Tíminn - 25.03.1956, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.03.1956, Blaðsíða 4
Þeir biðja einkaritaranna nieðan þeir lesa þeini fyrir verzlunarbréf Fólk tekur sér fyrir hendur aS rannsaka ýmislegt með allt að því vísindalegri nákvæmni, jafn- vel þótt þessar rannsóknir hafi enga sérstaka þýðingu. Nú hefir einhver frú Evelyn Gordon i Boston haft það að starfi í hjá- stundum sínum, að rannsaka hvernig framkvæmdastjórar mynduðu sig við að giftast einka- riturum sínum. Allir sem fást við útgáfu viku- blaða vita hve það er vinsælt sögu efni, þegar fjallað er um giftingu skrifstofustúlkunnar og fram- kvæmdastjórans og er þá skrif- stofustúlkan komin í stað einka- ritarans, sem ekki er það fjöl- menn stétt hér á Norðurlöndum, að borgi sig fyrir Familie Journal og önnur álíka rit að gera mikið úr þætti einkaritarans í þessum rómantísku giftingarmálum. Fjölmenn stétt. í Bandaríkjunum og víða ann- ars staðar eru einkaritarar fjöl- mennir og því dálítið gerandi fyrir þá í tímaritum. Bostonarfrúin hef- ir svo komið með nokkrar gagn- legar upplýsingar til viðbótar, sem birzt hafa í erlendum blöðum, þótt kurteisara hefði verið að selja tímaritahöfundum þær i heildsölu. Bostonarfrúin segir að framkvæmdastjórarnir viti oftast fyrst um ástarhug sinn, þegar þeir lesi einkaritaranum fyrir; að þeir verði þá þess fyllilega meðvitaðir að einkaritarinn er ekki eins og hvert annað segulband, heldur mannvera með holdi og blóði. Frúin segir að á framangreind- an máta hafi 873 bandarískir fram kvæmdastjórar orðið varir ástar- hugs í garð einkaritaranna. Rann- sóknir frúarinnar hafa staðið yfir í tuttugu ár og virðist sem ýmsar niðurstöður þeirra veki töluverða athygli erlendis. Á þessu árabili hefir hún spurt háttsetta menn í viðskiptaheiminum, þá sem hafa gifzt einkariturum, þúsund spurn- inga varðandi allan aðdraganda í málinu. Og níu af hverjum tíu hafa tekið ákvörðun sína meðan þeir voru að lesa fyrir. Átján mánaða fyrirvari. Það má vera að meðfædd að- gæzla, sem er haldgóð í viðskipt um, valdi því að framkvæmda- stjórarnir eru að meðaltali átján mánuði að átta sig og komast að þeirri niðurstöðu, að betra væri að vera eiginmaður en yfirmaður einkaritarans. Þegar manninum er loksins ljóst að hann elskar stúlk- una, líða vanalega ár áður en hann biður hennar með þeim ósköpum, að níu af hverjum tíu skjóta bón- orðinu inn í milli fyrirlesninga. Bónorðsstaðirnir eru mismunandi hjá þeim einum tíunda sem eftir er. Atta þeirra báðu kvenna sinna í járnbrautarlest, átján í síma, tuttugu og níu í veitingahúsi og ein notaði tækifærið meðan skrif- stofan hans var að brenna. Að segja upp starfi. Bostonarfrúin ráðleggur þeim stúlkum, sem farnar eru að ger- ast óþolinmóðar að reyna uppsagn arleiðina, til að freista að flýta fyrir því að framkvæmdastjórinn taki ákvörðun. Frúin leggur þó á- herzlu á, að svo kunni að fara að stúlkan missi atvinnuna, en ef framkvæmdastjórinn er orðinn hrifinn, á bónorðið að koma næsta dag. Þannig brugðust hundrað framkvæmdastjórar við, þegar upp sögninni var beitt við þá. Ein stúlk an fékk sinn framkvæmdastjóra með því að biðja hans í leigubíl og fylgir sögunni að hann hafi játað, af því þetta var það ein- kennilegasta sem hafði komið fyrir hann í leigubifreið. Stúlkurnar fljótar að átta sig. Bostonarfrúin spurði fyrrver- andi einkaritara einnig og kom þá í ljós, að stúlkurnar höfðu verið mikið fljótari að átta sig á því að þær væru ástfangnar í yfirmann- inum. Þetta tók þær ekki nema át.ta mánuði að meðaltali á móti átján tíjá karlkyninu. Þær kom- ust flestar að raun um þetta heima hjá sér og á nóttunni, þegar þær Sumir framkvæmdastjórar biíJja þeirra í járn- brautarlestum, en einn stundi bónorðinu upp rae oan skrifstofa hans var aö brenna tJ&T TÍMINN, sunnudaginn 25. inarz Í95Í ¦á...............ÞM' Meðan húsiö brennur. lágu andvaka og hugleiddu starfið í skrifstofunni. Ein stúlkan kom upp um sig, er hún tók niður verzl unarbréf fyrir íramkvæmdastjóra fyrir efnagerð. „Með ástarkveðju", ritaði hún undir bréfið og maður- inn lét ekki standa á sér, þegar hann las það yfir i hreinritun. Hvers vegna? Þegar kemur að þeirri hlið máls, sem skýrir hvers vegna fram- kvæmdastjórar giftast einkaritur- um, virðist þyngst á metaskálun- um að stúlkan klæði sig vel og komi ekki inn í skrifstofuna nakin um háls og herðar. Þá ver'ður hún að látast vera dálítið heimsk öðru hverju og má alls ekki þykjast vita betur eða jafnmikið og fram- kvæmdastjórinn og þetta getur gengið það langt, að stundum sé betra að vita ekkert en vita of mikið. Þau hjónabönd, sem takast milli framkvæmdastjóra og einkaritara virðast verða farsæl og lítið er um hjónaskilnaði innan þessa hóps. n SKOIS 1 Nú er talið fullvíst aS ríkisstjórnin segi af sér eftir helgi .... Þau viðbrögð kommúnista að neita að veita ríkis- stjórn Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins hlUtleysi til að koma fram þingrofi og kosningum, verða , sennilega til þess að núverandi ráðherrar gegni störfum fram yfir kosn- ingar....... Líkfegast er a3 þingkosningar fari fram 24. júní eða 1. júlí . . . Forsetakjör hefir verið auglýst 24. júní en ekki er senniEegt að til kosninga komi og niuni forsetinn verSa sjálfkjörinn.... íslenzk flugvél mun innan fárra daga fara tii Tangier í Norður-Afríku og mun ekkert íslenzkt loft- far hafa komið þar áður . . . Hér mun vera urn að :cæða leiguflug Flugfélags íslands frá Svíþjóð .. . í íramhaldi af fregnum um mistök í verðákvörðunum á fiskblokkum á Bandaríkjamarkaði er nú upplýst að á sama tíma sem fisk- útflutningur íslendinga til Bandaríkjanna minnkaSi um 50%, jókst útfiutningur Kanadamanna til Bandarskjanna um 50% .... Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi þykir það í sannleika hart, að á sama tíma sem kommúnistar í Rússlandi hamast gegn persónudýrkun eru flokksbrœður á ísiandi að magna hana gagnvart einum kollega . . . Mjög litlu munaði að Hanni balslínan biði herfilegan ósigur á Akureyri Ef komm- únistar hefðu ekki „flutt inn" á fundinn tvo sálufélaga frá Svalbarðsströnd, hefðu kommúnistar orðið undir eins og var löfðu þeir á þessum 2 atkvæðum . . Málgagn prent- arastéttarinnar hefir birt mjög harðorða grein um prentun og útlit dagblaðanna og telur öllu herfitega afturfarið síð- an fyrir stríð .. . Sama blað telur 11. síðu Tímans gerða eftir danskri fyrirmynd.... og þóttu það fréttir á ntstjórn- arskrifstöfu blaðsins . . . Sama bíað segir að Morgunblaðið muni flytja í höllina og komast í „rotations"pressuna á „kom- andi hausti" .. Mikið annríki er á ýmsum tízku- og sauma- stofum.... enda nálgast óðum koma dönsku konungshjón- anna . . . ýmsir hafa meiri áhyggjur af því, hyerjir verði boðnir til ye?ziuhalda og hverjir ekki en útíiiinu í cfanhags- máfum þjóðfélagsins. ... Þáttur kirkjunnar: Albert Schweitzer ;| EITT AF ÞVI, sem sýnir þrótt II og helgi kirkjunnar fremur öll- - um öðrum stofnunum er það, H hve mörg stórmenni hafa fóstr- H azt í faðmi hennar og mótazt 1 af áhrifum hennar, andað að S ser ílmi hennar, og andað frá sér kærleika hennar og speki. Einn þessara manna er Al- bert Sehweitzer. Hann er fædd- ur í Elsass ánð 1875. Upphaflega var hann lítið og | veiklað barn, sem vart var bug- að ijf nema nokkurn tfeia. Og H það, sem nú þykir enn merki- . legra, þá er sagt, að honum jl hafi gengið illa að læra að lesa og sknfa, og yfirleitt stóð hann v s:ig báglega i barnaskölanum. Hins vegar var hann strax I; undrabarn á tónlistarsviðinu og samdi sálmalög sjö ára gamall, H lék á oigel atta ara, og var íar- |j inn að spila í kirkju á tíunda ¦ ári. I EKKI LEIÐ á löngu. áður en ; flestum var ljóst, að þessi treg- 1 gáfaði nemandi úr barnaskól- g anum, var eitt mesta ofurmenni I á námsbraut, sem sagan getur V\ um. Aðeins hinir mestu líkt og :S Göethe og Leonardo da Vinei |j koma í huga í sambandi við i fjölhæfni hans og námsafköst. ; Ilann er doktor í heimspeki, i læknisfræði, guðfræði og tón- list. Hann er í senn frægasti 1 organsmiður og organleikari I heimsins. Hann hefir meiri i þekkingu en flestir sérfræð- jf ingar á sviði mannfræði, land- búnaðar, fagurfræði og dýra- fræði, einkum viðvíkjandi dýra- lífi hitabeltisins. SWEITZER ER ennfremur frá- ;; bær smiður, múrari, teiknan, II skipasmiður, tannlæknir, vél- S fræðingur, dýralæknir, garð- 1 yrkjumaður og stórbýlafræð- I ingur. En frægastur og mestur er ! Albert Sweitzer sem kristniboði | og brautrySjandi í Afríku. j Kristniboðsstöo hans, sem jafn j framt er heimsírægt sjúkrahús,. j heitir Lambaréné' og er éiffi ; frumstæðasta og hættulegasta ; svæði í allri Afríku. Hann giftist 1912. Konan j hans er frá Strassborg, og hún i lærði hjúkrun til þsss að geta hjálpað honum við störfin í Lambarené. Þegar Sweitser v'ar r>purBur, hvers vegna han'n hefði yfir- gefið fræg'ðarferil sinn í Evr- ópu og setst að á þessutn ægi- lega stað meðal vilHmanna ng vesalinga, sagðist hann verða a'ð gjora eitthvað til að endúr'- gjalda Guði fyrir allt meðlætið og minnti á cr'ð Jesú: „Sá, sem vill frelsa lif sitt, mun týna því, en sá, sem týnir lífi sínu vegna mín og fagnað- arerindisins mun varSveita það til eilífs lífs. Takmark þessa stórmennis er að breyta tívérri stuud.í slarf stórfellda kærleiksþ.iónuRtu. Og hann krefst starfs af öllum, sem nokkra krafta hafa.'. Jaín- vel sjúklingarnir verða að starfa hver eftir hæfni sinni og getu. SWEITZER FÉKK nóbelwerð- laun á síðast liðnu ári. Hann gaf bau öll til aukningar á sjúkrahjálp sinni og stækkun- i ar á Lambaréné. Sr. Sigurbjörn | Einarsson próf. hefir nýlega skrifað bók un þetta stórmenni i heimsins og kirkjunnar. Hún er girnileg til fróðleiks um kraftinn frá drottni, jafnvel á morgni atómaldar. Rvík, 18. marz 1956. Árelíus Níelsson. rfi ¦^¦¦¦¦:l.:^---í^ V:..:+:\ m= w-m 4* GROÐUR OG GARÐAR: INGOLFUR DAVIDSSON GARÐPERLA EÐA KARSI er mjög auðræktuð matjurt, sem ætti að vera á hvers manns borði. Á sumrin nær garðplantan „matar- hæfum" þroska á»rúmri viku, en auðvitað er vöxturinn hægari á veturna, þegar birtan er lítil. Garð- perla er oft ræktuð úti í reitum, en hana má líka rækta innanhúss og það nærfellt árið um kring — í kössurn, jurtapottum, eða hvers- kyns ílátum og þau mega vera grunn. Moldin er mulin vel og fræ- inu sáð þétt ofan á moldina, án þess a'ð hylja það. Síðan er því þrýst niður me'ð fjöl. Moldin þarf áð vera rök. Kassarnir eru fyrst hafðir í skugga í venjulegum stofu þita og moldin úðuð daglega. Byrj- ar þá spýrun eftir tvo daga og tveim dögum síðar eru ungu jurt- irnar búnar að kasta fræskurninu pg er bezt að taka það burt. ÞÁ ERU KASSARNLR látnir í birtu og úðaðir, helzt með aðeins volgu vatni. Nokkrum dögum síðar eru jurtirnar orðnar 4—5 cm á Murtarður vex á votu ullar- flókateppi. ! hæð. Má þá borða blöðin. En bezt þykir að setja jurtakassana fyrst á svalan stað 6—8° í nokkra daga, þar sem loftgott er. Þá fá blöðin hið rétta kryddbragð. Garðperla , (karsi) er ljúffengur og hollur | matur, borðaður hrár,.saxaður of- aná brau'5, og með kjöti, eggjum o.fl. Blöðin eru skorin af niður við rót — til matar. RÆKTUN GARÐPERLU er að aukast, enda er hún þess verð. Englendingar segja: „Til að rækta garðperlu inni þarf bara einhvern l framiia.ld » ft síðu1 ..cyjf&prli Garðperla og murtaróur ræ^tuð í kas&a.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.