Tíminn - 16.01.1957, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.01.1957, Blaðsíða 12
Ve.ðrið í dag: Sunnan og suðvestan kaldi, eða stinningskaldi, dálítil riguing. i Kvikear í hraðferð- arvapi í Nóatóni Um klukkan hálf tólf í gær kviknaði í hraðferðarvagni, Aust-j urbær-Vesturbær, þegar hann kom j á biðstað í Nóatúni. Þegar vagn- stjóri hafði árangurslaust reynt, að slökkva í vagninum, hljóp hann; inn í næsta hús og hringdi áj slökkviliðið. Kom það von bráðar j og slökkti í vagninum. Eidurinn, j sem virtist koma upp við hvalbak,! var þá kominn fremst í vagninn | og rauk mikið. Slökkviliðinu tófcst j eð slökkva eldinn nærri strnx, Eldurinn var það hægur í fyrstu, I að farþegar voru í engri hættu.} Múgur og margmenni kom á stað- inn og varð lögreglan að stjórna umferðinni um tíma þarna í kring um vagninn. MacIVIillen verður for-j maður iiialdsflokksins' LONDON, 15. jan. — Næstkom-' andi þriðjudag munu þingmenn! brezka íhaldsflokksins koma sam an til þess að kjósa nýjan íormann flokksins í stað Sir Anthony Eden, sem hefir sagt af sér þingmennsku. Macmillan er öruggur um að verða kjörinn formaður, þótt talið sé, að margir þingmanna fagni ekki mjög formennsku hans í flokknum. Hann nýtur eindregins stuðnings þeirra þingmanna, sem hafa viljað rót- tækar aðgerðir í Súez-málinu og aðrir óska nú fyrst og fremst eftir að flokkurinn geti sameinast um einhvern mann, svo að vinnufrið- ur skapizt fyrir stjórnina. Ungverskir flóttamenn hundeltir í Svíþjóð STOKKHÓLMI, 15. jan. — ítrek- aðar tilraunir hafa verið gerðar á fölskum forsendum, til að komast í samband við ungversku flótta- mennina í Svíþjóð. Tilgangurinn er talinn sá, að afla upplýsinga um ílóttafólkið og fjölskyldur þess, en margir venzlamenn þess eru að sjálfsögðu heima í Ungverjalandi. Sumir þeirra, sem hafa reynt að ná sambandi við fólkið, hafa sagt í símsamtölunum við flóttamanna- búðirnar að þeir væru blaðamenn, en við nánari athugun reyndist þetta alrangt, heldur var hér um kommúnista að ræða, sem hugðust nota þetta bragð til að telja um fyrir fólkinu að hverfa heim eða afla upplýsinga, sem að haldi mættu koma í þeim tilgangi. — Er nú allrar varúðar gætt í sam- bandi við slíkar heimsóóknir. — Um 4 þús. ungverskir flóttamenn eru nú komnir til Svíþjóðar og hafa um 800 þeirra fengið atvinnu. Miðvikudagur 16. janúar 1957. Hitinn: 1 Reykjavík 6 stig, Akureyri 7 st., París -4-1 stig, Khöfn —2 st* Stokkh. —6 st., New York -4-13. Gimnf)ÓHJHSi HálMórsdóttir liyllt Easfbourne í EngSandl: ] Adams læknir fékk RoiSs Royce bifreið og kistu fulla af dýrum silfurmunum i Eástbourne, 15. jan. — Fjórar hjúkrunarkonur báru vitni fyrir kviðdóminum í Eastbourne á Englandi í dag, en réttarhöld fara þar fram yfir lækninum Bodkin Adams, sera grunaður er um að hafa myrt allmargar auðugar ekkjur, er voru pjúklingar hans og ánöfnuðu honum álitlegar fjár- hæðir í eríðaskrám sínum. Hjúkrunarkonurnar báru, að læknirinn hefði aldrei sagt þeim hvaða sprautur það voru sem hann gaf sjúklingi sínum, frú Morell, sem þær stund- uðu, en formlega hljóðar ákæra hins opinbera saksóknara aðeins um morðið á þessari konu. Myndin er tekin á frumsýningu á afmælisleikriti Leikfélags Reykjavíkur síSastliSinn föstudag. Gunnþórunn Halldórsdóttir og Brynjólfur Jóhann- esson (í gerfi) standa á sviðinu meðan leikhúsgestir hylla Gunnþórunni sem eina núlifandi stofnanda Leikfélagsins. Gunnþórunn varS áttatíu og fimm ára fyrir réttri viku. í kvöid er síðasta sýning í ISnó á „Það er aldrei að vita" eftir Shaw. Siiniarlæri á Norðurlandsvegi þaS sem af er þessum veiri NorÖurleiíS hefir nú haft sérleyfi á NorSurlands- Iei«5 í sjö ár og á níu stórar bifreiSar í gær hafði blaðið tal af Jósúa Magnússyni, sem ekið hefir áætlunarbifreiðum milli Reykjavíkur og Akureyrar í þrettán ár og segist hann ekki muna eftir jafngóðu vetrar- færi á norðurleið og nú um þessi áramót. Um jólin var veg- urinn alauður alla leið til Akureyrar og mun það mjög fá- títt á þeim tíma árs. greiðfært er nú, er það, að um jólin höfðu þeir sumarbílana í för um, Scania Vabis, svefnvagnana, sem geta orðið þungir í vöfum í vondri færð. Saksóknarinn hefir hins vegar borið fram í réttarhöldunum þá ákæru að Adams hafi einnig myrt tvær aðrar konur sér til fjár. Adams sat álútur í stúku ákæröa í dag og leit ekki upp í eitt ein- asta sinn, en ritaði nokkrum sinn- um í nótubók sína. Réttarsalur- inn var þéttsetinn forvitnu fólki og fréttamenn eru þar frá flest- um löndum heims, sem fylgjast með hverju orði og atviki, er fram kemur í sambandi við mál þetta. Iljúkrunarkonurnar upplýstu, að frú Morell hefði verið mjög erfiður sjúklingur sem kallað er. Ilefði hún oft fengið skapofsaköst án þess að fyrir þeim væri nokk- ur ástæða að því er virðast mætti. Eitt sinn hefði hún alveg sleppt sér, er hún komst að því að Adams læknir hafði farið til Skot- lands án þess að láta hana vita. Hótaði hún þá að strika hann út úr erfðaskrá sinni. Hún róaðist þó eftir að hafa talað við Adams í síma, enda brá hann við skjótt og skundaði heim. Stór sprauta. Seinustu ævidaga sína fékk frú Morell mjög slæm krampaköst og það svo að við hélt að hún kast* aðist út úr rúminu. Seinasta kvöldið, sem hún lifði kom Ad- ams og gaf henni róandi sprautu. Var hún fimm kúbiksentimetrar að magni. Fannst hjúkrunarkon- unni það mikið en sagði þó ekk- ert, enda hafði læknirinn sagt hjúkrunarkonunum, er þær spurðu um eitthvað svipað, að þetta væri atriði, sem þeim kæmi ekki við. Um morguninn var frú Morell látin. Rolls Royce og silfurmunir. Það er stórmikið fé, sem ekkj- ur þessar hafa arfleitt Adams lækni að. T. d. ánafnaði frú Mor- ell honum Rolls Royce bifreið og kistu fulla af peningum. Svipað gerðu margar hinna kvennanna og er læknirinn af öllu þessu orð- inn stórefnaður maður. Vekja réttarhöld þessi mjög mikla at- hygli, enda tilefni þeirra næsta óvenjulegt. Fáll ísólfsson heldnr tónleika á veg- rnn Æskolýðsráðs Reykjavíkur Fyrstu tónleikarnir verÖa í Hallgrímskirkju í kvöld og mun Þuríður Pálsdóttir einnig svngja þar Venja er að Norðurleið hafi Reo- bifreiðar á einföldum hjólum í ferðum að vetrinum, enda komast þær betur áfram ef nokkuð er að færi. Gott dæmi um það, hversu Hrátur íimsi í beitaríé í ÓfeigsfirSi effcir langa úfcivisfc á Ijöllum Kom ekki í leitirnar haustiíS 1955 ásamt öír- um hrút? sem talið er aÖ hafi drepizt Frá fréttaritara Tímans í Trékyllisvík. Nú á jólaföstunni bar svo við í Ófeigsfirði á Ströndum, að menn urðu varir við aðkomuhrút golsóttan í fé sínu, sem var haldið til beitar. Þykir sýnt að þar sé kominn hrút- ur, sem vantaði af fjalli haustið 1955 og þykja fádæmi, að hrúturinn skyldi lifa útilegu á þessum slóðum. Haustið 1955 vantaði Sigríði í Ófeigsfirði tvo hrúta, veturgamla. Var annar þeirra golsóttur en hinn hvítur. Fundust þeir ekki þó leit- að væri, og voru þeir af öllum, taldir dauðir. — En nú um miðja jólaföstu fundu Ófeigsfjarðarmenn golsóttan hrút í fé sínu norður á Strönd, svonefndri. Þegar farið var að aðgæta, kom það í Ijós svo ekki var um villst, að hér var Golsi sá, sem dauður var talinn, kominn heill og lifandi og undruðust menn mjög. — Er ekki um það að villast að Golsi hefur lifað af veturinn í fyrra á fjöllum uppi, og er það einsdæmi eða fádæmi að fé af á fjöllum hér um slóðir. — Ekki er vitað hvar sá golsótti hef- ur haldið sig allan þennan tíma, en rír er hann og ber þess merki að hafa lifað við þröngan kost, en þó furðu brattur. Fleira má ég ekki vera að segja um þetta, því tíminn er naumur og bréfberinn að kveðja. Yfir hátíðarnar hefur verið ein- Bílakostur. Norðurleið á nú níu bifreiðar. Fyrsta skal fræga telja svefnvagn- ana tvo, sem hvor um sig tekur 36 manns. Hinar eru Reo-bifreiðar, sem taka frá 30 manns til 36 og einn póstvagn. Norðurleið hefur haft sérleyfi á leiðinni Reykjavík —Akureyri í sjö ár og tók íyrir tækið við, þegar ríkisreksturinn hætti. í sumar var tekin upp sú nýlunda að hafa bílfreyjur í vögn- unum og var því fagnað af far- þegum. Ósléttir vegir. Vegir hér á landi eru löngum ósléttir og því erfiðara um alla út- gerð bifreiða en ella. Og þótt að lifi greiðfært sé og enginn snjór tálmi, þurfa bifreiðastjórarnir alltaf að stríða við holóltan veg. Sagði Jóshúa að vegir sunnanlands hefðu verið með eindæmum slæmir í haust og vetur. Heldur skánaði norðan Iloltavörðuheiðar, en þar hefði láðst að liefla veginn áður en fraus. Stjórn Norðurleiðar skipa nú: stök stilla og góðviðri. Jörð alauð 1 Lúðvík Þórðarson, formaður, Skarp upp í fjöll svo fágætt er á þessum | héðinn Eyþórsson og Ólafur Ketils- árstíma. G.P.V. I son. Rúm 40 ár eru nú liðin síðan dr. Páll Isólfsson hélt fyrstu organtónleika sína en þeir fóru fram í Dómkirkjunni í Reykjavík 5. marz 1916. í tilefni af þessu tónleikaafmæli Páls mun hann halda nokkra tónleika hér í Reykjavík nú í vetur og vor á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Hafa fyrstu tveir tónleikarnir þegar verið ákveðnir. Þeir Bragi Friðriksson og Páll ísólfsson skýrðu fréttamönnum frá þessu í gær. i Wissen, Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmi, London, Eton, Oxford, Chieago, Minneapolis, Winnipeg og alls staðar hlotið hinar beztu við- tökur. [ Páll skýrði svo frá að undanfariS hefðu verið keypt mörg ný pípu- orgel til kirkna, bæði hér í Reykja- vík og úti um land. Hefur hann nú í hyggju að leika á sem flest þess- ara nýju orgela í Reykjavík og ná- grenni. Viðfangsefnin verða valin eftir stærð og gerð orgelanna en svo er ráð fyrir gert að tónleikarn- ir verði sex talsins. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær aðrir tónleikar en þessir tveir fara fram. En eins og fyrr segir verða þeir allir í vetur og vor, og verður nánar sagt frá þeim er að þeim kemur. Fyrstu tónleikarnir verða í Hall grímskirkju í kvöld. Leikur Páll verk ýmsra höfunda og flytur skýr ingar á verkunum, en dóttir tón- skáldsins Þuríður, óperusöngkona mun syngja lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Verður þessi sami háttur hafður á þeim tónleikum er síðar verða haldnir. Hinir tónleik- arnir sem ákveðnir hafa verið, verða svo viku síðar, miðvikudag- inn 23. janúar, í Laugarneskirkju. Óþarfi mun að skýra nákvæm- lega frá tónlistarferli Páls ísólfs- sonar, allir þekkja hann og vita hversu mikla viðurkenningu Páll hefur hlotið fyrir organleik sinn víða um lönd. Þess má geta að er- lendis hefur hann leikið í Leipzig, Berlín, Munchen, Teplitz, Köln, Utsvörin á Akureyri áætluð 18 millj. og er hækkun írá s.I. ári 1 3 milljónir króna lagðar í framkvæmdasjóð AKUREYRI: — Fjárhagsáætlun Akureyrar fyrir 1957 liefir verið lögð fram og ern niðurstöðutöl- ur rösklega 19 milljónir. Aðaltekjuliður er að sjálfsögðu útsvörin, og eru þau 16,1 millj. kr. og er það 30% hækkun frá á- ætlun 1956. Ilelztu gjaldaliðir eru: Vextir og afborganir 730 þúsund kr., stjórn kaupstaðarins 889 þús., löggæzla 767 þús., heilbrigðismál 502 þús., þrifnaður 850 þús., vegir og bygg- ingar 2,3 millj., eldvarnir 585 þús., tryggingar 2,3 millj., framfærsla 1, 6 millj. og lagt í framkvæmdasjóð kaupstaðarins 3 millj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.