Tíminn - 16.01.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.01.1957, Blaðsíða 6
6 T í MIN N, miðvikudaginn 16. janúar 1957« Ötgefandi: Framsótaaarflokkurimi, Eitstjórar: Hautur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Sfcrifstofur f Edduhúsi viB Lindargötu. Bimar: 81300. 81301, 81302 (ritst]. cg blaBamana), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. ~~-----------------------------~------------------ i Tæknihjálp Sameinuðu þjóðanna ALLIR stjórnmálaflokk- ar hafa það á stefnuskrá sinni að vinna að bættri af- komu alþýðu. Hinsvegar greinir þá á um leiðir til að ná því marki. Um eitt atriði virðast þeir þó allir sammála: Aukin framleiðsla er hin nauðsynlega undirstaða raun hæfra kjarabóta. Þessvegna er nú í flestum löndum unn- ið kappsamlega að aukningu framleiðslunnar. Það atriði, sem megináherzla er lögð á í því sambandi, er aukin tækni. Með því er átt við það, að menn hagnýti sér nýjar aðferðir eða ný tæki til að a.uka framleiðsluna. Þær þjóðir, sem lengst eru komnar í því að hagnýta sér tæknina, búa við mesta og almennasta velmegun. ÞEGAR Sameinuðu þjóð- irnar voru stofnaðar, var þeim ekki sízt ætlað það verk efni, að vinna að bættum kjörum þeirra þjóða, sem lak ast eru settar efnahagslega. Þetta verkefni hafa þær reynt að rækja með margvís- legum hætti. Einn merkasti þátturinn í þessari starfsemi þeirra er tæknihjálpin. Á Allsherjarþingi S.þ. 1949 var fyrst komið fastri skip- an á þessa starfsemi, þegar samþykkt vgr áætlun fyrir svonefnt „expanded program of technical assistance". — Með því var komið föstu skipu lagi á tæknilega aðstoð Sam einuðu þjóðanna sjálfra og hinna sérstöku stofnanna, eins og matvæla- og land- búnaðarstofnunarinnar (FA O) Heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) Menningarstofnunar innar (UNESCO), Flug- málastofnunarinnar (ICAO) og svo framvegis, svo að eðlilegt samhengi yrði í störf um þeirra að þessu leyti. Ríki þau, sem taka þátt í S.þ. eða einstökum stofnunum þess, leggja fram framlög af fús- um vilja til tæknistarfsem- innar, og námu þau framlög nær 30 millj. dollara á síðast- iiðnu ári. Þessu fé er svo skipt milli S.þ. og einstakra sérstofnana þess. Sérstofnan irnar leggja svo einnig fram fé í þessu skyni. STARFSEMI tæknihjálp ar S.þ. er tvíþætt. Annar þátt urinn er sá, að útvega þátt- tökuríkjunum sérfróða menn, sem geta veitt leiðbeiningar um bættar vinnuaðferðir, annast vissar rannsóknir o.s.frv. Hinn þátturinn er sá, að veita mönnum frá löndum, þar sem skortur er á sérfræð- ingum, námsstyrki til að afla sér þeirra sérþekkingar, sem talin er viðkomandi landi nauðsynleg. Það gefur nokkra hugmynd um, hve víðtæk tækniþjón- usta S.þ. er, að á tímabilinu 1. júlí 1950 til 1. júlí 1955 voru um 6000 sérfræðingar sendir á vegum hennar til 85 landa og veittir um 7000 styrkir til námsmanna frá 98 löndum og nýlendum. Auk þess voru þaldin námskeið i ýmsum löndum, þar sem mönnum var veitt ýmis tæknileg leið- sögn. íSLENDINGAR hafa not ið nokkurs góðs af tækniþj ón ustu S.þ., þar sem nokkrir sérfræðingar á vegum henn- ar hafa komið hingað til lands. Verulegar líkur eru þó til þess, að meiri not muni þó vera hægt að hafa af þess ari starfsemi. Það er því á- reiðanlega rétt ráðið, að ung um og efnilegum verkfræð- ingi hefur nú verið falið að kynna sér þessa starfsemi S.þ. til hlítar og skrifa um það álitsgerð til viðkomandi stjórnarvalda, jafnframt því, sem hann mætir sem full- trúi íslands á allsherjarþingi S.þ., þar sem bæði tæknimál- in eru rædd og mál, sem eru í nánum tengslum við þau. Þátttaka í þinginu er þann- ig góð undirstaða til að afla nánari vitneskju um þessi efni. MORGUNBLAÐIÐ hef- ur áreiðanlega ekki valið sér gott hlutskipti með því að gagnrýna þessa ráðstöfun. Það gerir og ekki hlut þess betri, að gagnrýni þess virð- ist fyrst og fremst sprottin af hatri til forsætisráðherra, því að sonur hans á hér hlut að máli. Vita þó allir kunn- ugir, að hann er sakir hæfi- leika og menntunar mjög fær um að rækja það starf, sem hér um ræðir. Pólitískt ofstæki hefur hér afvegaleitt þá Mbl.-menn, eins og svo oft áður. Árás Mbl. mun ekki gera forsætisráðherra né syni hans neitt tjón. Hún má ekki heldur verða til þess, að fs- lendingar vanræki að kynna sér tækniþjónustu S.þ. og reyni að hafa af henni eins mikil not og hægt er. Fram- tíð íslenzku þjóðarinnar bygg ist á því, að hún láti ekki ganga úr greipum sér nein tækifæri til að hagnýta sér tækni og reynslu þeirra, sem lengst eru komnir. BiSilsfarir Sjálfsíæðisflokksins FYRIR NOKKRUM dög- um birtist forustugrein í Morgunblaðinu, þar sem skor að var á öll lýðræðissinnuð öfl að ganga í samfylkingu gegn kommúnistum. Þetta sýnir, að „stefnan“ er ekki lengi að breytast á .ihaldsheimilinu. Það eru nefnilega ekki nema réttir þrír mánuðir síðan, að Sjálf stæðisflokkurinn biðlaði á- kaft til kommúnista á Al- þingi, og reyndi að fá þá til liðs við sig um að ógilda upp- bótarþingsæti Alþýðuflokks- ins, þvert ofan í ákvæði stjórnarskrárinnar og kosn- ingalaganna. Jafnframt lét hann svo skína í það, að hann ERLENT YFIRLIT: ' Ný viðhorf í málefnum Evrópu AthyglisverS ummæli Adenausrs, Kennans og Humphreys AÖENAUER fer einnig vaxandi í Bandaríkjun- um. í seinustu viku kvaddi utanríkis- nefnd öldungadeildarinnar ýmsa merka menn á fund sinn til þess að fá álit þeirra á tillögum Eisen- howers varðandi Arabalöndin. Meðal þeirra, sem nefndin kallaði á fund sinn, var George Kennan, sem talinn er einn glöggasti sér- fræðingur Bandaríkjanna um rúss- nesk málefni. Hann notaði þar tækifærið til að skýra frá þeirri skoðun sinni, að Bandaríkin ættu að taka upp nýja stefnu varðandi afstöðuna til Sovétríkjanna og Ev- rópu. þau ættu að gera 'tillögu urn að Bandaríkin og Sovétríkin drægju herafla sinn í Evrópu burtu að mestu eða öllu leyti. Slíkt kynni að skapa aðstöðu íil sam- komulags um sameiningu Þýzka- lands, en henni ætti að fylgja ör- yggissáttmáli, sem öll Evrópuríkin væru aðilar að. Ef Rússar höfnuðu þessari tillögu, væru þeir komnir í varnarstöðu í kalda stríðinu í stað þess, að vesturveldin eru það nú. NOKKRU EFTIR að Kennan hafði lýst þessari skoðun sinni, birti Hubert Humphrey öldunga- deildarmaður frá Minnesota, sem er einn helzti leiðtogi frjálslyndra demokrata, hliðstæða yfirlýsingu. Hann skoraði þar á Eisenhowet að taka til vandlegrar íhugunar að kveðja bandaríska herinn frá Vestur-Þýzkalandi, þar sem slíkt skref gæti mjög orðið til þess að greiða fyrir sameiningu Þýzka- lands og stuðla að frelsun lepp- ríkjanna. Humphrey sagði enn- fremur, að hann teldi ólíklegt að nokkurt samkomulag gæti náðst um afvopnunarmálin, nema fyrst yrði stigið skref í þá átt að auka bilið milli rússneskra og amerískra herja í Evrópu. Humphrey á sæti í utanríkis- málanefnd öldungadeildarinnar og er þar formaður undirnefndar þeirrar, sem fjallar um afvopnun- armál. Hann á einnig sæti í sendi- nefnd Bandaríkjanna á þingi Sam- einuðu þjóðanna. Hann er maður, sem er mjög í vaxandi áliti meðal flokksbræðra, sinna, og er einn þeirra, sem talinn er koma mjög til greina sem forsetaefni eða vara- forsetaefni demokrata í næstu for- setakosningum. MARGT FLEIRA mætti nefna, sem sýnir það og sannar, að bæði austan hafs og vestan vex nú ! þeirri stefnu fylgi, að vesturveldin i taki upp nýja stefnu í sameining- ! armálum Þýzkalands og Evrópu. 'Undanfarið hafa þau lagt ein- ' hliða áherzlu á eflingu Atlantshafs bandalagsins sem mótvægi gegn Rússum. Slíkt hefir vafalaust ver- ið nauðsynlegt, en það getur hins vegar aldrei orðið framtíðarlausn- j in. Með því er ekki aðeins Þýzka- | landi haldið tvískiptu, heldur einn | ig Evrópu, en hvorutveggja fylgir viðvarandi stríðshætta. Atlants- hafsbandalagið er því bráðabirgða- | úrræði, en ekki framtíðarúrræði. j Framtíðarstefnan er eitt Þýzka- ; land og ein Evrópa. Til þess að ná ; því marki, þarf að opna nýjar leið- | ir jafnframt því sem Atlantshafs- bandalaginu er viðhaldið um sinn. Til þess að ekki halli á vesturveld- in í kalda stríðinu, þurfa þau að hafa frumkvæði í þessum efnum, en ekki að skipa sér í varnarstöðu, eins og verið hefir undanfarið. X FRAMTÍÐ Atlantshafsbandalags- ins getur mjög oltið á því, að for- vígismenn vesturveldanna geri sér (Framhald á 8. síðu.) ‘BAÐsromti Á ÞINGI Sameinuðu þjóðanna í| fyrradag birti aðalfulltrúi Banda-! ríkjanna nýjar tillögur Bandaríkja ! stjórnar í afvopnunarmálunum.; Margt er nýtt í þessum tillögum, en það þó sennilega merkilegast, að lagt er til að banna allar til- raunir með vetnissprengjur, ef fullkomið eftirlit fæst með því, að slíku banni verði fylgt. Hér er um að ræða mjög svipaða tillögu og þá, sem Adlai Stevenson varp- aði fram í kosningabaráttunni á síðastl. sumri, en þá var illa tekið af republikönum. Það hefir hins vegar orðið eitt fyrsta verk stjórn- ar þeirra eftir kosningasigurinn, að gera þessa tillögu Stevensons að tiUögu sinni á alþjóðlegum vett- vangi. Hinar nýju afvopnunartillögur Bandaríkjastjórnar hafa vakið mikla athygli, en þó hefir vakið stórum meiri athygli tillaga varð- andi afvopnunarmálin, er Adenau- er, kanslari Vestur-Þýzkalands, varpaði fram á blaðamannafundi síðastl. föstudag. Adenauer lýsti sig þar fylgjandi banni á vetnis- sprengjum sem fyrsta skrefi til að ná samkomulagi um afvopnunar- málin. Af ummælum Adenauers var ekki annað ráðið en hann væri fylgjandi slíku banni, þótt ekki kæmist strax á samkomulag um eftirlit með því. Þar skilur á milli tillagna hans og Bandaríkja- stjórnar, sem jafnan hefir gert strangt eftirlit að skilyrði fyrir banninu. Þessi ummæli Adenau- ers hafa því vakið heimsathygli, því að hingað til hefir Adenauer verið talinn sá evrópiskur þjóðar- leiðtogi, er stæði fastast með stjórn Bandaríkjanna á alþjóðleg- um vettvangi. Á SAMA blaðamannafundi lét Adenauer svo ummælt, að hann áliti það vænlegt til að draga úr spennu í alþjóðamálum, ef sam- komulag næðist um afvopnað hlut- laust belti í Evrópu. Áður hefir Adenauer gefið til kynna, að hann gæti hugsað sér fleiri leiðir til að vinna að sameiningu Þýzkalands en þá að efla Atlantshafsbandalag- ið og fá Rússa þannig smám sam- an til undanhalds. Áður fyrr hefir Adenauer hins vegar talið þetta einu leiðina. í umræddum ummæl- um Adenauers koma því fram al- veg ný sjónarmið, sem hann hefir lýst sig andvígan áður, en telur nú geta komið til greina vegna breyttrar sjónarmiða. Þessi breytta afstaða Adenauers er glögg sönnun þess, að viðhorf manna í Vestur-Evrópu er mjög að breytast til þess, hvernig haga beri stefnunni í alþjóðamálum á næstu árum. Sú krafa fer vax- andi, að nýjar leiðir séu reyndar til að komast úr þeirri sjálfheldu, sem alþjóðamálin eru nú í. I Vest- ur-Þýzkalandi fara fram þingkosn- ingar á næsta hausti og er ekki ósennilegt, að Adcnauer telji rétt vegna þeirra að koma til móts við þetta sjónarmið. Svo mjög fer fylgi þess vaxandi meðal Þjóð- verja. EN ÞAÐ er ekki aðeins austan hafsins, sem þetta sjónarmið á vaxandi fylgi að fagna. Fylgi þess væri reiðubúin til áframhald- andi samstarfs við kommún- ista um víðtækar breytingar á kjördæmaskipuninni. ÞANNIG biðla íhaldsfor ingjarnir nú einn daginn til kommúnista, en hinn daginn er boðið upp á samfylkingu gegn þeim! Stefnan er með öðrum orðum enginn, heldur aöeins hugsað um að komast með einhverjum hætti í valda stólana aftur. Slíkur hringlandaháttur er meira en nægjanlegur til þess að Sjálfstæðisfl. mun koma hryggbrotinn úr sérhverri biöilsför. Kákið í umferðamálunum. S. P. SKRIFAR blaðinu m. a. á þessa leið: „Blöðin skrifa ann- að slagið nýjar tilskipanir varð- andi umferðamál. Síðast að það eigi að banna bílaslöður annars vegar við einar 3 götur. Sér eru nú hver stórræðin. í þessi mál vantar frá bæjaryfirvaldanna hendi alla skerpu. Þetta er dútl en ekki myndarlegt átak. Og þó dylst víst engum að þörf er á miklu átaki til að greiða úr vand ræðaástandi og vinna að slysa- vörnum. Margt má vissulega gera til úrbóta. Tökum til dæm is bílastöðurnar á götunum. Þar standa alls konar bílar nætur- langt, þar á meðal vörubílar með pallhornið ógnandi út í götuna, ljóslaust og stundum svo nærri horni, að sérstaka aðgæzlu þarf til að aka ekki á. Þessar vörubíla stöður hafa valdið slysum og eiga áreiðanlega eftir að valda slysum ef ekki verður að gert. Þarf hver vörubíll að standa næturlangt við útidyratröppur eigandans eða garðshlið hans? Slíkt fyrirkomulag er auðvitað fjarstæða. Þessir bílar eiga að hafa ákveðið stöðupláss í hverju hverfi. Bæjaryfirvöldin eiga að útvega það og skylda eigendur að hafa bila sína þar.“ Bílastöður og húsagarðar. ENN SEGIR: „Fólksbílarnir eiga heldur ekki að standa á götunum eins og nú er. Ef far- ið cr um bæinn og athugað, hvernig bílastöðunum er háttað og hvernig lóðum og görðum ein staklinga, sést óðara, að mikill fjöldi húseigenda gæti sem bezt tekið bílana inn á lóðina. Það kostar að vísu dálitið víðast hvar en ætti að vera kvöð á húsunum. Með samræmdu átaki mætti flytja mörg hundruð bíla af göt- unni inn í húsagarðana, og koma um leið í veg fyrir þrengsli og slysahættu. Umferðamálin verða ekki bætti með smádútli eins og umferðanefndin er að fást við, heldur með stórátaki. í því eiga húseigendur og bíleigendur að taka virkan þátt, t. d. eins og hér er stungið upp á.“ t ( {-. • ' ' ' ‘ 1 *’í| Góð tillaga. EG VIL taka undir tillögur S. P. Þær eru góðar. Það er al- veg hárrétt, að kákið kemur ekki því til leiðar, sem þarf. — Meira skal til. Tillagan um sér- stök stæði fyrir vörubíla í bæj- arhverfunum til að losna við hættulega stöðu þeirra á götum í skammdeginu, og kvöð á hús- eigendur að hirða bílana af göt- unni, er góð og athyglisverð. — Auðvitað væri æskilegast að menn hefðu bílskúra fyrir bíla sína. Hér þarf að finna aðferð til að byggja bílskúra án þess að þeir kosti eins mikið og lúxus villa fyrir sti-íð. Meðan venjuleg- ur bílskúr kostar eins mikið og bíllinn, er ekki von á góðu. En. milljónaverðmæti grotna niður í særokinu og uppgufuninni frá hinum stórfurðulega saltburði bæjaryfirvaldanna á göturnar. Þar er höfð í frammi skemmdar starfsemi á eignum manna og er langlundargeð bíleigenda höfuð- staðarins mikið. —Finnur. iíSlrú

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.