Tíminn - 25.03.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.03.1956, Blaðsíða 6
6 r T í MIN N, sunnudaginn 25. marz 1956 «1111 — Útgefandi: Framsóknarílokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur I Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), au^Iýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. „Nó getur mi| a rBÆG ER SAGAN * um manninn, er ' .ao ;, r konu með milligöngu íjáii • rmanns, sem hann vissi ið kunni betur a'ð haga orðum :n hann sjálfur. Þegar biðlinum skildist, að jjálparmanninum hafði tekist að ná samkomulagi, gekk hann íram og sagði borginmannleguiv „Nú getur mig". i Þessi bónorðssaga hefir mörg- um skemmt. FLESTAR SÖGUR eiga sér hliðstæður. ¦ Sjálfstæðisflokkurinn eða ])eir, sem þar ráða mestu, hafa öft minnt á biðilinn. Engan háðfugl þart til að sjá það. Vinnubrögðin eru svo lík og hinir borginmannlegu tilburðir á vissum augnablikum. ¦ Lítum til ársins 1942. Þá var komið sæmilegt fjárhagsástand hjá íslenzku þjóðinni. „Nú get- ur mig", sagði Sjálfstæðisfloklc- urinn. Samþykkti að breyta kjördæmaskipun og hugðist tneð því fjölga þingmönnum sínum. „Nú getur mig stjórna'ð landinu", sagði hann, stjórna'ði nokkra mánuði með keyptri að- stoð Kommúnista, jók dýrtíð um 89%, tvöfaldáði tölu kommún- ista á Alþingi, blés lífsanda í inasir þeim, ¦— og hrökklaðist síðan frá völdum með fullkom- inni háðung. EFTIU AÐ utanþingsstjórn 'hafði hreinsað húsið eftir stjórn Sjálfstæðisflokksins, komið fjár málunum á réttari kjöl; inn- stæður höfðu safnast erlendis að upphæð einn miljarður og tvö hundru'ð miljónum króna betur með núverandi gengi — en það er margfalt meira en þjóðin hef- ir nokkurntíma fyrr eða síðar átt í erlendum gjaldeyri — þá gengu ráðamenn Sjálfstæðis- Elokksins aftur fram og voru miklir á lofti. „Nú getur mig", sögðu þeir. Þeim sýndist að nú hlyti að vera auðvelt að fara með landsstjórnina, enda eng- inn vafi á því, að svo var. Sjálfstæðisflokkurinn tók kommúnista í ríkisstjórnina með sér. „Mig" setti það ekki fyrir sig. Þeir notuðu tækifærið og gerðu sér og sínum hér og þar í ríkísstofnunum hreiður, þar sem enn er legið á eggjum og ungað út. Menn höfðu haldi'ð, að rík- "isstjórn gæti ekki endað skeið sitt með meiri háðung en stjórn infrá 1942. En þessi sló metið, því að þegar hún valt frá völd- jm hafði hún étið upp allan gjaldeyrisauðinn, komið sjávar- útveginum á ríkisstyrk — stýrt ajóðarskútunni upp á sker í góða veðrinu. Og þar sat hún 2r brima tók. Enn var stjómin tekin af Sjálfstæðinu ,enda varð hún strax krókloppin, þegar veðrið .Dreyttist. Enn tókst að rétta nokkuð Á(S, þótt tjónið af glapstjórn pessari undir forustu Sjálfstæð- isflokksins væri óbætanlegt. ÁRIÐ 1953 var fjárhagslegt lafnvægi að skapazt og sparifé safnaðist meira en nokkru sinni. En það slys henti þjóðina það ír í alþingiskosningum, að tjölga þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins. Hann tapaði að vísu í heildaratkvæðatölu, svo sem jafnan hefir verið í seinni tíð, en slysaðist samt til að vinna á í þingmannatölu. Þetta, samfara sæmilegu ástandi í fjárhagsmál am þjóðarinnar, hleypti móði í S.iálfstæ'ðisflokkinn. Hann hreykti sér og sagði digurbarka- lega: „Nú getur mig". Enn tók hann forsæti í ríkis- stjórn. Þingmannaí'jölgunin veitti honum einskonar ,.rétt" til þess. Alit skal frjálst, kva'ð haun, inhílutningur eins og hver viil og framkvæmdir eftir geð- þótta hvcrs og eins. MeS bíia- inníiutnmgi skal bæta hag íog- araúígerSarinnar o.s.frv., o.s.frv. Márgt var að vísu gert til nytja. Engum er alls varnað. Stcrkir umbótamenn frá Fram- sóknarflokknum áttu líka sæti með' Sjalfstæðisflokknum í þessari stjórn. Á þeirra starfs- sviðum voru afrek unnin, sem þakka ber, og áhrifa frá þeim mönnum hefir óneitanlega gætt til mikilla bóta í starfsemí stjórnarinnar í heild. En svo óhæfur er „Nú getur mig" — flokkurhm til þess að fara með stjórn landsmálanna, að þrátt fyrir það, sem stjórnm heí'ir vel gert, þá endurtekur sig hin óviðráðanlega saga þess flokks: hann stýrir út í ófærur. Hans stjórnarsaga hefir alltaf verið sú að grípa góð tækifæri sem gefist hafa þjóðinni og aðr- ir skapað, — og glata þeim fyrir henni að því leyti, sem öðrum hefir ekki tekizt að forða frá því. AÐ ÞESSU SINNI er enn svo komið að samstarfsflokkur- inn hlýtur að hætta að taka þátt í stjórn með honum, — og stofna til kosninga, svo þjóð- inni gefist kostur á að leysa Alþingi úr þeim álögum, að þa'ð geti ekki myndað ríkisstjórn, neina í henni sé annar hvor eða báðir: S.iálfstæðisflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn. Kosningabandalag Framsókn- arflokksins og Alþýðuflokksins gefur betra tækifæri en nokkru sinni áður hefir til þess gefist. Þar er þriðja aflið, sem þjóðin á auðvelt með að gera ofjarl hinna ógiftusamlegu aflanna tveggja. FORSJÁRMENN Sjálfstæð isflokksins hafa verið daufir í dálkinn undanfarna daga. Þeir vilja ekki stjórnarslit, þingrof og kosningar. Svo mikil er trú þciiu-a á Framsóknarflokkinn, a'ð þeir halda, að hann gæii, of har.n vlui, rennt fyrir þá sköp- un Leura sjálfra, og fcjargað málunum, héldi hann áfram í rík.'ssijórninni með þeim. En þeirra sköpum er ekki hægt að renna. Þegar Sjálístæðisflokkurinn stendur aleinn segir hann ekki, frekar en biðillinn, „Nú getur mig". Sjálfstæðismenn létu Ingólf Jónsson, viðskiptamálaráðherra, að vísu bera fram tillögur, sem þeir kölluðu „bjargráð", en þau „bjargráð" voru svo vesæl, að í þeim fólst ekki „Nú getur mig", heldur bara aumkunar- vert: „Mér Iangar"! Framsóknarmenn spurðu þingflokk Kommúnista, hvort það væri meiningin að þeir hugsuðu sér að veita stjórn Framsóknar- og Alþýðuflokks- ins, ef til kæmi, hlutleysi fram yfir kosningar, eins og fjöldi flokksbræðra þeirra víðsvegar um land, segði að þeir vildu gera, til þess að greiða fyrir myndun vinstri samvinnu og eyða áhrifum íhaldsins. Komm- ar neituðu því, nema borgun kæmi fyrir. Þá hýrnaði yfir Sjálfstæðis- forkólfunum. Þeim datt um MUN.IR OG MINJAR: LENG HEFUR ÞAÐ verið á vitorði manna, að í bænum í Flatatungu í Skagafirði geymd- ust leifar af útskornum þiljum, sem taldar voru úr afarfornum skála, er eigðnaður var frægasta smið' íornaldar, Þórði hreðu. Sá góði maður er þó nánast þjóð- sagnapersóna og vissast að blanda honum varlega í þetta mál. Jónas Hallgrímsson hefir fyrstur manna lýst þessum út- skurði og dregið upp nokkrar myndir af honum. Síðar ber hann hvað eftir annað á góma hjá fornfræðingum 19. aldar, en útskornu fjalirnar héldu áfram að týna tölunni við nýjar og nýj ar endurbyggingar og nokkrar þeirra tortímdust í eldi, er búrið brann í Flatalungu 1893, skömmu efttr að þáverandi bóndi þar hafði lofað að geía Forngripasaf Ð inu f j alirnar. Gamli failcgi bœrinn í Flata- tungu var loks rifinn og jafn- aður við jörðu 1952. Hjónin í Tungu, Sigríður Gunnarsdóttir og Oddur Einarsson, sýndu þá þann þegnskap að gefa Þjóð- minjasafninu bá fjóra útskorna fjalarstúfa, sem til voru í bæn- um ,enda var ekki meira eftir skilið, þegar bruninn varð. Á þessa l'júra fjalarstúfa eru grafnar efetu kristilegar mynd- ir, sem til eru meðal íslenzkra minja. EF EKKI HEFÐI , varð- veitzt nema sú fjöl ein, sem myndin er af væri óhægt að segja, hversu gamall þessi út- skurður er. En á hinum fjölun- um þremur er einnig mikið og sérkennilegt skrautverk, sem tekur af tvímæli um, að allur útskurðurinn er í svonefndum Hringaríkisstíl, sem mjög yar í hávegum hafður á Norðurlönd- um og Englandi á 11. öld. Þar hefur hann einkum varðveitzt á rúna- og myndsteinum, en Flata- tungufjalirnar eru einu þekktu tréskurðarminjar hans og því ó- smátt búsilag fyrir rannsókn stílsins. Hringaríkisstíll er tal- inn síðasta afbrigði fornnor- rænnar skreytilistar, hinn síð- asti víkingaaldarstíll, en manna- Helgir menn írá Fiatatungu myndir hans eru þó sýnilega með nokkrum frumrómönskum blæ og benda til koniandi tíoar. LÍTUM Á HINN helga mann frá Flaíatungu. Hann er dreginn með einföldum línum, verkið líkist meira teikningu, sem rist er með hnífsoddi, en venjulegum útskurði. Andlitið er markað með einum sporbaug, hár og geislabaugur hringar, hvor utan yfir öðrum. Maðurinn er í víðum kyrtii eða skikkju, sem fellur yfir arma hans. Hend ur eru upplyftar á brjósti, og blessar maðurinn hægri hendi, með uppréttum þremur fingr- um. Til hliðar við þennan mann, sem mest sést af, stendur annar af sama tagi og drepur hendi á öxl honum eins og til að vekja athygli hans á einhverju. Á hin- um íjölunum öllum hafa verið sams konar menn. ENGINN EFI ER Á, að á þiljunum á Flatatungu hefir ver ið samfelld röð af þessum helgu mönnum, en fyrir ofan þá frá- bærlega vel gert laufskrúð í Hringaríkisstíl, sem tímasetur verkið til miðrar 11. aldar. Ef til vill sýna þessar myndir Krist og postulana. Munnmæli herma, að þiljur þessar hafi frá upphafi verið í skála, en ekki virðist þó ósennilegt, að þær hafi í önd- verðu verið gerðar fyrir kirkju, því að kirkja var í Tungu á mið- óldum og bænhús stóð þar langt fram yfir siðaskipti. En hvað sem því líður má telja víst, að þessar merkilegu myndir séu góð sýnishorn dýrlingmynda þeirra, sem tíðkazt hafa í ís- lenzkri frumkristni, á 11. öld, á dögum ísleifs biskups, Sæmund ar prests og Ara fróða, svo að nefndir séu.nokkrir menn, sem umgengizt hafa slíkar myndir sem lifandi samtíðarlist í kirkj- um sínum. Kristján Eldjárn. _r______^____/ -.........¦>......iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiuiiiiiitni.....n,i.....n Teisíam ISLENZKA TEISTAN er I stranda- og grunnsævisfugl all- i an ársins hring. Hún gerir því | ekki eins víðreist og margir aðr | ir sjófuglar íslenzkir, sem 1 hverfa til hafs eða leita suður á iiiininiiiiuiiiiiiiiiiíiiiiiiíiúiiiiiiiitiifiiuiiiiiiiniiiiifuic stund í hug að gera kaup á § kommúnistum. Og þeir mundu = vissulega gera þau, of þeím | væri ekki að verða Ijóst, að á- = standið er orðið þannig í fjár- I hagsmálum þjóðarinnar og at- | vinnumálum, að „Nú getur mig" I — ekkert. I í GÆR SAGÐI Morgun- | blaðið: „Eina leiðin. . er að fá | Sjálfstæðisflokknum lu-einan = þingmeirihluta". = En blaðið gleymir því, sem i biðilinum var Ijóst fyrir sitt | leyti. Það gleymir því — eða | læst ekki muna — að Sjálfstæð- | isflokkurinn hefir aldrei getað i neitt í ríkisstjórn, nema aðrir | hafi búið í haginn fyrir hann. | Þá hefir hann borginmannlegur i sagt „Nú getur mig". Og í hvert | skipti, sem hann hefir tekið við = stjórnarforustu hefir hann sett = allt í hundana. Hann er orðinn | svo margreyndur að þessu, en = aldrei á aðra leið, að óhætt er að f slá því föstu, að hann getur ekki | annað. Á honum hvílir sá for- | lagadómur. = Þjóðin hlýtur nú að hafa gert sér þetta ljóst og muna það. „Eina leiðin", sem Morgun- blaðið talar um í gær, — leið Sjálfstæðisflokksins — liggar út í óf æruna nú sem áður. bóginn þegar vetur gengur í garð. Enn sem komið er hefir lítið verið merkt af teistu hér á landi, og við vitum því ekki, að hve miklu leyti hún kann að flytja sig til milli landshluta, en margt bendir til þess, að hún sé gædd óvenju mikilli átthaga- tryggð, og öruggt má teljast, að hún hverfi aldrei frá ströndum landsins. Hins vegar er ekki óhugsandi, að sumt af þeim teistum, sem hlda sig á fjörðum norðanlands og ausían á veturnar, séu að- komufuglar norðan úr höfum. íshafsteistan er nokkru stærri en íslenzka teistan og teist vera sérstök deilitegund. Me'ð söfnun vetrarfugla á þessum slóðum ætti því að vera hægt að fá úr því skorið, hvort íshafsteistan kemur upp að landinu á vet- urna, en því miður hefir þetta ekki verið athugað enn sem komið er. ALLIR, SEM ÞEKKJA teistuna af eigin raun, munu samrnála um það, að hún sé ó- venju snotur og aðlaðandi fugl. Hún er spengilega vaxin og sam svarar sér vel. í varpbúningi er hún svört á lit með grænleitri slikju og stórum hvítum skell- um á vængjunum. Nefið er svart, en gómar og tunga hvort tveggja blóðrautt. Fæturnir eru fagurrauðir. Þegar hausta tek- ur klæðist teistan vetrarbún- ingnum og verður þá hvít- og gráflekkótt. Ungfuglar á fyrsta vetri eru svipaðir á lit, en þekkj- ast þó ávallt frá fullorðnum fuglum á því, að hvítu speglarn ir á vængjunum eru með mó- I leitum dílum, en á fullorðnum | fuglum eru þeir hreinhvítir. 1 VARPHEIMKYNNI teist- 1 unnar eru klettóttar og grýttar | strendur, bæði á annesjum og i innfjarða, þar sem völ er á § heníugum hreiðurholum eða | smugum, því að hún verpur | aldrei á bersvæði. Varptími 1 teistunnar er fyrri hluti júní- 1 mánaðar. Hún á tvö egg og er að | því leyti frábrugðin öllum öðr- | um svartfuglum, sem aðeins | eiga eiít egg. Eggjunum er orp- | ið á bert berg eða möl. Um | hreiðurgerð er því ekki að | ræða, en þó er smásteinvölum | eða skeljabrotum oft hagrætt | undir eggjunum eða í kingum 1 þau. | TEISTAN er að jafnaði i hæglát og prúður fugl og kröf- | ur hennar til lífsins eru hvorki | miklar né margþættar. Sæmileg | aflabrögð og hentug smuga í | urð eða bjargi, þar sem hún | (Framh. á 8. síðu.) I IIIIIIIIIIIIIllllIllllllllllllllllIIIIIIIIIUIIIIIIMIIIllUlllllllIHllllllHHiIlllllIllllllllllllllllllllllllIIIIIIiiiilllllliiiiiiiiiiiiiiHfji

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.