Tíminn - 15.03.1956, Page 8

Tíminn - 15.03.1956, Page 8
8 T í M I N N, fimmtudaginn 15. marz 1956. / slen.din.gajpættir Dánarminning: Sigurður Árnason, fyrrverandi bóndi að Hvammi Sigurður Árnason andaðist 10. febrúar síðastliðinn að heimili sínu Hvammi í Skaftártungu fullra 89 ára, fæddur 30. janúar 1869. Var hann elsti maður í Ásapresta- kalli. Sigurður var fæddur að Hvammi og ólst þar upp hjá foreldrum sín- um, Árna Gunnsteinssyni og Krist ínu Sigurðardóttur. Vandist hann snemma allri algengri sveitavinnu og hafði yndi af að huga að skepn- um og fást við þær. Tuttugu og fjögurra ára gamali fór hann að búa á hálfum Hvamminum og kvæntist þá um líkt leyti Katrínu Þorláksdóttur, ættaðri úr Skaftár- tungu. Eignuðust þau eina dóttur barna, Sigríði nú húsfreyju að Hvammi. Þau Sigurður og Katrín bjuggu um 15 ára skeið að Hvammi, fyrst á móti forcldrum hans og seinna á móti dóttur sinni Sigríði og manni hennar Sigurði Gestssyni. Bjuggu þau laglegu búi, þótt aldr- ei yrðu þau efnuð. Ólu þau upp nefnda Guðrúnu Þórðardóttur, nú liúsfreyju að Þykkvabæjarklaustri, er kom ung til þeirra, Þuríði Sig- urðardóttur, nú húsfreyju í Hátún um í Landbroti, er kom til þeirra 12 ára gömul og Guðjón Bárðarson er þau tóku að sér í bernsku eftir að hann hafði misst föður sinn. Katrínu konu sína missti Sigurð- ur 1941 þá áttræður að aldri Var hún aldrei heilsusterk, en manni sínum ástríkur förunautur í blíðu og stríðu. í daglegri umgengni var Sigurður hæglátur og prúður, en fastur fyrir, ef því var að skipta. Verkmaður góður og laginn á allt sem hann gerði. Lengi var hann gangnaforingi Skaftártungna- manna og hlakkaði jafnan til fjall- ferðanna. Er hann fór að eldast tók að bera á sjóndepru hjá hon- um. Leitaði hann sér lækninga við henni en án árangurs. Laust eftir 1930 missti hann alveg sjónina bg var því blindur um aldarfjórðung. En að öðru leyti var hann heilsu- góður fram til hins síðasta. Bar hann hlutskipti sitt með stillingu og æðruleysi og fylgdist vel með öllu bæði nær og fjær. Þegar Guðjón Bárðarson, fóstur sonur Sigurðar, fór að búa óskaði hann eftir að mega fylgja honum, því að kært var með þeim. alla tíð. Dvaldist Sigurður því 12 síð- ustu árin, eða síðan 1943 á heimili Guðjóns og Bjargar Kristjánsdótt- ur konu hans og fór þar eins vel um hann og bezt varð á kosið. Sigurður Árnason var jarðsung- inn frá Grafarkirkju 23. febrúar síðastliðinn að viðstöddu fjöl- menni. Orð sín við kveðjuathöfnina heima í Hvammi sama dag endaði presturinn á þessa leið: Láttu, faðir, ljósið hjarta, lýsa hér í heim, gefðu hverju grátnu hjarta geisla og Ijóma þinn. Hins látna vertu ljós á vegi leið hann því við mund. Náðar þinnar á nýjum degi, njóti hann hverja stund. Fær þú honum frið í hjarta friðinn ljúfa þinn. Leið hann svo um landið bjarta í ljóssins ríki inn. Blessuð sc minning hans. Valgeir Helgason. Sextugur: Bjarni Jónsson, á Eyjólfsstöðum Hinn 8. marz s. 1. varð Bjarni Jónasson, bóndi að Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, sextugur. Hann er fædd ur í Sauðanesi á Ásum, 8. marz 1896. Foreldrar Bjarna voru sár- fátæk, sem hröktust með stóran barnahóp milli örreitiskota eða hús mennskuhorna á skárri býlum. Þau munu hafa hafið samvislir um 1890 einmitt þegar húnvetnskur búnað- ur lá í sárum eftir hinn ægilegu harðindi hins níunda tugar aldar- innar. Móðir Bjarna hné í valinn frá 8 börnum, — hinu elzta 15 ára. hinu yngsta fárra mánaða. Þá þraut öll ráð föður hans til að halda heimilinu saman, og voru börnin færð I' vistir, sem nokkurs voru megnug. Sv.o jfór um Bjarna. Hann fór að Flögu í Vatnsdal, þá aðeins 10 ára að aídri. Þar dvaldi hann fram yfir fermingaraldur. Þaðan mun hann hafa farið litlu eftir fermingu og var eftir það í vistum í Vatnsdalnum unz hann festi ráð sitt, að því fráteknu, að hann stund aði nám tvo vetur á Hvítárbakka skólanum. Er þá skólagangan upp talin, þegar og er minnst ferming arundirbúnings, sem ekki þykir að jafnaði hossa hátt um lærdóm. Hefur Bjarni því ekki langsetu á skólabekkjum á að byggja um menntir sínar og þroska. Þær munu meir sóttar annað. Fremur ungur gekk Bjarni að eiga Jennýju Jónsdóttur, vatns- dælska konu að ætt og uppeldi. Hvort tveggja var, að fyrir hendi munu ekki hafa verið digrir sjóð ir til innlausnar stórbýlum, enda þau truðla legið á lausu. Munu þau hjón vel geta minnst þess, að ekki var alltaf vítt til veggjanna á heim OJi. P a t>’ * * K3-1 p ili þeirra. En, ,,þar sem hjartarúm er nóg, bregst húsrúmið aldrei,“ segja Danir. Því mun skyldulið og gestir þeirra hjóna oft hafa feng- ið fullar sönnur á. Á fyrstu samvistarárum þeirra hjóna bjuggu þau á hrakólum og alltaf við útgarða. Bjarni sætti og nokkurri atvinnu utan heimilis þeirra, og naut af því nokkurs styrks til framdráttar þeim. En þá voru slíkar fangsvonir færri og smærri en nú. Þó dugðu þær svo, að þau gátu fest ábúð og síðar kaup á höfuðbólinu Eyjólfsstöðum vorið 1938 og hafa búið þar síðan við vaxandi hagsæld, og rausn með ágætum, enda fluttu þau með sér hemi að Eyjólfsstöðum þann dug og þá ráðdeild, sem þess var megn ug að skapa þeim á hrakningsár unum aðstöðu og áræði til slíks stórræðis. Þegar að Eyjólfsstöðum er kom ið, mætir eitt og annað auga, sem athygli vekur. Verður þar fyrst fyrir sá hreinleikur, sem hvern hlut veit á sínum stað. Ifið næsta mun hin glaö'a risna, sem alla býð ur velkomna, þó þess sé að engu getið af þeim, sem gleðina gefa eða risnuna reiða fram. En á hvor ugt þetta mundi þó starsýnast þar á Eyjólfsstöðum. Það, sem þar mundi staldrað mest við, eru hin ir innri hættir heimilisins. Þeir blasa bezt við á því, að svo virðist, sem börn þeirra hjóna telji sér bezt borgið að „fara hvergi.“ Þeira hefur orðið þriggja barna auðið. Tvö þeirra hafa þegar stofnað sín heimili; sonur þeirra hefur þeg ar reist sitt eigið heimili, endur reist eyðibýli, og horfir svo um Julius Gæsar (Framhald af 5. síðu.) meiri áhuga á siðum og venjum hinna ýmsu þjóðflokka, heldur en flestir aðrir rómverskir herforingj ar höfðu haft til þessa. Lýsingar hans á sumum nágrannaþjóðum hans eru frægar orðnar — til dæm- is hin fræga lýsing hans á íbúum Bretlandseyja, sem þykir svo svæs- in, að menntaskólanemendur hér á landi eru látnir sleppa kaflanum í latínunáminu. Herferðir Cæsars í nágrannalönd in voru aðeins til þess ætlaðar að hræða og refsa íbúum þeirra fyrir óhlýðni og kúga þessar þjóðir til undirgefni. En takmark hans var hærra og meira. Takmark hans var Róm sjálf — miðdepill heimsins. Lýðveldið hafði búið við einræði fyrr — með Maríusi og Súlla, en það var Cæsar, sem veitti því bana- höggið. Það er allt á huldu hvert Cæsar hefði leitt Rómaríki, ef hann hefði ekki verið drepinn í miðju starf- inu — hvar hefði Cæsar numið staðar og hvað hefði heimsveldið orðið stórt? Þetta eru spurningar, sem sagnfræðingar velta fyrir sér í dag, en líklega verður þeim aldrei svarað. Lézt við styttu Pompejusar. Það eru skiptar skoðanir um morðið sjálft og aðdraganda þess. Sagt er, að Cæsar hafi verið að- varaður af spámönnum, sem sáu fyrir launsátrið, að það myndi verða ráðizt á hann á leiðinni inn í öldungadeildina. En livað um það, Brútus og hans félagar réðust á hann og Cæsar hneig niður við styttu af Pompeijusi, en þeir voru gamlir vinir og keppinautar. Um leið og Cæsar gaf upp alla vörn sagði hann, sem frægt er orðið: „Og þú líka barnið mitt, Brútus“. Nú eru liðin 2000 ár frá dauða Cæsars, en enn er sagan á allra vörum. Þeir, sem vilja Ieggja trún að á spádóma, vitna gjarnan í spádóminn um dauða Cæsars, sem sígilda sönnun. Cicero, hinn frægi sagnritari, fullyrðir, að ekk ert sé hæft í þessum spádómi um lát Cæsars, en það verður að sjálfsögðu aldrei ráðið — hitt er víst, að með Cæsari féll í valinn eitt mesta stórmenni allrar ver- aldarsögunnar, sem í senn var rithöfundur, liermaður og stjórn- vitringur. hans hag og háttu, að sveit hans og héraði verði til hagsbótar og sæmdar. En þó þar sé skilið að sýn, mun heimilið í raun og veru eitt og hið sama og áður. Eldri dóttirin dvelur þar heima með börn sín og bónda, og mun enginn verða þess var, að, að þar sé nýtt heimili á ferðinni, þegar frá eru tekin ærsl þeirrar æsku, sem nú geysist um palla þeirra Bjarna og Jennýar, sem nú eru drjúgum rýmri en fyrr. Yngsta dóttirin er og enn í föðurgaröi. Trúlegt er, að ekkert sýni öllu betur samheldni og samúð en þessi samhugur fjöl- skyldunnar, og mun sú' hógláta og hófsama gleði, sem þar ríkir, traustasta tengibandið. Sagan um drenginn, sem alinn var upp við skorinn skammt og fábrotnar flíkur, og heiman var gerður með fátækt eina að farar efnum, er síný. Hún hefur gerzt á öllum öldum og trúlega hjá ölí- um þjóðum. Ævintýrin leika sér að því, að jsækja til þeirra ung- menna, sem svo eru að heiman gerðir, þá sem setjast í virðingar sætin. En þau nást því aðeins, svo að raunhæfur vegsauki sé að, að bak við þá, sem þangað sækja, standi sá dugur, sem til þess þarf, að „ganga af sér“ örbirgðina og umkomuleysið. Sú sigurgleði, sem leggur upp jafnglöð og jafnviss um sigur, þótt fjall eitt sé í fang mun vænlegust til vinnings í þeim leik. Og sá sigurinn beztur, sem þannig næst á þessum vettvangi, að vinar- og hjálparhönd sé þeim rétt, er samleið eiga. Sú er sigur gleði Bjarna á Eyjólfsstöðum og konu hans. Guðmundur Jósafatsson. fluyhjAit í Titnanutn WASA TEATEÍt FINNSK LEIKLIST er talin hefj- ast árið 1640, en það ár efna stú- dentar í bænum Ábo til leiksýn- inga, og tilefnið er að tveim dög- um síðár á að vígja þar háskóla. Eins og í flestum skólaleikjum fyrri alda var þarna samanfléttað gamni og siðalærdóm og stúdent- arnir sýndu „hvernig sumir for- eldrar halda í fé við syni sína, sem þá verða iðnir og ástundun- arsamir, en aðrir veita sonum sín- um allt og hljóta að launum van- þakkláta sonu, sem stunda hvers konar lesti og ólifnað.“ í tvær ald- ir var sænsk tunga ráðandi leikhús mál Finnlands, en nú eru yfir 30 leikhús í Finnlandi, sem njóta stuðnings ríkisins, auk fjölda á- hugamannaleíkhúsa og fleiri hundruð leikflokka. Af hinum 30 fyrrgreindu leikhúsum, eru aðeins 3. sem gæta hins sænsk-finnska menningararfs. Er eitt þeirra, Wasa Teater, í bænum Wasa, sem telur um 38 þús. íbúa, brann til kaldra kola í byrjun janúar 1953, féll eitt höfuðvígi sænskumælandi Finna. Þarna hefir nú gerst ævin- týri. Bræðraþjóðirnar við Austur- unga ljóðskáld V. V. Jarner, sem tekinn er að gefa sig að leikrita- gerð. Síðan komu: Hans náds testamente, gamanleikurinn, sem Hjalmar Bergman samdi um hinn stórbrotna guðföður sinn. Clochemerle, franskur gaman- leikur með efni sótt í gamalt feimnismál frá 1923. Leikurinn er saminn eftir skáldsögu Gabriels Chevallier um sama efni. Sænska nafnið á leikritinu var Förargels- ens hús. Tehiisið Ágústmáninn, gaman- leikur sem John Patrick samdi eft- ir skáldsögu bandaríska rithöfund- arins Verns Sneiders. Þetta hefir verið eitt vinsælasta leikritið í Evrópu og Ameríku s. 1. tvö ár. Systurnar, vcrðlaunaleikrit í nor rænu leikritasamkeppninni s. 1. ár. Ilöfundurinn, Walintin Chorell, er finnskur, en ritar á sænsku. Hann þykir nú einn efnilegasti leikrita- höfundur á Norðurlöndum. Anastasia, er leikrit um örlög yngstu dóttur zarsins í Rússlandi. Líkur eru til að hún hafi sloppið úr höndum byltingamanna og sé kona sú, sem gengur undir nafn- inu Anastasia Tjaikovski. Höfund- Vasaleikhúsið í Vasa. botn tóku höndum saman og hinn 24. sept. s. 1. tók Wasa Teater aft- ur til starfa í nýjasta og einu glæsilegasta leikhúsi Norðurlanda. SVENSKA TEATERN SUOMEN KANSELLISTEATTERI — þetta er nafn þjóðleikhúss Finna, sem jafnframt er fremst finnskra leikhúsa með fjölda við- fangsefna og sýningarkvölda á hverju leikári. Næst því kemur Svenska Teatern, Finlands svenska nationalscen, sem tekur árlega til meðferðar milli 2Ó og 30 verkefni en fjöldi leikkvölda hefir veri'ð um og yfir 350. Prófessor Nicken Rönngren átti 35 ára starfsferil að baki sér, er hann lét af stöii- um á s. I. ári. Við tók formaður- inn í félagi sænskumælandi leik- ara í Finnlandi, leikstjórinn Run- ar Schauman. Hann virðist ætla að feta dyggilegá í fótspor fyrirrenn- ara síns,‘ sem dugtoikil! leikhús- stjóri, þVí >að það séöi af er þessu leikári hefir leikhúsið sýnt níu leikrit; einjLSÖnígleik, tekið á móti þrem gesjaleikjum og loks efnt cil hátíðar í tilefni áttræðisafmælis Sibeliusar, hinn 8. desember s. I. Gestir léíkhússins voru: Det Nye Teater í Osló, sem sýndi Afturgöngur Ibsens. Það var einmitt í Helsingfors, sem Aftur- göngurnar voru fyrst sýndar á nor- rænu leiksviði árið 1883. Etienne Decroux heimsótti leik- húsið ásamt nokkrum öðrum lát- bragðsleikurum frá Teatre de Mine í París. Decroux er einn kunnasti látbragðsleikari álfunnar. Hann hefir bæði ferðast víða með leikflokk sinn og sömuleiðis kennt þessa grein leiklistar í mörgum höfuðborgum álfunnar. Loks kom sænski leikarinn og revíuhöfund- urinn Karl Gerhard með eins manns revíu sína Si-Vikslaren kommer. Fyrsta leikritið var Dúf- án og olíuviðarblaðið eftir hið ' ar þessa leikrits heita Maurette : og Guy Bolton. Hús Bernördu, síðasta leikrit spænska skáldsins Federico Gar- cia Lorca. Á honum hafa sannast hans eigin orð: „Sá, sem deyr á Spáni, lifir lengur en sá, sem deyr , annars staðar.“ j Oruifle ou le Courant d’Air, er nýjasta leikritið eftir Jean Anou- ilh. Um þessar mundir er það sýnt í mörgum leikhúsum álfunnar. | Wie im Mai. Þetta er einn vin- sælasti söngleikur (óperetta) Walters Kollo. Paul Lincke, Jean j Gilbert og Kollo voru fremstu ó- pcrettuhöfundar Berlínar allt fram ' að síðustu heimsstyrjöld. | Tungl yfir Tröllafjöllum, barna- ; leikrit, sem sýnt var um jólin. | Höfundur þess, Otto Ehrström, ; liefir skrifað allmikið um tónlist . í Ilufudstadsbladet í Helsingfors. VICTORIA. ! Austurríski .leikritahöfundurinn Richard Billinger hefir nýlega lok , ið við að snúa hinni frægu ástar- sögu Knut Ilamsuns, Victoríu, í leikrit. Sagt er að Billinger hafi , tekizt þetta svo vel að leikritið sé engu áhrifaminna en skúldsagan. ' Leikritið var frumsýnt i Akadem- ietheater í Vín snemma á þessu leikári, en um þessar mundir ferð : ast leikflokkur frá hinu ;eiginlega , þjóðleikhúsi Austurríkismanna, Burgtlieater, með lcikritið um Þýzkaland. Leikstjórinn heitir Jo- l sef Gieler. Fyrsta sýriingin var j haldin í Lessing-leikhúsinu í Nurn- berg, en áætlað er að heimsækja 63 aðrar borgir og bæi Þýzkalands. DyalarheiRiilið , (Framhald af 7. síðu.) form. var kjörinn Sigurjón, Einars- son, varagjaldkeri Theódóg iQísla- son og vararitari Gunnar Friðriks- son.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.