Tíminn - 31.12.1955, Page 2
TÍMINN, Iaugardaginn 31. desember 1955.
298. blað.
KVIKMYNDIR Á NYÁRI
- C455554S454545454S45454S54544545445454S4545454S454S4454S4S4554S5*M4ií4»
Blað'inu hafa ekki borizt nema
tvær breytingar frá kvikmynda
húsunum. Sömu myndir verða
sýndar á nýári og sýndar voru
á annan í jólum, nema í Stjörnu
bíói og Austurbæjarbíói. Báðar
þessar nýju myndir, sem þarna
verða sýndar í fyrsta sinn, eru
athyglisverðar, einkum þó sú i
Stjömubíói, sem nefnist Á eyr_
inni (On the Waterfront) með
Marlon Brando í aðalhlutverki.
Mynd þessi hefir hlotið átta
heiðursverðlaun. Að sjálfsögðu
segja þessi verðlaun ekki end-
anlega til um það, hversu mynd-
in er góð, en fregnir erlendis
frá undanfarna mánuði hafa
allar hljóðað á sama veg: mynd-
in er framúrskarandi.
Það hefir lengi þótt brenna við
í hafnarvinnunni í New York, að
þar væri seyrið andrúmsloft. Óráð-
vandir menn haía komizt þar til
mannaforráða og í þeirri baráttu,
sem þar fer fram á bak við tjöld-
in, hafa nökkrir látið lífið á und-
anförnum árum. Engum er verr við
þetta ástand en Bandaríkjamönn-
um sjálfum, þótt illt sé að ráða
bót á þessu.
Siðferðileg Undirstrikun.
Myndin „Á eyrinni" kemst næst
því að vera undirstrikun, siðferði-
legs eðlis, þeirra vandamála, sem
landlæg hafa verið í hafnarhverfi
Árnað heilla
Trúlofanir.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína ungfrú Margrét Þórðardóttir,
Lýtingsstöðum, Holtum, og Guðni
Guðmundsson, Þverlæk, Holtum.
Ungtfrú Guðrún Sveinbjömsdóttir,
Norðurfirði, Strandasýslu og Júlíus
Veturliðason, ísáfirði, opinberuðu
trúlofun sína á aðfangadag.
Á aðfangadag opinbei-uðu trúlof-
un slna ungfrú Guðrún Guðmunds-
dóttir, Austurvegi 36, Selfossi, og
Sigurður Jónsson, Hrepphólum,
Hrunamannahreppi.
Giftingar.
Á Þorláksmessu voru gefin sam-
an í hjónaband Steinunn Hafstað,
ihótelstjóri í Borgarnesi, og Jón
Guðmundsson yfirlögregluþjónn í
Hafnarfirði.
Nýlega voru gefin saman 1 hjóna-
band þau ungfrú Steinunn Hafstað
hótelstýi-a Borgarnesi, og Jón Guð-
mundsson yfirlögregluþjónn, Hafn-
arfirði.
í gær voru gefin saman í hjóna-
band Sigríður Bílddal hjúkrunar-
kona og Bragi Preymóðsson verk-
fræðingur. Heimili þeirra er 1743
W. Harrison Street, Ohicago 12, 111.
U. S. A.
A aðfangadag gaf séra Sigurður
Fálsson í Hraungerði saman í hjóna
band Helgu Jáhnte og Hörð Guð-
laugsson, Austurvegi 36, Selfossi, og
er heimili þeirra þar.
Á jóladag gaf séra Sigurður Páls-
son saman í hjónaband Helgu Guð-
mundsdóttur frá Hurðarbaki og
Ingvar Gunnlaugsson, stýrimann,
Vestmannaeyjum, og er heimili
þeirra þar.
Á EYRINNI
Átta misniunaiKéi vcrðlaim
SKT (jömlu dt
a iiáarnif
í G.T.-húsinu á Nýárskvöld kl. 9.
— ÁRAMÓTADANSLEIKUR —
Hljómsveit Carls Billich.
Söngvari: Sigurður Ólafsson.
Aðgöngumiðasala á nýársdag frá kl. 8. — Sími 3355.
ATH.: Enginn dansleikur á gamlárskvöld.
Marlon Branclo vzð höfnina
- tvíefldur prestur og ein kona
New York. Marlon Brando fer með
hlutverk manns, sem í fyrstu lætur
sér fátt um finnast, þótt lífi hans
sé stjómað „ofan frá“, en þegar
bróðir hans er myrtur, fer hann að
hugsa málið betur. Við þessa sögu
kemur einnig stúlka, leikin af Evu
Marie Saint, sem gat sér sérstak-
lega góðan orðsti fyrir leik sinn
við þetta tækifæri. Þessi stúlka á
einnig sinn þátt í því að opna augu
piltsins og vekja gagnrýni hans á
umhverfinu og aðstæðunum. Án
efa verður forvitnilegt að sjá Marl-
on Brando í þessu hlutverki. Hann
er nú einn af sérkennilegustu og
athyglisverðustu persónunum í
bandarískum kvikmyndum.
LUCRETIA BORGIA
Hún var systir Cæsars Borgia og’ atóm-
sprengjan í kalda striðinu við kotrikin
Myndin, sem Austurbæjar-
bíó sýnir á nýárinu, nefnist
Lucretia Borgia. Myndin er
frönsk, en aðalhlutverk leika
Martine Carol og Pedro Arm-
endariz. Sagan hefst í Róm ár-
ið 1498. Það er föstugleði. Aðals-
maður er myrtur í skjóli myrk_
urs. Einvaldurinn Cæsar Borgia
hefir enn einu sinni losað sig
við hættulegan andstæðing.
Myndin fjallar aðallega um syst-
ur einvaldans, Lucretiu Borgia, sem
kauði er að giíta út og suður, eí
hann þarf að vingast við eitthvert
kotríkið. Innan fárra daga ætlar
hann að gifta systur sína hertog-
anum af Neapel.
Spegill töframannsins.
En af því þetta er nú einu sinni
aftur í miðöldum, heíir kvenmeiður
Borgiaættarinnar leitað til kukl-
ara um forspá varðandi hugsan-
lega möguleika í görðum karlkyns-
ins. Töframaðurinn sýnir heimi i
spegli manninn, sem hún á eftir
að elska. Þetta gengur eftir, en
með nokkrum ólíkindum. Stúlkan
fellur sem sagt í öngvit á almanna
færi, og þá gerast þeir atburðir,
sem prógrammið ræðir ekki út í
æsar, né að önnur síöan fari að
skipta sér af því frekar.
Lýsing aldarháttar?
En þrátt fyrir það, að eitthvað
gerist upp úr algjörlega ábyrgðar-
lausu yfirliði, fer svo að frökenin
Hún fékk mann og annan
fær sinn hertoga. Að vísu þarf
Cæsar Borgia að vingast við fleiri
og þess vegna kálar hann hertog-
anum innan tíðar, þótt það sé ein-
mitt maðurinn, sem kom fram í
spegli kuklarans og sá sem fröken-
in elskar.
Að myndinni óséðri er ekki gott
að kveða á um, hvort hér er um
trúlegar lýsingar á aldaranda og
aldarhætti að ræða í þeirri gömlu
Róm. Hins vegar hefir kvikmynda-
framleiðendum orðið títthugsað til
þessarar gömlu borgar, ef þeir hafa
þurft að lýsa syndanna og last-
anna bæli. Og ekki er að efa, að
Cæsar Borgia er príma efniviður
í svallmynd.
Árnað heilla
Hjónabanð,,
Þann 30. desember voru ungfrú
Sigurlaug Haraldsdóttir frá Gauks-
dal í Húnavatnssýslu og Einar
Karlsson frá Káraneskoti í Kjós
gefin saman að Útskálum af séra
Guðmundi Guðmundssyni.
Yfirljósmóöurstaða
Staða yfírljósmóður við Fæðingardeild Landspít-
alans er laus til umsóknar frá 1. febrúar 1956 að telja.
Staðn er lunuð smkvæmt 8. flokki launalaga, hámarks
grunnlaun á mánuði kr. 2.750,oo.
Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf og
menntun sendist tú stjórnarnefndar ríkisspítalanna,
Klapparstíg 29, Reykjavík, fyrir 31. janúar næstk.
Reykjavík, 30. des. 1955.
Shrifstofu ríhisspítuiannu
54444454S4544454454454S454544544S4S44544454S44554S454S545444S4545444S4KS
154454444445444454545445544544545545545544455444454544454544444554444549
Skrifstofur bæjarins
og bæjarstofnana
verða ekki opnar til afgreiðslu mánudaginn
2. janúar 1956.
Borgarstfórinn.
554444544444545444454454544444445444545454454544544545444444544544445443
INNILEGAR ÞAKKIR flyt ég öllum, sem veittu mér
hjálp og auðsýndu mér samúð vegna andláts og jarð-
arfarar eiginmans míns
JÓNASAR KRISTJÁNSSONAR
HeZZw
Elín Jóhannsdóttir
Jarðarför bróður míns
JENS BJARNASONAR
fer fram miðvikudaginn 4. janúar n. k. og hefst hún
kl. 11 f. h. með húskveðj u frá heimili okkar, Ásgarði
í Dalasýslu. Jarðsett verður að Hvammi.
Fyrir hönd vandamanna.
Ásgeir Bjarnason.
Vinnið ötuilcfiu u& útbreiðslu TÍMANS
Myndasaga
barnanna:
Æfintýri
f. •< jtfg* - IíCÍ Á i''
Ciifis J k almsíX)
: v%'
r.9& ÍíT.éÍJt/Í'v-K':: íf
,»ií|Hlt {i jSjSui-Æ ðtöfi *> jHHíi mio 'ðÁ
;:i’W
,Jfi öjs í R4 M&i ’tii&S&i 'íM&:
áb.íihí i ..'úb'fotú 6-.V4 Seí-& ':e
.anms