Tíminn - 10.03.1956, Qupperneq 9

Tíminn - 10.03.1956, Qupperneq 9
T í MI N N, Iaugardaginn 10. marz 1956. 9 Eftir H Á N S MARTIN 58 menn höfðu byssur sínar til- búnar. Farþegarnir sátu á töskum sínum.og hristust til við hverja bugðu. Eftir því, sem lengra kom niður á iág- lendið, varð stöðugt heitara og verra að þola það. Við og við brosti Maríanna. Soffía sá, hvernig Walter lét smátt og smátt meira á sjá, og mótstöðuafl hans fór minnkandi Hún reyndi að herða upp hugann með því að hugsa um, að brátt hlyti þessu að verða lokið, þau kæmust undir þak, og svo síðar heim til Hollands. Seinni hluta dags óku þau inn í Batavíu. Þar virtist ekk- ert kvikt á stjái. Húsin, sem áður voru hvít, höfðu nú ver- ið máluð græn. Soffía sá Har- monie byggingunni bregða fyrir, og við aðalinnganginn var byssum staflað upp í pýra mída. Svo óku þau inn í garð- inn fyrir framan Hótel des Indes. Við hliðið voru skozkir varðmenn, og fyrir innan var vélbyssuhreiður. Hópar stúlkna á buxum og brjósta- höldurum einum klæða, eða léttum, hálfgagnsæjum sum- arkjólum töluðu hlæjandi við hermennina, báðu um sígar- ettur og voru greinilega sjúk- ar í karlmenn. Soffía tók eftir þessu meðan þau stóðu við innganginn. Það birti yfir Maríönnu. Walter sá ekkert. Hann stóð með lokuð augu, og virtist alveg -ör magna. Þegar kom að þeim að ganga að borðinu til þess að láta skrá sig var Soffía að styðja mann sinn. Læknir nokkur stóð upp frá borðinu og tók Walter að sér. Soffía fór á eftir þeim. Salur við hliðina á anddyr- inu var innréttaður sem sjúkraherbergi. Þar var Walt- er lagður á legubekk, og and- lit hans, háls og brjóst þveg- ið. Læknirinn fyllti sprautu og gaf honum. Án þess að biðja um leyfi, stóð Soffía kyrr og horfði á. Kveljandi ótti hindraði hana í að tala. Hún drakk vatns- glas, sem ein hjúkrunarkon- an rétti henni, og síðan fékk hún lánaðan svamp til að þurrka mesta rykið af andlit- inu. Það getur ekki verið satt, hugsaði hún. Walter, sem er svo hraustur og hefir svo mik- ið mótstöðuafl. Hann hefir þolað allt. Það getur ekki ver- ið um líkamlega veiklun að ræða. Þetta hlýtur að vera sálarlegs eðlis. Hún starði á lokuð augu hans. Læknirinn neyddi hana til að setjast. í litla salnum var heitt eins og í pfni. — Er hún ein af fjölskyld- unni? spurði læknirinn og benti á Maríönnu. — Þá er bezt að hún fari og láti skrá ykkur báð'ar. Maríanna stóð upp og flýtti sér út úr herberginu. — Ég hefi gefið honmn deifilyf, hvíslaði læknirinn. — Æðaslátturinn er mjög veik- ur og óreglulegur. Þjáist mað- ur yðár af nokkrum hjarta- sjúkdómi? Hýn hristi höfuðiö.. — Hefir hann alltaf veriö hraustur? Nú kinkaði hún kolli með ákafa. — Hvað er hann gamall? — Fimmtíu og sex ára. — Og þér? — Fjörutíu og átta. — Hefir hann átt við ein- hverja örðugleika að etja? — Ef til vill ekki meiri en aðrir. Þegar Soffía kom akandi í ’vagni læknisins um kvölöíð, eftir að hafa fylgt WaJter á sjúkrahúsið, var henni vísað á legustað í gamla félagshús- inu í garðinum. í sölum gamla hússins stóðu raðir af rúmstæðum. Hún var svo örmagna, að hún átti erf itt mel að komast upp í rúm ið. Soffía skýrði frá því í hálf- um hljóðum hvað komið hafði fyrir þau síðustu árin. Hún létti loks á hjarta sínu, létj undan lönguninni til þess að vera ekki hughraust lengur. Læknirinn kinkaði oft kolli meðan hún sagði frá. Stund- um kom á hann undrunarsvip ur vegna þess hve vel henni tókst að koma orðum að til- íinningum sínum. — Maður yðar hefir áreið- anlega tekið þetta mjög nærri sér, frú. Og hin erfiða ökuferð hér í Batavíu hefir ekki bætt úr skák. Við munum láta hann á sjúkrahús. Nei, þér getið ekki farið með. Ég mun reyna að koma því til leiðar, að þérj komizt til Hollands hið fyrsta. Allt í einu snéri hann máli sínu til Walters: — Jæja, herra Bresant, líð- ur yður dálítið betur? Walter hafði opnað augun, og horfði undrandi á Soffíu og lækninn. — Soffía. Rödd hans var veik og dálítið hás. — Mér fór allt í einu að líða illa. Mér leið ist, að ég skuli láta hafa svona mikið fyrir mér. Ef þú vilt bara hj álpa mér.... — Læknirinn hjálpar þér, Walter. Þú veröur að dveija hér og vera rólegur. — Vitleysa. Ég er ekkert veikur. Eruð þér læknir? Hvað er þá að mér? — Dálitlir erfiðleikar meöð hjartað, eftirstöðvar af tauga áreynslupni, sem þér hafið orð ið fyrir. Við kippum því áreið anlega í lag, ef þér aðeins vilj ið hjálpa til. — Ég hefi mjög hraust hjarta, læknir. Það er aðeins veikt fyrir konunni minni. Hann brosti. — Ég vona, að þér hafið rangt fyrir yður, vegna þess, að ég hefi aldrei heyrt um það talað, að hægt væri að lækna hjartasjúka menn. — En það er hægt að lækna menn af eftirstöðvum á- reynslu. — Jæja, gott og vel. Ég skal gera allt, sem þér segið læknir, aðeins ef þér viljið gera eitt- hvað fyrir konuna mína lika. Hún hefir haft það mjög erf itt. — Læknirinn ætlar að reyna til þess, að við komumst sem fyrst til Hollands. Ef þú gætir flýtt þér aö fá bata . . . — Þá sjáum við Jules aftur. Reyndu að komast að því hvað honum líður. Jæja, nú skul- um við fara, læknir. — Þér verðið að vera róleg ur, og tala ekki svona mikið. Ef yöur vantar einhverjar upplýsingar hér, getið þér feng ið Rauðakrossdeildina til að senda símskeyti. Þeim hefir tekizt það á síðustu vikum. — Það vissum við ekkert um ... Ljósin voru deyfð, og loks tókst henni að komast úr íöt- unnm. Konan, sem lá næst henni tautaði kvartandi, vegna þess hve mjög hún hreyfði sig. Hún hugsaði til þess tíma, þegax Walter væri orðinn heilbrigður og fengi að sjá Jules aftur. Og Maríanna, hvar skyldi hún vera? Loks féll hún í þungan svefn. Hún vaknaði við að komiö var lauslega við handiegg hennar. — Frú, sagði rödd við hana. —- Nú verðið þér að fara á fætur. Annars fáið þér engan morgunverð. Hún sá konu með dökkt vin gjarnlegt andlit, sem óprýdd- ist af því, að margar fram- tennur vantaði. Soffía reyndi að komast fram úr, en gat það ekki fyrr en konan hjálpaði henni. Gamla hungrið, eins og í fang elsinu, kom yfir hana. Konan þekkti þetta, og horfði þegjandi á Soffiu. — Ég fékk ekkert að borða í gær, sagði Soffía afsakandi. — Við komum alla leið frá Bandung. — Ég kom frá Ambarawa, á miðeynni. Eruð þér einar? — Nei, maðurinn minn og dóttir eru með. Hann var flutt ur til sjúkrahússins í gær- kvöldi. — Ég skal hjálpa yöur til baðherbergisins. Hvað mig snertir, þá veit ég ekkert um manninn minn, hvort hann er lifandi eða látinn. Hann var yfirforingi, og var sendur til Burma. Rauði krossinn hef ir ekki getaö gefið mér neinar upplýsingar ennþá. Hún beið þar til Soffía hafði klæðst og gekk síðan með henni til stóra matsalar veit ingahússins. Þær urðu að standa í röðum til þess að ná sér í ílát og matinn. Allir stólar voru setnir. Þær urðu að fara fram í anddyr- ið og setjast á tröppurnar. Konan sagði frá því miili bitanna, að hún hefði selt gull tennurnar sínar fyrir mat í fangelsinu. Nú ætti hún erf iðara með að borða, og vist hefði þetta ekki gert hana feg urri. Fuglarnir sveimuðu í þétt um hópum kring um matar diskána. Soffia kom auga á Maríönnu meðal ungra stúlkna, sem þyrptust um skozku hermenn ina. Hún var í víðu pilsi og rauðum brjósthaldara. Ljósa hárið var vandlega greitt. Hún var falleg og girnileg. Þegar Soffía hafði lokiö við að matazt, sá hún Maríönnu aftur. Nú með sígarettu í munninum, og blss reyknum pœ! húsmœð- ur, sem reynt hota Cloione^ þvottoóutt f j onnoð ffiUa Ciozone rnn'- hetdor súrelnis- K kom sem ÓÁ treyðo dósorm \ego og g)°rG * Á þvoUinn mjollahvítan og bragg)e9' an. Clozone hefir hlotíö sér- stók meómœli sem gott þvottaduft í þvottavélar. / Heildsölubirgöir: Eggert Kristjónsson & Co. h.f: *♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦*»»♦» >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦ 2 Sjúkrahjúkrun leimahúsum :: Miðlun sú á sjúkrahjúkrun í heimahúsum, sem hjúkr-li unarfélagið Líkn hefir haft á hendi, er flutt í Heilsu-ji verndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg. Einungis erj um að ræða sjúkravitjanir hjúkrunarkvenna, einu sinnij eða tvisvar á dag. Vitjanabeiðnum er veitt móttaka allaji virka daga kl. 9—17, nema á laugardögum kl. 9—12, íj! síma 6257. ♦i Stjórn Heilsuverndlarstötfvar Rvíkur. :| ♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦«♦♦♦♦♦»-> •♦«♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦♦*♦ :: tmasmi H ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦y ♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« | HúsbYg'gjendur 17 ti H Með því að láta þússa gólíin um leið og þau eru H steypt, sparið þér yður allt það efni, sem þér annars H Þ.vrftuð að kaupa til þess að leggjá ög pússa síitlag jj efíir á. Auk þess fyrirbyggir þessi vinnuaðferð los og jj tviskeljung á slitlaginu. Sérstaklega hentar bessi aðferð jj þar sem um er að ræða gólf, sem mikil áníðsla er á eða jj vatnsrennsli. — Athugið þvi: Látið okkur pússa gólfin jj um leið og þau eru steypt. *♦ ♦♦ . . ♦♦ ♦♦ H Gólfslípunirt, jj Barmahlíð 33, sími 3657. ♦■♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ •*♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*••«-♦*♦*♦*««»* »**♦»**♦**«• ♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<•♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*•

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.