Tíminn - 18.10.1955, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.10.1955, Blaðsíða 5
236. blað. TÍMINN, þriðjudaginu lB. október 1955, 5, FJÁRLAGARÆÐAN brýnt fyrir mönnum s. 1. vetur og s. 1. vor. Með kauphækkunum þeim, sem áttu sér stað s. 1. vör, var brotið blað í efnahagsmálun- um. Fram að þeim tíma höfðum við um nær þriggja ára skeið búið við stöðugt verðlag. greiðsluafgang rikisms, lækk andi skatta og tolla og stór- aukinn almennan sparnað, sem gat orðið upphaf þess, að úr rættíst þeirri „krónisku“ lánsfjárkreppu, sem við höf- um búið við svo lengi. En nú verða menn að horf- ast í augu _við síhækkandi verð lag, minnkandi sparnað, stór áukin rikisútgjöld og standa nú frammi fyrir því, að það verður ekki hægt að afgreiða gre»ðsluhallalaus fjárlög, án þess að auka ríkistekjurnar með hækkuðum .sköttum eða tollum, eða nýjum álögum í einhverri mynd, í fyrsta skipti um langan tíma. Hvað um sparnað Þegar menn sjá hina nnklu hækkun, sem nú verður á f j ár lögunum, er eðlilegt að mönn um detti í hug, hvort ekki væri unnt að lækka eða fella niður einhverja meiriháttar kostnaðarliði ríkisins. Þetta atriði hefir mjög oft og ýtarlega verið rætt hér á háttvirtu Alþingi á undan- förnum árum. Vitaskuld þarf að viðhafa stöðuga sparnaðar viðleitni í rekstri ríkisins, koma honum eins skipulega og hagkvæmt fvrir sem frek ast er auðið. Er það og sönnu næst, að ætíð er lagt mikið _ starf i þetta,.ekki sízt íyr’-r at beina fjármálaráðuneytisins. Á árinu 1954 gekkst ég fyrir því, að sett var á fót nefnd til þess að rannsaka gaumgæfi- lega gjaldahUð fjárlaganna og ríkisreikningsins, með það fyr ir augum að benda á ieiðir til sparnaðar. Var einn fulltrúi í nefndinni af hendi hvers ráðherra í ríkisstjórninni. Þessi nefnd hefir nú fyrir nokkrum dögum skilað áliti, sem sent hefir verið til ráðu- neytanna. Eru þar allítarlega rædd ýmis atriði, sem nefndin átt að draga úr framlögum ríkisins í þessu skyni og þarf ekki langt að seilast eftir dæmum um það, þar sem síð asta Alþingi samþykkti nýja útgjaldalöggjöf, sem samtals hækkar útgjöld ríkisins um 12 milljónir á þessu ári og þó meira þegar frá líður. Ný verðbólgualda. Afleiðmg þess, sem SKeðl á s. 1. vetri, eru ekki aðeins aug ljósar á því fjárlagafrum- varpi, sem hér liggur fyrir, heldur speglast þær alls stað ar í efnahagslífinu. Þegar sýnt varð í vor, að efnahagskerfið var að ganga úr skorðum á nýjan leik, reis fjárfestingaralda sú, sem byrjuð var að rísa áður en sjálf þáttaskilin urðu eftir verkföllin, ennþá hærra en áður. Segja má, að við höfum í sumar búið við einskonar „fjárfestingarpanik“, þar sem menn láta vinna við ljós á kvöldum og um nætur til þess að koma „lausu“ í „fast“, eins og það er orðað, eða til þess að komast sem lengst í því að koma sér upp þaki yfir höfuð- ið, áður en afleiðingar kaup- hækkananna í vor næðu að koma fram að fullu í bygg- ingarkostnaðinum. Þessi „panik“, ef svo mætti að orði komast, hefur svo margvíslegan hátt, til þess að skara eld að sinni köku, og tækifærið hefur einu sinni enn verið lagt þeim upp í hendurnar. Hvað um framleiðsluna? Ennþá sem komið er geng- ur framleiðslan, þrátt fyrir það, sem skeð hefir, en þar brennur þó eldurinn heitast. Framleiðslukostnaður fer mjög vaxandi á öllum sviðum, enda verður kaupgjald nú í byrjun næsta árs orðið um 20% hærra en fyrir verkfall. Þær greinar framleiðsiunnar, sem áður höfðu gengið án styrks eða uppbóta, eru nú sem óðast að komast á slíkar uppbætur eða tilkynna stöðv- un sína framundan, ef ekki verði ráðstafanir gerðar til þess að jafna metin. Faxasíldin fær uppbætur stórum meira en áður, land- búnaðinum hefir verið heit- ið útflutningsuppbótum til jafns við bátaútveginn. Það er vitað mál, að frysti- hús þau, sem aðallega taka á móti smáfiski, eru að stöðvast og geta ekki keypt fisk við því verði, sem hann hefir verið seldur innanlands, en lækkun á fiskverði til sjómanna og út- gerðarmanna kemur ekki til mála. Togaraútgerðinni er fleytt áfram með álági á innflutta bíla, en gjaldeyrir til þeirra vitaskuld átt sinn þátt í ÞvíjjjaUpa saggur mjög á þrotum að gera ástandið mun verra(0g uppbótafé ekki fyrirliggj- en ella, aukið þensluna og verðbólguhættuna um allan helming og stórhækkað bygg- ingarkostnaðinn. Sparifjárinnlög hafa einnig vaxið mun minna en í fyrra og hittiðfyrra. Þannig hefur sparifé aukizt á þessu ári frá 1. janúar til ágústloka um 95 milljónir, en á sama tíma ár- ið 1954 um 148 millj. og í hittiöfyrra (1953) um 121 milljón. Útlán bankanna hafa á hinn bóginn stóraukizt á ár- inu. Það hefur lítið stoðað, til þess að vega upp á móti þess- um ósköpum, þótt áhrif ríkis- sjóðs á fjárhagskerfið hafi verið hagstæð á árinu, vegna . góðrar afkomu hans, og sömu- hefir athugaö í þessu sam-1 leiQis þótt ríkisstjórnin hafi andi nema fram í marzlok, að óbreyttum stuðningi við út- gerðina. Tilgangur kommúnista. Það væri synd að segja, að kommúnistar hefðu ekki náð þeim tilgangi sínum frá í vor að skapa ný vandamál, sem erfitt mundi að leysa. Að þvi leyti hafa þeir á- stæðu til þess að vera ánægð- ir, það sýnir ástandið eins og það er nú og verkefni þau, sem framundan eru og sem ég hefi lauslega drepið á. Aftur á móti er ég ekki viss um, að kommúnistar hafi af þessu eins mikinn ávinning og þeir fyrirfram töldu líklegt. Ég held sem sé, að fleirum og fleirum sé að verða ljóst samhengi þessara mála og hverri lukku það muni stýra eða hitt þó heldur að láta þá hafa áfram stjórn alþýðusam- takanna í landinu og halda verkalýðnum þannig frá allri þátttöku í ábyrgu þjóðmála- starfi. Ég held að fleiri og fleiri sjái æ betur og betur hver hamingja af því muni stafa eða hitt þó heldur, að komm- únistum verði látið haldast uppi að beita hinum miklu á- hrifum verkalýðssamtakanna einhliða þannig, að verði vatn á myllu upplausnar og fjármálabrasks, í stað þess að áhrif verkalýðsins komi að notum við uppbyggingarstarf, sem efli framfarir og bæti lífskjör. Það sýnir m. a. hvernig augu margra eru að opnast gagn- vart þessum verðbólgu- og vísitöluleik, að starfsfólk í fyrirtæki einu í Danmörku neitaði nú fyrir skemmstu að taka á móti nýrri vísitölu- uppbót, sem það átti rétt á að fá vegna almennrar verð- hækkunar. Með þessu vildi fólkið á kröftugan og eftir- minnilegan hátt gefa til kynna þann skilning sinn, að hinar sífelldu kauphækkanir og verðlagshækkanir á víxl væru ekki til hagsbóta fyrir launþegana .almennt. Það verður skýrara og skýr- ara fyrir mönnum, að kaup- hækkanir einar tryggja mönn um ekki betri lífskjör. Þar þarf fleira að koma til. Þar þurfa m. a. að koma til áhrif og samstarf alþýðusamtak- anna í jákvæðu þjóðmála- starfi. Útvegun lánsfjár — Sementsverksmiðjan. Ég vil þá þessu næst aðeins minnast á framkvæmdir ýms- ar, sem ríkisvaldið er við rið- ið og útvegun fjár til þeirra. Er þar efst á blaði sements- verksmiðjan. Málefnasamning ur flokkanna við stjórnar- myndunina ákveður, að útveg un lánsfjár til rafmagns- framkvæmdanna í dreifbýl- inu skuli sitja fyrir öllu öðru en lánsútvegun til Sements- verksmiðjunnar. Sementsverk smiðjan er því önnur af tveimur forgangsframkvæmd- um ríkisstjórnarinnar. Unnið hefur verið undan- farið langa hríð að útvegun erlends láns fyrir erlendu efni og vélum til Sementsverk- smiðjunnar og væntum við fastlega, að það takist nú næstu daga að ganga endan- lega frá láni fyrir hinum er- lenda hluta stofnkostnaðar- ins. Lánsútvegun þessi hefir mjög dregizt á langinn og teljum við þó á engan hátt hægt að ásaka ríkisstjórnina né hennar starfsmenn að þess um málum, fyrir þann mikla drátt, sem orðið hefir. Verður nánar frá þessari fjárútveg- un skýrt, þegar alveg sér fyr- ir endann á málinu. Raforkuáœtlunin. Við þurfum áreiðanlega á nokkru erlendu lánsfé að halda, til þess að framkvæma raforkuáætlun dreifbýlisms með þeim hraða, sem nú er fyrirhugaður. Hefir ekki enn- þá verið gengið frá þeim mál- um, en ætlunin var aö athuga um erlenda lántöku til þeirra í sambandi við véla- og efnis- kaup til stærstu verkanna. Eru tilboð nú nýkomin og verður því vonandi hægt að ganga frá þessari hlið mál- anna nú alveg á næstunni. Annars er um rafmagnsmálin ÍPrp-truiald & 6. sílul- »S553SS3SSS3S$SSS5SSSSSSSSSS5SSSS35SSSSSSS3SSS3SSSSSSS«S$«$S$SS$SSSS$S$$SSSS$SSSS$S$SSSS$$SS$S$SS$SSSSS$SS$3 55 procent DAGRON 45 procent ULL bandi og ýmsar ábendingar gefnar um starfrækslu ríkis- ins. NefndaráUt þetta mun fjárveitinganefnd að sjálf- sögðu fá tU afnota við s4tt starf. Á hinn bóginn þykir mér ástæða til að taka það fram strax, að mðurstaða þessarar athugunar, sem fram hefir farið á útgjöldum rikissjóðs staðfestir þá skoðun, sem áður hefir þráfaldlega verið rök- studd hér á Alþingi, að enginn kostur er þess að lækka eldri útgjaldaliði í starfrækslu rik isins svo verulega muni um til lækkunár á heildarútgjöld um þess, nema með því að færa niður þær greiðslur, sem inntar eru af höndum til verk legra- framkvæmda. til styrkt arstarfsemi og til þess að halda uppi margs konar þjón- ustu í þágu almennings eða þá með. því að hætta að greiða niður verðlag af vörum innan lands, sem vitaskuld mundi þá hafa í för með sér tilsvar- andi verðhækkanir. Fram hjá þessu verður ekki með nokkru móti komizt. í þessu sambandi er einnig rétt að geta þess, að það er síður en svo aö stefna Alþingis undanfarið hafi miðað í þá látið ónotaðar ýmsar fjárveit- ingar til byggingarfram- kvæmda og staðið á móti því, að lagt væri í ýmsar stórbygg- ingar í Reykjavík. Þetta nýja upplausnar- ástand í efnahagsmálum hófst, þegar kommúnistar voru leiddir til valda í verka- lýðssamtökunum haustið 1954, því að þá þóttust margir sjá, hversu fara mundi um verð lagsmálin og sá hugsunarhátt ur festist, að ekki mætti láta fjárfestingar né innkaup bíða stundinni lengur. Magnaðist þetta þó um allan helming við kauphækkanirnar síðastliðið vor. Verkuðu þær sem olía á eld, þar sem verðhækkanir og nýjar kauphækkanir aftur vegna þeirra voru þá auð- reiknaðar hverjum manni. Það er víst alls ekkert of- sagt, að aimenningur í land- inu hagnast síður en svo á þessu ástandi, allra sízt laun- þegarnir yfirleitt, eins og raunar var alltaf fyrirséð, enda ekki refirnir til þess skornir. Það eru allt aðrir, sem græða á því ástandi, sem við nú búum við. Það eru verö- bólgubraskararnir, sem reyna að nota upplausnarástandið á Höfum aftur fengið karlmannaföt úr þessum efnum, sem mjög hafa rutt sér til rúms. Falleg Létt Halda vel brotum Fást aðeins okkur ANDERSEN & LAUTH H.F. Vesturgötu 17. — Laugavegi 37.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.