessa og fyrsti togar inn er fslendingar létu byggja. Fyrsti skipstjórinn var Halldór Kr. Þorsteinsson. Fyrsti framkvæmdastjóri fé lagsins var Thor Jensen þar til í árslok 1910. Hlut hans í ,.Alliance“ keypti þá Gunnar Gunnarsson, kaupm., er varð svo framkvæmdastjóri félags- Ins til ársloka 1912. Jón Ólafs son skipstjóri og síðar alþingis maður, var framkvæmda- stjóri frá 1. jan. 1913 til 1930. Síðan hefir sonur bans Ólaf ur H. Jónsson, cand. jur., ver íð framkvæmdastjóri félags- ins eða í rösk 25 ár. Þann 26. desember (annan dag jóla) 1911 kom annar tog arinn til landstns, smíðaður fyrir félagið í Selby í Eng- lanái; hann hlaut nafnið „Skúli fógeti“, var 272 smál. brúttó að stærð.og kostaði kominn til íslands um 165 þúsund krónur. Togarar þeir, sem félagið hefir átt, er sem hér greinir: .,Jón forseti“ byggður og keyptur 1906. „Skúli fógeti“, byggður og keyptur 1911. — „Skúli fógeti“ yngri (1920). „Tryggvi gamli“ byggður 1920 og keyptur 1922. „Hannes ráð- með ,.Jón forseta" eldri og ,.Skúla fógeta“ eldri, Jón Sig- urðsson, Hverfisg. 75, Gísli Þorstemsson, Guðm. Markús- son, Karl Guðmundsson, Snæ björn Ólafsson, Markús Guð- mundsson og Eggert Klem- enzson, sem nú er skipstjóri á „Jóni forseta“. Guðm. Mark- ússon hefir lengst verið skip stjóri á skipum félagsins, eða nær óslitið frá 9. sept. 1919 til ársloka 1950, tók við skip- stjórn á „Jóni forseta“ 9. sept. 1919, síðan „Tryggva gamla“. þá ,Hannesi ráðberra“ þeg- ar hann kom nýr „Jóni Ólafs syni“ og síðast ,,Jóni' forseta" nýja frá þvi 1948 og tU 1950, er hann lét af sjómennsku. 2. nóv. 1912 stofnaði félagið að hálfu á móti Pétri J. Thor- steinsson, kaupm., lifrar- bræðslufélagið „Bræöing", en því félagi var breytt í hluta félag 9. nóv. 1915. Félag þetta keypti eignarjörðma Þormóðs staði við Skerjafjörð og rak þar bræðslu á lifur úr togur- unum, þar til þeir byrjuðu bræðslu lifrarinnar um borð, en það var árið 1927. Byggðir voru á jörðinni stórir fisk- þurrkunarreitir, og byggð fisk verkunarhús. Nú eru fiskreit- irnir horfnir en fiskhúsm standa enn og hafa verið byggð þar fleiri hús og reistir f iskþurrkunarhj allar. Árið 1913 voru keyptar eign arlóðir í Ánanaustum, vestast við Mýrargötu í Reykjavík og voru þar gerð‘r fiskþurrkunar reitir og reist fiskgeymsluhús, og fiskþurrkunarhús. Alliance keypti húseignina „Exeter“ við Tryggvagötu nr. 4 árið 1920, og hafa skrifstof- ur félagsins verið þar síðan haustið 1920. Félagið á ezm- fremur húseignirnar Tryggva götu 6 og Vesturgötu 14, en þær eignir keypti það árið 1938. „Alliance“ stofnaði hlutafé- lag um síldai’bræðslu á Djúpá vík í Reykjarfirði, h.f. Ðjúpa- vík, og átti félagið % hluta þess á móti h.f. Einari Þorgils syni í Hafnarfirði. Síldarbræðslustöðin Dag- verðareyri var kevpt árið 1941. Stjórn félagsins skipa nú: Ólafur H. Jónsson formaður, og Jón Sigurðsson skipstj. og Guðm. Miarkússon skipstj. meðstjórnendur. Tékkneskt byggmgareim úr asbest-sementi ÓDÝRT — VARAXLEGT ÖRUGGT GEGA ELDI Veggplötur - þilplötur - baru- plötur - þakhellur. - Þrýsti- vatns-pípur, frárennslispípur og tengistykki. 'M «■, j Einkaumboð: Mars Trading Company, Klapparstíg 20, — Sími 7373 ;;í Czechoslovak Ceramics, Prag, Tékkóslóvakíu. Símar 3673 og 7899 Brautarkolt 22, Reylcjavík ORDSENDING Frá BíSamarkaðinum Brautarholti 22 Jafnframt því sem við önnumht kaup og sölu á bifreiðum, tökum við einnig til viðgerðar hvers konar tegundir bifreiða. Eftirtaldir vifvélavirkjameistarar vinna á verkstæði okkar: Sigurgeir Jónsson, Sigurður V. Þorvaldsson Sigurður Þorsteinsson, R. Hook. Axel Jónsson, Halldór M. Ásmundsson, Hrafn Jónsson, Jóhannes B. Einarsson, Eingöngu fagmenn að verki! Sendisvein röskan og ábyggilegan vantar nú þegar. Áfenglsverzlun ríkisins. K33$$$$$$$$$$íí$í$$$$$S$S$$$$$S$$$S$$$$$$$SS$$$$$$$S$SS55$$$$$$$S$$$$$$: 14 karata og 18 TRÚLOFUNARHRINGAR i é?eti4,42lt*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.