Tíminn - 06.03.1957, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.03.1957, Blaðsíða 7
yÍMINN, miðvikudagian 6. marz 1957. 7 — ViS val leikrita til sýningar þarf að hafa inargt í huga. Leik- ritið þarf að vera listrænt og hafa boðskap að fiytja, en þessu hvorutveggja þarf að fullnægja á þann hátt, að áhorfendum þyki það sanit skemmtilegt. Ekkert leikrit nær fullkomlega tilgangi sínum, þótt það sé vel gert, ef fólk fæst ekki til að horfa á það. Þá þarf að miða val leikrits við það, að viðkomandi leikhús ráði yfir leikkröftum, sem fullnægi því. Við val leikritsins þarf m. ö. o. að samræma þetta þrennt: Að leikritið hafi listrænt gildi, að leikritið samræmist smekk á- horfenda og henti þeirn leik- kröftum, sem fyrir hendi eru. — Þannig fórust Guðlaugi Rósin- kranz þjóðleikhússtjóra orð ný- lega, er blaðamaður frá Tímanum ræddi við hann fyrir skömmu um sýningar Þjóðleikhússins á þessu starfsári og um starfsemi þess yf- ihleitt. — Við val helztu leikritanna, er Þjóðléikhúsið hefir sýnt í vetur, hefir verið reynt að hafa þetta í hugá. Þau leikrit, sem nú er verið að sýna, Tehús Ágústmánans og Don Camillo og Peppone, virðast fullnægja vel öllum þessum kröf- um. Þau sameina hóflega gagnrýni og fyndni á listrænan hátt, en slík leikrit virðast falla íslenzkum leik- húsgestum bezt í geð. Leikarar Þjóðleikhússins gera líka þeim báðum hin beztu skil. Tehús Ágústmánans hefir nú verið sýnt 40 sinnum og aðsókn- in jafnan verið mjög góð. Don Ca millo og Peppone hefir verið sýnt 11 sinnum, alltaf fyrir fullu húsi, og er enn ekkert lát á aðsókninni. íslenzku leikritin verr sótt en skyldi — Hvernig var aðsóknin að ís- lenzku leikritunum, er voru sýnd fyrr í vetur? ; — Þótt sú regla við val leikrita, sem ég nefndi í upphafi, hljóti að ráða mestu hjá leikhúsi, sem stefn- ir að því „að bera sig“, verður að sjálfsögðu að hafa fleiri sjónar- mið. íslenzkt þjóðleikhús þarf að sjálfsögðu að leitast við að stuðla að íslenzkri leikritagerð, m. a. með því að sýna ný íslenzk leikrit. Því miður hefir aðsóknin að þeim ekki verið eins góð og skyldi og gildir það bæði um Spádóminn eft- ir Tryggva Sveinbjörnsson og Fyr- ir kóngsins mekt eftir Sigurð Ein- arsson, sem sýnd voru í vetur. Sennilega liggur þetta nokkuð í því, að íslenzkir höfundar hafa ekki nógu glöggt auga fyrir því, er „teluir sig út“ á leiksviði og því mjssa þau meira marks en ella. Margt í þeim er samt oft vel gert. Það bætist svo við, að leikhúsgest- ir viröast haidnir einhverri ótrú á ný íslenzk Ieikrit og eiga leik- dómarar blaðanna vafalítið sinn þátt í því. Þeir gagnrýna íslenzku leikritin yfirleitt miklu strangleg- ar en hin útlendu. — Undantekn- ing er þó með íslandsklukkuna, sem orðið hefur allra íslenzkra leikrita vinsælust. 4 Dramatísku leikriiin illa sótt — Eru útlend leikrit yfirleitt betur sótt en hin ísíenzku? — Þótt íslenzku leikritin séu illa sótt, hnfir einn flokkur erlendra leikrita hlotið litlu betri .aðsókn. Það eru hin dramatísku leikrit, er mörg hafa verið snilldarlega gerð. Þau virðást ekki finna jarðveg hjá íslenzkum leikhúsgestum. Þjóð leikhúsiö hefir þó talið sér sfcylt að sýna nokkur þeirra og mun halda þeirri reglu áfram. Tilgang- Ur Þjóðleikhússins er m. a. sá, að reyna aö gefa sem bezta yfirsýn yfir leiklistina í hinum mörgu myndum hennar og því má ekki láta dramatísku leikritin verða út- undan, þótt um þau megi segja, að þau verði ekki látin í askana. Það vegur svo nokkuð á móti, að einn- ig þykir rétt að sýna öðru hvoru létt gamanleikrit, sem reynast betri til aðsóknar eins og t. d. Fædd í gær, Tópaz, Er á meðan er og óperetturnar. Undir þann flokk má t. d. heimfæra barnaleik- ritin, en í vetur hefir Þjóðleikhús- ið endursýnt Ferðina til tunglsins Við mjög góða aðsókn. Viðtal við Guðlaug Rósinkranz, þjóðleikhússtjóra: Þjóðleikhúsið hefir sýnt frá upphafi rúmlega áttatíu leikrit og söngleiki Tekjur þess nema 60% af heildarútgjöidunum, en tekjur kon- unglega leikhússins í Kaupmannahöfnnemaaðeins40% af heiíd argjöldum þess. Söngleikirnir — Hvernig var aðsóknin að Töfraflautunni? — Hún var ágæt. Alls var Töfraflautan sýnd 19 sinnum og oftast fyrir fullu húsi. Það þótti mikið dirfskubragð, þegar Þjóð- leikhúsið ákvað á öðru starfsári sínu að setja á svið „Rigoletto“ eftir Verdi með íslenzkum söngv- urum nema einum. Þetta heppnað ist mjög vel og síðan hafa verið sýndir einn eða tveir söngleikir á ári við mikla aðsókn. í vor mun Þjóðleikhúsið vonandi sýna níunda söngleikinn og verður það Sum- ar í Tyrol. En í haust verður óper an Tosca sennilega sýnd og þá með Stefán íslandi í aðalhlutverk inu, sem er uppáhaldshlutverk hans. Við flutning söng- leikjanna hefir Þjóðleikhúsið m. a. haft þann sið að fá íslenzka söng\' ara, sem starfað hafa erlendis, tii að fara með hlutverk, svo að þeir fengju tækifæri til að sýna sig í ættlandi sínu og landar • þeirra gætu betur kynnst þeim. Fyrst og fremst hefir þó verið stuðst við söngvara hér heíma. Þjóðíeikhúskórinn og balleftskóiinn — Hvaða möguleikar eru hér fyrir óperu? — Ópera mundi hafa stórfelid- an kostnað í för með sér. Þá þyrfti ekki aðeins fastráðna ein- söngvara, heldur einnig kór og ballettdansara. Þjóðleikhúsið starf rækir nú sérstakan kór, sem dr. i Urbancic stjórnar með miklum á- gætum, og hefir hann gert sýningu söngleikjanna mögulega. Meðlim- ir kórsins fá nú aðeins vissa greiðslu fyrir hvert kvöld, sem kórinn syngur, en yrði hér komið upp fastri óperu, væri vart komist hjá því að hafa þá fastlaunaða. Svipað yrði með ballettdansarana. Þjóðleikhúsið rekur nú ballett- skóla undir stjórn Erik Bidsted, sem er fágætur maður í sínu starfi. Nemendur skólans annast nú sýn- ingar fyrir Þjóðleikhúsið og fá á- kveðna greiðslu fyrir hvert kvöld, en slíkt myndi breytast, ef sýn- ingar yrðu að staðaldri. Fleiri kostnaður við óperu kem- ur svo til greina. Af þeim ástæð- um verður vart annað viðráðan- legt fyrir okkur að sinni en að halda áfram sýningu söngleikja með svipuðum hætti og undanfar- ið. Það hefir áreiðanlega mikið menningarlegt gildi, þótt meira væri æskilegra. Það finnst mér rétt að taka fram, að án Þjóðleik- húskórsins og ballettskólans væru sýningar söngleikja ekki möguleg- ar og er starf þessara stofnana því hið merkilegasta. Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri. sem annars staðar er talið bezt í lenda reynslu með lestri bóka og þessum efnum. Hingað hafa komið tímarita, en þó er það ekki ein- söngflokkar og leikflokkar frá hlýtt. Leikrit, sem hafa fengið helztu leikhúsum Norðurlanda, ’ góða aðsókn annars staðar, geta balletlflokkur frá Moskvu og svo ^ hlotið slæmar viðtökur hér. Smekk einstakir listamenn víðar að, m. a. ur manna er talsvert misjafn eftir alla leið frá Japan og Kina. Tel ég ] löndum. Bezt er að geta átt þess sjálísagt, að Þjóleikhúsið haldi; kost, að sjá leikrit sýnt erlendis, þessari starfsemi áfram eftir því, | áður en það er valið til sýningar sem kostur er á. Leikhúsgestir j hér. Lesturinn einn segir ekki al- hafa líka sýnt í verki, að þeir | veg til um það, hvernig það muni kunna vel að meta þetta og er j lánast. Þau leikrit, sem hafa heppn skemmst að minna á hina miklu ! ast bezt, hefi ég áður verið búinn aðsókn, sem var að sýningu rúss , að sjá erlendis, og byggt ákvörðun neska ballettflokksins hausti. á síðastl. mína á því. Nauðsynlegt er því að fylgjast vel með sýningum erlendra leikhúsa. Annars hefi ég lýst því óður, hvaða reglur þurfi helzt að hafa í huga, ef velja skal gott verk, I sem er líklegt til að hljóta góða aðsókn. En sú regla er ekki ein- Fjölbreytt leikriíaskrá Hvað hefir Þjóðleikhúsið tekið marga leiki til sýningar síð-j an það hóf göngu sína? — Það hefir nú sýnt um 80, „ ,, hlyt, þvi að fleira er nauðsynlegt startio. leikrit og sjonleiki siðan það hofl « * , ,, ■ . __r / ao syna til að fullnægja tilgangi starfsemi sina vonð 19o0. Ef litið i . , 5 .. « ** þessi vcrk, — “ °" þa8 vel, að Þjóðlcikhúsið hcfir ”8f Sfcrfí vcMa jcikritinf — Það er hlutverk Þjóðleikhús- stjóra í samráði við leikritanefnd og Þjóðleikhúsráð. Meginstarfið hvílir eðlilega á þjóðleikhússtjóra. þarf hann jafnvel að hafa sem stundum vill skapast meðal listamanna innhyrðis. Yfirleitt held ég, að Þjóðleikhúsið geti ver- ið stolt af leikurum sínum og þeim megi mikið þakka, að fyrsta ganga þess hefur ekki tekizt lakar en raun ber vitni. — Þjóðleikhúsið starfrækir sér- stákan leikskóla? —- Já, það hefur starfrækt leik- skóla síðan 1951 og hafa 24 nem- endur útskrifast þaðan. Nú eru þar sjö nemendur. Þjóðleikhússtjóri er skólastjóri, en leikstjórn og leik kennslu annast leikstjórar Þjóð- leikhússins að mestu. Nokkrir af nemendunum hafa þegar komið á svið í Þjóðleikhúsinu og staðið sig ágætlega, t. d. Margrét Guðmunds dóttir og Þóra Friðriksdóttir. Skól inn mun áreiðanlega stuðla að því að afla Þjóleikhúsinu og íslenzkri leikstarfsemi yfirleitt góðra starfs krafta í framtíðinni. Áður hefi ég sagt frá balletskól- anum. Því má bæta við, að hann mun vera eini ríkisskólinn á fs- landi, sem ber sig. Þar eru nú 350 nemendur og nægja skólagjöldin fyrir kostnaði. Fjárhagsafkoman — Hvernig hefur annars gengið með fjárhagslegan relcstur Þjóðleik hússins? —_Það hefur gengið vonum bet- ur. Ég hefi hér t.d. fyrir framan mig reikninga Þjóðleikhússins fyr- ir árið 1955, en rekstursuppgjör er enn ekki endanlega lokið fyrir ’56. Árið 1955 urðu útgjöld Þjóðleik- hússins um 6 millj. kr., og námu tekjur leikhússins sjálfs um 60% af heildar útgjöldunum. Til samanhurðar má geta þess, að tekjur konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn nema ekki nema tæpum 40% af lieildarútgjöldum þess. Þó sýnir það ekki öllu fleiri leikrit en Þjóðleikhúsið. Saman- burður við önnur stærri leikhús á Norðurlöndúm er Þjóðleikhús- inu einnig hagstæður, því að þau hafa flest eða öll hlutfallslega meiri styrki en Þjóðleikhúsið. — Þetta má öðrum þræði þakka því, að tekist hefur að halda reksturs- kostnaðinum í skefjum og er t. d. starfsmannahald hér yfirleitt minna en annarstaðar þekkist. Öðr um þræði má þakka þetta því, að leiksýningar eru hér mjög vel sótt ar og t. d. miklu betur en annars- staðar, miðað við fólksfjölda. Erlendir leikhúsmenn, er hafa kynnt sér rekstur Þjóðleikliússins, hafa lýst undrun sinni yfir því, hve vel því hefur vegnað fjárhagslega. Annars er það miklu dýrara að reka leikhús en almennt mun álit ið. Margir halda að aðal kostnað- urinn sé við leikarana, svo er ekki. Þjóðleikhúsið hefur 16 fastráðna leikara, en alls hefur það 50 fast ráðna starfsmenn. Auk þess bæt- ast svo oft við tugir manna í sam- bandi við einstakar sýningar. Ánægjulegt starf, — Ánægjulegt starf Seinasta spurningin, sem blaða- maðurinn leggur fyrir Þjóðleikhús stjóra, er sú, hvernig honum falli reynt að gefa sem fjölbreyttast yf- irlit yfir leiklistina fyrr og síðar og yfir hin margþættu viðfangs- efni hennar, sem er sjálft mannlif- ið og vandamál þess. Það hafa ver- ið flutt sígild verk eftir gömlu meistarana eins og Moliere, Hol- samrfáð fvlð væntanlega leikstjora berg, Shakespeare, Ibsen o. s.frv. f starfsmenn Þjóðleikhussins t. og svo þau nútimaleikrit, sem (l leiktjaldamalara og forstoðu- borið hefur hæst á hverjum tíma, j mann saumastofu, t»l þess að gera , t~>i «-vi i 'X i ^ c • sel< grem fynr hvort aostaoa se til sbr. Flekkaðar hendur, Sumri * , ., . , + , ----------- u,, r,.A, _ * , f , . , ao setja leikinn a svio, t. d. vegna — í fyrsta lagi vegna þess, ag, ^llar’ Solumaour deyr, I deiöI- leikkrafta og gostnaðar. tækifæri bauðst til að láta sjálfan unnl> Antigona, Tehus Águstman-1 Þátfur erlendra listamanna — Því var íslenzkur leikstjóri ekki látinn setja Don Camillo og Peppone á svið? höfund leikritsins gera það, en hann er frægur- leikstjóri. í öðru lagi vegna þess, að ég tel æskilegt að fá öðru hvoru viðurkennda er- lenda leikstjóra til að setja leik- rit á svið. Bæði leikstjórar okkar, leikarar og leikhúsgestir geta lært nokkuð af því. Þjóðleikhúsið hef- ir þegar fengið nokkra afburða góða erlenda léikstjóra til að koma hingað þessara erinda. Þá vil ég gjárnan geta þess í framhaldi af þessu, að Þjóðleik- húsið hefir lagt áherzlu á að fá hingað öðru hvöru viðurkennda listamenn á sviði leiklistar, söng- listar og danslistar, svo að íslenzk- ir leikhúsgestir 4geti kynnst því, ans, Don Camilo og Peppone o. s. frv. Það hafa verið sýndir mikl- ir sorgarleikir og léttir gaman- leikir og flest það, sem cr þar á milli. Val leikritanna — Það hlýtur að vera mikil Sambúðin við leikarana — Hvernig gengur samstarfið við leikarana? Því var oft spáð áð- ur en Þjóðleikhúsið tók til starfa, að það kynni að ganga misjafn- lega, því að keppni myndi verða um beztu hlutverkin og fleiri á- vinna að velja leikritin, þar sem greiningsefni gætu komið til bæði þarf að hafa í huga, að þau fullnægi þeim tilgangi Þjóðleik- hússins, að starf þess gefi sem bezta yfirsýn um leiklistina, og þó verði sem mest aðsókn að sýning- um þess? — Þetta er áreiðanlega miklu meira starf en flestir gera sér Ijóst. Talsvert má styðjast við er- sögu? — Ég hefi ekki annað en gott eitt að segja um samstarfið við leikarana. Þeir eru undantekning- arlaust áhugasamir fyrir starfi sínu og leggja sig fram eftir beztu getu. Með slíku fólki er alltaf gott að vinna. Ég hefi ekki heldur orð- ið var við neinn ríg og klíkuskap — Eg get hiklaust sagt, svarar Þjóðleikhússtjóri, að mér fellur það vel. Það er lifandi starf og viðburðarríkt og þetta bætir það upp, að það er nokkuð erfitt. All- ar áætlanir verður að leggja langt fram í tímann, sumt gengur vel og annað síður. Vonbrigði og sigr- ar skiptast á, eins og gengur. En alltaf er nóg að gera. Það léttir svo ekki sízt starfið, að ég hefi verið heppinn með samstarfsfólk, er í hvívetna vill gera sitt bezta. Fátt er ánægjulegra en að vinna með fólki, sem vinnur störf sín af á- huga fyrir því málefni, sem unn- ið er að. — Blaðamaðurinn þakkar svo þjóð- leikhússtjóra fyrir upplýsingar hans. Hinn 1. þ.m. voru átta ár liðinn síðan hann var ráðinn til þess mikla ábyrgðarstarfs, að vera fyrsti forstöðumaður Þjóðleikhúss ins. Hann tókst þá mikið og vanda samt ábyrgðarstarf á hendur. Hon- um hefur tekizt það svo vel, að byrjunarganga Þjóðleikhússins hef- ur tvímælalaust fullnægt hinum beztu vonum, sem til þess voru gerðar. Það gildir jafnt um list- rænt starf Þjóðleikhússins og fjár hagslega stjórn þess. Með þessu starfi sínu hefur Guðlaugur Rósin kranz unnið merkilegt afrek í þágu þjóðarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.