Tíminn - 31.03.1957, Síða 5

Tíminn - 31.03.1957, Síða 5
T f MIN N, sunnudaginn 31. marz 1957. ■ I IÍ Bjugnefja ÞAÐ BAR til tíðinda á út- mánuðum 1954, að óvæntan gest bar að garði í Búðareyrar- kauptúni við Reyðarfjörð. Þetta var hrakningsfugl af vaðfugla- kyni, sem hvorki fyrr né síðar hefir sézt hér á landi. Magnús Guðmundsson á Búðareyri hefir sent mér greinargóða skýrslu um gestkomu þessa, og þar far- ast honum meðal annars þann- jg orð: „MILLI KL. 1 og 2 e. h. mið- vikudaginn 31. marz var ég staddur á uppfyllingunni á Bakkagerðiseyri ofan við aðal- bryggjuna í Búðareyrarkaup- túni við Reyðarfjörð. Þar voru með mér Valtýr Þórólfsson og Bergþór Þorsteinsson. Til okk- ar kom Hlöðver Jóhannsson og sagði okkur, að hann hefði þá rétt áður séð einkennilegan fugl sem hann þekkti ekki, austan við geymsluhúsin, sem eru við bryggjuna. Við héldum þangað og komum brátt auga á fugl- inn, þar sem hann sat á krapa- hrönn í fjörunni, en jafnfall- inn snjór frá morgninum var að breytast í krapa, og féll sjór- inn alveg upp að krapahrönn- inni, sem flotið hafði upp með aðfallinu. Enginn okkar þekkti fuglinn, en við ákváðum að reyna að komast sem næst hon- um til að geta lýst honum sem bezt. Ég gerðist að lokum svo nærgöngull, að fuglinn flaug upp. Hann flaug skammt, ekki yfir 60 m., og settist aftur þar, sem vatnsblá var komin í krap- ann. Þegar hann settist, tók ég eftir því, að hann lyppaðist nið- ur. Mér kom þá til hugar, að hann væri svo máttfarinn, að auðvelt myndi að ná homirn. Ég gekk hægt að honum. Hann tók sig upp, flaug nokkra metra en settist síðan, og þar gat ég gengið að honum og iekið hann“. MAGNÚS SKÝRIR síðan frá því, að þeir félagar hafi farið með fuglinn beint x barnaskól- ann á Búðareyri, en þar fengu þeir að vita, að þetta væri fugls- tegund sú, sem Danir kalla Klyde, og er ekki óalgeng þar í landi. Á íslenzku hefir tegund þessi verið kölluð bjúgnefja, en hið vísindalega heiti hennar er Recurvirostra avosetta. Um ör- lög fuglsins er það helzt að segja, að hann vildi ekki þiggja neitt ætilegt, og morguninn eft- ir var hann dauður, þegar að var koipið. Magnús Guðmunds- son sýndi Náttúrugripasafninu þá velvild að gefa því fuglinn, og þar er hann tryggilega varð- veittur sem sönnunargagn um þessa einstæðu heimsókn. Bjúgnefjan er á stærð við spóa en miklu háfættari og eru tærn- ar tengdar saman með hálffit. Hún á auðvelt með að synda og grípur alloft til þeirrar listar, þótt vaðfugl sé. Nefið er ákaf- lega einkennilegt. Það er mjög langt og endar í þráðmjóum, mjúkum og sveigjanlegum oddi. Það er íflatt og álíka mikið sveigt upp á við og nef spóans niður ávið. Bjúgnefjan er svört ofan á höfði og hnakka, hvít- og svartflekkótt á baki og vængj- SMMS >•. • v , M'V. I ......:-:..-.:.-:.... in um en hvít að öðru leyti. Nefið || er svart og fæturnir blágráir. KJÖRLENDI Bjúgnefjunnar eru víðáttumiklar leirur og fitj- ar við sjó eða stórvötn. Hún lifir á alls konar lægri vatnadýr |! um. Fæðunnar aflar hún á grunnu vatni með mjög hröðum || slætti nefsins til beggja hliða §1 niðri í vatninu um leið og hún || gengur hægt áfrarn. Veiðiskap- inn stundar hún í lotum, en rétt || ir sig upp á milli. Bjúgnefjan || er félagslyndur og all hávær || fugl; oftast verpa nokkur pör || saman í smábyggðum, ýmist á hálfþurrum sjávarfitjum eða (! sandeyrum. Eggin eru oftast 4 |! og líkjast mest lóu eggjum, en !;| eru nokkru minni. ÚTBREIÐSLUSVÆÐI Bjúg- - nefjunnar í heiminum er mjög !( slitrótt, enda virðist hún gædd :; lítilli aðlögunarhæfni og þrífst aðeins þar sem ytri skilyrði fullnægja liinum sti'öngu kröf- um hennar um lífskjör. í gamla f!| heiminum er hún einna algeng ust á svæði, sem nær frá Balk- anskaga og Litlu-Asíu austur !l sftir Mið-Asíu til Mongólíu. Með !!| al annars er hún algengur varp 1| fugl við strendur Svartahafs Kaspíhafs og Aralvatns. Vestan M þessa svæðis er hún varpfugl á nokki-um stöðum í Norður- Afríku, við Rónarósa í Suður- Frakklandi, á suðurströnd Spán- ar og í Portúgál, og loks á all- mörgum stöðum á Norðursjáv- arströnd Hollands og Þýzka- lands, í Danmörku, Suður-Sví- þjóð (á Skáni og Öland) og á Eystrasaltsströnd Þýzkalands (; austur til Riigen. Þá verpa bjúg- (;! nefjur einnig á nokkrum stöð- ( um í Austur- og Suður-Afríku, | en náskyldar tegundir byggja^ Ástralíu og Norður-Ameríku. Finnur Guðmundsson. MÁL og Menning m •i Rltsti. dr. Haltdór Halldórsson. > •' x-;::-- :;--:-::■■■:•: ■ •• •■■■■• •■■■•■:•••:•••:■:•:•:•:■:;:: •••••• •:;: :•• •■:•:■: :■:•:■:: :■:■• :■:::: ::: •■: :■:■••:■.•:•••:■■•■•:•: :■:■: MUNIR OG MINJAR: Elzta kirkjuklukkan MARGIR HAFA gaman af að skoða kirkjur, jafnvel okkar litlu íslenzku sveitakirkjur, sem vei'a munu einna fábreytileg- ustu guðshús í kristninni og snauðust að minjum, sem gildi hafa sökum aldurs eða listar eða hvors tveggja. Ýmsir menn gera sér að venju á ferðum sín- um um landið að staldra við á kirkjustöðum, fá að koma í kirkjurnar og leiða augum það sem þar kann að vera forvitni- legt. En ósjaldan ber það við, að menn kveðja þessi litlu tóm legu hús, sem þeir voru að skoða, án þess að hafa séð þá helgigripina, sem oft eru elztir og virðulegastir í kirkjunni. Það eru kirkjuklukkurnar. Þær hanga á ramböldum sínum uppi í turni eða á forkirkju- lofti, láta lítið yfir sér hvers- dagslegá og oft torsótt að kom- ast í návígi við þær, þótt ekki sé reisninni fyrir að fara á kirkjunni. En klukkurnar segja sína sögu, ef komið er í kall- færi við þær. KLUKKUR hafa lengi fylgt kristnum sið, en þó ekki frá upphafi. Kristilegar bjöllur voru þó komnar hingað til lands á undan heiðnum forfeðrum vorum, og klukkur hafa áreið- anlega orðið kristnum trúboð- um samferða til íslands. Þeg- ar kristni kom á ísland, voru menn komnir upp á lag með að steypa klukkur. Það varð síðan mikil íþrótt og virðuleg. Málm- urinn var um 78% eir og 22% tin, en hjátrú manna var sú, að ögn af silfri bætti hljóm- inn. Fyrst var klukkan mótuð í vax utan um leirkjarna. Þá var leir lagður utan yfir vax- klukkuna. Síðan var mótið þurrkað við hita, og rann þá vaxið úr. Málmblendingnum var síðan hellt bráðnum í mót- ið. Hinar elztu klukkur mið- alda eru fáskrúðugar og oftast leturlausar. En af því getur brugðið. Kunnar eru fornar klukkuáletranir eins og þessi: Defunctos plango, vivos voco, fulgura frango, þ. e. ég græt látna, kalla lifendur, þagga nið- ur í þrumunum. í rústum Hraunþúfuklausturs í Skaga- firði á að hafa fundizt klukka með svofelldri áletrun: Vox mea est bamba, possum depell- ere Satan, þ. e. hljóð mitt er bamba, burt rek ég satan. Síð- ar á öldum urðu áletranirnar lengri, ýmist á latínu eða móð- urtungu steyparans. KLUKKUSTEYPING er ein þeirra iðngreina, sem aldrei var stunduð á fslandi. Af er- lendum uppruna eru því allar Ég minntist þess eitt sinn í vet- ur hér í þættinum, að Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri á Eiðum, hefði skrifað mér um orðið got- hella. Ég svaraði ekki bréfinu þá, en skaut fram fyrirspurn til íes- enda um orðið. Nú hefi ég hins vegar hugsað mér að gera orð þetta og þau sambönd, sem það er kunnugt í, að umræðuefni. í bréfi Þói'arins skólastjóira, sem !er dagsöit á Eiðum 21. febrúar 1957, segir svo: Ég tek mér bessaleyfi að skrifa yður um talshátt, er ég heyrði í bernsku upp í Fljóts- dal, þar sem ég er alinn upp. Þar eð talsháttur þessi vii'ðist ævaforn og fela í sér minningu um eldri siðvenju, virðist sjálf sagt að halda honum til haga. Að vera kominn að gothell- unni eða á gothelluna var sagt um það verk, sém maður var að því kominn að vinna eða var farinn að vinna. í báðum til- fellum minnir mig, að aðdrag- andi athafnarinnar eða vei-ks- ins væri haföur í huga. Sú saga fylgdi og með um uppruna þessa .orðatillækis, að í gamla daga hefði verið sérstök hella á eldhúsgólfinu, sem konur fæddú börn sín á. Gothella hefði þessi hella því verið köll- uð. Enn þekkist talshátturinn að leggjast á gólf um þær konui', er leggjast á sæng. Mætti vera, að sá talsháttur benti einnig til þessarar fornu siðvenju. Einhvers staðar í ferðabókum hef ég rekizt á, að meðal frum- stæðra þjóða þekkist slíkt hátta lag í sambandi við barnsburð. ÞETTA bréf Þói'arins er eina heimild, mér kunn, um orðtakið að vera kominn a'ð gothellunni eða vera komxnn á goíhelluna í í myndhverfri merkingu. Hins veg- ar hefir mér tekizt að afla nokk- urra heimilda, sem mér virðast sýna upprunalega merkingu orðs- ins og orðasambandsins og sýna, að skýring sú, er Þórarinn hefir heyrt, er ekki rétt. Vík ég betur að því síðar. Nokkru eftir að ég birti fyrir- spurnina um orðið gothella í Tím- anum, barst mér svo látandi bréf frá Þórði Tómassyni í Vallnatúni í Vestur-Eyjafjallahi'eppi í Rang- árvallasýslu: Gothella, í sambandinu að vera korninn á gothelluna, not- að um tikur eða læður, sem komnar eru að því að gjóta. aí \ t. «”• m £ . , m.........I' þær klukkur, sem verið hafa í íslenzkum kirkjum, og þær eru margar. Kirkjuklukka getur enzt lengi, ef heppni er með, en mörg er hættan, sem um hana situr: bilað rambald, kirkjubruni, konungleg kanónu smiðja eða bara galdramaður, sem vantaði þrístolinn klukku- kopar í þórshamra. En furðu margar miðaldaklukkur hafa varðveitzt hér á landi, og eru sumar í Þjóðminjasafni, aðrar í kirkjunum. Af klukkum safns ins virðist elzt klukka frá Hálsi í Fnjóskadal. Hún er 38 sm á hæð með krónunni, býkúpu- löguð, prjállaus og leturlaus. Hún skipar sér í flokk elztu klukkna á Norðurlöndum og |!| mun vera frá miðri 12. öld. AUar líkur eru til, að hljómur þessarar klukku hafi kveðið við eyru Guðmundar litla Arason- ar, þegar hann var ungur sveinn á Hálsi, löngu áður en allar klukkur á Norðurlandi hringdu fyrir honum sem biskupi. OG I NOKKRUM kirkjum landsins kváðu enn vera til klukkur af þessari eldfornu ;!! gei'ð. í 800 ár hafa þær sent hina sömu tóna yfir byggðina, án eftir ár, öld af öld, meðan kvnslóðir komu og hurfu. Mundu aðrir á þessu landi geta stært sig af lengri þjónústu? Kristján Eldjám Einstaka sinnum hcyrist það notað um barnshafandi konur, en þykir ófínt mál. Allt bar að í einu þar, innanbæjarsýkin, konan fæddi, kýrin bar, kötturinn gaut og tíkin. Svo kvað Benedikt Þórðai'son skáldi. Annars er það venjulegt mál að segja, að kötturinn Ieggi, en tíkin gjóti. Kallað er, að kýr og ær gjóti,. sem fæða . ótímabæran burð, sbr. lambs- gota. Ónnur dæmi, sem mér hefir tekizt að hafa upp á, um þetta orð eru runnin frá seðlasafni Orða- bókar Háskólans. Heimildarmaður að fyrra dærninu er dr. Björn Karel Þórólfsson, og hefir hann fróðleik sinn úr Rangárvallasýslu: Hún er alveg komin á gothell- una: hún er alveg komin á steypirinn. Er þetta í fullu samræmi við það, sem Þórður í Vallnatúni segir, þó ekki eins nákvæmt. HITT dæmið, sem ég fékk frá Orðabók Háskólans, er úr bréfi frá Ludvig R. Kemp Ul Jakobs Benediktssonar orðabókarritstjóra, dagsettu 8. marz 1957. Ludvig er Austfirðingur, upprunninn í Breiðadal eystra. Honum farast svo orð: Sagt eystra að vera komin á gothelluna eða að gothellunni. — Sagt um hunda og ketti, er tíkur og bleyður voru komnar að því að gjóta. — Einnig um konur, samt í óvirðulegri merk ingu. Aldrei heyrði ég þetta sagt um hryssur og kýr. Segja má, að það, sem þeir Þórð- ur í Vallnatúni og Ludvig R. Kemp hafa um orðið að segja sé nákvæmlega hið sama. Sá fróðleikur, sem mér hefir þannig tekizt að hafa upp um orðið, er úr tveimur áttum, þ. e. úr Múlasýslum og Rangárvalla- sýslu. Þykir mér undarlcgt, e£ orðið er ókunnugt á svæðinu, sem þar liggur á milli, þ. e. í Skafta- fellssýslum. Væri gaman að fá bréf um þetta frá Skaftfelling- um, hvort sem þeir kannast við orðið eða ekki. Af þeirri vitneskju, sem að framan er skráð, virðist tvímæla- laust, að orðasambandið vera kom- inn á gotheiluna eða að gothell- unni sé í fyrstu haft um tíkur (og ef til vill læður), sem að því eru komnar að gjóta. Síðar hefir það verið notað í óvirðulegri merk ingu um konur og loks fengið myndhverfa merkingu („vera að því kominn að vinna verk“), eins og sést af bréfi Þórarins skóla- stjóra. EN hvað er þá í rauninni góthella? Mér virðist ckki annað koma til greina en það hafi ver- ið hella í eldhúsi, sennilega ná- lægt hlóðum, þar sem tíkur hafa gotið. Þær hafa vitanlega leitað í ylinn, greyin, þegar svo var ástatt fyrir þeim. Það kemur ekki til greina, að orðasambandið hafi í fyrstu verið haft um konur. Ber mai'gt til þess. Eitt er það, að sögnin gjóta hefir, mér vitanlega, aldrei verið höfð um konur nema þá af dón- um. f Blöndalsbók segir, að sögn- in gjóta í merkingunni ,,íæða“ sé höfð um dýr, ekki menn, einkum um hunda og ketti, sem þó sé einnig notuð um sögnin lcggja, sömuleiðis um refi, mýs, rottur og stundum um fiska. LTm kýr og kindur, kveður Blöndal notaða sögnina bera, um hryssur kasta og um seli kæpa. Vel kann að vera einhver munur á þessu í mis- munandi landshlutum, en aðah’egl an mun þetta vera. Um konur eru til mörg orð og orðasambönd, svo sem ala, fæða, eíga (eignast) barn, verða léttari o. s. fi'v. Væri gaman að fá bréf um þau orð og orðasambönd, sem menn nota um fæðingar mismunandi dýi'ateg- unda. ENN veigameiri röksemd gega því, að orðasambandið sé í fyi'stu (Framhald á 8. síðu). /

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.