Tíminn - 31.03.1957, Qupperneq 6
6
T í M I N N, sunnudaginn 31. marz 1957.
Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn
Ritstjórar: Haukur Snorrason,
Þórarinn Þórarinsson (áb).
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn).
Auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323.
Prentsmiðjan Edda hf.
„Blómlegt bú“ stjómarandstöðunnar
ÖRFÁUM döeum eftir
valdatöku núverandi ríkis-
stjórnar birti Morgunblaðið
forustugrein, sem bar nafn-
ið: „Tekur við blómlegu búi.“
Með þessu kvað blaðið upp
úr með það, að foringjar
Sjálfstæðisflokksins ætluðu
ekki að bíða dóms reynslunn
ar um ástandið og viðskiln-
aðinn. Þeir höfðu hann til-
búinn þegar við stjórnar-
skiptin. „Atvinnuástandið
er betra en nokkru sinni"
fyrr“, sagði Mbl.. Þá voru
Iiðnir nokkrir dagar siðan
sjávarútvegsmálaráðherra í-
haldsins hafði lofað síldar-
útvegsmönnum stórfelldum
uppbótum, án þess að hafa
nokkurt fé til reiðu. Áhyggj-
unum af því var velt yfir á
framtíðina. Um það leyti
var líka á almannavitorði, að
togara- og vélbátaflotinn
var rekinn með stórfelldu
tapi og a,lger stöðvun var
framundan, nema gripið yrði
til sérstakra ráðstafana til
styrktar útveginum. Ekki
liðu svo nema nokkrar vik-
ur frá birtingu „blómagrein-
arinnar“. þar til ljóst var,
að sú tilfærzla til sj*ávarút-
vegsins, sem um var að ræða,
mundi þurfa að nema mörg
hundruð milljónum króna.
Þá var í greininni sérstak-
lega rætt um, hve vel væri
á vegi stödd húsbygginga-
mál landsmanna, enda væru
„þúsundir íbúða í smíð-
um“. Fleiri framkvæmda-
mál taldi blaðið standa með
blóma, og lét þess getið und-
ír lokin, að þar hefði gætt,
„forustu Sjálfstæðismanna“,
rétt eins og það væri ein-
hverjar fréttir fyrir lesendur
Morgunblaðsins.
ÞAÐ ER NÚ ljóst, að með
skrifum þessum voru for-
ingjar Sjálfstæðisflokksins
að reyna að búa í haginn
fyrir stjórnarandstöðuna.
Hér hófst sá leikur, að kenna
þeim, sem við tóku, um þá
erfiðleika, sem við blöstu þeg
ar stjórnarskiptin fóru fram,
og séð var, að mundu óum-
flýjanlega dynja yfir. Þeim
hafði verið skotið á frest
með loforðum upp á frarn-
tíðina. Þegar svo stjórnar-
fjokkarnir gengu að því
verki að mæta þessum erfið-
leikum, fyrst með verðfest-
ingunni, og síðan með lögun-
um um útflutningssjóð, hélt
Mbl. sínu striki, og kenndi
öðrum um. Stjórnin hafði
tekið við „blómlegu búi“ í
júlílok s. 1. sumar. Um það
var fyrir hendi vitnisburður
Mbl. frá þeim tíma og það
töldu þeir nægja sínu fólki.
Mikil má sú trú vera.
NÚ ÞARF auðvitað ekki
að ræða þessi blómaskrif
Mbl.-manna að neinu ráði,
svo auðvirðilegt áróðurs-
bragð, sem þau eru. Þó má
það vera til nokkurs fróð-
leiks um þróunina að sjá,
hvernig aðrir aðilar telja,
að umhorfs hafi verið um
þetta leyti, og hvert hafi
stefnt.
f skýrslu þeirri, er fram-
kvæmdastjórn Landsbanka
íslands birti í gær segir svo
m. a. um þróun peninga- og
gjaldeyrismála á árinu 1955
og síðar:
„Eins og kunnugt er, juk
ust útlán bankanna stór-
lega á árinu 1955 og gjald-
eyrisaðstaða versnaði mjög.
Enda þótt miklar birgðir
útflutningsafurða um ára-
mótinn 1955—1956 bættu
nokkuð úr skák var það
ljóst, að óbreytt þróun
hlaut brátt að leiða til
vandræða í gjaldeyrismál-
um, ef ekki kæmi til stór-
auknar tekjur í erlendum
gjaldeyri eða verulega er-
lendar lántökur til ýmissa
stórframkvæmda í land-
inu . . . “
EKKI er þessi lýsing í
samræmi við kenningu Morg
unblaðsins um blómlegt bú.
Verður fróðlegt að sjá, hvort
blaðið treystist til að veita
Landsbankanum hæfilega
ráðningu fyrir að birta svona
umsögn, þvert ofan í um-
mæli Mbl. í sumar og æ síð-
an. En landsmenn aðrir sem
lesa þetta hljóta að minnast
þess, að þrátt fyrir þetta út-
lit um áramótin 1955—1956,
fékkst ekkert erlent lánsfé
fyrr en núverandi stjórn kom
til skjalanna, og þau stóru
verkefni, sem Mbl. státaði
af í „blóma“greininni og
mörg fleiri, voru strönduð
vegna fjármagnsskorts þegar
í sumar. „Frelsisstefnan“ og
svikin við fjárfestingareftir-
litið hafði fyrir alllöngu
þurrkað upp innlent lánsfé.
ÞAÐ ER SVO kapítuli út
af fyrir sig, að með þessa
forsögu á bakinu leika for-
ingjar íhaldsins nú hlutverk
óábyrgra „verkalýðsfor-
ingja“; krefjast hærra kaup
gjalds og espa til verkfalla.
Dómur, sem ekki verður áfrýjað
DEILUR hafa lengi stað
lð um skaðsemi tóbaksnautn
ar, einkum, hvort vindlinga-
reykur valdi krabbameini í
lungum. Nafnkunnar vísinda
stofnanir í Bandaríkjunum,
þar á meðal Krabbameins-
stofnunin, sem unnið hefur
stórvirki að rannsókn sjúk-
dómsins, settu á stofn nefnd
hæfra vísindamanna til þess
að athuga þau gögn, sem
fyrir liggja í máli þessu, og
meta þau vísindalega. Niður-
staðan hefur nú verið birt,
og hefur vakið mikla athygli.
Hún er, að það er talið sann-
að, að vindlingareykingar
valdi krabbameini í lungum,
enda þótt fleiri orsakir séu
Eftir B ermu dafundinn
Bafnandi sambúcf Breta og Bandaríkjamanna,
mtklum útgjöldum létt af Bretum, heimsvanda-
mál kjarnorku og geislunar enn ekki tekiÖ
nógu föstum tökum, segir áhrifamikiÖ brezkt
bla5
nýtt mál. Hér mun þó gert ráð
fyrir að Bretar fái gerðir flug-
skeyta, sem áður hafa verið á
bannlista vestra, aðilar rhunu bera
saman ráð sín um framvindu á
þessu sviði flugtækninnar.
Gréiðsla fyrir þessa bandarísku
aðstoð verður með „láns- og leigu
Að loknum Bermudafundinum, sem þeir héldu Macmillan, kjörum.“ Með þessu er reynt að
forsætisráðherra Breta og Eisenhower Bandaríkjaforseti,' fyrirbyggja, að þessir bandamenn
ásamt helztu aðstoðarmönnum sínum, hafa blöð báðum meg-
in Atlantshafs, og raunar víðar, reynt að gera upp árangurínn
og horfurnar, einkum að því er varðar samskipti Breta og
Bandaríkjamanna og endurreisn þess nána sambands, sem
var í milli ríkjanna áður en Súez-ævintýri Breta hófst. En það
setti öll tengsl úr skorðum.
Meðal blaða, sem hafa ritað hóf-
samlega og skynsamlega um þessi
mál, er frjálslynda blaðið „Mans-
hester Guardian" og þykir Tíman-
um hlýða að endursegja lauslega
nokkur atriði úr ritstjórnargrein
í því blaði, er birtist fyrir fáum
dögum.
Samtal Breta og Banda-
ríkjamanna
Helzta viðfangsefni Bermuda-
fundarins má kalla endurvakningu
hins nána samstarts Breta og
Bandaríkjamanna, og það virðist
ráðstefnan hal'a leyst af hendi
með góðum árangri. Samskipti
forsætisráðherrans og forsetans
voru einslaklega vinsamldg og
einlæg, og báðir ákváðu, að halda
áfram að skiptast á skoðunum og
halda við sambandi, sem hefði
byrjað svo ánægjulega. (Macmill
an og Eisenhower eru vinir síðan
Macmillan var fulltrúi Breta í
aðalstöðvum Eisenhowers í Norö-
ur-Afríku á stríðsárunum. New
York Times telur að sett verði
á laggirnar sérstök samstarfs-
nefnd, að tillögu Eisenhowers.)
Þetta er verulegur árangur fyrir
Macmillan, þegar hann er skoðað
ur í Ijósi erfiðleikanna, sem upp
risu út af Súez.
Ráðherrann mun því hafa kom-
ið fram af lægni og festu. Hins-
vegar er síður ástæða til að fagna
yfir sumum niðurstöðum fundar-
ins eins og þær birtast í tilkynn-
ingu aðila.
Kjarnorkumálin
Það mun t. d. valda vonbrigð-
um, að ákveðið skuli að halda enn
áfram tilraunum með kjarn-
orkusprengjur. Margir eru þegar
áhyggjuíullir vegna áhrifa þess-
ara tilrauna á almennt heilsufar.
Það er því miður ekki hægt að
taka undir þá skoðun í tilkynning-
unni, að ekki muni hljótast tjón
af tilraununum af því að þær
muni gerðar með gát, því að hér
eru mörg óþekkt atriði. Það er
að vísu huggun, að leyfa tak-
markað alþjóðlegt eftirlit með
prófununum, en þó er sleginn sá
varnagli, að Sovétríkin leyfi hið
sama.
er krefst þess skiiyrðislaust, að
skipagjöld verði greidd Egyptum
en ekki notendasamtökum Súez-
skurðar. Það er líka í meira
13g. vaíasamt, hvort aðild Banda-
ríkjamanna að hernaðarnefnd
Bagdadbandaiagsins hefur noki'
eyði báðir stórfé í sama verkefnið
og kosti tvöfallt kerfi þegar eitt
getur nægt íyrir báða. Þó er hér
meira í hú-fi fyrir Breta. Með
þessu er e. t. v. létt af þeim þeirri
nauðsyn, að koma upp með eigin
afia hinu óhemjudýra varnarkerfi
gegn kjarnorkuárás, sem á dag
skrá hefur verið, og hefur mjög
þyngt fyrir fótinn í efnahagsmála
þróuninni. Bretar framleiða kjarn
orkusprengjur og ýmis önnur
kjarnorkuVopn. þar með flugvéiar
til að fiytja þau. en nú mun ráð
gert, • að -’erulegur hluti af þeim
Eisenhower og Macmillan á BermudaráSstefnunni,
urt raunveruiegt giidi. Hún mun
styrkja tengsl Egypta og Ind-
verja, og hún jninnir enn einu
sinni á, að hin svo nefnda Eisen
hower-áætlun er reist á þeim skiln
ingi, að við sé að eiga beina ógn-
un um árás af hálfu Rússa, þegar ísk vopn.
hættan er mestmegnis undirróður Churchiils,
og óbein árás, sem ekki verður
mætt með siíkri áætiun. Hér virð
ist skorta skilnmg á eðli vandamál
anna á þessu svagði.
Flugskeyti — sparnaSur
fyrir Breta
Frá sjónarhóli Breta er raun-
hæfasti árangur Bermudafundar
ins sá,«*að Bandaríkjamenn láta
þá fá fjarstýrð flugskeyti til varn-
arkerfis síns. Þetta er að vísu ekki
vopnum komi frá Bandaríkjunum.
Hér er um verulega stefnubreyt-
ingu að ræða hjá Bretum, sem
hingað til hafa lagt kapp á að
vera sjálfstæðir að þessu leyti
og ekki mjög komnir upp á amer
Þetta var stefna
og þeirri stefnu-
fylgja margir íhaldsmenn. Þegar
Duncan Sandys landvarnarráð-
herra fór tii Washington eftir fail
Edens, hélt hann því enn fram, að
Bretar yrðu að vera nokuð óháð
ir á þesu sviði. Hvernig þessi sam
búð verður í einstökum atriðum
verður enn ekki séð, en ætla má
samt, að þarna verði horfið að
veruiegri samræmingu, til stór
sparnaoar og létti fyrir Breta.
(Framhald á 8. síðu).
Á SKOTSPÖNUM
Vandamálin við
Miðjarðarhaf
Þá er ljóst, að ekki er samstaða
í milli ríkisstjórnanna í öllum
greinum varðandi stefnuna í ná-
lægum austurlöndum. Það er t.
d. ekki ljóst, hvernig Bandaríkja-
menn ætla að snúast við, er Nass-
kunnar. Spillt andrúmsloft,
af völdum verksmiðjureyks
og útblásturs véla, er lika
talið valda sjúkdóminum.
ÞESSUM dómi verður
trauðla áfrýjað. Hann verða
menn að búa við. Bandarísku
vísindamennirnir hvöttu til
stóraukinnar fræðslustarf-
semi um þessi efni. Sú ábend
ing snertir fleiri þjóðir. Hér
er varið allmiklu fé til
fræðslustarfs um skaðsemi
áfengis. Það er skylt að gera.
En jafnframt þyrfti að hefja
almennt fræðslustarf um
skaðsemi tóbaksnautnar, 1
Ijósi þeirra tíðinda, sem nú
eru kunn.
Sinfóníuhljómsveit íslands er enn ekki komin á fast-
an grundvöll. . . . Samningaumleitanir um fjármál sveit-
arinnar hafa staðið yfir. . . . Er helzt í ráði að útvarpið
verði burðarásinn, en fé komi líka frá ýmsum öðrum
aðilum. m. a. Menningarsjóði, en í ráði er að efla
hann fjárhagslega. . . . Almenna bókafélagið er að und-
irbúa útgáfu bókar með myndum úr Þjóðminjasafni. .
Sama fyrirtæki mun ætla að gefa út fuglahandbók,
sem dr. Finnur Guðmundsson sér um.... BeEgíski tog-
arinn, sem strandaði í gærmorgun, var með afla á dekki
og menn sfóðu í aðgerð að því talið er, allt þar til
skipíð tók niðri ... Oswald Knudsen er að gera kvik-
myndir af kunnum listamönnum, einkum málurum....
Jón Stefánsson listmálari er nýfarinn til Danmerkur
efiir vetrardvöl hér . . . Hann hefir í vetur unnið að
því að lagfæra eldri verk og gera við myndir. . . . Hér
er kominn spænskur sendikennari ... 90 munu hafa
gefið sig fram til spænskunáms frá 12—70 ára. . mun
það metaðsókn hjá sendikennara . . . Einn af kunnustu
flugstjórum landsins er að flytja af landi burt.... til
Mið-Afríku og gerast starfsmaður flugfélags þar ...
Er greitt hátt kaup, og aðbúð talin góð, en loftslag
erfitt. . . . Mikil þáttaka mun verða héðan í alþjóða-
skátamóti á Bretlandi í sumar. . . . Sólfaxi, sem skemmd-
ist 1 lendingu hér um daginn, er kominn til Cambridge
á Englandi til viðgerðar. .. . SAS-verkstæðið í Kaup-
mannahöfn gat ekki tekið vélina vegna anna.... *