Tíminn - 16.01.1957, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.01.1957, Blaðsíða 5
TÍMINN, niiðvikudaginn 16. janúar 1957. 5 í byrjan desember kom ný gerð jeppa á markaðinn. Fram- leiðandinn er hið kunna fyrir- tæki Wiliys-Overland Exp. Corp. í Bandaríkjunum. Undirvagn og vél þessa bíls er liin sama og í jeppum undanfarinna ára, en ■yfirbygging og útfærsla stjórn- tækja mjög frábrugðin. Með þessari breytingu er jepp- inn, sem hefir áunnið sér vinj- sældir um heim allan, gerður að litlum vörubíl, sem eins og fyr- irrennari hans láta ekki torfærur aftra sér frá því að komast á á- kvörðunarstað. í ávarpi verksmiðjunnar segir að þessi nýja gerð sé enn einn meðlimur í „fjögurrahjóladrifs- fjölskyldunni," sem unmð hefir verið að undanfarið. Eins og á venjulegum jeppabif- reiðum er gírkassinn þannig að hægt er að skipta á níu hraða á- fram og þrjá afturábak. Einnig er hægt að fá þessa bíla með enn stærri gírkassa og eru þá tólf hraðastig áfram, en bíllinn er ^ nokkuð dýrari með honum. Er einnig gó$ur til landbúnaSarstaría Áður en framleiðsla jeppans ! af þessari nýju gerð hófst, var j hann reyndur við alls konar j landbúnaðarstörf og þótti hann ! ekki síðri við þau en jeppar af \ eldri gerðum. ! Þá eru einnig á þrem stöðutn tengsli, sem útbúin eru þannig að i hægt er að nota vél bílsins til iþess að drífa áhöld og tæki. Á ! pallinum er hægt að koma fyrir tækjum, svo sem slökkvidælu, raf isuSutækjum, eða dynamó til fram jleiðslu rafmagns. Það mætti hugsa sér hve hent- j ugt það væri ef slíkur slökkviút- ; búnaður væri fyrir hendi í hverri sveit á íslandi, og væntanlega yrði þá hægt að bjarga einhverj- um bænum, sem nú virðist dæmd ur til að brenna til grunna ef eld jur brýzt út. Framan á bílnum er einnig tengsl, sern ætlað er fyrir vindu. Að aftan er þriðja tengslið og er það ætlað til notkunnar við beltis drifin landbúnaðartæki, svo sem sláttuvélar, vélar til að taka upp kartöflur o. fl. Vél er sams konar : og í eldri gerífam I Þó að hinn nýi jeppi sé mjög Yfirbygging hins nýja jeppa „FC-150'' er mjög framarlega og sá sem ekur sér veginn sex fet fyrir framan högg. fjöSrina. Yfirbyggingin er höfS svona framarlega til þe s a3 paliurinn rúmi meiri farangur. Þessi nýi jeppi hef> ir samskonar vél og fyrirrennarar hans sem smíðaöir voru til hernaðar- eða iandbúnaðarþarfa. Gírkassinn er einnig samskonar en hsgt er að fá stærri gírkassa með fleiri hraðastiliingum framá og afturá. frábrugðin eldri nöfnum sínum er undirvagn og vél samskonar. Smá- vegis breytingar hafa þó verið gerðar á grindinni með aukið burðarþol fyrir augum. Eru lokarair ébéttír? Og hér er aS siðustu ráS Hafa smíðað yfir ívær milljónir bíla Það var árið 1945. Þýzkaland Hitlers hafði gefist upp fyrir her skörum bandamann.a, er flædduj inn yfir landið í skriðdrekum og! hvers kyns vígvélum að undan-1 gengnum laftárásum, sem ekki höfðu átt sinn líka og borgir ogj bæir voru sums staðar rúsir ein ar. — Borgin Russelsheim, þar sem Opel bíla verksmiðjurnar eru hafði heldur ekki farið var- liluta af þessu og skemmdir á | verksmiSjuhúsum og íbúðarhús-, um voru gífurlegar. Meira en helmingur Opel verksmiðjanna: var í rústum og það sem upp stóð mikið skemmt. En það liðu ekki nema nokkr- ir dagar þar til byrjað var að ryðja til og lagfæra í rústunum, þar sem einu sinni voru stórar og veglegar verksmiðjubyggingar. Það tók langan tíma að hreinsa til þannig, að uppbyggingin gæti hafist. En uppbyggingin hófst samt sem áður árið 1945 og ári síðar kom fyrsta eftirstríðsframleiðslan á markaðinn. Það var eins og hálfs lestar vörubíll. Árið 1947 kom svo Opel Olympía fram á sjónarsviðið og Kapitan ári síðar. Síðan hafa verksmiðjurn ar unnið dag cg nótt að því að framleiða bíla, einn mikilsverðl asti þátturinn í útflutningsfram- leiðslu Vestur-Þýzkalands. Fyrir nokkrum vikum var lok- ið við byggingu nýrrar viðbótar verksmiðjunnar og segja má að uppbyggingin sem hófst árið 1945 hafi fyrst verið lokið nú um miðj an nóvember síðastliðinn. Þessi nýja verksmiðja sem fram leiðir yfirbyggingar nefnist K-40 og er talin ein sú fullkomnasta í heiminum. Auk húsa o® véla í K-40, varð að stækka rafstöð fyr- irtækisins um 25 þús. kw. og mundi það ekki þykja smáræðis stækkun hér á landi. Auk þess varð að byggja vatns- j hreinsunarstöð, stækka spenni- stöðvar og byggja stóra brú milli húsanna, þar sem framleiðsla hinna ýmsu bifreiðahluta fer fram. Framleiðsla verksmiðjunnar er nú um það bil 850 bílayfirbygg ingar á dag. í K-40 vinna 8500 pappírsörk og haldið henni að út« blástursrör- inu. Ef gasið frá véiinni heldur örk- inni frá rör- inu með jöfn um þrýstingi eru lokar véiarinnar í lagi. — Ef á hinn bóginn gasið blæs pappírsörkinni frá rörinu annað slagið, en dregur hana að þess á milli, eru öli líkindi til þess að sumir lokarnir séu brenndir. manns á tvískiptum vökturn. — Verkfræðingar fyrirtækisins hafa komið fyrir kaffisal þar sem 4 þús. manns geta verið samtímis án þess að þröngt sé. Stuðst við ameríska reynslu verksmiðjunum dag og nótt og þess freistað að auka framleiðsl- una sem mest. Sem dæmi um þetta má nefna að árið 1954 framleiddi Opel 26,4% allra fólksbíla í V-Þýzkalandi en ekki nema 19,8% á fyrstu átta mánuðum 1956. Opd verksmiðjurnar stækkaðar til þess að reyna hvort lokar vélar- innar í bíln- um yðar eru virkir: TakiS »»'S var mikið um dýrðir þegar búið var að framleiða tvær milljónir Opel bifreiða. Myndin er frá hátíðahöld- unum, sem haldin voru í sambandi við það. Við opnun K-40 flutti G. A. de Wolff forstjóri ræðu, þar sem hann gat þess meðal annars að við vélaniðursetningu og skipulag j hefði verið stuðst við reynslu General Motors í Bandaríkjunum. | j Ennfremur sagði de Wolff í sömu ! ræðu; „En opnun þessarar nýju i verksmiðju markar einnig tíma- | mót, því að nú höfum við fram- jleitt bíl sem ber framleiðslunúm- j erið 2 milljónir. Og það var í . þesari nýju viðbótarverksmiðju, j sem hann var framieiddur. Með i honum hefst nýr kaíli í sögu Opel j bílanna." j F.vrsti bíllinn. sem framleiddur var í K-40 var Olympia Rekord en ■ einnig eru Kapitan og sendiferða- I bílar búnir þar til. Opelverksmiðjurnar í Russels- j heim framleiða nú um það bil eitt ; þúsund bila á sólarhring, en sólar- hringur þv'ðir í þessu tilfelli 16 klst. Það rennur því nýr bíll út úr verksmiðjunni á hverri mínútu og ársframleiðslan ætti að vera 250 —300 þúsund bílar. Opelbílarnir hafa nú um margra ára bil staðið í fremstu röð hvað endingu og allan útbúnað snertir og búa verksmiðjurnar sig nú und ir að ná sínu fyrra sæti í bílafram leiðslumagni V-Þýzkalands, en vegna þess hve litlar verksmiðj- urnar voru og aðrir bílaframleið- endur stækkuðu sínar verksmiðj- ur dróst Opel aftur úr hvað hundraðshluta bílaframleiðslunn- ar snerti, ,enda þótt unnið væri í Með verksmiðjunni K-40 hefst nýr kafli í framleiðslusögu verk- smiðjunnar og væntanlega verð- ur þess ekki langt að bíða að hún fari fram úr því sem áður var hvað framleiðslu snertir, miðað við hundraðshluta bílaframleiðs- unnar í Vestur-Þýzkalandi. — Fiýtum okkur, og sjáum, hvar kviknaö hefir ■! iiiiiiiiiuuiiiiiiiiuiimiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiuiii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.