Tíminn - 09.03.1956, Síða 8
8
ir-
TIMINX, föstudaginn 9. marz 1956.
íslendirigcLþættir I ^yjafJarðar á *i ári
ílug starísemi Ungmennasambands
18 félög innan vébanda sambandsins
SEXTUGUR:
Kristinn Jénsson, vigtarmaSnr
Keflavík
Kristinn Jónsson, vigtarmaður, j
Loftsstöðum, Keflavík, varð sex-;
tugur 2. marz sl. Vinir hans og |
kunningjar hefðu gjarna’n viljað1
heiðra hann á þessum tímamótum,!
en hann kaus heldur að vinna sitt
þjóðnýta starf á afmælisdaginn
sinn en að hafa veizlufagnað, eins
og svo mjög tíðkast nú á íímum.
Kristinn Jónsson er úr gamla
skólanum, íslendingur í húð og
hár, framúrskarandi starfsmaður,
samvizkusamur og svo er Kristinn
Jónsson orðheldinn, að það, sem
hann lofar, jafngildir þinglesnu
plaggi. Hann er maður greindur
vel og maður farsæll í öllum störf-
um. iHann er heilsteyptur sam-
vinnumaður og telur málefnum
bezt borgið hieð samstarfi og sam-
vinnp.
Það er rnikill skaði að því, þegar
slíkir menn sem Kristinn Jónsson
eru hlédraégir.
Það er mín ósk til íslenzku þjóð-
arinnar, að hún eignist sem flesta
þegna með kostum Kristins Jóns-
sonar, þá mun henni vel farnast.
Svo óska ég Kristni Jónssyni og
fjölskyldu hans gæfu og gengis
með næsta áfangann.
D. 0.
DANARMINNING:
Valentínus Ólason frá Hellissandi
F. 18. okt. 1885 — D. 21. des. 1955
Þótt nokkuð sé nú orðið umliðið
frá láti vinar míns Valentínusar
Ólasonar, refaskyttu frá Hellis-
sandi, langar mig til að stinga nið-
ur þenna mínum og minnast hans
með nokkrum orðum, enda er mér
það bæði ljúft og skylt sakir lang-
varandi vináttu hans og tryggðar
við mig og heimili mitt. Hann lézt
snögglega að heimili sínu á Hellis-
sandi þann 21. des. s.l. og kom
hið skyndilega fráfall ástvinum
hans og ættingjum algjörlega á ó-
vart, þrátt fyrir það að hann hafði
nokkra undanfarna daga kennt sér
nokkurs lasleika.
Valentínus var fæddur í Bakka-
húsi í Ólafsvík 18. okt. 1885, sonur
hjónanna Óla Arngrímssonar út-
vegsbónda í Ólafsvík og síðar
bónda og vitavarðar á Öndverða-
nesi á Snæfellsnesi, og fyrri konu
hans Kristínar Finnsdóttur, en þau
hjón.voru bæði komin af merkum
bændaættum á Snæfellsnesi. En af
hinum mörgu börnum Óla lifa nú
aðeiny tvö, þau Halldór, búsettur
á Alcranesi og Guðmunda, búsett í
Keykjavík, en Sigríður Línberg
systir þeirra andaðist í Reykjavík
4. sept. s.l. Valentínus ólst upp í
Ólafsvík til fimmtán ára aldurs, en
fluttist þá með föður sínum og
stjúpmóður að Öndverðanesi og
var með þeim til ársins 1917, að
hann.settist að á Hellissandi og hóf
þar sjómennsku er hann stundaði
lengi síðan. Sama ár byggði hann
sér býli.i útjaðri Hellissands og
stofnsetti þar heimili með Katrínu
Friðriksdóttur, en býli sitt nefndu
þau að Hjarðarhóli og bjuggu þar
æ síðan þar til hann andaðist. En
Katrín lifir nú ástvin sinn í hárri
elli. Valentínus eignaðist eina
dóttur barna með Katrínu, en það
er Aðalbjörg húsfreyja að Hömr-
um í Reykholtsdal.
Valentínus var lágur maður á
vöxt og ekki mikill að vallarsýn,
en hann var eitt hið mesta snar-
menni og svo fóthvatur að með
hinum mestu ólíkindum var.
Hann var lundfastur að eðlisfari
og valdi sér fáa vini en örugga,
sem reyndust honum hver um sig
tryggir félagar meðan báðir höfðu
lff. Valentínus var allra manna
hjálpfúsastur og sýndi jafnan
hverjum manni góðvild og um-
burðarlyndi og reyndist samferða-
mönnunum þekkur og ráðvandur,
og var hanp. um það mörgum sam-
Frá fréttaritara Tímans
á Dalvík.
Eins og fyrr var sagt frá hér í
blaðinu var 35. héraðsþing Ung-
mennasambands Eyjafjarðar hald-
ið að heimavistarskólanum að
Húsabakka í Svarfaðardal helgina
25.—26. febrúar sl.
Þingið sóttu 38 fulltrúar frá 11
sambandsfélögum. Á sl. ári voru
18 ungmenna-, íþrótta- og bindind-
isfélög innan vébanda sambands-
ins, með samtals 655 félaga og auk
þess allmarga aukafélaga.
Öflug starfsemi.
Starfsemi sambandsins var all-
mikil á sl. ári. Það hafði ráðna
íþróttakennara á sínum vegum íil
leiðbeininga við íþróttaiðkanir
meðal félagsmanna. Þá tók sam-
bandið að sér undirbúning fyrir
9. landsmót Ungmennafélags ís-
lands, sem haldið var á Akureyri
sl. sumar. Einnig kom UMSE upp
bílhappdrætti á árinu til fjáröflun-
ar, til eflingar starfsemi sinnar,
en erfiðar fjárhagsástæður hafa
mjög dregið úr hauðsynlegri upp-
byggingu þessara menningarstarfa
að undanförnu.
Ýmsar samþykktir.
Þingið gerði margar samþykktir
varðandi framtíðarstarfið og efl-
ingu þess. Þar á meðal var sam-
þykkt að ráða íþróttakennara til
sambandsins á þessu ári og ýmsar
samþykktir voru gerðar um fyrir-
huguð íþróttamót á árinu og þátt-
töku í öðrum mótum. Ennfremur
voru gerðar samþykktir um skóg-
ræktarmál, starfsíþróttir, leiklist,
bindindismál, skáklist o. fl.
Á þinginu færði Jón Stefánsson
á Dalvík UMSE vandað skákborð
að gjöf, sem skal verða keppnis-
gripur á skákmóti innan Ung-
mennasambands Eyjafjarðar.
Fyrrverandi stjórn sambandsins
lét öll af störfum, en formaður
hennar var Valdimar Óskarsson,
Dalvík. Hina nýju stjórn skipa:
Jóhann Helgason, form., Hreinn
Ketilsson ritari, Hjalti Finnsson
gjaldkeri, og meðstjórnendur þeir
Árni Magnúss'on og Sveinbjörn
Halldórsson.
Norræna félagið sendir félags-
mönnum tvær bækur og ársrit
i Norræna félagið sendir meSlimum sínum tvær gjafa-
bækur nú í þessum mánuði. Bækur þessar eru: Nordens
sangbok, sem út var gefin fyrir nokkrum árum af Norrænu
félögunum sameiginlega og skáldsagan Bekánna fárg, sem
þýða mætti á íslenzku: Sýndu lit. Saga þessi er eftir sænska
rithöfundinn Olle Hedberg.
tíðarmönnum sínum til hinnar
mestu fyrirmyndar. Hann hafði
góða greind, þótt hann gengi um
sumt utan við alfara leið, og þá
kem ég að því sém mest auðkenndi
þennan mæta mann, en það var
að hann var hin mesta afburða
refaskyíta og stundaði þá atvinnu
meðfram aðalstörfum sínum, um
nálega fimm áratuga skeið fyrir
byggðarlag sitt, og minnist ég í
því sambandi að ég átti eitt sinn
tal við fyrirsvarsmann Hellissands-
búa, er sagði við mig að heppni
og vandvirkni Valentínusar við
refaveiðar og aflífun annara dýra
hefði verið svo mikil, að nær und-
antekningarlaust hafi hann dauða
hæft skotmark sitt í fyrstu at-
rennu. Aðeins einu sinni sagði
þessi maður að sér væri kunnugt
um, að honum hefði mistekist að
skjóta ref, en þá hafi Valentínus|
sýnt þann einstæða manndóm aðl
leggja á sig nsér tveggja sólar-'
hringa stanslausar vökur og erfiði
án matar eða drykkjar til að elta
hið helsærða dýr, til að stytta því
eymdarstundir sínar. Slík fram-
koma við helsært dýr er góðra
manna eftirmæli. Þeir verða að
afsaka oflátungarnir og uppskafn-
ingsmennirnir í þjóðfélaginu, þótt
ég meti þá ekki mikils þegar ég
ber þá saman við þennan látlausa
og drenglundaða alþýðumann.
Valentínus var lagður til hinztu
hvílu í grafreitunum að Ingjalds-
hóli, þar sem hann hvílir meðal
margra ættingja sinna. Ég geymi í
hugskoti mínu dýrmæta minningu
um þennan góða mann, og er þess
fullviss að vini mínum verði það
að trú sinni að himnafaðirinn leiði
hann við hönd sér á vegi þroska
og fullkomnunar á landinu ókunna.
Guð blessi minningu þína Valent-
ínus Ólason og hafðu þökk fyrir
vegfylgdina á Fróni.
Vinur.
Nordens sángbok hefir notið
mikilla vinsælda á Norðurlönd-
um og er nú að verða uppseld.
Hún er í handhægu broti, um
300 síður að stærð og fylgja nót-
ur öllum söngvunum. í bókinni
er fjöldi vinsælla norrænna
söngva.
Skáldsagan Bekanna fárg er
öndvegisrit eins afkastamesta rit-
höfundar Svía. Bókin er á sænsku,
en með dönskum skýringum. Hér
er um útgáfu Norræna félagsins
danska að ræða. Bók þessi hefir
verið gjafabók félagsins í Dan-
mörku.
Ársrit að aukl.
Meðlimir Norræna félagsins fá
nú þessar gjafabækur og auk þess
ársrit í stað jólaritsins, Norrænna
jóla, sem undanfarin 14 ár hafa
verið gefin út á vegum félagsins.
Ráðgert er að ársritið gegni hlið-
stæðu hlutverki og félagsrit hinna
Norrænu félaganpa: að vera tengi-
liður milli félagsstjórnarinnar og
félagsmanna og þannig einnig
deilda víðsvegar um land. Þar
verður yfirlit yfir starfsemi fé-
lagsins á liðnu ári, helztu fram-
tíðarverkefni, upplýsingar um nor-
ræn námsskeið og mót í sumar o.
fl. Ársritið verður sent til félags-
manna í aprílmánuði.
Boðið í vist á sænsk-
um verknámsskólum
Fyrir milligöngu Norrænafélags-
ins mun íslenzku æskufólki verða
veitt ókeypis skólavist á sænskum
verknámsskóla í sumar. Skóli þessi
er í Osby.
Hér er um að ræða:
1) Sex mánaða garðyrkjunáms-
skeið, sem hefst 3. apríl n. k.
Dvölin, sem sé kennsla fæði og
húsnæði er ókeypis og auk þess
greiðir skólinn 50 krónur sænskar
á mánuði í vasapeninga.
2) Fimm mánaða verklegt og
bóklegt námsskeið, sem hefst 24.
apríl, og veitir sömu hlunnindi
og áður voru nefnd. Námsskeið
þetta er fyrst og fremst ætlað ung-
lingum á aldrinum 15—18 ára.
3) Fimm mánaða sumarskóli,
sem hefst 24. apríl n. k. Þar eru
kenndar bóklegar greinar, en ekki
krafist vinnu af nemendum. Dvölin
er ókeypis (fæði, húsnæði og
Fær Nixon
að velja sjálfur
Washington, 7. marz. — Frétta-
menn spurðu Eisenhower að því í
dag, hver verða myndi í framboði
með honum sem varaforseti. Kvaðst
Eisenhower enn ekki liafa valið sér
mann í það embætti. Hins vegar
kvaðst hann hafa beðið Nixon að
hugleiða, hvað hann hyggðist fyrir í
þeim efnum, og segja sér síðan á-
kvörðun sína. Var svo að heyra á
forsetanum, sem Nixon þyrfti ekki
annað en ákveða sig sjálfur í því
máli og þá væri allt klappað og
klárt.
Atvinnuleysisskráning
verzlunarfólks
Stjórn Verzlunarfélags Reykja-
víkur hefur ákveðið að gangast
fyrir skráningu atvinnulauss verzl-
unarfólks á félagssvæðinu. Skrán-
ing fer fram á skrifstofu félagsins
Vonarstræti 4, III hæð, og stendur
yfir til 15. þ.m. Það eru eindreg-
in tilmæli stjórnarinnar, að þeir
félagar V. R., sem nú eru atvinnu-
lausir, láti skrá sig en samkvæmt
kjarasamningi yið atvinnurekendur
hafa félagar V. R. forgangsrétt til
kennsla) en engir vasapeningar
látnir í té.
Umsóknir ásamt meðmælum
skulu sendar Norræna félaginu í
Reykjavík fyrir 20 marz n. k. Skrif
stofa félagsins, Hafnarstræti 20,
sími 7032, veitir nánari upplýs-
ingar.
VeíurstötS
(Framhald af 7. síðu.)
minnka slysahættu því að aldrei
er að vita hvar tækin koma niður.
Yfirleitt eru tækin ekki notuð aft
ur, því að sjaldnast finnast þau
og þá oftast gerónýt.
Eykur flugöryggi.
Hálofta athugunarstöðin á Kefla
víkurflugvelli er mikils vérð og
styður allt öryggi, sem flug varð-
ar. Við þessa stöð vinna sérmennt
aðir menn. Störf þeirra einkenn-
ast af nákvæmni og vandvirkni.
Háloftastöðin er rekin af alþjóða
flugmálastofnuninni og bandaríska
flotanum.
Ameríkubréf
(Framhald af 5. síðu.)
er mjög skiljanlegt og því meira
virði verður viðurkenningin á rétt
indum þeirra frá mönnum, sem
lifa mitt í vandanum. í sumum
fylkjum er svertinginn í meiri-
hluta og enginn er enn það krist-
inn hér í kirkjunnar landi að
hann gefi sig hljóðalaust pólitískt
á vald litaðs manns. Þetta er því
ekki orðin spurning Urn andúð og"
fyrirlitningu heldur ótta, sem tek-
ur á sig ýmsar myndir. Það er
kannske vont að viðurkenna það,
en þessi ótti er skiljanlegur fyrst
svo erfiðlega hefir gengið að brúa
bilið.
Indriði G. Þorsteinsson.
SáttmálasjóSur
(Framhald af 7. síðu.)
ir til náms í vefnaði 300. Unnur
Figved til náms við skjalaþýðing-
ar 500. Bragi Ásgeirsson til náms
við listháskólann 500. Snjólaug Ei-
ríksdóttir til náms í ballett 500.
Sig. Pétur Þorvaldsson til tónlist-
arnáms 500. Björn.Th. Björnsson
styrkur til ljósmyndunar á mynd-
skreytingum í íslenzku handritun-
um 1200. Sverrir Kristjánsson,
styrkur til náms í stjórnmálasögu
fslands á 19. öld 500. Th. Krist-
jánsson, styrkur til útgáfu á end-
urminningum 800. Helge V. Told-
berg, ferð til íslands 6000. B. B.
Lillelund, ferð til íslands 2000.
Stúdentaráð Háskólans, styrkur
handa íslenzkum stúdentum til
þátttöku í sumarnámskeiðum há-
skólans 1000.
Til vísindaiðkana:
Sigurjón Björnsson, styrkur til
náms í barnasálarfræði 1000. Ólaf-
ía Einarsdóttir, styrkur til fræði-
iðkana á íslenzkum annálum 1000.
Ólafur Halldórsson, styrkur til að
vinna að sögu Ólafs Tryggvasonar
og Grettissögu 1000. Aðalgeir
Kristjánsson, styrkur til að vinna
að bréfum Brynjólfs Péturssonar
500. Kulturhist. Leksikon, styrkur
til útgáfu 3000.
Samtals danskar kr. 29.700,00.
Stúdentar:
Björn Markan stud. mag. 100.
Björn Löchte Blöndal stud. med.
1000. Jón Þorláksson stud. act.
1000. Ólafur Kj. Ólafsson stud, po-
lyt. 500. Guðmundur Jónsspn stud.
polyt. 500. Stefán Sigurkarlsson
stud. pharm. 500. Þórír Bergsson
stud. act. 1000. Eyþór Einarsson
stud. mag. 1000. Þorsteinn Þor-
steinsson stud. mag. 1000. Eyjólf-
ur Kolbeins stud. mag. 500. Hrafn-
kell Stefánsson stud. pharm. 1000.
Sigrún Jónsdóttir stud. pharm.
500. Áslaug Hafliðadótlir s,tud.
pharm. 500. Örn Ævar Markússon
stud. pharm. 500. Gunnlaugur Elí-
asson stud. mag. 500. Þorkell Jó-
hannesson stud. med. 1000. Ragn-
ar Halldórsson stud. polyt. 500.
Þorvarður Bj. Jónsson stud. polyt.
500. — Alls d. kr. 13000.00.
Heildarupphæð 42700,00 dansk-
ar krónur.
Hjartans þakkir tii allra þeirra mörgu, er veittu okkur hjálp
og sýndu okkur hluttekningu við andlát og útför sonar okkar
Guðmundar Pálssonar.
Páll Guðmundsson, Elísabet Gísladóttir,
Hvarfi, Víðidal.
Ifrrí'