Tíminn - 28.02.1957, Page 2
2
T í MIN N, fimmtudaginn 28. febrúar 1957,
Frakkl. tekur ekkiímálað stimpla
Israelsmenn sem árásarþjóð
Nóverandi stjórn Félags íslenzkra hljóðfæraleikara. Taldir frá vinstri:
Björn 'R. Einarsson ritari, Gunnar Egilsson formaður og Vilhjálmur
Guðjónsson gjaldkeri.
Bjarni Böövarsson
— formaSur í 18 ár
Tuttugu og fímm ár liðin frá stofnun
Félags íslenzkra hljóðfæraleikara
félagið hefir unnið að bættum kjörum fé-
lagsmanna sinna og aukinni tónménnt
Hafnarfjarðarbátar
róa vestur í Kolluál
NEW YORK-NTB, 27. febr. —
Tilkynnt var í Washington í dag,
að viðræðuni Mollet og Eisen-
howers, er ljúka átti í dag, yrði
haldið áfram á morgun og yrði
þá gefin út yfirlýsing um ár-
angur viðræðanna.
- Mollet sagði á blaðamanna-
fundi í Washington í dag, að
Frakkland tæki það ekki í mál
að stimpla ísraelsmenn sem ár- j °§ s® ákveðið að hún takist á hend
'ur leikstjórn fyrir Sjónleikafélag-
ið. Ráðgert er að sýna sjónleikinn
Tópaz í Þórshöfn, en Erna hefir
sjálf leikið í þeim leik í Reykja-
vík. Frú Erna hefir áður annazt
leikstjórn í Færeyjum.
Tópaz verður leik-
inn í Færeyjum
Færeyska Dagblaðið skýrir frá
því 12. febrúar, að Erna Sigurleifs
dóttir, leikkona, hafi komið til
Þórshafnar daginn áður frá Rvík,
í dag eru tuttugu og fimm ár liðin frá stofnun Félags TT,™>nmn„T , TT ,
íslenzkra hljoðfæraleikara. Aðalhvatamaður að stofnun þess farið hafa Hafnarfjarðarbátar róið
var Bjarni Böðvarsson, sem vann félaginu af ráðum og dáð alla leið vestur í Kolluál og eru
meðan aldur entist. F. í. H. hefir unnið að bættum kjörum tvo sólarhringa í róðri. Afli hefir
og aðstöðu félagsmanna sinna og aukinni tónmennt jöfnum verið iélegur, 6—7 lestir á bát.
höndum. í félaginu eru nú hundrað og tuttugu starfandi vinTsTul ° r™‘dáfn bLH
hljóðfæraleikarar. Félagið rekur Hljómlistarskólann og er
hann til húsa í Breiðfirðingabúð þar sem öll félagsstarfsemi
fer fram.
rétti félagsmanna sinna, sem stóð
í mörg ár.
Stjórn F. I. H. átti nýlega fund
méð blaðamönnum og skýrði for-
maður félagsins, Gunnar Egilsson,
frá starfsemi og sögu félagsins.
Það var árið 1932 að Bjarni Böðv-
arsson og Þórhallur Árnason
sendu öllum starfandi íslenzkum
hljómlistarmönnum bréf, þar sem
rædd var nauðsyn þess að stofna
félag hljóðfæraleikara. Einnig
var í bréfinu boðað til fundar með
jþessum mönnum.
Fundurinn var haldinn að Hótel
Borg þann 14. febr. og mættu
sextán menn. Þar var rætt um
erfiðleika þá, sem íslenzkir hljóð-
færaleikarar ættu við að stríða,
Jpeim var goldið lægra kaup en út-
ilendingum sem hér léku á öllum
sarrikomustöðum og erfitt um at-
vinnu vegna hins mikla fjölda út-
llendinga sem hingað hafði verið
íráðinn.
Félagið stofnað
Á þessum fundi að Hótel Borg
var kosin nefnd til þess að undir-
ÍDÚa félagsstofnun og semja lög
fyrir félagið. í nefndina voru kosn
ir þeir Bjarni Böðvarsson, Páll
ísólfsson og Þórhallur Árnason.
Stofnfundur var haldinn að Kirkju
iorgi 4 þann 28. febr. og voru
stofnendur fjórtán. Lög voru sam-
jpykkt og stjórn kosin. í þessari
fyrstu stjórn áttu sæti þeir Bjarni
Böðvarsson formaður, Þórhallur
Arnason ritari og Guðlaugur Magn
'ásson gjaldkeri.
í lok þessa fundar bar Bjarni
Böðvarsson fram svohljóðandi til-
Mgu:
„Yegna þess, hve útlendir hljóð-
íæraleikarar hafa tekið mikla
vinnu frá íslenzkum hljóðfæraleik
sirum, bannar Félag íslenzkra
Mjóðfæraleikara meðlimum sínum
að spila á móti útlendingum nema
tyrir fullt gjald samkvæmt gjald-
skrá félagsins.'*
Þessi tillaga var samþykkt sam-
íiljóða og þar með lagði hið ný-
Stofnaða fólag út í baráttu fyrir
Olíuverðið
í blaðinu í gær var allítarleg
fréttagrein um olíuverðið og til-
skipun um nýtt olíuverð, sem tók
gildi í gær. Blaðið telur rétt að
fram komi, af því að þess var ekki
sérstaklega getið í greininni, að
greinin var byggð á upplýsingum
frá ráðherrum þeim, er með verð-
lags- og viðskiptamál fara í ríkis-
stjórninni.
Dsérhlífinn brautryðjandi
A fyrstu og erfiðustu árum fé-
lagsins er skilningur almennings
á tilgangi þess og stefnumálum
var ekki sá er skyldi, stóð Bjarni
Böðvarsson í fylkingarbrjósti og
barðist fyrir rétti félagsmanna. Sú
barátta var ærið hörð og langvinn
og var ekki laust við að Bjarni
væri látinn gjalda dugnaðar síns
af atvinnurekendum.
Félag íslenzkra hljóðfæraleik-
ara stendur í mikilli þakkarskuld
við Bjarna fyrir hans fórnfúsa
starf. Hann var allt þar til er
hann lézt fyrir tveim árum, drif-
fjöður i allri starfsemi félagsins
og má m. a. marka hve mikið
traust félagar hans höfðu á hon-
um, að átján sinnum var hann kos-
inn formaður félagsins.
Bjarni riddari landaði á
mánudaginn 220 lestum eftir hálfs
mánaðar útivist. Ágúst kom hing-
að í dag með bilaða vindu. —• GÞ.
Afli Þorlákshafnar-
báta glæðist
Þorlákshöfn í gær. — Gæftir
hafa verið sæmilegar síðustu daga,
en afli mjög tregur. í gær glædd-
ist hann þó, og er það bezti afla-
dagurinn um skeið. Fengu bátarn-
ir 5,7 lestir að meðaltali, en nokk-
uð langt var að sækja, miðað við
það, sem hér er venjulega. Afla-
hæstur í gær var Klængur biskup
með 10,5 lestir. í dag er ekki róið
vegna storms. ÞJ
ásarþjóð.
ísraelsmenn hefðu verið neydd
ir til að grípa til róttækra ráð-
stafana til að tryggja varnir lands
ins og koma í veg fyrir sífelldar
árásir Egypta á ísrael. Mollet
sagði, að ísraelsmenn ættu fullan
rétt til að fá tryggingu fyrir því,
áð ekki yrði ráðizt á land þeirra
og yrðu S.þ. að tryggja frið á
landamærunum.
Valt að treysta Egyptum.
Það væri fjarri lagi að ætla,
sagði Mollet, að nokkur viðun-
andi lausn hefði verið fengin,
áður en kom til hinnar svokölluðu
árásar ísarelsmanna á Egypta. —
Mollet sagði, að tryggja yrði frjáis
ar siglingar um Akaba-flóa, hér
væri aðeins um það að ræða að
halda uppi alþjóðalögum og rétti.
Það framferði Egypta að
sökkva skipum og liindrunum í
Súez-skurð væri glögg sönnun
fyrir því, sagði Mollet, hve lítið
traust væri hægt að bera til
egipzku stjórnarinnar.
Símasambandslaust
yið Kleppsholt
Síðastliðna nótt var símasam-
bandslaust við öll hús í Klepps-
holti og Vogum. Vegna þess hafði
lögreglan viðbúnað og voru lög-
reglubílar með talstöðvum á
tveiin stöðum, Sunnutorgi og
vegamótum Suðurlandsbrautar og
Langholtsvegar, svo að hægt
væri að tilkynna ef slys eða elds
voða bæri að höndum. Þessi trufl
un á síinanum átti sér stað
vegna tenginga og breytinga í
stöðinni.
Margþætt starfsemi F. í. H.
Strax á fyrstu árum félagsins
var hafizt handa um að skapa fjöl
breytni í tónlistarlifinu. Stórar
danshljómsvéitir voru stofnaðar
og léku þær í útvarp og víðar. _ , ... _ . .
Þótti þetta hið mesta nýmæli á Samkomuna setti aðalforingi
sinni tíð. Þá starfaði um tíma stór í siíatanna, Páll Gíslason, yfirlæknir
hljómsveit á vegum félagsins, i síákrahússins, en hann hefir, a-
fyrsti vísir að sinfóníuhljómsveit *ami ^onu sinni’ ^ru.
hér á landi og voru hljómleikar aní>doUur, starfað mikið að mal-
haldnir í Tjarnarbíói. j efnum skata, siðan þau fluttust
Árið 1955 átti FÍH í kaupdeilu ’ inn§að-
við veitingahúsaeigendur. Kom til1 Minntist læknirinn hins mikla
verkfalls sem stóð í sex vikur, eða brautryðjanda skátafélagsskapar-
unz Félag veitinga- og framreiðslu ins, er samkoma þessi var helguð,
manna boðaði samúðarverkfall. j og greindi því næst í stuttu máli
Félagið gekk í Alþýðusamband helztu þætti starfseminnar og þær
íslands árið 1935 og nú nýlega hef-' hugsjónir, sem hún byggist á.
Skátar á Akranesi buðu foreldrum
og öðrum skátavinum til hátíðar
Akranesi, 24. febr. 1957.
Síðastliðinn föstudag, á 100 ára afmæli Baden Powell,
hélt Skátafélag Akraness kvöldvöku í Hótel Akraness. Til
kvöldvöku þessarar var boðið foreldrum og öðrum velunn-
urum skátanna, en í félagsskap skáta eru hér liðlega 200
íélagar, bæði piltar og stúlkur.
ingjar hans inna af höndum I þágu
ir það gerzt aðili að Alþjóðasam-
bandi tónlistarmanna. Þá hefir j
það einnig sótt um upptöku í Sam
band norrænna tónlistarmanna. j
Um síðastliðin áramót var stofn-
aður hljómlistarskóli á vegum fé-
lagsins. Nemendur eru sextíu og '
má það teljast myndarlega af stað j
farið.
F. í. H. hefir tekið Breiðfirð-
ingabúð til leigu fyrir starfsemi
sína og er skólinn þar til húsa á-
samt annarri starfsemi, svo sem
ráðningarstofu o. fl. Félagið rekur
veitingasölu í Breiðfirðingabúð og
veitir Kristján Einarsson henni for
stöðu.
Það verkefni sem nú knýr á! Stjórn Félags íslenzkra hljóð-
hjá F. í. H. er að útvega félögum færaleikara skipa: Gunnar Egils-
sínum hljóðfæri á skaplegu verði, json formaður, Björn R. Einarsson
en eins og kunnugt er, er tollur, ritari og Vilhjálmur Guðjónsson
á þeim mjög hár. Þrátt fyrir í-1 gjaldkeri. Félagið minnist tuttugu
trekaðar tilraunir hefir ekki tek-! og fimm ára afmælisins með hófi
izt ennþá að fá hann lækkaðan. I að Hótel Borg n. R. þriðjudag.
Að því loknu sýndu skátar á
ýmsum aldri, undir stjórn foringja
sinna, mörg atriði skátastarfsins,
svo sem það er iðkað á félags-
fundum og r útilegum. Einnig
fluttu skátarnir smá skemmtiþætti
og sungu af hjartans lyst.
Tókst kvöldvakan í alla staði
prýðilega, og er óhætt að fullyrða,
að hin „aldraða sveit“, er þarna
var stödd í boði skátanna, hefir
betur skilið eftir en áður, hið
mikla menningargildl, er þessi fé-
lagsskapur hefir fyrir æskuna, og
það óeigingjarna starf, sem for-
æskulýðsins.
G. B.
1
Nemendur blaða-
mannaskóla koma
hingað
f vor er væntanlegur hingað til
lands, frá Noregi, hópur ungs fólks
sem er að búa sig undir störf í
blaðamennsku. Eru þetta nemend
ur norska blaðamannaskólans, en
hann starfar í námskeiðsformi í
sambandi við háskólann í Osló og
að nokkru á vegum norska blaða-
mannasambandsins. í hópi þessum
eru 16 nemendur og verður skóla
stjórinn, Carl Just, ritstjóri, farar
stjóri.
Afli tregðast á
djúpmiðum
Afli er ennþá tregur hjá bát-
unum við Faxaflóa. f gær var afli
Akranesbáta þeirra er langt réru
um sex lestir, og er það mun
minna en í fyrradag. Þá var afli
þeirra er lengst fóru 7—10 lest-
ir á bát, en hinir, sem styttra
fóru voru með 5—6 lestir. Virð-
ist svo, sem afli sé að rýrna á djúp-
miðunum. Vegna þess hve mis-
jafiilega langt bátarnir sækja, eru
þeir að koma að svo að segja allan
sólarhringinn.
Frá Grindavík voru 17 bátar á
sjó í gær og var afli 5—6 lestir
á bát.
Frakkar handtaka stutín-
ingsmenn uppreisnar-
manna í Alsír og París
PARÍS-NTB, 27. febr. — Franska
öryggislögreglan hefir nýlega hand
tekið nokkra menn bæði í París
og Alsír, sem eru grunaðir um að
standa að samtökum uppreisnar-
manna í Alsír. Lögreglan hefir
einnig gert skjala- og peningabirgð
ir upptækar. — Einn þeirra
manna, sem handtekinn var í Al-
sír, er sakaður um morðið á for-
seta franskra borgarstjórasamtaka
í Alsír.
Fréttir frá landsbyggömni
Sæmilegur afli
í dg reru ísafjarðarbátar suður
undir Látrabjarg, en hér um slóðir
er hvasst. Von er á bátunum í
nótt en ekki hefir frétzt um afla.
Bátar reru héðan á djúpmið á
sunnudag og mánudag og öfluðu
sæmilega, fengu níu lestir í róðri.
Vatnajökull er hér í dag að taka
freðfisk. G. S.
Öxnadalsheiði ófær enn
Sauðárkróki í gær. — Öxnadals-
heiði hefir nú verið ófær vegna
snjóa um tíma og eru því engar
bílferðir norðurum. Þá hafa engar
bílferðir verið héðan og suður
vegna erfiðrar færðar. Nokkuð
mikill snjór er í úthéraði, en snjó-
létt í framsveitum. Vegir eru enn
færir bifreiðum, en þungfært er
í Óslandshlíð. G. Ó.
Hornafjarðarbátar fengu
versta veíur
Hornafirði í gær. — Bátar reru
héðan í gær en fengu versta veð-
ur. Komust þó heilu og höldnu
inn, en töpuðu lítils háttar af línu.
Allhvasst var af austri í nótt en
gott veður í dag. Óvíst er, hvort
róið verður í kvöld. Loðnan virð-
ist ekki enn komin upp að strönd-
inni, en bátar verða hennar mikið
varir, einkum á dýptarmæli. AA
Bændafundur í HornafirSi
Hornafirði í gær. — Um síðustu
helgi var haldinn hinn árlegi
bændafundur hér í Hornafirði.
Voru þar mörg mál, er landbún-
að snerta rædd ýtarlega að venju
og ályktanir gerðar. AA
Snjór í fyrradag,
rigning í gær
Vík í Mýrdal í gær. — NokkuS
snjóaði hér í gær, en síðan þiðn-
aði og í nótt og dag hefir töluvert
rignt. Samgöngum er haldið uppi,
ganga venjulegir bílar suður, en
austur á bóginn er einkum treyst
á snjóbíla. ÓJ