Tíminn - 14.12.1955, Side 3

Tíminn - 14.12.1955, Side 3
RITSTJÓRI: ÁSKELL EINARSSON. Hugtakið frelsisbarátta er 1 eöli sínu margslungið og: íjölþætt. Nú um aldar skeiðj hefir íslenzka þjóðin háð frelsisbaráttu og sótt fram til stórvægilegra sigra. Sé . saga frelsisbaráttu íslenzku þjóðarinnar gegnumlýst, sést greúiilega, að af hverjum sigri á stjórnmálasviðinu fylgja jafnah eftir efnahags- iegir sigrar. Hugmyndir manna um frelsisbaráttuna eða sjálfstæðisbaráttuna svo nefndu hafa í ríkum mæli mótazt af sókn þjóðarinnar á hendur Dönum til fulls stjórnarfrelsis. Skýring þessa er sú, að sögutúlkun síðustu hundrað ára er nrjög ábóta- vant. Atvinnusaga þessa tíma- bils hefir ekki nægilega verið' túlkuð fyrir þjóðinni, þó eink um yngri kynslóðinni. En sú saga er veigamesti þáttur inn i sókn þjóðarinnar til þess sjálfstæðis, er við búum við í dag Sjálft stjórnfrelsiö stjórnarfarslegt sjálfstæöi, er aðeins fortjaldið aö eigin- Iegú sjálfstæöi hverrar þjóð- ar. M»kUl áfangi, en ekki Iokatakmark. Sú blekking á nokkuð dj úp ar rætur í vitund þjóöarinn- ar, að sjálfstæðisbaráttan hafi náð lokatakmarki 1944. Raunsætt Utið á málin sést, að lýðveldistakan 1944 var í eðli sínu aðeins sögulega séð áfangi, sem þjóðin hafði þeg ar náö, en gerði það formlega xneö lýðveldinu 1944. Stjórnmálalegt frelsi er hverri þjóð dýrmætt hnoss, en það þarf ekki að tákna að þjóöin sé raunverulega sjálf stæö. Hægt er aö finna mý- mörg dæmi í heiminum í dag, að þjóðir, sem njóta stjórnar farslegs frelsis, eru raunveru lega ekki sjálfstæðar. Hvað veldur, spyr máske einhver. Skýringin er sú, aö margar þjóðir skortir baktryggingu stjórnmálalegs sjálfstæðis, yfirráöin yfir auðlindum sín um. Sjálfstæði þjóöanna er xnetiö af öðrum þjóöum eftir því, hversu styrkar þær eru ínnan frá, en ekki eftir því, hvort lýtalaust lýðræði sé stjórnarfarið. Mörg dæmi xná finna í heiminum um þjóðir, sem búa við fast að því einræðisskipulag, en eru þó mjög sjálfstæðar gagn- vart umheiminum stjórn- málalega og fjárhagslega. Þessa staöreynd verða íslend ingar að hafa hugíasta og tíraga rökréttar ályktnir af henni. Óskoruð yfirráð auðlinda undirstaðan. Helztu forystumönnum frelsisbaráttunnar á 19. öld var það ljóst, að byggja varð Yfirráðin yfir fiskimiðunum eru hyrn ingarsteinn efnahagslegs sjálfstæðis upp atvinnulíf þjóðarinnar, svo að hún fengi staðizt und ir frelsi sinú. Hvatning forystumann- anna fékk þegar góðan byr með þjóðinni. i kjölfar verzl- unarfrelsisins kom bylting í sjávarútveg landsmanna. Æ síðan hefir sjávarútvegurinn verið þjóðinni hin mesta' lyftistöng og ein megin stoð in i þjóðarbúskapnum. Jafn an hefir verið litið á fiski- miðin sem mestu auðlindir þjóðarinnar, þótt fossorkan og jarðhitinn séu ekki síður veigamiklar auðlindir, sem að mestu eru ónotaðar enn. íslenzka þjóðin hefir orðið að sætta sig við samkeppni er- lendra fiskveiðiþjóða um not eigin auðlinda fiskmiðanna. Hin forna landhelgi var skor in niður með samningi Dána og Englendinga frá 1901 og þar með var rekinn fleinn í efnahagslega undirstöðu ís- lenzku þjóðarinnar. Um nokkurt árabil snerti þessi samningur ekki svo mjög hag útvegsins vegna hinnar gegndarlausu veiði á miöun- um við strendur landsins. En um og eftir 1930 var sýnt, að hag útvegsins stóð ógn af rányrkju erlendra þjóða á miðum landsmanna. Að útflutningsatvinnuveg ur landsins stóð mjög höllum fæti og eðlilega um leið efna hagslegt sjálfstæði þjóðar- innar. Ýms teikn voru á lofti, er bentu til þess, að örlög okkar yrðu á sama veg og Nýfundnalands, að fá þann dóm yfir sig, að við værum ekki menn til þess að stjórna málum okkar sjálfir. Eftú' markaðshrunið í Suðurlönd- um 1932 vorum við að mestu háðir þeim þjóðum um fisk markaði, sem fastast sóttu í auðlindir landsmanna. Þetta hlaut að setja mjög mark sitt á alla utanríkismála- stefnu þjóðarinnar. Þjóðin taldi sig ekki megn- uga að bera hönd fyrir höfuð sér, enda þótt að aðalat- vinnuveg hennar blæddi út, m. a. vegna þess, aö þjóð in hafði ekki styrk til þess að hrinda af sér ásókn er- lendra togara. Um leið og sjávarútveginum hnignaði versnaði gjaldeyrisstaða okk ar og þjóðin safnaði skuld- um hjá þeirri þjóð, sem fast- ast beitti okkur órétti. Þau tök, sem Bretar höfðu á auð lindum okkar og allri utan- ríkisverzlun voru næstum því búin að gera landið að brezkri hjálendu, sem hefði sjálfstæði að nafni til. Þetta er eitt megin einkennið á brezka imperialismanum í dag. Því verður sú vísa aldrei of oft kveðin, að óskoruð yfir ráð þjóðarinnar yfir auðlind um hennar er hyrningar- steinn sjálfstæðisins- Óskorínn réttur til fiskimiðanna. Eftir kosningarnar 1927 hcfst timabil nýs tima í þjóð Iifinu. Stjórnarstefnan ein- kenndist af framförum ann ars vegar og heilbrigðum stjórnarháttum hins vegar. Eitt þeirra mála. er ofar- lega voru á baugi næstu árin, voru landhelgismálin. Með vaxandi áhrifum innlendra togaraeigenda á íhaldsflokk inn var Ijóst, að honuin var ekki treystantíi til þess að standa trúan vörð um skertu landhelgina frá 1901. Á næstu árum komu berlega í Ijós ein lnn mestu föður- ■landssvik margra áhrifa- manna í röðum íhalds- manna, sem þekkzt hafa í íslandssögunni. Brezkir tog- araeigendur komu hér upp í landi öflugri njósnasveit til þess að veita upplýsingar um ferðir varðskipanna. Auk þess gerðu margir íslenzkir togaraeigendur allt til þess að torvelda landhelgisgæzl- una og beittu áhrifum sín- um í stjórnmálum dyggilega á þann veg. Framsóknarflokknum var ljóst, að landhelgisgæzluna vai'ð áð taka til gaumgæfi- legrar endurskoðunar og hefja byggingu nýrra varð- skipa- Öll helztu varðskip lanöhelgisgæzlunnar hafa verið smiðuð fyrir forgöngu Framsóknarmanna. Þaö hef ir jafnan verið krafa Fram- sóknarmanna. Það hefir jafnan verið krafa Framsókn arflokksins að herða eftir mætti landhelgisgæzluna. Hins vegar hafa ætið verið sterk öfl i Sjálfstæðisflokkn- um, sem vUdu hafa land- helgisgæzluna sem slæleg- asta. Síðasta afrek þeirra var að taka umsjá gæzlunn- ar úr höndum stofnunar, sem hefir skapað henni traust og virðingu innan lands og utan og fela hana atkvæðalitlum flokksgæð- ingi. Á fyrstu árunum eftir heímsstyrjöldiwa síðari var einsýnt, að helztu heimamið landsmanna voru gengin til þurrðar eftir fárra ára rán- yrkju á ný, að loknu friðun- artímabili striðsáranna. Stækkun landhelginnar var því óhjákvæmileg, ef báta- útvegurinn átti ekki að bíða stórkostlegt afhroð. og það jafnvel í beztu verstöðvun- um. í ársbyrjun 1947 fluttu Framsóknarmenn á Alþingi túlögu um að segja upp land helgissamningnum frá 1901 einhliða. Skyldi stækkun landhelginnar gerð á niður- stöðum Haagdómsins í Iand- helgisdeilu Breta og Norð- manna- Landhelgin var sið- an rýmkuð samkvæmt 4 mílna reglunni svonefndu 1952 og nefnd friðunarregl an. Stefna Framsóknar- manna í landhelgismálunum hafði enn einu sinni mark að tímamót. Friðunarráð- stafanirnar frá 1952 tákna það, að þjóðin krefjist ó- skoraðs réttar yfir fiskimið unum og framvegis mun þjóð in keppa að þvf marki. Stækkimin frá 1952 er aðehis byrjunin. Alls staðar heyrast hávær- ar radöir um frekari stækk- un landhelginnar. Friðunar ráðstafanirnar frá 1952 komu ekki sjávarútvegi Vest firðinga og Austfirðinga að neiriu verulegu gagni. Auk þess eru mörg beztu báta- mið Sunnlendinga og Norð- lendinga utan friðunarlín- unnar. Á Alþingi því, er nú s5tur, hafa þingmenn úr öllum landsfjórðungum flutt til- lögur um stækkun landhelg innar. Allar þessar tUIögur miða fyrst og fremst að því, að friða bátamiðin fyrir taumlausri rányrkju togara- Ljóst er að bátaútvegur er að verða vonlítill atvinnu- vegur í stórum landshlutum, ef ekki verður skjótlega gripið tú frekari stækkunar á landhelginni. Friðun báta- miöanna er einn býðingar- mesti áfanginn i baráttunni fyrir auknu jafnvægi i byggð landsins. Það ríður á miklu að hægt sé að stöðva fólksflóttann úr sjávarþorp- unum utan af landsbyggð- inni til Faxaflóabæjanna. Sextán mílna Iandhclgi. Náesta stóra sporið í land- helgismálunum er að krefj- ast hinnar fornu 16 mílna landhelgi. Einsýnt er, aö þjóðin verður að gera það að skilyrði í samningum sínum > við aðrar þjóðir, að þær við- urkenni hina fornu og lög- helguðu landhelgi. Fáist það ekki, verða íslendingar að stækka landhelgi sína ein- hhða. Reynsla sú, sem feng- in er af skiptum Breta í sam bandi við landhelgisdeiluna sýnir það, að ekkert dugar annað af okkar hálfu en að láta hart mæta hörðu, þeg- ar um tilveru þjóðarinnar er í raun og veru að tefla. Með" an þjóðin á allt sitt undi:: sjávarútveginum getur húi. ekki átt annars kost en ac' tryggja sér óskoruð yfirrác! yfir fiskimiðum landsins, e:.' ekki með góðu, þá með vald:. Það er fyllilega timabærv: nú að hefja þegar undirbúi , ing þess að stækka land • helgina i hina fornu stærð', Allar umræður um tilslöl: un í landhelgismálunum erv. fjörráð við sjálfstæði þjóð arinnar. Dýrmæt reynslv. hefir kennt þjóðinni það, ai’ ef henni tekst ekki ac tryggja sér full nyt auðlindv. landsins og tryggja þannic sjálfstæði sút innanfrá, get ■ ur hið torfengna stjórnmáls frelsi hennar orðið aðein;: nafnið tómt. Styrkur hverr- ar þjóðar liggur fyrst o§ fremst í því, hve trausturrA fótum atvinnumál hennaj. standa. Sé nokkurt réttlæti til í. alþjóðaskiptum, þá er friðun fiskimiðanna fyrir erlendum ránsmönnum sanngirnis- krafa, sem allar þjóðir virði Sú vinaþjóð, sem bregðui. fæti fyrir frelsisbaráttu ís- lendinga á hafinu, lætur sig: í engu skipta um tilveru okfe, ar sem sjálfstæörar þjóðar er ekki vinur okkar, þrátt fyrir alla vinmælgi. Mikið er í húfi að hverg’ sé hvikað í landhelgismál- inu, heldur jafnan sótt, þótí við ofurefli sé að etja. Rétt- ur hverrar þjóðar tU að nytja án íhlutunar annarra nátt* úrtigæoi sín er helgur rétt*« ur, sem engin þjóö á að líða öðrum þjóðum að traökac undir fótum. íslendingar verða jafnan að meta þaíT heilræöi að verðleikum, ac! bezta vörnin er sókn. Sækj um á í landhelgismálinu oc búum einir að guðsgjöfun f óstur j arðarinnar. Ungir Framsóknar- menn í Reykjavík Félagsmerki fæst á skri:: • stoíu Framsókna; flokksimi og i verzluninni Raftæk'S h.f. Skólavörðustíg 6.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.