Tíminn - 16.01.1957, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.01.1957, Blaðsíða 2
2 Paradís verkamanna í Ungverjalandi Þannig hugsar orlendur teiknari sér, að stjórnarfarið í sæluríki kommún. ista í Ungverjalandi sé réttast táknað. Kadar-stjórnin hefir lýst yfir, aö hún muni haida áfram með sama hætti og áður að byggja upp Paradís verkamanna, en tii slíks uppbyggingarstarfs þarf góðan fótabúnað. Þá urðu stjómarvöld í Bandaríkjunum hissa Demaree Bess segir frá sjónvarpsstöíinni í Keflavík og skilyrftum Islendinga í grein í „Sat- urday Evening Post“. Ameríski blaðamaðurinn Demaree Bess dvaldi hér á landi am skeið á s. 1. hausti til að safna efni í grein fyrir „Satur- day Evening Post“, eitt af hinum stóru, myndskreyttu skemmtiritum Bandaríkjarína. Litlu seinna sendi ritið sér- stakan ljósmyndara til að taka myndir til að prýða greinina. Árangurinn birtist í blaðinu 29. lesember s.l. og heitir greinin ',Uncle Sam’s Reluctant Ally“, eða •,Tregir bandamenn Sáms frænda“, ín í undirfyrirsögn segir, að sú stolta þjóð, sem byggir það kulda- iega og fjarlæga land, ísland, sé ekki ákaflega hrifin af Bandaríkja- mönnum, enda þótt hún hafi minni ábeit á þeim en öðrum útlending- um. Þetta er löng grein og er víða ,comið við, m.a. er 'það enn rang- 'acrmt (eftir heimildum hér í 'iteykjavík), að stjórnarslitin hafi 'irðið út af varnarmálinu. En ann- Írs er ekki mjög mikið af vitleys- jm í greininni, þótt ýmsar ályktan ,r blaðamannsins séu nokkuð aæpnar. Bjónvarpsstcðin í Keflavík. í upphafi máls ræðir Bess um stofnun sjónvarpsstöðvar í Kefla- vík og segist honum þá svo frá, að árið 1955 hafi hermálaráðuneytið i Washington ákveðið að stofnsetja sjónvarpsstöð á Keflavíkurflug- velli til að hressa upp á varnar- liðið, sem hafi búið við daufan kost og lítil samskipti við lands- tnenn. Amerískar sjónvarpsstöðvar Dg þeir aðilar, sem að dagskrá standa, höfðu lofað að leggja til ■efni fyrir stöðina án endurgjalds, pg átti það að vera kvikmyndir og upptökur ýmiskonar (canned pro- •grams) og stöðin að vera í gangi 12 tíma á dag. „En áður en til framkvæmda gæti komið“, segir 'Bess, varð að fá leyfi íslenzkra "stjórnarvalda, sem eru með í ráð- um um jafnvel hinar minnstu breyt ingar á flugstöðinni. Á það var bent, að fyrirhuguð sjónvarpsstöð mundi verða upplyfting fyrir fs- lendinga ekki síður en Bandaríkja menn, þyf að hún myndi verða það aflmikil, að hún gæti útvarpað skýrum myndum alla leið til R- víkur. . . . Þarna var íbúum höfuð borgarinnar, 60.000 manns, % htua þjóðarinnar, boðið upp á að njóta hins bezta ameríska sjónvarpsefnis sem völ er á, án endurgjalds". „En þegar svar íslenzku ríkis- stjórnarinnar kom, urðu Banda- ríkjamennirnir alveg steinhissa. Því að stjórnin lýsti því yfir, að einu skilyrði yrði að fullnægja áður en sjónvarpssendingar hæf- ust. Senda yrði út með svo veik- um burðum, að myndirnar gætu með engu móti sézt í Reykjavík. Og þarna er skýringin á því, hvers vegna myndin í móttökurunum á flugvellinum sjálfum er óskýrari en hún ætti að vera^ og hvers vegna aðeins örfáir íslendingar hafa séð sjónvarp af nokkurri gerð ..." Seinna í greininni kemur fram, að skilyrði íslendinga hafi verið skýrt með því, að vegna tungu og erfðavenju vilja íslendingar ó- gjarnan veita börnum sínum tæki- færi til að horfa á amerískt sjón- varp 12 tíma á dag. Togarar leita tif ísafjarðar ÍSAFIRÐI í gær: — Óveörið, sem hór hefir geysað undanfarið, er nú gengið niður og skemmdir hafa ekki orðið meiri en vitað var í gær. Þrir erl. togarar leituðu hér hafnar vegna bilana. Eru tveir þeirra brezkir og einn færeyskur. Ekki hefir gefið á sjó það sem af er þessari viku en fyrir helg- ina var afli góður, fimm til sjö lestir á bát í róðri til jafnaðar. GS T í MI N N, miðvikudaginn 16. janúar 195*“ Erlendar íréttir UNGVERSKA stjórnin neitar að vita nokkuð um afdrif stúdent- anna tveggja, sem ungversk lög- regla handtók fyrir nokkrum dög- "um við austurrísku landamærin. ÍSRAELSMENN hafa lokið fyrsta á- fanga í brottflutningi herliðs síns frá Sinai-skaga. EGYPZKA þjóðvarnarliðið scgist muni senda sjálfboðaliða til Ye men til að aðstoða íbúana gegn árásum Breta frá Aden. Fuglamyndir sýedar á kvöSdvöku Fyrsta kvöldvaka Ferðafélags Islands á þessu ári verður haldin í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 17. janúar. Húsið verður opnað kl. 20.30. Á þessari kvöldvöku verða sýndar litskuggamyndir af íslenzk- um fuglum, teknar af Birni Björnssyni, kaupmanni frá Norð firði, og mun dr. Finnur Guð- mundsson, fuglafræðingur skýra myndirnar. Björn Björnsson er brautryðj- andi hér á landi í töku fugla- mynda og hefir með ódrepandi elju og natni náð prýðilegum á- rangri á því sviði. Fuglamyndir eftir hann hafa birzt í erlendum tímaritum og síðustu árin hafa margar af myndum hans verið birtar í Náttúrufræðingnum með fuglagreinum Finns Guðmunds- sonar og vakið almenna aðdáun. Þessar myndir eru allar svart-hvít- ar, en Björn hefir einnig tekið fjölda litmynda af fuglum og eru margar þeirra gullfallegar. Má lík legt telja, að marga fýsi að sjá þessar myndir, sem fáum hefir gef- izt kostur á að sjá hingað til. Á eftir fuglamyndasýningunni verð- ur myndagetraun og verða tvenn verðlaun veitt. Síðan verður dans að venju. Fyrsta vetrarsíld Norö- mmm nijög væn Álasundi, 15. jan. — Vetrar- síldveiði Norðmanha hófst í gær og komu íyrstu bátarnir að í dag. Veiði er enn ekki mikil og síldin ekki gengin til fulls á grunnmiðin. f dag hefir veður liamlað veiðuin og allir bátar í verstöðvunum legið í höfn. Síld- in er injög væn og íeit. Þyngd meðalsíldarinnar, sem barst úr fyrsta bátnum var 295 grömm, en meðalþyngd á sama tíma í fyrra var 275 gr. Fitumagnið revndist 13%, en var 12,30% á sama tíma í fyrra. Essenhower fagnar IVlaclVlillan vel LONDON, 15. jan. — Eisenhower forseti Bandarikjanna hefir sent Macmillan forsætisráðherra Breta heillaóskir. Fagnar hann mjög vali hans í stöðu forsætisráðherra og minnir á ágætt samstarf þeirra í N-Afríku á stríðsárunum. Forsætis ráðherrann hefir svarað og sagt, að hann leggi hina mestu áherzlu á vináttu Bandaríkjanna og Bret- lands. Eignarnám Nassers (Framh. af 1. síðu). tækja, sem rekin hafa verið af er- lendum mönnum. Þá hefir Nasser sett á stofn fjárhagsráð, sem á að hafa yfirumsjón með fjárfestingu hins opinbera í landinu og sam- ræma liinar ýmsu viðreisnarað- gerðir ríkisvaldsins. Mun ráð þetta fá mikil fjárráð og er sjáan- legt að það á að fá í sínar hendur það fjármagn m. a., sem fæst við eignarnám erlendra fyrirtækja í landinu. Foringjar líflátnir (Framh. af 1. síðu). Hann var handtekinn er Kadar- stjórnin kom til valda og sakaður um gagnbyltingarstarfsemi. i Safna vopnum. Þá segir, að lögreglan hafi hand tekið marga menn úr leynifélagi einu á Búdapest-svæðinu, sem höfðu safnað vopnum og falið. Hugðust þeir geyma þau til betri tíma, er hentugra tækifæri gæfist að nota þau. Menn þessir verða dregnir fyrir sérstakan dómstól, sem hefir heimild til að kveða upp dauðadóma, er fullnægja skal inn- an sólarhrings frá dómsuppkvaðn- ingu. 25 þús. kr. fyrir fylgdina. Þá berast fregnir frá Vínar- borg um, að mjög hækki nú gjald það er náungar nokkrir taka af flóttamönnum fyrir að fylgja þeim yfir austurrísku landamærin,. Hafa margir gert sér þetta að atvinnu. Er sagt að gjald þetta sé nú í sumum til- fellum komið upp í 25 þús. ísl. krónur, auk þess sé stundum greitt í matvörum. Hafa austur- rísk yfirvöld handtekið suma þessa fylgdarmenn seinustu daga og dæmt þá í allt að 14 daga fangelsi fyrir að fara inn fyrir austurrísku landamærin. 500 milj. frá Kínverjum. Innanríkisráðherrann ungverski tilkynnir að kínverska stjórnin hafi lofað að veita Ungverjum allt að 500 milj. króna lán auk vöruláns upp á álíka upphæð. Ráðherrann sagði einnig, að mynd uð yrði stjórn á breiðari grund- velli, þegar „eðlilegt ástand" hefði skapazt í landinu. Ekki kæmi samt til mála að leyfa starfsemi sósíaldemókrata í landinu, þar eð kommúnistar gætu ekki leyft slíkt sundrungarstarf meðal verka- manna. Óvenjulegt hvassviðri í Eyjaíirði Akureyri: Á mánudaginn gerði hér alveg óvenjulegt hvassviðri af norðvestri og telja sumir veður- hæðina meiri en orðið hefir í ára- tug eða meira, einkum mun þó hafa verið hvasst í útsveitum Eyja fjarðar og í Grímsey. Á Akureyri og í grennd urðu ekki skemmdir af veðrinu svo að teljandi sé, en rafmagnslaust var um stund, er stíflulok féll fyrir vatnsæð í Lax- árvirkjun, en ekki var sú truflun langvinn. Hér er annars hlýviðri á degi hverjum, jörð alauð og vegir greiðfærir. Látinn er hér aldurhniginn borgari, Þorvaldur Helgason ökumaður frá Eyrarlandi við Akureyri, á 90. aldursári. Skákfélag stofnað á Blönduósi Blönduósi: Stofnað hefir verið Skákfélag Blönduóss og nágrennis og eru félagsmenn 23. Er mikill áhugi ríkjandi og æfingar hafn- ar. Stjórn skipa: Hermann Þórar- insson, Snorri Arnfinnsson, Pálmi Jónsson, Sveinn Ellertsson og Pét- ur Pétursson. Fjárhúsþak fauk í Fnjóskadal Fosshóli: í rokinu á mánudag- inn fauk þak af fjárhúsi á Birn- ingsstöðum í Fnjóskadal. Gekk ofsaveður yfir sunnanverðan dal- inn. Veðrið fór með þakið og hraut ofan af torfveggjum, þeytti burt dyraumbúnaði og jötustokk- um, og er allt gjörónýtt. Bóndi á Birningsstöðu'm er Ferdínand Jónsson. Varnarliísmenn gefa Akureyrarbörnum fallegt leikfang Akureyri: Hér er staddur Ragn- ar Stefánsson og me'ð honum þrír menn af Keflavíkurflugvelli. Komu þeir færandi hendi með fallegt leikfang, er þeir gefa barna heimilinu Pálmholti á Akureyri. Er það járnbrautarlest, sem geng ur fyrir rafmagni, listasmíð, að mesíu'gerð af hagleiksmönnum á Vellinum og hefir lcostað 100 dags verk að gera hana. Lestin er til sýnis í búðarglugga hjá KEA, en fer að því búnu til barnaheimilis- ins. Óve^urstjón í Dýrafirði ÞINGEYRI í gær. — Hið versta vestan hvassviðri gekk hér yfir í fyrrinótt og gær og varð af nokk urt tjón, en þó hvergi í stórum stíl. Járnplötur og þök fuku af húsum, einstaka bátur skemmdist lítillega og fleiri smávegis skemmd ir urðu. Þorrablótm í undirhúningi EGILSSTÖÐUM I gær. — Menn' eru nú farnir að hugsa til þorra- blótanna liór í sveitunum. Það er allföst venja hér á Austurlandi að efna til þorrablóta, og er þá oftast hangikjöt og annar rammíslenzk- ur matur á borðum, jafnvel hákarl og harðfiskur, þótt víðast sé not- aður linífur og gaffall. Eru þorra- blótin haldin í hverri sveit, nema óvenjulegar ástæður hamli. Hér á Egilsstöðum er undirbúið allmikið þorrablót að venju. Flugvélin kom ekki austur EGILSSTÖÐUM í gær. — Hér er sama veöurblíðan, þó gekk í all- mikið rok hér í gær, þótt ekki hafi frétzt um tjón. Áætlunarflug- vélin var væntanleg hingað í dag, en komst ekki frá Akureyri vegna storms, og mun hún sitja þar veð- urteppt. Alimarkt fólk bíður hér eftir flugfari suður. Sauðfé Iíti<5 gefií á Héra<5i EGILSSTÖÐUM í gær. — f þess- ari einmuna blíðu, þegar jörð er marþíð og hvergi snjór í byggð er sauðfé gefið mjög lítið, helzt fóð- urbætir. Hefir veturinn verið svo gjafléttur, að fádæmi eru. Stöíarhúsií viÖ Gríms- árvirkjun steypt Egilsstöðum í gær: — Vinna er nú sótt af kappi við Grímsárvirkj- un, og hyggjast menn nota góðu tíðina sem hezt. Vinnu var hætt þar fyrir jólin, en hafin aftur 10. jan. Er nú allmargt manna þar við störf. Unnið er nú að byggingu stöðvarhússins og verið að slá upp fyrir því og steypa það. Væn það mjög gott, ef unnt yrði að ljúka því verki í vetur. — ES. G»5$ur afli en ógæftir Hornafirði í gær: — Hér er lítið j róið vegna sífelldra ógæfta, en þegar bátarnir komast út er afl- inn allgóður, eða 14—19 skippund, en þeir komast ekki nema í einn og einn róður. Hér er nú statt danskt skip að taka beinamjöl til útflutnings. — AA. UngmeimafélagitS í Nesjum fimmtugt Hornafirði í gær: — Um næstu helgi á ungmennafélagið í Nesj- um fimmtíu ára afmæli, og eru menn þar að húa sig undir að halda veglega upp á það afrnæli um helgina í félagsheimili sínu Mánagarði. — AA. Skrúfuna vantar í Hvanney Hornafirði í gær: — Hvanney er enn í slipp á Seyðisfirði. Var ver- ið að skipta um vél í henni og gera við hana að öðru leyti. Átti því að vera lokið fyrir áraniót, en tafir hafa orðið á að fá nýja skrúfu ■í skipið. Átti hún að koma fyrir áramót og nú síðast með flugvél, en mun enn sitja úti í Glasgow. Er þetta mjög bagalegt, því að Hvanney átti að vera byrjuð róðra, og bíður skipshöfnin, sem búið var að ráða, hér eftir skipinu. AA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.