Tíminn - 28.02.1957, Qupperneq 6

Tíminn - 28.02.1957, Qupperneq 6
6 TÍMINN, fimmtudagina 28. febrúar 1957, Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Bitstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h. f. ' íhaldið vill MEÐAN Sjálfstæðisflokk urinn átt fulltrúa í ríkis- stjórn prédikaði hann það Við flest tækifæri, að kaup- hækkanir ættu ekki rétt á sér nema því aðeins, að fram leiðslan hefði aukist. Að öðr um kosti myndu þær aðeins hafa verðhækkanir og verð bólgu í för með sér og yrði því ekki launþegunum að neinu gagni. Reynslan hefur vissulega staðfest, að þessi málflutn- ingur Sjálfstæðisflokksins var réttur. Kauphækkanir, sem ekki hafa byggzt á auk- inni framleiðslu, hafa ekki reynzt kjarabætur. Þær hafa hinsvegar átt sinn þátt í því að skapa þá öfugþróun, er hefur viðgengist í efnahags málum síðan 1942. En margt fleira hefur að sjálfsögðu Jkomið þar til greina, eins og ofmikil linkind við ýmsa anilliliði. EFTIR að Sjálfstæðis- menn lentu í stjórnarand- stöðu, hefur tónninn í leið- togum Sj álfstæðisflokksins þreytzt í þessum efnum. Blöð hans hafa kappsamlega blás :Ið út hvað litla verðhækkun, sem hefir átt sér stað. Jafn framt hafa þau miklað hvað litla kjarabót, sem einhvert yerkalýðsfélag hefur fengið. Tilgangurinn með öllu þessu er augljós. Hann er sá að :reyna að koma af stað nýrri kauphækkunar- og verk- fallsöldu. Það er verið að .reyna að brýna það fyrir launþegunum, að enn einu sinni þurfi nú að hækka jkaupið til að vega gegn verðhækkunum. Engum er það þó Ijósara en forkólfum Sjálfstæðisflokksins, hve haldiaus ný kauphækkun er launafólkinu, ef framleiðsl- an hefur ekki aukizt til- svarandi. ÞAÐ HEFUR komið greini legast fram við stjórnarkjör sem nýlega fór fram í Iðju, hvað forkólfar Sjálfstæðis- stæðisflokksins ætlast fyrir i þessum efnum. Fyrir þær jkosningar, var sá áróður rek :inn i Mbl. til réttlætingar stjórnarskiptum í félaginu, að fráfarandi stjórn hefði jhaldiö illa á málum stéttar- innar. Frí væru of stutt og ikaupið væri of lágt. Það er fá verkföll líka opinbert leyndarmál, að forkólfar Sjálfstæðisflokks- ins vilja fá hina nýju stjórn Iðju til að segja upp kaup- samningum og beita sér fyrir verkfalli. í mörgum verkalýðsféélög um öðrum, þar sem Sjálf- stæðismenn hafa einhver í- tök, vinna þeir að því að undirbúa jarðveginn fyrir nýjar kaupkröfur og verk- föll. EN HVAÐ veldur því, að forkólfar Sjálfstæðisflokks- ins hafa þannig gerbreytt um stefnu í kaupgjaldsmál- um? Hvað kemur til, að þeir blása nú að glæðum verk- falla og kauphækkana, sem þeir fordæmdu mest áður? Skýringin er einföld. Löngun íhaldsforkólfanna til þess að reyna að rjúfa núv. stjórnarsamstarf og komast í stjórnarstólana á ný, er svo mikil, að þeir hafa glat- að allri ábyrgðartilfinningu. Hagsmunir þjóðfélagsins skipta þá ekki máli. Það er í stakasta lagi eð efna til glundroða og upplausnar, ef einhver von er um, að það geti hjálpað Sjálfstæðis- flokknum í stjórn á ný. Þannig geta vissulega ekki aðrir hagað sér en full- komlega stefnulausir og óá- byrgir valdstreitumenn. Sjaldan hefur það sézt betur, að Sjálfstæðisflokkurinn á enga stefnu, heldur hefur það eitt sjónarmið að tryggja sérréttindi og yfir- ráð nokkurra gróðamanna. Til að finna hliðstætt fyrir- brigði, verður að fara alla leið til Suður-Ameríku. ENGUM óvitlausum manni mun detta í hug, að forkólfar Sjálfstæðisflokks- ins berjist nú fyrir verkföll- um og kauphækkunum vegna hagsmuna launafólks. Hagsmunir þess eru nú mestir þeir, að það takist að stöðva dýrtíðarflóðið og leggja grundvöll að vaxandi framleiðslu. Ef núv. stjórn tekst það ekki, mun engri annarri stjórn takast það. Það yrði launafólkinu verst, ef forkólfum íhaldsins tæk- ist að spilla því viðreisnar- starfi, sem núv. stjórn er að hefja. Eftir gamalli fyrirmynd ALLIR MUNA, hvernig Hitler hafði það við þing- húsbrunann. Hann lét sjálf- ur kveikja í þinghúsinu, en kenndi síðan andstæðingum sínum um. Það er ekki ótrúlegt, að 'ýmsum hafi dottið þetta í aug, þegar þeir lásu útsíð- ur Mbl. í gær. Þar gat að ..íta stórletraða fyrirsögn, er aljóðaði á þessa leið: Hvað • engi standa kommúnistar yið loforð um stöðvun kaup- hækkunar? Þýzku blaði lízt illa á efnahagsmálaþróunina á íslandi. í frásögn hins þýzka blaðs segir svo, að kommúnistar hér hafi lofað því að skerða ekki vinnufriðinn með kaup- kröfum. Þrátt fyrir þetta loforð þeirra, segir blaðið ennfremur, er búizt við, að þeir muni brátt hleypa af stað nýrri verkfallsöldu. Hið þýzka blað getur þess ekki, hvaðan það hefur heim Talið að talsverður árangur hafi orðið á þingi Norðurlandaráðsins r 4m c • f* * r T t J* I Fátt er um fregnir af þinginu á íslandi — þörf aukinna upplýsinga um aðild íslands og störf ráðsins Þingi Norðurlandaráðs er lokið fyrir nokkrum dögum og sendi- nefnd íslendinga mun um það bil að koma heim. En á þinginu voru fimm íslenzkir alþingismenn, ritari þeirra, og að auki fulltrúi íslands ■ í ritstjórn tíinaritsins Nordisk Kontakt. Þetta er því allmyndarleg þátttaka eftir því sem gerist af okkar hálfu. Samt hefir brugðið svo undarlega við, að varla getur heitið að almenningur hér á landi hafi lieyrt nokkurn skapaðan hlut um þinghald þetta. Hvorki útvarp né blöð hafa birt að kalla neitt sem máli skiptir um hvað þetta stóra þing hefir verið að gera. Þessi þögn hér á landi, — sem stingur mjög í stúf við fréttaflutning af þinginu á Norður löndum. — virðist gefa til kynna, að einhvers staðar sé gat á skipu- laginu. Við slíkar aðátæður hlýtur almenningur í landinu að líta svo á að lítið gagn sé að þinghaldi þessu. Umsögn annarra. Blöð og útvarp á Norðurlöndum hafa flutt miklar fréttir af þing- inu, enda virðist fréttaþjónusta hafa verið mjög skipulögð af stjórnarvöldum þessara landa og sendinefndum. Að loknu þinghaldi hafa birzt greinar þar sem gerð er tilraun til að meta gildi sam- komunnar. Slík grein er t. d. í danska blaðinu Politiken sl. mánu- dag. Þar segir svo m. a.: Ráðgefandi þing. Margir, sem ekki eru vel heima í starfsháttum á þingum, munu líta svo á, að sú hefð, sem nú er að skapast um störf Norrænaráðs- ins á árlegum fundum þess, sé þannig gerð, að þar sé notaður meiri pappír og sögð fleiri orð en nauðsyn krefur. Lesendur blað- anna munu og hafa komið auga á, að mikið er um endurtekningar. En ef athugaður er sá grundvöll- ur, sem Norrænaráðið starfar á, verður samt að viðurkenna, að ráð ið hafi skapað sér árangursrík starfsskilyrði á stuttum tíma. Það verður að hafa í huga, að „ráð“, er ekki stofnun, sem tekur bindandi ákvarðanir. Ráðið getur ekki ann- að gert, en beint tilmælilm til rík- isstjórna aðildarríkjanna, og þess- ar ríkisstjórnir geta svo lagt til lögurnar fyrir þing landanna. Það er ekki fyrr en löggjafarþing hvers lands um sig hefir afgreitt mál og lögfest, sem það kemur til framkvæmda. Nokkur árangur. Aðrir spyrja, til hvers sé verið að setja á stofn slíkt ráð, ríkis- stjórnirnar geti eins skipzt á bréf um, að ráðherrar fundizt ef þeim finnst ástæða til eða sérstakir em- bættismenn. En sá Dani, sem í dag getur farið yfir norræn landa- merki, án þess að sýna vegabréf, eða verða var við toll- eða gjald- eyriseftirlit, hlýtur að gera sér ljóst, að þetta hefði aldrei orðið að veruleika nema fyrir ákveðna í- hlutun þess þings, sem fóstraði þessar tillögur í upphafi. En emb- ættismenn lögreglu og tolla hefðu átt að vera einráðir, sæti allt í sama farinu. Og þær ívilnanir, er nú er ráðgert að veita öllum út- lendingum í sambandi við vega- bréfaskoðun, eru líka komnar frá Norrænaráðinu, qg verða að veru- leika þrátt fyrir efasemdir emb- ættismannanna. Efnahagsmálasamstarf. Nú má segja, að tilhliðrunar- semi við ferðalanga sé smámál, og það eru mörg önnur smámál, sem hafa verið á dagskrá Norrænaráðs ins. En það eru smásteinarnir, er verða að vera undirstaðan er menn hefja að byggja hið stóra sameig- inlega norræna hús framtíðarinn- ar. Ákvarðanir fundarins í Helsing fors um norrænt samstarf á sviði kjarnorku getur dregið langan slóða á eftir sér, og eru miklir möguleikar tengdir ráðleggingum þeim, sem gefnar voru um aukið samstarf í tæknilegri þjálfun, og hafa verulegt gildi. Smáríki geta I haft sína háskóla og aðrar mennta j stofnanir, en þegar kemur að kennslugreinum, sem aðeins eru á færi fárra nemenda, og enn færxi kennara, þá byrja erfiðleikarnir. Á þessum sviðum er nú lagt til að hefja aukið samstarf. Á komandi tíð blasir við að sérmenntun og j sérhæfni hefir miklu meiri þýð- . ingu en áður. Það er ekki lítils virði, að smáríkin geti yfirstigið þessa erfiðleika. Hið stóra framtíðarmál, sam- eiginlegur norrænn markaður var ekki til afgreiðslu á þessu þingi. Það mál er enn í höndum sér- fræðinga til úrvinnslu. Álitsgerð þeirra mun verða tilbúin 1. júlí og í þessu máli, hefir nýjasti þátt takandinn í þessu samstarfi, Finnland, enn sýnt, hver dugur er í Finnum. Þeir hafa komið sín um athugunum í þessu efni jafn- langt og hinar þjóðirnar, þótt seinna væri liafizt hana. Ásamt þessu máli eru svo rædd hin evrópísku plön um sameigin- I legan markað, og svo er sérstaða i Norðmanna, sem hingað til hafa | gagnrýnt hina norrænu áætlun. — ERIK ERIKSEN, fyrrv. forsætisráðherra — forseti Norðurlandaráðsins. Virtust þeir hafa meiri áhuga á hinu stærra svæði frjálsrar verzl- unar, sem Bretar eru einkum mál- svarar fyrir. Þessi afstaða er skilj- anleg. Það vakti sérstaka ánægju að Norðmenn voru áhugasamir um hið norræna samstarf á sviði fram- leiðsiu — og fjárfestingar, einkum töldu þeir slíkt gagnlegt, ef Norð urlönd yrðu aðilar að hinu stóra vesturevrópíska frjálsverzlunar- svæði. Sérstaða Finna. Allar eru þessar ráðagerðir á byrjunarstigi. Það liggur fyrir, að Norðurlönd geta unnið saman og auk þess gerzt aðilar að evrópsku samstarfi. Þó er aðstaða Finna þar varasöm. Þó má vel hugsa sér, að hin löndin gerist þátttakendur í evrópsku sam9tarfi á þessum svið um, en Finnar haldi sig við sam- starfið innan Norðurlanda. . . . Að lokum er mjög lofsamlega talað um Finna og undirbúning þeirra fyrir ráðsfundinn og sam- starfinu við þá innan Norðurlanda ráðs sérlega fagnað. Um nokkra sérstöðu af hálfu ís- lands er ekki rætt í þessari grein. Robinson, leikarinn frægi, selur málverkasafn sift Edward G. Robinson kvikmynda leikarinn heimskunni, sem löng- um hefir leikið verstu tegundir glæpamanna, er mikill safnari mál verka. Hóf hann að safna fyrir 25 árum og á nú eitthvert verðmæt- asta safn málverka, sem til er í (Framhald á 9. síðu.) ildir sínar, en bersýnilega eru þær runnar frá stjórnar andstæðingum hér. Það er þegar ljóst af skrif um íhaldsblaðanna islenzku, að þau vilja koma af staö nýrri kauphækkunar- og verkfallsöldu. Og væri það nema eftir öðru, að kenna svo öðrum um, líkt og læri- meistarinn, sem einu sinni var helzti dýrlingur Mbl. ’BAÐSrOFAN Fornar dyggðir — almenn skynseml. FARIÐ HEILAR, fornar dyggð ir, sagði rithöfundur einn fyrir allmörgum árum, og þótti taka mikið upp í sig. Margir vildu heldur halda í þær en kveðja fyr ir fullt og allt. En í rás tímans og atburðanna hafa þær víst týnt töl- unni, a. m. k. ein, sparsemi og nýtni. Hún er komin veg allrar veraldar. Nú fleygja menn krón- unni. Margur borgari hugsar sig um tvisvar áður en hann beygir sig til að taka upp 25-eyring af götunni. Ef miðað er við næsta uppmælingartaxta, er varla að það borgi sig. Þeir, sem muna þá tíð, er karamellan kostaði 1 eyri og aðgangseyrir í bíó var 25 aur- ar, komast samt aldrei almenni- lega í takt við hin nýju verðgildi. í bíó horfir.maður enn undrandi á það, viku eftir viku, er unga fólkið gengur að sælgætissöl- unni, sem helga hléin í miðri mynd, og fleygir 20 krónum fyr- ir súkkulaði og konfekt til að maula meðan seinni myndarhelm ingurinn líður yfir tjaldið. En það er víðar pottur brotinn en í kaupstöðum. Virðingarleysið fyr- ir verðmætunum nær líka til sveitanna. Það sést af bréfi, sem baðstofunni hefir borizt frá „Mýramanni". III nýting véla og áhalda. f ÞESSU bréfi er m. a. rætt um illa nýtingu véla og áhalda. En það er mikið mein í þjóðfélag inu í dag. Milljónir fara forgörð- um þá leiðina. Nægir að minna á lélegt bílaviðhald og útistöðu bíla hér í Reykjavik, sem kosta mill- jónatugi, til þess að staðfesta, að Mýramaður hefir áhyggjur af ærnu tilefni. En í bréfi hans seg- ir m. a. á þessa lund: „íslendingar hafa ekki fengið orð fyrir að vera sparsamir eða nýtnir, allra sízt síðan almenn velmegun varð ríkjandi hér á landi. Víða má sjá mikil verð- mæti, sem árin gera að engu. Til dæmis öll hestaverkfærin, sem nú eru niðurlögð, sláttu-, rakstr- ar- og snúningsvélar, plógar og lierfi, sem margur bóndi lagði hart að sér til að eignast, siðustu áratugina áður en dráttarvélarn- ar komu, liggja nú víðsvegar og ryðga. Og svipað er sjálfsagt um fleiri vélar og verkfæri, sem er fleygt árlega, vegna þess að ann- að nýtt og betra kemur á mark- aðinn. Er ekki hægt að gera not hæf verðmæti úr þessu aftur?" Þetta er mál, sem meira þyrfö að fjalla um, en biður betri tíma. «—Frottli

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.