Tíminn - 18.10.1955, Blaðsíða 6
TÍMINN, þriðjudaginn 18. október 1955.
236. blað,
F J A
(Pramhald aí 5. síðu). I
það að segja, að séð verður
am, að þær framkvæmdir
komist í framkvæmd sam-
kvæmt áætlun þeirri, er gerð
yar við stjórnarmyndunina.
Rœktunarsióður oa
Fiskveiðasjóður.
Þá vil ég minnast á rækt-
anarsjóð og fiskveiðasjóð.
Alþingi hefir nýlega sett
löggjöf varðandi þessa sjóði
báða. Breytt ræktunarsjóðs-
iöggjöfinni, gert ráð fyrir
nokkuð auknum útlánum til
útihúsabygginga, og sett nýja
löggjöf um fiskveiðasjóð, þar
sem gert er ráð fyrir auknum
útlánum út á nýja báta og
skip.
Rikisstjórnin hefir í sam-
ráði við Alþingi haft uppi
ráðagerðir um öflun fjár til
þessara sjóða og heitið þeim
fé. í trausti þess hafa menn
iagt í framkvæmdir í sveitum,
og gert samninga um smíði
og kaup á nýjum fiskibátum.
Menn vita, að ríkisstjórnin
hefir haft í huga þá aðferð
við fjáröflun til þessara sjóða,
að Framkvæmdabankinn leit-
aði til Alþjóðabankans um
lán, sem gæti orðið endurlán-
að sjóðúnum.
Á hinn bóginn hefir verið
þannig ástatt undanfarið og
er enn, að Alþjóðabankinn hef
ir viljað vita, hvernig lántök-
um til Sementsverksmiðjunn-
ar yrði fyrir komið, áður en
hann léði máls á frekari lán-
veitingum til íslendinga. En
Sementsverksmiðjah hefir ver
ið önnur sú framkvæmd, sem
ríkisstjórnin og flokkar þeir,
sem hana styðja, hafa viljað
iáta sitja fyrir öllu öðru í
sambandi við útvegun á er-
iendu lánsfé, svo sem yfirlýst
var við stjórnarmyndunina.
Eins og ég sagði áðan, er
sementslántökumálið fyrst nú
að komast í höfn.
Þess vegna hefirblátt áfram
ekki verið hægt fram að þessu
að vinna að lántökumálum
ræktunarsjóðs og fiskveiða-
sjóðs, enda þótt þau hafi ver-
ið lögð fyrir Alþjóðabankann.
Þegar sementsmálið er leyst,
verður farið á stúfana á nýj-
an leik með mál Ræktunar-
sj.þðs og fiskveiðasjóðs og ef
til vili fleiri mál og reynt að
fá þeim hraðað eftir föngum.
En Alþjóðabankinn hefir þann
hátt á, að kynna sér sem bezt
fjárhagsástæður í þeim lönd-
um, sem óska eftir lánum,
aður en til úrslitaumræðna
kemur um lánbeiðnir, og tek-
ur það sinn tíma.
Nú þyrftum við að fá erlent
lánsfé handa ræktunarsjóði
og fiskveiðasjóði, einmitt til
þess að mæta útlánaþörf
þeirra nú í haust og framan
af vetri, vegna þess, að það
væri mjög slæmt, að þurfa að
leysa fjárþörf þeirra öðruvísi,
eins og nú er ástatt fjárhags-
málum landsins.
Ég vil engu spá um, hvort
þetta tekst, og er raunar orð-
inn nokkuð svartsýnn á, að
jvo verði, vegna þess, hve
þessi mál hafa dregizt.
Fari svo, að við fáum ekki
erlend lán í tæka tið, verður
að efna heitin við sjóði þessa
með innlendu fé. Verður þá
sennilega sem fyrr þrauta-
lendingin að taka af greiðslu-
afgangi ríkissjóðs. Er það þó
neyðarúrræði að setja hann í
umferð, svo sem nú standa
sakir, sem allir munu sjá. Að
znínum dómi verður þó svo að
L A
Æ Ð A N
gera, ef þetta mál ekki leys-
ist á annan hátt.
Þegar við sjáum hvernig á-
statt er, og á hvað tæpt vað
er hér teflt, t. d. í lánamálum
Ræktunarsjóðs og Fiskveiða-
sjóðs, þá mætti okkur einnig
verða hugsað til þess, hvernig
ástatt væri, ef ríkisbúskapur-
inn væri rekinn með halla of-
an á allt annað, eða bara væri
í engu aflögufær, og gefur það
einnig hugmynd um, hvernig
ástatt yrði, ef svo yrði um
hnúta búið, að ekki reyndist
lengur kleift að afgreiða
sæmilega sterk fjárlög.
Þarf hér erlent lánsfé?
Sumir velta því fyrir sér,
hvort við þurfum á erlendu
lánsfé að halda.' Frá mínu
sjónarmiði er auðvelt að svara
þvi. Við þurfum mjög á er-
lendu lánsfé að halda á næstu
árum, ef við eigum að geta
haldið áfram þeirri stórfelldu
uppbyggingu, sem hér á sér
stað og verður að eiga sér
stað á næstunni.
Það nægir í því sambandi
að minna enn á Ræktunar-
sjóö, Fiskveiðasjóð og þau
verkefni, sem þessir sjóðir
eiga að leysa. Þá raforkumál-
in, bæði dreifbýlisáætlunina
og eins nýja virlcjun Sogsins,
sem nú stendur alveg fyrir
dyrum, ef vel á að fara. Þá
eru skipakaup, hitaveitur, jarð
hitaorkuver, vatnsorkuver til
stærrí átaka og iöjuver, sem
ókleift er upp að telja o. s.
frv.
Framkvæmdir hafa verið
hér gífurlega miklar á und-
anförnum árum. Þær hafa að
mjög verulegu leyti byggst á
þjóðartekjunum sjálfum, en
einnig mjög mikið á erlendu
lánsfé, og gjafafé að miklu
leyti, sumar stærstu fram-
kvæmdirnar. Það eru til um
þetta merkilegar upplýsingar,
sem komið hafa út á vegum
Framkvæmdabankans. Sam-
kvæmt þeim upplýsingum hef
ir erlent ráðstöfunarfé numið
31% af fjármunamyndun árs-
ins 1950, en árið 1951 25%,
1952 18%, árið 1953 13% og nú
s.l. ár 6.7%. Þetta sýnir, að
við höfum notað mjög mikið
erlent fé á undanförnum ár-
um, en þó hefir það farið hrað
minkandi, enda herðir nú
mjög að um fjárútvegun til
ýmsra framkvæmda, sem fyr-
irhugaðar eru.
Þótt við getum aldrei byggt
fjárfestingu okkar nándar
nærri einvörðungu á erlendu
lánsfé, þá verðum við að haga
málum þannig, að við getum
átt kost á lánsfé á næstu ár-
um.
En það er óhætt að full-
yröa, að takist okkur ekki' að
koma hér á auknu jafnvægi í
þjóðarbúskapnum, tákist okk
ur ekki með skynsamlegum
ráðstöfunum að byggja upp
aftur í stað þess, sem brotið
hefur verið niður nú undan-
farið, þá munum við mæta
miklum erfiðleikum í sam-
bandi við öflun erlendis láns-
fjár á næstu árum.
Það verður að segja það svo
skýrt, að allir skilji, að atburð
ir eins og þeir, sem gerzt hafa
i efnahagslífi okkar á þessu
ári, eru sízt til þess fallnir að
greiða fyrir lántökum íslend-
inga erlendis.
Nauðsyn sparnaðar.
Aldrei verða hér þó tryggð-
ar öruggar og öflugar fram-
farir, ef þjóðin eyðir öllum
tekjum sínum og fjármagns-
myndun i landinu verður svo
lítil, að framkvæmdir dragast
saman. Höfuðhættan við verð
bólguþróunina er einmitt sú,
að hún ýtir undir gegndar-
lausa eyðslu og lamar sparn-
aðinn — fjármagnsmyndun-
ina innanlands.
Ömurlegasta dæmið sem ég
þekki um þetta er frá árinu
1946. Þá var svo komið, • að
innlend fjármagnsmyndun í
bönkum og sparisjóðum var
engin — minni en ekki neitt
raunar. Meira fé tekið út en
inn var lagt. Á þessu ári er
sýnilegk mikil breyting til
hins verra í þessu tilliti, frá
því, sem orðið var i fyrra og
hitteðfyrra, svo svo ég gat um
áðan, þótt því fari fjarri, aö
eins illa sé ástatt og verst
hefir verið.
Hvernig á að koma í veg
fyrir, að þessi mál komist aft-
ur á það stig, sem þau komust
1946, með þeim afleiðingum,
að þjóðin verði algerlega háð
erlendu fjármagni til meiri
háttar framkvæmda, vegna
þess, að enginn þorir að eiga
innstæður af ótta við stór-
fellda verðrýrnun þeirra.
Hvernig á að forðast þetta,
ef það á að verða hlutskipti
okkar á næstu árum að taka
með örstuttu millibili aðrar
eins verðbólguveltur og við
höfum tekið undanfarið og
erum að taka núna.
Allir ættu að sjá hvernig
fer, ef fjármagnsmyndun
verður lítil eða engin. Hvar
ætla menn þá að fá öll lánin,
sem við viljum geta fengið til
allskonar framkvæmda.
í þessu sambandi kemur
ýmislegt til greina. Verð-
tryggður sparnaður og þá
jafnframt skuldir, sem ekki
lækka í raun og veru, þótt
verðbótuöldin skelli yfir. Á
þessu er ætlunin að byrja til
reynslu nú samkvæmt lögum
frá síðasta þingi.
Þá kemur til greina, að þeir
sem spara leggi meira fé sitt
en verið hefir í hlutabréf, sem
gera mætti ráð fyrir að væri
seljanleg og hækkuðu í verði,
þegar verðlag almennt hækk-
ar. Þá hefir sparifé verið gert
skatt- og útsvarsfrjálst.
Allar hugsanlegar leiðir
þarf að athuga gaumgæfilega,
sem orðið gætu til þess að efla
heilbrigða fjármagnsmyndun
í landinu og forða frá því, að
verðmæti þeirra, sem vilja
spara, verði verðbólgu að
bráð.
En það vitum við vel, að
heilbrigðasta leiðin í þessum
málum er sú, að þau öfl, sem
hér um ráða mestu, gerist
samtaka um að koma á og
viðhalda stöðugu verðlagi og
peningagengi.
Það er æskilegast, að veðrið
sé gott og hagstætt. Þó gef-
ast menn ekki upp þótt mis-
jafnlega viðri, heldur reyna að
finna leiðir, til þess að bjarga
sér samt.
Við verðum að gera allt, sem
í okkar valdi stendur, til þess
að koma þessum málum í gott
og stöðugt horf, en jafnframt
að finna leiðir til að mæta
vandanum, ef þau öfl í land-
inu, sem hér um ráða miklu,
dæma okkur til þess að taka
hverja veltuna af annarri
næstu árin.
Á þessu stigi málanna hefi
ég ekki aðstöðu til að gera
uppástungu um, hvað gera
skuli, til þess að koma aftur
á meira jafnvægi i efnahags-
og atvinnumálum landsins.
Eitt er þó víst. Aldrei má gef-
ast upp. Hversu oft, sem fellt
er taflið, verður að raða upp
á nýjan leik og halda áfram.
Höfuðatriðið er, að almenn-
ingur í landinu nái að skilja
efnahags- og framleiðslumál-
in og veiti öruggan stuðning
skynsamlegum ráðstöfunum,
jafnvel þótt þær í bili kunni
að snerta menn óþægilega.
Sé ekki hægt að tryesta því,
að almenningur átti sig á
bessum efnum, þá er fen und-
ir fæti, og leiðir það til hinna
verstu tíðinda.
Frelsi oy iafnvœgi.
Ég vil að lokum mínna á
nokkur atriði, sem ég tel bvð-
ingarmikil grundvallaratriði í
þessum málum.
Ég held, að það skorti miög
mikið á, að menn seri sér al-
mennt grein fvrir því, og bað
margir af heim, sem mikið
tala um frelsi og iafnvægi í
atvinnurekstri, viðskintum og
framkvæmdum. hvað gera
barf, til bess að slikt frelsi og
iafnvægi geti staðið stundinni
lengur.
Ég held, að bað skorti miög
skilning á bví hér á landi enn-
bá, að iafnvægi í efnahagslíf-
ínu, frelsi í viðskintum og
framkvæmdum verður ekki
við haldið stundinni leneur
með bví að hafa allar flóð-
eá.ttir opnar, ef svo mætti að
orði komast.
Frelsi í viðskiptum og fram-
kvæmdum verðnr t. d. ekki til
ienedar við haldið, nema tekið
sé öruggum tökum á peninga-
málunum og bau tök notuð til
bess að styðja þetta frelsi,
iafnvel þó að gera þurfi ýms-
ar ráðstafanir í því skyni, sem
verða hlyti til þess, að allir
feng.iu ekki öllu fram komið,
sem beir vildu helzt.
Það er vafalaust vonlítið að
viðhalda jafnvægi, stöðugu
verðlagi og frjálsum viðskipt-
um. ef rekstur ríkissjóðs er
með greiðsluhalla eða bank-
arnir auka útlán sín umfram
snarifjármnlöe oe umfram
bað. sem framleiðslan eykst á
móti.
Og beear efnahags- og at-
vinnulífið einkennist af mikl-
um athöfnum, fullri atvinnu
fyrir alla og skorti á vinnu-
afli, þá er víst vonlítið, að
jafnvægi eða frelsi haldist eða
mögulegt sé að komast hjá
stórfelldum höftum í mörg-
um greinum, ef ekki eru bein-
línis gerðar ráðstafanir til
þess að vega á móti ofþenslu
með því að draga úr heildar-
útlánum að tiltölu við innlán
eða öðrum hliðstæðum ráð-
stöfunum af hendi bankanna
eða með bví að hafa stórfelld-
an greiðsluafgang hjá ríkinu,
með nýjum álögum ef þyrfti,
samanber ný dæmi frá Dan-
mörku t. d. Greiðsluafgang,
sem lagður væri til hliðar sem
aukinn sparnaður, en ekki
notaður fyrr en aftur vottaði
fyrir samdrætti í efnahags-
og atvinnulífinu.
Það er grundvallarskilyröi
frelsis í viðskiptum og fram-
kvæmdum, að ríkisvaldið telji
sér jafnskylt að koma í veg
fyrir ofþenslu í efnahagskerf-
inu og hitt að fyrirbyggja kyrr
stöðu og atvinnuleysi.
Það er tómt mál að tala um
frelsi í viðskiptum og fram-
kvæmdum, ef ekkert er gert
til þess að þjóðin fái skilið
hvað gera þarf, hvað verður
á sig að leggja eða neita sér
um, til þess að frelsið geti
staðist.
Það kemur sem sé æíinlega
upp úr kafinu, að það er alls-
endis óhugsandi, að hvergi.sé
neitt aðhald eða taumhald I
efnahags- og atvinnulífinu.
Það verður einhvers staðar að
vera til miðlandi afl, ef svo
mætti segja.
Ef ekki er gengið beint fram
an að með höftum og notað
leyfakerfi, eins og stundum
befur verið gert, og mönnum
líkar ekki vel og velflestir telja
nevðarúrræði, þá verður þetta
miðlandi afl að njóta sín f
vegnum bankapólitíkina og
fiármðlanólitík ríkisins. til
bess að sjá um, að ekkl skap-
ist jafnvægisleysi í þjóðarbú-
skapnum.
Hér ber nefnilega allt að
sama brunni. Það er ekki
meira til ráðstöfunar en afl-
ast. Það er ekki hægt að gera
allt í senn. Ekki hægt að nota
sama féð nema einu sinni.
Þetta verða menn að þora að
segia og þora að skilja. Þora
að viðurkenna i orði og verki
Bæði þeir, sem stíga fram og
bióðast til bess að sjá fyrir
málefnum landsins, ef menn
vilii bá til bess kiósa, og ekk-
ert síður allur almenningur f
landinu.
Þáttur launa-
samtakanna.
En hér þarf einnig fléira til,
eins og ég hefi reynt þráfald-
lega undanfarið að benda á
og sem ég bendi á enn, vegna
þess, að það er aldrei of oft
sagt.
Ríkisvaldið og bankavaldið
er ekki einhlítt í bessu tilliti,
eins og okkar þjóðfélag er
uppbyggt, Hin voldugu al-
mannasamtök hafa sitt að
segia, einkum samtök launa-
fólksins.
Jafnvægi í þessum málum
næst tæpast og stendur varla
stundinni lengur, þótt náist í
bili, nema stjórnarvöldin og
forráðamenn lánsstofnanna
á einu leitinu og almanna-
samtökin, einkum launafólks,
á hinu leitinu, miði að sama
marki. Miði að því að halda
stöðugu verðlagi og stöðugu
gengi og frelsi í viðskiptum.
Miði að þessu af því að þess-
ir aðilar allir láti sér skiliast,
að stöðugt verðlag og gengi er
undirstaða þess, að fram-
leiðsluskilyrðin nýtist svo,
sem ástæður frekast leyfa, og
bar með verði grundvöllur að
batnandi lífskjörum.
Þetta mundi ekki þýða, að
aldrei ætti að hækka kaup-
ið. Kaup ætti þvert á móti æf-
inlega að vera eins hátt og
framleiðslan gæti borið. Þetta
mundi á hinn bóginn þýða,
að launapólitik verkalýðsfé-
laganna væri við það miðuð
að hækka launin eins mikíð
og mögulegt væri, án þess að
skapa verðbólgu, enda gerði
þá ríkisvaldið allt það, sem
með skynsamlegu móti væri af
því hægt að krefjast, til þess
að halda stöðugu verðlagi í
landinu og efla framfarir.
Hér hefur undanfarið áreið-
anlega ýmislegt á skort, til
þess að fullum árangrl yrði
náð í efnahagsmálum. Eitt er
þó allra augljósast. Samstarf
hefur ekkert verið milli verka-
lýðshreyfingarlnnar og ríkis-
valdsins í þessum þýðingar-
miklu málum. 'Um það hafa
kommúnistarnir séð.
(Framhald & 7. sISu.)