Tíminn - 06.03.1957, Síða 4

Tíminn - 06.03.1957, Síða 4
T f MI N N, miðvikudaginn 6. marz 1957. Chessman skriíar þrioju hókina — Ritlaun: 29 daga einangnm — Vændi í Sovét — VeiðiferSir í hifreiSnm — Stríð út af norskum rithöfnndi - Klám fengin bók — Á ekkert erindi á söfn;^1 skozkur knattspymumaSur AfbrotamaSurinn, réttar- sérfræðingurinn og rithöf- undurinn, Caryl Chessman, sem he'ir hindrað fullnæg- ingu dauðadcms i rúm sjö ár, hefir ritað þriðju bók sína og smyglað henni úr fangakiefa sínum í San Quentin til út- gefanda. Fyrir smyglið á handritinu var hann dæmdur í 29 daga vist í einangrunar- klefa. Þessi þriðja bók Chessmans heitir „Andlit réttlætisins", en upp komst um smyglið, þegar fangaverðir fundu bréf til útgáfu- fyrirtækisins og afrit af handriti við leit í klefa fangans. Chess- man játaði umyrðalaust að hafa smyglað handritinu út. Fyrsta bók Chessmans, sem gerði hann heims- frægan, „Klefi 2455, dauðadeild“ hefir komið út í íslenzkri þýðingu, en þá bók hafði hann leyfi til að skrifa. Annarri bók sinni smyglaði hann út og nú síðast þeirri þriðju. Ekki er talið að nein tilraun verði gerð til að stöðva útgáfu síðustu bókarinnar, þótt hún sé komin á ólöglegan hátt í hendur útgefanda. ismenn i sumar. Caryl Chessman glæpamaður, lög- fræðingur og rithöfundúr. . Vændi þekkist í Sovétríkj- unum; hinn siðspillti auð- valdsheimur er ekki lengur einn um hituna í þeim efn- um. Það er Trud, málgagn ve'!«!ýðsfélaganna í Sovét- ríkjunum sem gerir þessa játningu og hótar jafnframt hinum vesölu qleðikonum ölhi iMu. Það nru b'u*^ enain löci sem hæqt er að refsa þeim eftir, kveinar Trud og bætir við: „Þær brjóta gegn siðferðislöqmálum okkar og einniq geqn undirstöðulög- málinu í sósíalisku bjóðfélagi sem senir: Sá sem ekki vinn- ur á beldur ekki mat að fá." Hingað til hefir ævinlega verið Sagt, að vændi þekktist ekki í Sov- étríkjunum, sósíalisminn hefði út- rýmt því þjóðfélagsástandi sem neyddi konur til slíks l'fnaðar. F.n nú er komið annað hljóð í strokk- inn. Trud segir að ómögulegt sé að loka augunum fyrir því að vændiskonur séu á vakki á stræt- Um Moskvu að svipast eftir hæfi- legri bráð. Blaðið segir, að vænd- iskonurnar fari oft í bifreiðum eftir strætunum í veiðiferðir sín- ar og lögreglumenn séu alltof und- anlátssamir, láti vanalega sem þeir sjái þetta ekki. Þessar konur hafa oll skilyrði til að vinna fyrir sér á heiðarlegan hátt, segir blaðið, en þær kjósa frekar lóttúðarlíf á strætum og í veitingahúsum. Með- an ferðamannastraumur er mestur ’hverfur þessi lausungarlýður af götunum, hin árlega vorhreingern- ing í höfuðstaðnum sér fyrir því. En allir sem búið hafa í Moskvu og eitthvað þekkja þar til vita hvar hægt er að hafa upp á þeim. Er ekki kominn tími til að gera ! upp sakirnar við þessar léttúðar- drósir? spyr Trud að lokum. Það ætti að refsa þeim svo minnilega að þær forðist svo „svívirðilegan lifnað" eins og heitan eldinn þar eftir. Ári3 1957 hófst í Noregi | með stormum og stórviðrum, 1 hús fuku í sjóinn, skip á ! land. Og á hinu andlega svið- | inu hafa umhleypingar geis- | að ekki síður en á jörðu niðri. Rithöfundurinn Agnar Mykle gaf út nýja bók fyrir jólin, Sanger om den röde rubin, og síðan hafa bæði stormar og stórviðri geisað út af henni. Agnar Mykle er maður sem lag hefir á því að vekja á sér athygli. Bækur hans eru stórar og þykkar ekki síður en amerískar metsölu- bækur og á hverri síðu finnst eitt- hvað sem einhver getur hneyksl- azt á. Og eftir þessa bók er al- mennt viðurkennt að hann eigi Noregsmet í „bersöglum lýsingum“ — hann standist jafnvel sam- keppni við suma þá höfunda sem þrautseigastir eru við þessa iðju í öðrum löndum. Móttökurnar heima í Noregi voru svona og svona, sumir gagnrýnendur voru fýldir og fussuðu og sveiuðu við bókinni, aðrir tóku henni opnum örmum. En hafi Mykle ekki orðið spámaður í eigin föðurlandi í þess- ari atrennu fékk hann þeim mun betri undirtektir annars staðar. Danski gagnrýnandinn Jens Kruuse rak upp mikið fagnaðaróp: Mykle er á borð við þá stóru, j i sagði hann. Hann er ljósið í norðri, j sniilingur vorra tíma. Sannleikur- inn er nefnilega sá að rithöfund- urinn Mykle er einmitt eins og Danir ímynda sér villimanninn norska, náunga fró fjöllum og skógi sem rænir konum og etur börn. En maðurinn Mykle er dá- lítið öðruvísi; þetta er friðsamur náungi og ánægður með sjálfan | sig og hefir gaman af að láta á ! sér bera. Og fái hann ritvél undir I hendurnar er alls von. Fyrst um sinn eftir útkomu bók- arinnar var allt með kyrrum kjör- um, og almenningur lét sig hana Norðmaður frá Noregi. engu meira varða en aðrar nýleg- ar bækur. Þá fréttist að nefnd sú er velur bækur handa norskum bókasöfnum hefði talið bókina ó- æskilega og ekki tekið hana upp á lista sína um hæfilegar bækur fyrir bókasöfnin. Og nú ætlaði allt af göflunum að ganga. Há- værar kvartanir komu fram í blöð um um að hér væri verið að koma á ritskoðun og hafin ofsókn gegn rithöfundum. Nefndin hélt fast við sitt, kvað bókina klámfengna og siðspillandi og sagði að hún ætti ekkert erindi á bókasöfnin annað en spilla hinum saklausa almúga. Og síðan gekk rifrildið fjöllunum hærra; annars vegar frjálshuga menn um allt land. hins vegar á- hangendur ofstækisfullra trú- flokka og aðrir verndarar siðgæðis. Menn deildu með mestu gleði, á þessum árstíma gefst fátt skemmti legra en deilur um slík efni. Engin lausn hefir enn fengizt á þessari deilu, aðeins fá bókasöfn hafa keypt bókina. En betri aug- lýsingu gat hún vart fengið; hún hefir þegar komið út í 13.000 ein- tökum. Frá félagi íslenzkra stúdenta í Noregi Aðalfundur var fyrir skömmu haldinn í félagi íslenzkra stúdenta \ Osló. Var þá kjörinn formaður Agúst Þorleifsson stud. med. vet. með 9 atkvæðum, en Ólafur Einar Ólafsson stúd. meteor, hiaut 1 at kvæði. Félagsmönnum hefir mjög fækkað hin síðustu misseri og telja nú ekki nema tylft eða svo. Hafa margir talið réttast að leggja félagið niður. en aðrir taTð hag- kvæmt að hafa þar málpíou hags- munamálum stúdenta, og ekki orð ið úr. Eru það þá auðvitað einkum styrkjamálin og gjaldeyrisyfir- færslur, sem liggja mönnnm á hjarta. Þykir mörgum skammtur sinn helzti þröngur í þeím efnum enda mörg ár liðin, síðan málum var skipað í öndverðu, en dýrtíð mjög vaxið. Vænta stúdentar end- urbóta af stjórnarvöldunum. „Kraftmikil og úthaldsgóí li(S hafa alltaf möguleika til a^ sigra“- segir hinn nýi h’álfari Vals Blaðamenn ræddu í fyrradag við stjórn Knattspyrnufé- lagsins Vals í tilefni þess, að Valsmenn hafa ráðið til sín kunnan skozkan þjálfara, sem mun þjáifa alla flokka xélags- ins i sumar. Þjálfarinn heitir Alexander Weir, fjörutíu ára að aldri, og var hann kunnur knattspyrnumaður á yngri ár- um, lék m. a. lengi með 1. deildar liðinu Preston. Weir er kominn hingað til lands og hefir þegar hafið æfingar með I Valsmönnum, sem gera sér mikl- : ar vonir um árangur í sambandi I við starf hans, því Weir er vel | menntaður þjáífari, sem hefir m.a. þjálfað landslið Svisslendinga og Burmabúa. Weir dvelur hér á landi I til 1. október. I Nutu fyrirgreiðslu stúdents , í Englaödi. j Stjórn Vals sneri sér til Eng- lands fyrir nokkrum mánuðum til , þess að reyna að fá þjálfara, en það gekk ekki sem bezt, og ef ekki ! hefði notið fyrirgreiðslu íslenzks j stúdents í Englandi, Axels Einars- sonar, sem stundar þar lögfræði- nám, hefði málið sennilega dagað uppi. Tókst honum á síðustu stundu að fá Weir hingað til lands, en hann hlaut sérstök meðmæli enska knattspyrnusambandsins. Kunnur leikmaður. Þegar Weir var 17 ára hóf hann að leika sem innherji með einu kunnasta knattspyrnufélagi Eng- lands, Preston North End, en út- sendarar félagsins í Skotlandi höfðu séð Weir í Skotlandi, en hann var óvenju bráðþroska leik- maður. Var hann með Preston til 1946, en þá var hann seldur til Watford, sem er í 3. deild. Þaðan fór hann til Northampton, sem einnig er í 3. deild. Var það síð- asta liðið, sem hann lék í sem at- vinnumaður. Gerðist þjálfari. Weir bjó sig á knattspvrnuárum sínum undir að gerast þjálfari, og hefir hlotið ágæta menntun í því starfi. Árið 1950 réðist hann til svissneska knattspyrnuliðsins Berne og þjálfaði það um þriggja ára skeið. Á þeim tíma þjálfaði hann einnig svissneska landsliðið, sem tók þátt í heimsmeistarakeppn inni 1954 með góðum árangri. Frá Sviss fór Weir til Burma Alexander Weir og gerðist þar ríkisþjálfari. Undir hann heyrðu allar íþróttir í land- inu, og á skömmum tíma tókst honum að koma upp ágætu knatt- spyrnuliði. Það lið tók þátt í Ólym- píuleikum Asíuþjóðanna, sem háð- ir voru í Manila 1954, og tapaði lið'ð ekki leik í þeirri kepnni. Frá Burma fór Weir aftur til Englands, vegna þess. að skólar í Burma eru mjög lélegir, og líkaði honum ekki^sú menniun, sem börn | hans Hufu 'þar. I í viðtalinu við blaðamenn saeði | Weir, að kraftmikil og úthaldsgóð I lið hefðu alltaf möguleika til að j sigra. Ef íslenzku leikmennirnirs hefðu það í huga í leikjunum gegn j Belgum og Frökkum, og sigur- ! vilja, gætu óvænt úrslit orðið í þeim Ieikjum. Knattspyrnumenn I mega aldrei gefast upp, og til þess j að ná góðum árangri í þeirri íþrótt : þarf mikla og stöðuga æfingu — jafnframt því, sem leikmenn verða I hraustir til líkama og sálar. Eisenhower o? Macmillan til Bermuda 20. þ 2. flokkur Vals fer í knattspymuför til Noregs í júlí næstkomandi. Gunnar Vagnsson, formaður Vals, skýrði blaðamönrium frá því í fyrradag, að annar aldursflokkur félagsins myndi fara í keppnisför til Noregs í sumar í boði Brumunddalen, sem var hér í boði Vals síðastliðið sumar. Er hér um gagn- kvæmt boð að ræða. | þessi keppni verði jöfn og Valsmenn munu fara héðan 16.! skemmtileg. júlí með m.s. Heklu til Björgvinj-1 Frá Brumunddalen fara Vals- ar, en þeir koma heim aftur hinn menn til Osló og munu sennilega 3. ágúst með flugvél frá Osló. í leika þar, einn til tvo leiki við ung förinni verða 16—17 leikmenn, og lingalið knattspyrnufélaganna þar. þriggja manna fararstjórn, en í Reidar Sörensen, hinn góðkunni henni eru Frímann Helgason, þjálf j Norðmaður, sem dvaldi hér á iandi ari liðsins, Guðmundur Ingimund- nokkur ár, mun taka á móti Vals- m. Washington, 4. marz. — Blaða- fulltrúi Bandaríkjaforseta skýrði frá því í dag, að Eisenhover myndi tara flugleiðis til Bermuda þann 20. þ. m. til fundar við Macmillan forsætisráðherra Breta. Hann mun koma til Bermuda, skömmu á und an Eisenhower. arson og Hólmgeir Jónsson. „ÞORPAKEPPM'. í Brumunddalen munu Vals- menn taka þátt í nokkurs konar „þorpakeppni“, en þar mætast þrjú norsk lið, frá Brumunddalen og tveimur þorpum þar í grennd auk Valsmanna, og verða háðir ir tveir leikir á kvöldi, þannig að öll liðin leika saman. Þessi norsku lið eru af svipuðum styrkleika og Valur, og má því búast við, að mönnum í Pjörgvin, og verður hann forráðamaður liðsins í Noi'- cgi. ÆFA VEL. Þá má geta þess, að drengirnir í Val stunda nú æfingar mjög vel, og mikill áhugi er meðal þeirra að standa sig sem bezt í Noregi, auk þess sem mikil keppni er með- al drengjanna að komast í þessa för, því vegna takmarkaðs þátttak- endafjölda komast ekki allir 2. fl. drengir félagsins í hana.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.