Tíminn - 07.09.1957, Qupperneq 4

Tíminn - 07.09.1957, Qupperneq 4
4 í norðurhluta hins nýstofn- aða Malaya-ríkis er á einum stað kvennaskóli. Þar munu fyrirfinnast iðnustu og sam- vizkusömustu námsmeyjar í víðri veröld. En nú fyrir skemmstu dró til tíðinda nokkurra á þessum stað. Maður gekk undir manns hönd að reyna að leysa vand- ann, en flestum varð heldur lítið ágengt. Var fjandinn sjálfur þarna að verki? Ásótti sá gamli stúlkurnar? Eða voru þarna önnur öfl að verki? Slíkar spurningar heyrðust oft í umræðum um Salahiah kvennaskólann um þessar mundir. Skólinn stendur á fögrum stað umluktur háum og miklum múr- um. Stúlkurnar sem sækja hann eru á aldrinum frá tólf ára til tvítugs, og þær sitja við nám sitt dag hvern frá morgni til kvölds, nema arabisku, múhameðstrú og lesa hátt úr kóraninum. Umhverf- is skólann eru víðir grænir vell- ir, en stúlkurnar fá aldrei að bregða þar á leik. Slíkur hégómi getur ekki samræmzt lífinu í hin- um stranga skóla. Undarlegt æði Á þesum stað sem fyrst og fremst ber mark siðavendni og strangleika gerðust undarlegir at- burðir í síðastliðnum mánuði. Stúlkurnar urðu skyndilega gripn ar æði. í>ær hlógu sem í vit- firringu, hrópuðu, dönsuðu og létu öilum illum látum og urðu svo trilltar að fimm fíieflda karlmenn þurfti til að halda einni stúlku. Fyrsta kastið stóð í á að gizka fimm klukkustundir og önnur slik fylgdu brátt í kjölfarið. Kannski tók einhver stúlkan að hrópa í æs- ingi: „Hann kemur! Hann kemur! Hann ætlar að kæfa mig!“ Ef ein- hver hinna stúlknanna kom stall- systur sinni til hjálpar fór brátt á sömu lund fytir henni. Einhver var óðara tekinn til við að kæfa hana. Og þannig greip æðið um sig meðal stúlknanna, þær tryllt- ust hver af annarri, og brátt lék allur skólinn á reiðiskjálfi. Stúlk- urnar dönsuðu um með ópum og óhljóðum, og hávaðinn var slík-1 ur að við lá að kennararnir gengju af vitinu. Andinn í gúmmítrénu íbúar þorpsins Haji Salleh þar sem- skólinn stendur urðu vita- skuld skelfingu lostnir yfir þess- um ósköpum. Stúlkurnar eru í á- lögum, sagði fólk, eða það hefur Maupið í þær illur andi. Sent var eftir bomoh, töfralækni þorps- ins,- til að hrekja hinn illa anda á brott. En særingar hans komu fyrir lítið: eftir að stúlkurnar sneru heim til skólans úr sumar- leyfi sínu greip tryllingurinn þær enn hatramlegar en fyrr. Aftur var sent eftir bomoh. og þeir komu sex saman í þetta skipti. En eflir ótölulegar særingar, töfraþulur og bænir lýstu þeir yfir því að þeir fengju ekki við neitt ráðið, hinn illi andi var greinilega miklu magnaðri en þeir. Einn þeirra komst að þeirri niðurstöðu að and inn ætti sér bólstað í einu til- teknu gúmmítré og skipaði svo fyrir að tréð skyldi upp höggvið og því á eld kastað. Fimm dögum síSar greip æðið stúlkurnar í al- gleymingi á nýjan leik. Hinir töfra mennirnir úrskurðuðu þá að mál- ið lægi Ijóst fyrir: Andinn í trénu hafði tryllzt gersamlega er hann var hrakinn úr heimili sínu. "U-c-srssais^— TIMINN, laugardaginn 7. september 1951» Tryllingnr í Malaya - SiSavendni og straegleiloir - Andinn í kvennaskólan nm » Bjó hann í gúmmíbát? - Yísindin koma til sögn Tillögiir íþróttaþiiigs íþróttasam- bands Islands á Aknreyri í júlí Kennslustund í kvennaskólanum — Kom andinn úr gúmmítré? Vísindamennska og bænahöld Iívað var nú til bragðs að taka? Jógi nokkur sendi þau boð að hann gæti læknað stúlkurnar á ein um hálftíma. „Illir andar hrökkl- ast á brott aðeins ef ég er ná- lægur“, sagði hann. Ég get látið appelsínur fljúga í loftinu.“ En forráðamenn skólans ákváðu að annarra bragða skyldi leitað og sneru sér til læknis. Og nú þessa dagana er farið að ráðum hans í i Salahiah kvennaskólanum: múrinn mikli umhvérfis skólann hefur ver ið rifinn niður, stúlkurnar fá að njóta meiri frjálsræðis og skemmt ana en áður. En ef vísindin skyldu nú bregðast — ? Skólinn sá þann möguleika einnig og fyrirskipaði samfeld þænahöld í heilan mánuð til varnar gegn andanum illa sem kanski — og kannski ekki — átti sér bústað í gúmmitrénu. Þing íþróttasamfoands íslands var haldið 'á Akureyri 26.—27. júlí s. I. og fer 'hér á eftir yfirlit um s-törtf jþess: Forseti þingsins var kjörinn Ár- rnann Ðalmannsson form. íþrótta- bandalags Akureyrar, varaforseti Jens Uuðbjörnsson, Reykjavík, ritarar Sigurgeir Guðmannsson og Árni Árnason. Kjorbréfanefnd: Jón Hjartar, Sigurður Helgason, Þórhallur Guðjónsson, Bragi Kristjánsson, Gunnar Már Péturs- H». Kjörnefnd: Einar Kris-tjáns- son, Jens Guðbjörnsson, Þóra-rinn Sveinsson. Fj'árhagsnefnd: Guð- mundur Sveinbjörnsson, Gísli Ólafsson, Bogi Þorsteinsson, Stef- án Runólfsson, Guðjón Ingimund- arson. Allsherjarnefnd: Axel JónS son, Einar Kristjánsson, Óskar Ágústsson, Jón Magnússon, Þórir Þorgilsson. Laganefnd: Gísli Hall- dórsson, Böðvar Pétursson, Brynj- ólfur Ingólfsson, Gunnar Schram, Bragi Kristjánsson. í framkvæmdastjórn ÍSÍ voru kjörnir: Benedikt G. Waage for- seti, Stefán Runólfsson, Guðjón Einarsson, Gísli Ólafsson og Hann- es Þ. Sigurðsson. Varamenn voru kjörnir: Gunnlaugur J. Briem, Áxel Jónsson, Atli Steinarsson, Þriðja alþjóðlega skákmótið * a i í snmar Eins og fréttir hina síðustu daga bera með sér, hefir stjórn Ta-flfélags Reykjavíkur ákveðið að gera alvöru úr þeirri hug- mynd sinni að stofna til alþjóð- legs skákmóts . í Reykjavík á næstunni. Þetta skákmót, sem verður áreiðanlega sterkasta og umfangsmesta einstaklings- keppni, sem farið hefir fram á íslandi, er því hið þriðja í röð alþjóðamóta hér á landi í sumar. Fyrst riðu stúdentar á vaðið með sitt mikla stúdenta- skákmót, þá efr.du Hafnfirðing- ar til lítils skákmóts í Hafnar- firði með þátttöku tveggja er- lendra skákmeistara og átta ís- lenzkra og var tilgangurinn sá, að efla skákálhuga bæjarbúa. Nú fylgja svo Reykvíkingar fordæmi Hafnfirðinga og efna til tólif manna móts, þar sem keppe.ndur eru þrír erlendir, en níu íslenzkir. Þessir erlendu skákmeistar- ar eru okkur íslendingum að miklu leyti kunnir. T-vo þeirra þarf ég áreiðanlega ekki að ky-nna (Benkö og Pilnik) og hinn þriðji, sænski stórmeistar inn Stahlberg, er sá Norður- landabúinn, sem mestan frama hefir getið sér í skákheiminam á undanförnuim áratugum. Með þátttöku þessara erlendu skák meistara og allra beztu íslenziku skákmannanna er ekki að efa, að mót þetta verður bæði skemmtilegt og spennandi og ber stjórn Taflfélagsíns þakk- ir fyrir 'þá framsýni og rögg- semi, sem hún hefir sýnt með því að ráðast í svo kostnaðar- samt fyrirtæki sem þetta. Ég vil nú ekki þreyta les- endur með frekari orðræðum um þetta efni, en birti hér 'keppendatöfluna og síðan eina af skákum Stáhlbergs. 1. Gideon Stáhlberg. 2. Pal Benkö. 3. Herman Pilnik. 4. Arinbjörn Guðmundsson. 5. Björn Jðhannesson. 6. Friðrik Ólafsson. 7. Guðmundur Ágústsson. 8. Guðmundur Pálmason. 9. Guðm. S. Guðmundsson. 10. Ingi R. Jóhannsson. 11. Ingvar Ásmundsson. 12. Sveinn Kristinsson. Eftirfarandi skák er tefld í minningarmóti ungverska skák meistarans Geza Marozcy í Búdapest 1952 og andstæðing- ur Stáhlbergs er hinn góðkunni rússneski stórmeistari Tigran Petrosian. Stáhlberg-Petrosian. Óregluleg byrjun. 1. d4-Rf6 2. Rf3-c5 3. d5-b5 4. Bg5!? (Hið venjulega áfram- hald er hér 4. e4, en Stáhlberg vill leiða andstæðing sinn á villigötur og tekst það vonum framar). 4. -Daðf (Gagnslitil skák) 5. c3-Re4 6. Rbd2! (Hvítur lætur biskupapar sitt af hendi, en fær í stað þess framrás manna sinna). 6. -R xg5 7. Rxg5jh6? (Þessi leikur veikir kóngsstöðu svarts. Betra var 6. -e6 7. e4-Be7.) 8. Rgf3 -d6 9. e4jRd7 10. a4 (Nú fyrst fyrir alvöru koma erfiðleikar svarts í ljós. Hann neyðist til að drepa á a4, því að eftir 10. -b4 fylgir 11. Bb5 og svartur getur sig hvergi hrært.) 10. -bxa 11. Hxa4-Dc7, 12. Dal! Nú hótar hvítur 13. Bb5f — og síðan 14. Bc6 og vinnur a-peð ið). 12. -Rb6 13. Bb5f-Bd7 14. BxBf-DxB 15. Ha6-Rc8, 16. o-o -e5 (Eina ráðið til að koma biskupnum í spilið, því að 16. RITSTJÖRI: FRIÐRIK ÖLAFSSON -g6 strandar á 17. Rc4-Bg7 18. Ra5-o-o, 19. Rc6 og svarta a- peðið fellur fyrr eða síðar.) 17. dxefrh-fxe 18. Rh4-Kf7 (Ör- þrifaráð, en hvernig átti svart- ur að koma í veg fyrir 19. Rg6?) 19. f4 (Lokin eru ekki langt undan). 19. -Dd8 (Eða 19. -Be7 20. f5-Bxh4 21. fxef-Kxe6 22. Da2f og svartur tapar drottn- ingunni. )20. Rhf3-De8, 21. f5- exf 22. Da2f-De6 23. Re5f! (Þannig bindur hvít- ur endi á tilveru svarta kóngs- ins). 23. -Ke7 24. Rc6f-Kd7 25. Da4-Ke8 26. exf-De3f 27. Khl og svartur gafst upp. T. d. 27. -Dxd2 28. Re5f-Ke7 29. Dd7f- Kí6 30. Df7 og mátar. Fr. Ól. SKIPAUTGCRÐ RIKISINS „Skjaldbrelð11 vestur um land til Akureyrar hinn 12. þ. m. Tekið á móti flutningi til Súgandafjarðar, Húnaflóa- og Skagafjarðarhafna, Ólafsfjarðar og Dalvíkur á mánudag. Farseðlar seldir á miðvikudag. Böðvar Pétursson, .Sigurður M 3gn- ússon. í sambandsráð ÍSÍ voru kjörnir auk framkvæmdastiórnarinnar: Fyrir Reykjavík: Jens Guðbjörns- son, til vara Gísli Halldórssón. Fyr ir Suðurland: Sigurður Greipsson, Haukadal, og til vara Gisli Sigurðs son, Haínaríirði. Fyrir Vestur- land: Óðinn Geirdal, Akranesi^og til vara Alfreð Alfreðsson, ísa- firði. Fyrir Norðurland: Einar Kristjánsson, Akureyri, og til vara Guðjón Ingimundarson, Sauðár- króki- í íþróttadómstól ISÍ voru kjörn- ir: Þórður Guðmundsson, Bi'ynj- ólfur Ingólfsson, Frímann Helga- son, Gunnlaugur J. Briem, Þor- geir Sveinbjarnarson, Helgi Jonaa son, Andreas Bergmann, Einar Björnsson, Gísli Sigurðsson. Vara- menn voru kjörnir: Gunnar Mar Pétursson, Sigurður Magnusson, Bogi Þorsteinsson, Einar ^æ- mundsson, Halldór Backmann, Sveinn Þórðarson, Ragnar Ingólfs son, Lárus Salómonsson, Þorsteinn Kristjánsson. Endurskoðendur voru kjörnir: Þórarinn Magnússon og Erlendur ó. Pétursson og til vara Tómas Þórðarson. Þinginu barst árnaðarkveð.iur frá forseta fslands hi'._ Ásgeiri Ás- geirssyni, verndara ÍSÍ og var það þakkað. Þá fóru þingfulltrúar í boði bæjarstjórnar Akurevrar í ferðalag um niágrenni Akureyrar. Tillögur þær, er samþykktar voru á þinginu fara hér á eftir: flþróttaþing ÍSÍ, ihaldið é Akur- eyri 26.—27. júlí 1957, s’korar á Alþingi, að lögfesta 17. júní sem þj óðhátíðardag^ fslendinga. ílþróttáþing Í9Í, telur, að íþrótta hreyfingin eigi að minnast á veg- legan hátt hálfrar aldar af’mælia íþróttasamibands íslands árið 1962. Samþykkir þingið í því sam- bandi, að fela væntanlegri fram- kvæmdastjórn ÍSÍ að hefja und- irbúning að útgáfu á afmælisriti ÍSÍ, sem gefið verði út 1962, og að semja ýtarlega áætlun um íþróttaihátíðaihöld, sem fram fari á afmœlisárinu og leggja síðan þá áætlun fyrir íþróttaþing árið 1959. Með hliðsjón af því, hversu imjög það iháir þróun og eðlilegum framgangi allrar íþróttastarfsemi og þá íþróttahreyfingarinnar 1 heild að nauðsynlegt fé er ekki fyrir hendi til bygginga iþr.ótta- mannvirkja og reksturs þeirra. Samlþykkir íþróttaþing ÍSÍ. hald ið é Akureyri 26.—27. júlí 1957, að skora á Alþingi að veita í fjár- lögum 1958 kr. 5.000.000.00 til íbróttasjóðs. fþróttaþing ÍSÍ 1957 beinir þeim ákveðnu tilmælum til íjármálaráð herra og Alþingis, að í fjárlögium ársins 1958 verði foækkuð_ fj.árveit ing til íþróttasambands íslands í kr. 200.000,00 og þar af renni 60. 000.00 kr. til xitbreiðlslustarfa. íþróttaþing 1957 fagnar því að samkomulag skuli hafa náðst milli ýmsra aðila um byggingu íþrótta- og sýningaíhallar i Reykjavík. þar ■sem 'slíkt leiðir til möguleika á því að koma upp sameiginlegri íþróttaimiðstiöð og felur þingið væntanlegri framkvæmdastjórn að athuga hvort ÍSÍ geti orðið aðili að slíkri aðstöðu. fþróttaþing ÍSÍ faaldið á Akur- eyri dagana 26.—27. júlí 1957, sam þykkir að skora á stjórnir allra héraðssambanda og íþróttahanda- laga að birta á hverju ársþingi sínu skrá yfir virka iðkendur ein- stakra íþróttagreina, sem iðkaðar eru innan viðkomandi íþróttahér- aðs og láta slíka skrá fylgja þing- fundargerðum. íþróttaþing ÍSÍ haldið á Akur- eyri dagana 26.—27. ^ júlí felur framkvæmdastjórn ÍSf að vinna að því, að íþróttakennaraslcóli fs- lands miði starfsemi sína við það (Framhald á 8 stðu.)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.