Tíminn - 07.03.1957, Side 5

Tíminn - 07.03.1957, Side 5
5 T í M I N N, fimmtudaginn 7. marz 1957. hjalar í laufinu á síðkvöldum. Þar hafa þeir kosið sér stað og þangað fara þeir núna. ÞEIR HAFA ákveðið að eyða deginum í sund og sólböð, en ganga síðan um kvöldið vestur á eiðið og verja kvöldinu í knatt- spyrnu og aðrar íþróttir þar á völl- unum. í bakaleiðinni ætla þeir svo að koma við í Viðeyjarstofu og skoða safnið, sem þar hefir verið stofnað til minningar um þann, sem tengdur er nafni eyjarinnar um tíma og eilífð, Skúla Magnús- son, landfógeta. Þangað getur unga fólkið sótt óþrjótandi fróðleik um þennan merkilega mann og það tímabil, sem hann setti svip sinn á í sögu þjóðarinnar. í kvöld ætla þeir á dansleik í veitingahúsinu niður við baðfjöruna, en á morgun hyggjast þeir fara til veiða vestur fyrir ey. „Út frá ströndinni má greina stutta bryggiusporðana/ þar sem bátunum er lagt aS og margir stinga sér til sunds frá. — Upp af ströndinnl risa veitinga- og gistiskálar og má glöggt sjá móta fyrir gangstígum meðfram og milli þeirra. ÞangaS er gott að hverfa, þegar hressandi sundi er lokið, sólin hefir þerrað likamann ög fá sér einhvern svaladrykk." ' ' ' yr Þetta er tillaga í sögu- . . I formi, skrifuð til að vekja 1 athygli forráðamanna Rvík- í urbæjar og allra þeirra, er| ] láta sig einhverju skipta, ||hvernig hlúð verður að læskufólki bæjarins á sviði 1 |heilbrigðs skemmtanalífs I S 'nú og í náinni framtíð. OG DAGURINN líður. Sól er til viðar gengin, en sumarnótt- in er björt við sundin blá, og reykvísk æska unir þar vel, þeg- ar dagsins önn er úti. Frá veit- ingahúsinu berast mildir hljóm- ar danslaganna. Efst á Skúla- hóli, undir minnisvarða land- fógetans, er söguhetjan okkar ásamt fagurri yngismey: Tvær ástfangnar verur horfa yfir sundið, yfir til borgarinnar, þar sem þær munu heyja sam- an lífsbaráttuna, þegar fram líða stundir. Kvöldblærinn ýfir hár þeirra, svalur og áfengur. Undiraldan vaggar bátunum á sundunum og gjálfrar létt við fjörusteinana, en yfir hvelfist himinninn og faðmar allt að sér. Nemendur í Bifröst lýsa Akureyrarferð Hingað komu í vetur nemendur Samvinnuskólans að Bifröst í Borg ] arfirði, í náms- og kynnisferð. — Blaðið óskaði að fá tvo tíniastíla nemenda til birtingar, ef stílsefni yrði einhverju sinni um þessa ferð. Birtast þeir hér á eftir og um leið og höfundunum eru þakkaðar rit- gerðirnar, sendir Dagur skóla þeirra alúðarkveðjur. Ágrip úr Akureyrarferð. Eftirvæntingin er orðin mikil. Hún hafði þegar í gær valdið því, að efni bókanna, sem við áttum að lesa, varð enn torskildara en venju lega. Nú var eitthvað nýtt, lífrænt og fjörugt í vændum. Við ætluðum að fara norður. Bílarnir koma ekki fyrr en eftir hádegi. Einn þeirra hafði farið út af veginum á leiðinni og þess vegna tafizt. Við hugsum dálítið ljótt og reynum að drepa tímann við spil og gamla brandara frá vetrinum. Flestum þykir erfitt að „spá í þetta“. Loks koma bílarnir. Við hröðum okkur út, skrifum „Bifröst — Akureyri, hraðferð", á hliðar þeirra, meðan aðrir eru að velja sér sæti. Síðan er lagt af stað. Ekið er upp Norðurárdal, yfir heiðina, borðað á Blönduósi, síð- an er haldið áfram. Við virðum fyr ir okkur umhverfið og andlit hvers j annars, meðan birtan endist. Þau ] eru þekkt og leiðinleg. Ferðin geng j ur að óskum. Akureyri er böðuð í ljósum, því að það er áliðið kvölds, þegar við komum þangað. Hvíldin verður kærkomin á þess um óþekkta stað. MBátarnir kljufa bláan flötinn með miklum hraða og þa3 hvítfreyðír um (tefni þeirra. Én félagarnir vélja ekki sjóleiðina, þeir svífa hátt yfir lundunum í rennilegri þyrilvængju, sem skilar þeim fljótt á áfangastað. Morgun á Akureyri. Ferðin hefur verið skipulögð og eftir að hafa snætt morgunverð á hinu ágæta gistihúsi KEA, höldum við af stað til þess að skoða verk- smiðjurnar. Fyrst sjáum við Gefj un og Iðunn. Sérstaka athygli vek ur hin haganlega skipulagning vinnunnar, sem veldur margföld um afköstum. Hér er hver maður við sitt verk og á sínum stað. Iðnaðarvaran gengur frá einum stað til annars eftir ákveðnum reglum, þangað til hún er full- gerð. Manni dettur í hug, hve miklu væri hægt að afkasta í heild í þessu fámenna landi, ef svipaðri samvinnu væri hægt að koma á í sem flestum atvinnugreinum. Okkur sem jafnvel sjálf höfum tekið þátt í einföldum heimilis- iðnaði eins og hann tíðkaðist hér áður, og stöndum svo allt í einu meðal þessarar miklu þróunar og sjáum hve mörgu er hægt að koma til leiðar, fer ósjálfrátt að dreyma þannig. Eitt sinn var þetta allt draumur líka. Síðar um daginn skoðum við kaffiverksmiðjuna og skrifstofur KEA. Sumir fara í kapphlaup upp kirkjutröppurnar og leggja svo á djúpið í sundlauginni á eftir, þótt enn séu ungir. Það er ekki eins gaman að ganga til hvíldar þetta kvöld og kvöldið áður. Enn er margt eftir að skoða og kynnast. En við erum þreytt eins og alltaf, þegar mik ið hefur verið gert, mikið lært af hagnýtum fræðum. Svo er aftur nýr dagur. Við göngum út. Þetta er fallegur bær, þótt komið sé fram á vetur. Húsin. eru reisuleg og það er þrifalegt um að litast. Fjallasýnin er fög ur og loftið tært. Það er eins og fólkið hafi verið sniðið eftir þessu. Það er frjálsmannlegt og sérstaklega vingjarnlegt í viðmóti. Líkast er sem allir kappkosti að greiða götu manns. Þetta er sann ur samvinnubær. Eftir að hafa skoðað Sjöfn og Heklu, smjörlíkisgerðina og mjólk ursamlagið, ökum við inn fyrir Eyjafjörð og virðum-fyrir okkur blómlega byggð hans. Á eftir ök- um við um bæinn og skoðum helztu staði. Síðar um daginn er komið við á hinu merkilega nátt úrugripasafni. — Um kvöldið er okkur búin veizla af kaupfélag- inu. Þar er mættur fulltrúi kaup- félagsstjóra og varaformaður kaupfélagsstjórnar. — Þetta er skilnaöarstund eftir góðar viðtök ur. Við erum glöð og ánægð og ræðurnar þreyta okkur ekki, þótt dansinn bíði á eftir. — Sennilega verða það hin andlegu verðmæti lífsins, sem gera okkur hamingju sömust, þegar til lengdar lætur. Að morgni er aftur lagt af stað heim. Við. kveðjum Akureyri, en á heimleiðinni er stanzað á nokkr um merkisstöðum. Meðal annars hjá Hrauni í Öxnadal, „þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla“ og Jónas fæddist forðum og við syngjum þetta erindi á hólnum, móti bænum. Kannski hafa þess ir hrjóstrugu hólar strax í barn æsku blásið í brjóst hans. Hjá Bólu er einnig numið staðar og sjálfsagt flýgur í hugann sam- líking við fortíð og nútíð. Þessi söguríki hrörlegi bær skáldsins og hinn mikli iðnaðarbær sem við komum frá. Þau verk, sem unnin voru fyrr við erfiðustu aðstæður og hins vegar við, sem njótum ákjósanlegustu skilyrða. Hversu miklu verðum við ekki að koma * til leiðar á framfarabraut, ef við ætlum ekki að verða eftirbátar genginnar kynslóðar? Við verðum dálítið niðurlút, af því að hafa ekki sett okkur markmið að képpa að. En það er einmitt til slíkrar vakningar, sem ferð eins og þessi leiðir. Hún færir okkur til að hugsa og verða víðsýnni. Þótt jafnan sé bezt heima, er margt til í því, að „heimskt er heima alið barn“. Gleði ér í bílunum á heimleið- inni og sungið. Andlitin eru ekki lengur eins leiðinleg og fyrr. Þau hafa fengið á sig nýjan blæ eða kannski lítum við á þau í öðru ljósi. Kannski höfum við bara lært, að þau eru eins og við sjálf: brot af hinu íslenzka samfélagi. Svo erum við aftur komin heim. Það er hrópað húrra fyrir Bifröst um leið og við rennum í hlað. Og húx-ra fyrir bílstjórunum, því að fall hefur orðið til fararheillar. Það er hrópað húrra eftir þessa ferð. Ragnar Ágústsson frá Svalbarði. (Úr Degi). Baráttan um æskulýðinn Þjónum og dýrkendum Rússa í oðrum löndum hefir alltaf verið lagt það fyrir að ná æskulýðnum undir valdið, gera hann trúaðan á friðarhugsjón Rússanna, frelsisást og verndun smáþjóðanna. Þetta þekkjum við svo mæta vel hér á íslandi og jafnvel hér í Eyjum. Til þess að ná þessu valdi á æsku- lýðnum hafa þjónarnir stofnað og starfrækt æskulýðsfélög, „æsku- lýðshreyfingar", sem tekið hafa við „dagskipunum" frá Moskva og hag- að kenningum sínum og starfi sam- kvæmt þeim. Árum saman hefir þessi barátta um hugi æskulýðsins staðið hér á landi. Til þess að ná fullkomnu valdi á íslenzkum æsku- manni undir merki kommúnismans þarf helzt að uppræta hinn sanna íslending úr sál hans eða lama íslendingseðlið, svo að þess gæti ekki um of í daglegu hugarfari. Góð áhrif heimilanna verður að slæva og gefa æskumanninum jafn- framt inn rússneskar kennisetning- ar í smáskömmtum, kryddaðar slagorðum og spotti í garð ís- lenzkra þjóðhátta, íslenzkrar iungu og íslenzkra dyggða. Þettá hafa þjónar Rússa gert hér i landi af fremstu getu í ræðu og prentuðu máli. Stundum hefir þeim orðið ótrúlega mikið ágengt, sérstaklega í sumum skólunum. Um tíma gætti áhrifa Rússa- þjónanna æði rnikils hér í Eyjum á töluverðan hluta æskulýðs. Mér eru þau ár mjög minnisstæð. Það voru þau árin, þegar Rússar sjálf- ir stofnuðu og starfræktu hvað mest guðsafneitunarfélögín sín x ; heimalandinu og mæltu svo fyrir, að þá félagsstarfsemi skyldi stunda af kappi víðs vegar um hinn vest- ræna heim. Þetta var gert eftir getu og afneitunarkenningin, krydduð handa æskulýðnum með kenningunni um frjálsar ástir. Æskulýðshreyfingin utan um þess- ar uppeldishugsjónir, svo heil- brigðar sem þær eru, náðu ótrú- légri fótfestu hér í Eyjunum um tíma. Æskulýðurinn reynist jafnan ginnkeyptur fyrir nýlundunni, ekki sízt ef henni er nógu. lymskulega úthlutað og slegið um leið á við- kvæma strengi, sem bærast í sál- arlífinu. (Úr Framsóknarblaðinu í Vest- mannaeyjum). IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIBI i Ungir Framsóknarmenn! | Í Sendið „Vettvangnum" f .1 ’ l J i greinar um áhugamál | ykkar. «niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMuiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiituiiiiiiiiiii

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.