Tíminn - 10.03.1956, Síða 8

Tíminn - 10.03.1956, Síða 8
8 TÍMINN, laugarflaginn 10. marz 1956. í slendingaþættir Siötugur: Eiöur Arngrímsson Hinn 25. febr. s. 1. varð Eiður bóndi Arngrímsson á Stað í Köldu- Kinn sjötugur að árum. Hann er fæddur að Brettingsstöðum í Lax- árdal árið 1886, en flultist þaðan barnungur að Torfunesi í Kinn. Hafði bólfestu um alllangt skeið að Ljósavatni og víðar í Ljósavatns- hreppi, en hóf búskap á Stað, árið 1918, þar sem hann býr enn, glað- ur og reifur við allgóða heilsu, á- gæta sjón og heyrn og áhuga fyrir mönnum og málefnum. Eiður var að ýmsu leyti vel bú- inn úr föðurgarði. Faðir hans, Arn- grímur Einarsson, var héraðskunn- ur fyrir gestrisni, drengskap, karlmennsku og glæsibrag, en móð- ir Eiðs, Jónína Ásmundsdóttir, al- þekkt vegna yndisþokka, stilling- ar, viturleiks og ljúfmensku. Kost- ir foreldranna, erfðust til barn- anna og fékk Eiður þar vissulega sinn góða skerf. Eiður þóf nám við búnaðarskól- ann á Hólum og útskrifaðist þaðan tæplega hálfþrítugur að aldri. Varð hann þá um skeið kennari við unglingaskólann á Ljósavatni. Eftir það dvaldist Eiður við land- búnaðarstörf hér og þar í sveit- inni, unz hann fluttist að Stað og hóf búskapinni Saga hverrar sveitar er slungin mörgum þáttum. Þessa þætti bregða þeir menn er sveitina hyggja. Því betra er efni þáttanna og vinnubrögð, sem þeir menn eru betri, sem að vinna. Eiður hefir brugðið örlagaþætti sína betur en margir aðrir, sem ég þekki og eflt mjög þann þátt menningar í sveit- um okkar, sem er bezti styrkur hverrar sveitar í starfi. Hann hóf störf sín sem kennari að Ljósa- vatni. Hann var fram á sjötugsald- urinn með fremstu mönnum í söngtnálalífi sveitarinnar. Hann var um fjölda ára hreppsnefndar- maður í Ljósavatnshreppi. Hann var vegaverkstjóri, fjallskilastjóri, eftii'litsmaður fóðurbirgðafélags, sóknarnefndarformaður o.s.frv., í áraraðir. Hann var svo sanngjarn í dómsúrskurðum í öllum félags- málum, velviljaður og heill, aö hann hafði hvers manns traust. Ég, sem þetta rita hefi verið svo heppinn, að ekki hafa verið meira en 900 metrar milli heimila okkar Eiðs á Stað. s.l. 40 ár og hef- ir ekki þurft neina „vík milli vina“ Og þó oft blási svalt af norðri í Köldu-Kinn, hefir aldrei blásið kalt frá bæ hans, þó norðar standi en minn. Á þessum tímamótum í ævi Eiðs er mér bæði ljúft og skylt, að færa honum alúðarfyllstu kveðjur fyrir ánægjulegt samstarf og þá framúrskarandi fyrirmynd, sem hann hefir verið í því, að skapa og viðhalda góðu nágrenni, sem er og á að vera aðalsmerki ís- lenzkra bænda. Það er golt að hitta góða menn, og bezt að geta það sem oftast. Eng- inn er svo vel geröur, að hann ekki hagnist á slíku. Eiður á Stað hefir oft komið á heimili mitt og ég hefi líka oft heimsótt hann. Við höfum hitzt á sólríkum sumrum og líka í hamstola veðrum. Við höfum mætzt í árgæsku og hallærum. Eið- ur er glöggskyggn á veður. En veðurspár hans eru ávallt svo góð- ar sem fært er. Ef ég hitti hann í regni, spáir hann sólskini. Ef snjóþungi er mikill ,sj)áir hann bata. Ef stormur er stríður, þykir honum líklegt að lægja muni. Ef óáran er í mannfólki spáir hann, að henni muni aflétta Enginn mað- ur sem ég þekki spáir af jafn mikl um viturleika og hann af því „að skin kemur eftir skúr“, snjórinn bráðnar, stormurinn lægir, og ó- áran mannfólksins læknast, sam- kvæmt lögmáli lífsins. Eiður á Stað hefir verið góður bóndi um sína daga. Hann er dýra- vinur mikill og hefir lagt mikla alúð við að fóðra skepnur sínar sem bezt. Hestamaður var hann góður og átti jafnan gæðinga á stalli og skildi manna bezt, að maður og hestur geta verið eitt, ef því er að skifta. Á fyrri árum, þegar vetrarferðir voru tíðar um vegleysur, var Eið» ur allra manna ratvísastur í dimm- viðrum. Man ég þess mörg dæmi, þegar við áttum leið saman. Á langri ævi verður stundum vandratað. Sumir villast og „verða úti“. Aðra hrekur af leið. Eið á Staf hefir ekki orðið villugjarnt um dag ana. Hann er einn af þeim mönn- um, sem hafa vísað mér veginn og mörgum öðrum, og á það áreiðan- lega eftir enn, með því „að glæða vonina um góðan dag og gæfu, ef leitað er eftir“. Eiður er kvæntur Karitas Frið- geirsdóttur, Kristjánssonar á Stað, mestu ágætiskonu. Þau eiga 5 börn uppkomin. Ég sendi fjölskyldunni hugheil- ar afmæliskveðjur, með þökk fyrir liðna daga. P. t .Reykjavík 29.2 1956. Baldur Baldvinsson. Dánarminning: Ingveldur Jónsdóttir Hinn 19. jan. sl. andaðist að heimili sínu, Hlemmiskeiði, merk- iskonan Ingveldur Jónsdóttir. Hún var fædd að Vorsabæ á Skeiðum hinn 13. maí 1881, dóttir hjón- anna,- Helgu Eiríksdóttur og Jóns Einarssonar, er þar bjuggu lengi góðu og farsælu búi.Var það heim- ili jafnan rómað fyrir snyrti- mennsku, reglusemi, myndarskap og hjálpsemi, enda oft leitað þang- að, er vanda bar að höndum, þar sem Helga var ljósmóðir og oft eini læknirinn, er til náðist á þeim tíma í nálægum sveitum. Var þá vandasamt að vera ljósmóðir í mannmörgu sveitahéraði, en úr þeim vanda rættist furðu vel, þeg- ar til úrræða Helgu kom, því að aldrei brast hana kjark og þrek, þótt erfiðlega horfði, enda treysti hún ætíð á æðri mátt sér til að- stoðar í hverri raun. Varð það jafnan hennar styrkur. Á þessu fyrirmyndar heimili ólst Ingveldur upp, þar til 27. júlí 1904, að ihún giftist eftirlifandi manni sínum Bjarna Þorsteinssyni frá Reykjum, glæsilegum hagleiks manni og reistu þau bú að Illemmi skeiði það sama ár og bjuggu þau þar æ síðan. Áttu þau hjón því gullbrúðkaup fyrir rúmlega hálfu öðru ári og var það hátíðlegt lialdið með mannfagnaði á heimili þeirra. Þegar þessi ungu hjón reistu bú sitt, var húsakostur lé- legur víða um sveitir, ræktun skammt á veg komin og því allar aðstæður örðugar fyrir frumbýl- inga, enda alla þá scm þann at- vinnuveg stunduðu. Býlið, sem þessi glæsilegu hjón fluttu á, var í mestu niðurlægingu, enda þá aðeins hálflenda af þessari jörð. Urðu nú verkefnin mikil og marg- þætt til umbóta, samfara því að heimilið stækkaði, en sjálfsbjarg- arhvöt þessara hjóna sterk og sam- eiginleg. Reyndi nú fljótt á dugn- Heimsókn ráðunauta í skipulagningu og rekstri iðnfyrirtækja hér á landi Itha tSarmálasiofnunin stendur fyrir heimsókninni í byrjun apríl n. k. eru væntanlegir til landsins á veg- um Iðnaðarmálastofnunar íslands í samráði við Félag ís- lenzkra iðnrekenda, Landssamband iðnaðarmanna, Samband íslenzkra samvinnufélaga og Vinnuveitendasamband íslands tveir ráðunautar í skipulagningu og framleiðslueftirliti í iðn- fyrirtækjum. Hér á landi munu ráðunautarn- ir dveljast frá 9.—28. apríl. Er fyrirhugað, að fyrstu vikuna heim- sæki þeir fyrirtæki, sem þess kunna að óska, eftir því, sem við verður komið, og veiti leiðbein- ingar, sem miði að aukinni rekst- urshagkvæmni. Munu ráðunaut- arnir heimsækja Akureyri síðari hluta vikunnar. Hinn 16. apríl hefst svo námskeið í Reykjavík, sem stendur yfir í tvær vikur, og er það ætlað stjórnendum hvers konar framleiðslufyrirtækja, sem hafa áhuga á að kynnast nýjum viðhorfum í gerð áætlana, skipu- lagningu framleiðslu og eftirliti í iðnfyrirtækjum. Nánari upplýsingar veittar. Svo sem áður er getið, er nám- skeiðið ætlað stjórnendum fram leiðslufyrirtækja og aðstoðarmönn um þeirra og eru þeir, sem áhuga hafa fyrir að taka þátt í nám- skeiðinu og einnig vilja fá tæki- færi til að ræða við ráðunautana meðan þeir dveljast hér á landi, beðnir um að snúa sér til skrif- stofu neðangreindra samtaka, ef þeir eru aðilar að þeim, eða Iðn- aðarmálastofnunar íslands fyrir 5. apríl n. k. Nánari upplýsingar um væntan- legt námskeið og annað, er við- kemur heimsókn ráðunautanna, verða veittar hjá Félagi ísl. iðn- rekenda, Landssambandi iðnaðar- manna, Sambandi ísl. samvinnu- félaga, Vinnuveitendasambandi ís- lands og Iðnaðarmálastofnun ís lands. (Fréttatilkynning frá Iðnaðar- málastof nuninni.) að og hagsýni húsfreyjunnar, þar sem maður hennar var oft kvadd- ur frá heimilinu til ýmsra starfa í þágu sveitarfélagsins og verk- legra framkvæmda, því að hann var smiður góður eins og hann á kyn til. Féll það þá oft í hlut Ing- veldar að sjá um búskapinn og hússtjórn alla. Komu þá bezt í ljós eðliskostir hennar, sem sé hóglæti, háttprýði og árvekni yfir öllu lífi, sem umhverfis hana var, hvort það voru menn eða málleys- ingjar. Fæstir urðu þess þó varir, hve vökul augu hennar voru, svo hæg, létt og brosmild gætti hún alls, og þótt verkahringur hennar færi sístækkandi, varð ekki annað séð en að Ingveldur gæti alltaf við sig bætt meðan kraftar leyfðu. Þau Ingveldur og Bjarni eign- uðust 11 börn, sem öll eru á lífi og voru öll viðstödd jarðarför móð- ur sinnar. Öll eru þau myndarlegt mannkosta fólk og því góðir þjóð- félagsþegnar. Á litla óræktarbýl- inu, sem þessi mætu hjón settust að á fyrir fimmtíu og einu og hálfu ári, er nú allt vel upp bvggt að öllum húsakosti og ræktun og búið þeim lífsþægindum, sem enn er völ á í sveit, enda eru nú 3 synir þeirra hjóna búsettir á jörðinni. Má af því marka hver afrck þar hafa verið unnin og fullyrða má, að hin látna húsfreyja á þar sinn stóra hlut í. Hún rækti sitt húsmóð ur- og móðurhlutverk með sæmd og prýði og bjó því manni sínum og börnum hið bezta heimili, sem á verður kosið, svo að enn nýtur hinn saknandi ástvinur og börn þeirra ávaxtanna af fórnandi kær- leiksstarfi elskulegrar eiginkonu og sannrar móður. Allir liennar ást vinir kunnu vel að meta ástríki, göfgi og heimilisrækni þessarar góðu konu og blessa ævinlega minn ingu hennar sem alltaf mun stafa ljómi af hjá öllum, sem henni kynntust. Megi hin íslenzka þjóð bera gæfu til að eignast margar konur slíkar, mun henni vel farn- ast. G. K. Gísli J. Johnsen (Framhald af 7. síðu.) vinnu í þjónustu Gísla J. Johnsen, og þeir eru ekki fáir, sem hafa komizt til manndóms og þroska í samstarfi við Gísla. Má af núlifandi mönnum minna þar á menn eins og Gunnar Ólafsson, sem réðist til Gísla, er hann fluttist til Eyja og starfaði í þjónustu hans, þar til hann hóf sjálfstæðan atvinnurekst- ur, sama máli er að gegna með Jó- hann Þ. Jósefsson, sem segja má, að slitið hafi barnskóm sínum í þjónustu Gísla, eða þar til hann gekk í verzlunarfélag við Gunnar Ólafsson, sama máli gegnir um Tómas Guðjónsson og Guðlaug Gíslason, núverandi bæjarstjóra í Eyjum, svo nöfn séu nefnd. Gísli J. Johnsen hefir verið víð- förull um dagana og verið glæsi- legur fulltrúi fslands á erlendum vettvangi, og sú beina og óbeina þjónusta, sem hann hefir látið samborgurum sínum og þjóð í té, er mikil og góð. Á miðjum aldri gaf hann og fyrri kona hans, frú- Ásdís, Vestmannaeyjabæ sjúkra- hús, sem enn þann dag í dag svar- ar til fyllstu þarfa í þeim efnum, og má til dæmis um stórhug gef- endanna geta þess, að tröppur all- ar í sjúkrahúsinu eru lagðar hvít- um marmara, en sjúkrahúsgjöfin mun vera efndir á áheiti gefend- anna fyrir sólarsýn og velgengni. ST J ÓRNMÁL ASKOÐ ANIR Gísla J. Johnsen skulu ekki hér gerðar að verulegu umtalsefni að öðru en því ,að Gísli hefir aldrei verið neinn flokksmaður í þröngum flokksbandaskilningi. Gísli hefir altaf átt heima í þeim flokki fs- lendinga, sem setur íslendings- merkið hæzt, og er allur af vilja gerður til þess að ljá hverju góðu máli lífgandi hönd. SÚ VÍÐTEKNA VENJA, sem við- höfð er, þegar sjötíu og fimm ára afmæla er minnst, að tala um ævi- kvöld á ekki við um Gísla J. John- sen, hann er ekki þesslegur að draga nökkvann í naust, hann er ennþá með fullan starfsþrótt, sem má vona að endist enn um langt árbil, enda byggist aldur hinn raunverulegi ekki síður á hugs- unarhætti en árafjöldanum einum. Á ÞESSUM MERKU tímamótum æfi sinnar hefir Gísli j. Johnsen reynzt lífsstefnu sinni trúr enn sem fyrr, reynzt samferðafólkinu og þjóðinni gefandi en ekki þiggj andi, er hann fyrir nokkrum dög- um, ásamt síðari konu sinni frú Önnu, afhenti Slysavarnarfélagi ís- lands að gjöf fullkomnasta björg- unarbát, sem byggður hefir verið, til þjónustu við strendur íslands, og sú hugþekka háttvísi ,sem frú Anna sýndi, er hún gaf hinum glæsilega björgunarfarkosti nafn bónda síns: Gísli J. Johnsen, kom fram í því, að hún hafði haft með sér til Gautaborgar, þar sem gjaf- arafhendingin fór fram, Gvendar- bunnavatn. Hafði frúin flutt með sér Gvendarbrunnavatnið frá Reykjavík, og lýsti því yfir við nafngjöf bátsins, að báturinn væri skírður úr hinu vígða vatni til þeirrar sömu Guðs blessunar, sem Guðmundur biskup góði hefði vígt vatn þetta til fyrir 700 árum heima á íslandi. Megi sú sama Guðs blessun fylgja þeim hjónum frú Önnu og Gísla J. Johnsen nú og ævinlega. --------------------..g- B' Rit Jóns Dúasonar Jón Dúason hefir tjáð blaðinu, að hann geti ekki bætt við nýjum áskriftum að ritum sínum, en gamlir áskrifendur geti vitjað ný- útkomins heftis að Þingholts- stræti 28. Berlín (Framliald af 6. síðu.) eins nokkrir læknar, verkfræðing- ar og listamenn, sem búa í Austur- Berlín, en vinna í vesturhlutan- um er leyft að fara með bifreiðar sínar yfir landamærin. Það er eitt, sem bæði Vestur- og Austur- Berlínarbúar verða að sætta sig við, en það er að geta ekki hringt á milli borgarhlutanna. Kommún- istar skáru símastrengina í sundur fyrir fjórum árum síðan og hafa ekki gert sig líklega til að tengja þá saman síðan. Þetta er sannar- lega vandræðaástand, en það er á fleix-i sviðum en hinu pólitíska, sem slíkt vandræðaástand er ríkj- andi. í Berlínarborg er rekin mikil neðanjarðarstarfsemi njósnara, svartamarkaðsbraskara, smyglara og alls kyns vafasamra náunga. Hin „blómlega" starfsemi sem þessi á rætur sínar að rekja til hinnar svokölluðu „samtilveru“ og margvíslegra möguleika, sem kalda stríðið færir slíkum mönn- um upp í hendurnar. Hinn venjulegi ferðamaður, sem í grandvaraleysi gengur eftir Kursfúrstendam og furðar sig yfir vörugnægðinni í verzlunargluggun- um, skynjar ekki hvað hér býr á bak við. Blöðin minnast lítið á þetta, þar sem þetta hefir tíðkazt um svo langan tíma og þykir ekk- ert lesefni þar í borg. EF FERÐAMENN komast í kynni við fólk, sem hefir af ein- hverjum ástæðum haft tækifæri til að skyggnast inn í þessa starf- semi allra þessara leynifélaga í undirheimunum, fá þeir að heyra viðburðaríkari sögu en sakamála- myndir frá Hollywood hafa nokk- urn tíma boðið upp á. Hundruð Berlínarbúa í báðum borgarhlutum eru á einn eða ann- an hátt flæktir inn í þessa starf- semi. Flestir höfuðpaurarnir eru eins konar alþjóðlegir ævintýra- menn, sem kringumstæðurnar hafa kallað til Berlínar. MIÐDEPILL allrar þessarar starfsemi er Waitzstrasse — að- eins fimm mínútna gangur frá hinu iðandi lífi á Kurfúrstendam. Það eru ekki aðeins svartamark- aðsbraskarar og smyglarar, sem safnast saman í knæpum öngstræt- anna, heldur einnig pólitískir áhugamenn, sem leita upplýsinga og eru njósnarar frá báðum aðil- um þar í hóp. Þeir menn, sem ríkjum ráða í Waitzstrasse, gera allt fyrir peninga. Ef einhverjir vilja láta vissar persónur hverfa, er það skipulagt í Waitzstrasse og miklar fjárhæðir eru greiddar — leyniskjöl ganga kaupum og sölum og jafnvel úran- íum er selt og verðið hækkar stöð- ugt. Á SAMA TÍMA erix hin glæsi- legu veitingahús við Kurfúrsten- dam full af fólki og er þar ætíð mikill fjöldi kaupsýslumanna, sem semja um viðskipti við löndin handan járntjaldsins. f sambandx við ungverskar, pólskar, tékknesk- ar, rúmenskar og kínverskar verzl unarskrifstofur í Austur-Berlín eru stórir samningar gerðir. Varn- ingurinn er fluttur á margan hátt, en sjaldnast í gegnum Berlín sjálfa, því að þar er eftirlitið öfl- ugast. Þrátt fyrir bönn og strangt eftirlit tekst mjög mörgum að verzla með vörur eins og’stál, vél- ar og mála yfir landamærin og í Berlín eru stöðugir samninga- fundir haldnir og samningar und- irritaðir. «imi iii i iii in iii iii iiiiiiiiiiiiiimiiitJiiiiiiiiMiiiiiiiiiuimii I Blikksmiðjan i | GLÓFAXi | í HRAUNTEIG 14. — BÍMI 7*1*. i « -3 MiimiuiuiiiiiiiimiiimiiiiiiiMiiiiiMiiiiiiiimiiiiiiiiimu 14 OG 18 KARATA TRÚLOFUNARHRINGAR

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.