Tíminn - 09.03.1956, Qupperneq 7
T í MIN N, f östudaginn 9. marz 1956.
Pró/essor Richard Beck’
Fyrstu
Með vígslu Þjóðleikhúss íslands
20. apríl 1950 var brotið merkilegt
blað í menningarsögu þjóðarinnar.
Þá rættist hjartfólginn draumur
ýmsra hennar ágætustu manna, en
enginn kemur þar þó meir við
sögu heldur 'en Indriði Einarsson
rithöfundur.er ævilangt barðist
ótrauðlega fyrir þeirri hugsjón, að
. rísa skyldi frá grunni á íslandi
leikhús, sem sæmandi væri þeirri
göfugu orðsins list og þókmennta-
arfi þjóðarinnar, og yrði henni
jafnframt um ókomin ár menning-
armusteri, uppspretta yndis,
gleggra skilnings á lífinu og auk-
innar hugsjónaástar. \
Fyrsta og vinsælasta Ieikrit Ind- (
riða Einarssonar, Nýársnóttin, var (
einnig, honum tii heiðurs, sýnt
við opnun og vígslu Þjóðleikhúss-
ins. Tómas Guðmundsson skáld
minntist hans einnig fagurlega í
snjöllu forljóði sínu við vígslu
leikhússins:
Já, Indriði, hér stígur morgunmild
þín minning fram. Hér leiztu
skyggnum augum
þá sltjaldborg rísa um lands þíns
list og snilld,
sem löngum þótti draumsýn einni
skyld.
En þér brann ævilangt sú trú í
taugum,
að þjóð, sem hafnar heimsins list,
er dæmd
til hels og þagnar, dæmd frá tign
og sæmd.
Og víl og beyg- þú lýstir lands þíns
fjendur
og lýstir hvoru tveggja stríði á
hendur.
Má þá spyrja: — Hvernig hefir
Þjóðleikhús íslands innt af hendi
sitt veglega og mikilvæga hlutverk
á þeim fimm árum, sem liðin eru
frá vígslu þess? Glöggt svar við
þeirri spurningu er að finna í af-
mælisriti þess, Þjóðleikhúsið fimm
ára, sem nýlega kom út, og er
bæði gagníróðlegt um starf leik-
hússins og vandað að sama skapi,
eins og sæmir þeirri merkisstofn-
un þjóðarinnar.
Hér er, eins og undirtitill rits-
ins b.er með sér, í rauninni um
að ræða skýrslu um störf Þjóð-
íeikhússins á árunum 1950—1955.
Hefst ritið með greinagóðri yfir-
litsritgerð eftir Guðlaug Rósin-
kranz þjóðleikhússtjóra, er þann
sess hefir skipað frá upphafi vega
þess, og kemst hann meðal annars
. þannig að orði um starf leikhúss-
ins:
„Sýnd hafa verið sígild verk
hinna gömlu meistara, nokkur
snilldarverk yngri sígildra liöf-
unda, eldri þjóðleg íslenzk leikrit,
erlend nútímaleikrit, sem mikla
athygli hafa vakið vegna boðskap-
ar þess, sem í þeim felst, stíl-
snilldar, nýstárleika í gerð og upp
setningu, eða þá vegna þeirrar
skemmtilcgu kímni, sem í þeini
felst, ný, íslenzk leikrit, óperur,
óperettur, erlendir og innlendir
leikdansar og barnaleikrit“.
Gefur sú upptalning í skyn, hve
fjölþætt starfsemi leikhússins hef-
ir verið, og kemur það þó enn bet-
ur á daginn, þegar menn kynna
< sér hina ítarlegu starfsskrá þess,
„Þjóðleikhúsið, starfsmenn þess
og verkefni“, sem einnig er prent-
uð í ritinu. Leið'ir hún í Ijós, að
á umræddu tímabili hefir leiklhis-
ið tekið fyrir 64 viðfangsefni, og
skiptast þau þannig niður:
íslenzk: 16 leikrit og 2 listdans-
sýningar; dönsk: 4 leikrit og 2
listdanssýningar; norsk: 2 leikrit;
finnsk: 1 leikrit; sænsk: 1 listdans-
sýning; ensk: 8 leikrit; frönsk: 5
leikrit og 1 óperetta; þýzk: 4 leik-
rit; amerísk: 7 leikrit; rússnesk:
1 æyintýri með músik; hollenzk:
1 leikrit; austurrísk: 1 óperetta;
írsk: 1 leikrit; ítölsk: 4 óperur;
japönsk: 1 listdanssýning; og ind-
versk: 1 listdanssýning. Auk þess
hefir leikhúsið haldið hljómleika
þrisvar sinnum.
Samtals liafa leiksýningar verið
1126 á tímabilinu, en fjöldi sýning-
argesta rúmlega 520 þúsund til
Vors 1955.
Ritið er einnig prýtt fjölda
mynda frá hinum margbreyttu
sýningum leikhússins, er gefa stór
Afmælisrit leikhússins vitnar um
stórmerkilegt menningarstarf
Veöurstöð á Keflavíkurveili
sendir loftbelgi um háloftin
Belgirnir flytja sjálfvirk senditækií
allt að því 43 km. hæð - merkilegt starf
eykur gildi veðurspánna
og öryggi flugferða
Frá Keflavíkurflugvelli svífa loftbelgir óravegu upp í him-
inhyolfið og flytja veSurathugunartæki. Alþjóðaflugmála-
stofnunin og bandaríski flugherinn standa hér að þessari
starfsemi. Slíkar veðurathuganir eru nú gerðar víða um heim.
Þjóðleikhúsið
um gleggri hugmynd um fjölþætta
menningarstarfsemi þess heldur
en þurrar upptalningar, þó fróð-
legar séu.
Það yrði of langt mál í stuttri
blaðagrein, ef telja ætti upp hina
mörgu og ágætu leikendur, ís-
lenzka og erlenda, sem farið hafa
með hlutverk á sviði Þjóðleikhúss-
ins á umræddum fimm árum, en
vel fer á því að geta þeirra manna,
er sæti hafa átt og eiga í þjóð-
leikhúsráði, en þeir eru, auk Guð-
laugs þjóðleikhússtjóra: Vilhjálm-
ur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, íor-
maður; Hörður Bjarnason, húsa-
meistari ríkisins; Halldór Kiljan
Laxness, rithöfundur; Ingimar
Guðlaugur Rósinkranz,
þjóðléikhússtjóri
.Jónsson skólastjóri; og Haraldur
jBjörnsson, leikstjóri.
I Enginn íslendingur, sem opin
hefir augun, fær komið svo í Þjóð-
leikhús íslands, að honum verði
eigi augljóst, að þar hefir þjóðin
„eignazt salarkynni, er bera á sér
glæsiblæ og virðuleika og sam-
boðin eru hofuðborg sérhverrar
menningarþjóðar", eins og þjóð-
leikhússtjóri orðaði það réttilega
í inngangsorðum að minningarriti
jum vígslu leikhússins. Það var
; einnig hið góða hlutskipti okkar
hjónanna að sjá í heimför okkar
jtil ættjarðarinnar ágætt dæmi
' þeirrar leiklistar, sem Þjóðleikhús
ið hefir upp á að bjóða, þar sem
var snilldarleg og áhrifamikil sýn-
ing Villiandarinnar, eins af önd-
vegisverkum norska snillingsins
Iicnriks Ibsen. Var sú sýning óræk
ur vottur þess, er fram kemur svo
eftirminnilega í þessu afmælisriti
Þjóðleikhússins, að það hefir þcg-
ar innt af hendi mikið og mcrki-
legt menningarstarf, sem spáir
góðu um framtíð þess. En fram-
tíðarhlutverki þess er ágætlega
lýst í þessum orðum úr inngangs-
ritgerð Guðlaugs Itósinkranz þjóð-
leikhússtjóra:
„Hver er svo tilgangur leikhúss-
ins? Hvernig getum vér bezt þjón-
að þeim tilgangi, sem því er ætl-
aður? Spurningum sem þessum
er ósvarandi svo öllum líki, enda
myndi sjálfsagt vera hægt að
svara þeim á marga vegu og fer
þá eftir hugsunarhætti, menning-
arsjónarmiði og lífsviðhorfi þess,
sem svarar.
Hinn merki ameríski leikrita-
höfundur Maxwell Anderson lætur
einn af túlkendum stefnu sinnar
í einu leikriti segja eitthvað á
þessa leið: „Leikhúsið er kirkja
lýðræðisins, þar sem hver og einn,
scm þess er megnugur að fá áheyr
endur, hefir rétt á að tala. Form
leiksins er hið lífræna t r ú b o ð s-
f o r m. Boðskapur dramans er, að
maðurinn sé í raun og veru betri
hcldur en hanp álítur sig vera.
Verkefni leikhússins er að reyna
að fullvissa mennina um þetta og
styrkja með því móti siðferðis-
þrótt þeirra. Leikhúsið á að sýna
baráttuna milli hins góða og illa
í mannssálinni, og sýna að hið
góða getur sigrað, sýna að andinn
um síðir sigrar efnið“. Þetta er
kenning, sem í sér felur mikla
bjartsýni og von um fegurri og
betri heim“.
Megi hið unga Þjóðleikhús ís-
lands halda áfram að vinna sem
glæsilegasta sigra á sviði leiklist-
'arinnar í þeim anda!
Um þessar mundir er mikið tal-
að um loftbelgi, sem sendir eru ti|
veðurathugana á Vesturlöndum,
en vindar hrekja austur fyrir járn
tjaldið. Er fróðlegt að kynnast
því, hv.crs konar starfsemi þetta
er. Blaðið hefir aflað sér eftirfar-
andi upplýsinga um starfræksluna
í Keílavík og þau tæki, sem þar
eru notuð. Má ætla, að þessi veður
athugunarstarfgemi sé víðast hvar
með svipuðum hsetti.
„Radip-S,ounde“.
Fjölbreytilegar veðurrannsóknir.
Veðurathuganir eru gerðar á
niarga vegu. Eru þær athuganir
ýmist á jöi'ðu niðri, eða byggjast
á upplýsingum flugvéla cða ann-
arra tækja, sem um loftin fara.
Eitt af þessum veðurat-
hugunartækjum er nefnt
„Radio-Sounde“, en það
er sent upp í hálofíin.
Á Keflavíkurflugvelli
er starfrækt háloftsathug
unarstöð og hefir verið
þar síðan í síðustu heims
styrjöld. Við þessa stöð
vinna 12 menn á vöktum
6 íslendingar og 6 Banda
ríkjamenn. Þeir senda
þessi veðurathugunar-
tæki upp í himinhvolfið
fjórum sinnum á sólar-
hring.
senditækið að senda út hitastig,
raka og þrýsting. Svona heldur
það áfram, upp í órahæð. Á jörðu
niðri er síðan sjálfritandi móttöku
tæki, sem ritar niður þær upplýs-
ingar, sem tækið sendir. Úr þess-
um upplýsingum er unnið, og þær
sendar til veðurstofa út um allan
heim.
Loftbelgur ber tækið.
Loftbelgur hefur þetta hálofts-
tæki upp, og hér er belgurinn
fylltur helíum. Oft eyðileggst allt
samar. í „fiugtakinu“ ef hvasst er.
Feykii' þá vindurinn belgnum og
tækinu á símavira eða slær þyí
harkalega við jörðu áður en tekst
að hækka flugið nóg. En þá fara
um 1100 kr. í súginn. Meðalstig-
UpperAirStation
Skiitió vi'ð inngang 'Seöurathugunar-
stöðvarinnar
42700 dönskum krónum úthlutað
úr Sáttmálasjóði
Stjórn hinnar dönsku deildar
sáttmálasjóðs úthlutaði nýlega
eftirfarandi styrkjum til eflingar
liinu andléga memiingarsam-
bandi milli landanna (dansk. kr):
Jón Guðbrándsson til náms við
landb.háskólanám 600. Steinn Th.
Steinsson, landbúnaðarháskóla-
nám 600. Jóhannes Þórir Eiríks-
son, landb.háskólanám 600. Einar
Thorsteinsson, landb.háskólanám
600. Björn Ólafur Pálsson til náms
við kennaraháskólann 600. Þórunn
Bjarnadóttir, kennarahásk. 400.
Jónas Eystemsson 400. Ilákon
Magnússon 400. Steingrímur Bern-
harðsson 400. Bernharður Hannes-
son til náms við iðnskóla 400. Hall
dór Hjálmarsson 400. Jón Sveins-
son 400. Svanur Ágústsson 300.
Þorsteinn Viggósson 300. Kjartan
A. Kjartansson 400. Sveinn Thor-
valdsson 400. Sigurður Þórarins-
son 400. Sigríður Bjarnadóttir til
náms í handavinnu 300. Ragnhild-
ur Thorarensen 300. Kristgerður
Kristinsd. 300. Anna Sigurðardótt-
ir 300. Aðalbjörg Karlsdóttir 300.
Ásgerður Áskelsdóttir til náms í
heilsugæzlu 300. Kristín Jónsdótt-
(Framhald á 8. síðu.)
Tækið sjálft.
Tækið sjálft virðist í fljótu
bragði ekki svo margfalt, smákassi
á stærð við lítinn kökukassa. Þetta
er plastikkassi, mjög* léttur, um
1150 grömm, og inni í honum eru
svo inælitækin. Áfast við þennan
kassa er smá senditæki, sem send
ir út allar þær upplýsingar, sem
raunverulega allt snýst um. Það
er hitastig, raki og þrýstingur.
Þetta litla senditæki gengur fyrir
rafhlöðu, og dregur býsna langt,
því að meðalhæð tækjanna er um
16—20 km. og allt upp í 43 km.
hæð frá jörðu.
Af stað.
Fyrst er tækið reynt, hvort það
sé á allan hátt rétt stillt, og hvort
það komi til með að gefa réttar
upplýsingar. Ef svo reynist, er það
sent af stað og strax byrjar litla
hraði belgsins er 350 til 400 m. á
mínútu fyrstu 6 kílómetrana, en
síðan minnkandi. Þær upplýsingar,
sem hér fást, eru síðan færðar inn
á veðurkort, og þegar veðurfræð-
ingar hafa fengi'ð upplýsingar frá
fjöldamorgum háloftsathugunar-
stöðvum víðs vegar úti um heim,
eru þær mikil hjálp við samningu
fiugspá og veðurspá.
Yfirgripsmikil kort.
Kortín eru afar yfirgripsmikil
t. d. ná þau, sem hér eru notuð,
norðan frá heimskauti og suður
undir miðjarðarbaug, vestan frá
Kyrrahafi og austur að járn-
tjaldi. Þegar belgurinn spryngur,
fellur allt niður með miklum
hraða.
Sumar veðurstofur senda tækin
upp með lítilli fallhlíf til þess að
iFramhald á R síðu.i
Loftbelgur fluttur út úr veðuiatluigunarstöðinni. Maðurinn heldur á
senditækinu.