Tíminn - 07.09.1957, Page 8

Tíminn - 07.09.1957, Page 8
8 TÍMINN, laugardaginn 7. september 1957, Á eyjunni fögru . . . (Framhald af 5. ríÖu). voru þó sorgleg undantekning. Þeir gengu um með þrefaldan geislabaug um hausinn, dýrðar- ljóma í augum og héldu að sér yrði ekki meira fyrir að frelsa okkur íslendingana en stinga ó- þægum strákum í poka. Sem bet- ur fór voru þeir í miklum minni- hluta þó maður kæmist ekki hjá því að verða var við þá. En ég var að tala um hjónin frá Ceylon. Hann er fínn maður í heimalandi eitt sinn borðað með honum og konu hans og það hafði farið vel- á með okkur. Það var skemmti- legasta matarstund sem ég minn- ist. Prófessorinn gamli lék á als oddi, sagði frá lífi sínu svo unun var á að hlýða, útskýrði skoðanir sínar á einfaldan hógværan hátt. Þó viðkynning okkar væri stutt, var hún það náin að ég treysti mér til að fullyrða að þessi öld- ungur er göfugasti rnaður sem ég hef hitt. Á Mackinac-eyju er ekki notaSar bifreiðir. Hesturinn er þar enn þarfasti þjónninn. sínu, mikilsvirtur lögfræðingur af ■tignum ættum. Hann er af þeirri stétt er upprunalega gegndi land- varnarstörfum. Það er næstfínasta stétt í Indlandi. Þar að auki eru þau hjón frægir söngvarar og píanóleikarar, hafa ferðazt um allan heim og haldið hljómleika, sungið söngva heima- landsins fyrir troðfullum áheyr- endapöllum í London, París, New York. Hann skýrir okkur frá því hvernig hann kynntist MRA. Hann var alinn upp í hatri gegn herra- þjóðinni, Bretum, hann barðist fyrir sjálfstæði ættjarðarinnar af heilum huga. En þjóðin var sundr- uð innbyrðis og ættirnar deildu um völdin sem þegin voru af herra- þjóðinni. Þessi vinur okkar hat- aði séraði sérstaklega samlanda sinn sem brotizt hafði til valda í skjóli Breta. Hann sagði okkur frá því hvernig hatrið hefði lamað allan starfsþrótt hans og lífsgleði. Svo kynntist hann MRA og fór að hugleiða kenningar þeirra. Eftir mikla sálarbaráttu fór hann langa leið til að hitta óvin sinn. Hann bað hann fyrirgefningar. Hann kvaðst enn vera sannfærður um að málstaður sinn væri réttur en hann bað fyrirgefningar á því hatri sem hann hefði borið til ó- vinar síns persónulega. Og hann hélt heimleiðis frjálsari í huga. Og nú hafði hann haldið boðorðin fjögur um heiðarleika, hreinlífi, óeigingirni og kærleika um fjölda ára. ---------Síðar um daginn er fundur þar sem málsmetandi menn frá Þýzkalandi og Frakklandi og Erakklandi biðja hverjir aðra af- sökunar. Þýzk kona sagðist hafa verið fangavörður í stríðinu. Hún kvaðst hafa skammtað Frökkum minni mat en öðrum föngum-------- Stundum komu danskir menn til okkar fslendinganna og báðu okk- ur að fyrirgefa að ekki væri búið að skila handritunum. Bretar báðu okkur afsökunar á löndunarbann- inu. Norðmaður bað mig fyrir- gefningar á því að norskir togarar gerðu usla í íslenzkri Iandhelgi og rændu megninu af útflutningsvöru íslendinga. Ég sagðist aldrei hafa heyrt getið um norska togara í ís- lenzkri landhelgi, vissi ekki bet- ur en Norðmenn væru sú þjóð er stæði okkur næst hjarta og sýndi okkur mesta vinsemd. Mér sýndist hann heldur vonsvikinn eftir þess- ar upplýsingar og hélt sýnilega að ég væri að blekkja hann, því dag- inn eftir stóð hann upp á fjölda- fundi og baðst afsökunar á norsk- um togurum í íslenzkri landhelgi. Prófessorinn göfugi Svo fékk ég boð um að drekka te með prófessornum. Ég hafði Hann beið mín inni í salnum og við gengum til sætis. Hann kaus að drekka mjólk. Hann hafði heyrt að íslenzka sendinefndin hefði þrjóskazt við að móttaka boðskap- inn, fyndist of hart að sér gengið. Hann sagði mér að þýzka sendi- nefndin, sem var hér fyrr urn sumarið, hefði brugðizt við á svip- aðan hátt. Þeir hefðu haft á orði að þetta væri Hitlers Jugend aft- urgengin, upphrópanir, endurtekn- ingar, vígorð, baráttusöngvar, for- ingjadýrkun, ofstæki, heimsfrels- un. — Ég er ekki að þröngva kenn- ingum okkar upp á einn né neinn, segir prófessorinn. Það skiptir engu máli hvort hér sé einum manni fleira eða færra. En þetta er boðskapur sem neyðir menn til að velja eða hafna. Kenningin krefst fórnar og því eru menn ó- fúsir að gefa sig henni á vald. Það fórnar enginn sál sinni sárs- aukalaust. Ég var orðinn prófess- or í bókmenntum innan við þrí- tugt og taldi sjálfan mig gáfaðan, sjálfstæðan mann. Ég var sjálfum mér nógur. Ég var stoltur og hreyk inn af yfirburðum mínum. Á há- tindi velgengni minnar læddist þjáningin inn í líf mitt, þjáning svo djúp og sár að mér fannst allt vonlaust. Ég var ekki maður til að rísa undir byrði minni. Ég reyndi jafnvel að svipta mig lífi. Þá lærði ég að beygja mig, að hlíta afli sem er ofar öllum mönn- u.m. Þar sem gáfur mínar og mennt un gátu ekki hjálpað fann ég harmabót í barnslegri trú. Ég hafði áður hugsað mér Guð sem gæf- lyndan vitgrannan sunnudagsskóla- kennara, uppfinningu handa börn- um og aumingjum, nú er hann mér raunverulegri en þetta mjólk- urglas og þessi undirskál. Þjáning- in vísaði mér veginn, á þeirri stundu er ég kraup í duftið eign- aðist ég nýjan styrk, nýtt frelsi. Ég sit lengi og hlusta á hann tala. Þessi fátæklega endursögn er ekki nema daufur skuggi af orð- um hans. Ég fann að hér sat ég andspænis manni sem framar flest um hafði lifað sönnu lífi. Ég finn ég hefði getað setið dögum sam- an og hlustað. En á morgun er meiningin að halda heim. Fyrst í stað leit ég á þennan félagsskap með vorkunnsemi og hálfgerðri fyrirlitningu, sagði pró- fessorinn. Ég var yfir það hafinn að hlusta á þetta hjal. Ég var menntaður maður og kunni full skil á flóknustu heimspekikerfum, þetta var ekki nema fyrir meðal- tossa sem leiddist lífið. Seinna fór ég að kynna mér kenningar þeirra og fræðast um boðskapinn. Mér þótti margt skynsamlegt og stund- um hélt ég fyrirlestra um stefn- una utan kennslutíma. Stúdentarn- ir sátu kyrrir undir lestrinum af kurteisi en ég fann að þeir hugs- uðu: „Nú er karlskröggurinn byrj- aður aftur.... “ Svo kom að breyt- ingunni í lífi mínu. í stað þess að hugsa og tileinka mér þessar kenn- ingar, var ég farinn að lifa þær, breyta eftir þeim í daglegu lífi. Þær mótuðu alla lífsstefnu mína, þær höfðu bjargað mér úr voða. Eftir það fann ég að stúdentarnir hlýddu með athygli á tal mitt, vildu sífellt fá að heyra meira. Það er komið að næsta fundi og við stöndum upp, kveðjum hvorn annan með handabandi. Það voru sannarlega ekki íómar kenningar sem þessi maður hafði að miðla mér heldur djúp og sönn lífs- reynsla, og ég gat ekki að mér gert að verða dálítið lúpulegur þegar ég horfði á eftir þessum öld- ungi út um dyrnar. Á unga aldri hafði hann tekið hæsta próf og hlotið mestan vegs- auka sem unnt var að hljóta, hann hafði um árabil stýrt einum elzta og bezta háskóla Evrópu, hann hafði kennt mönnum að meta Franz Kafka löngu áfiur en nokk- ur vildi við verkum hans líta, hann hafði öll skilyrði til að eyða ellinni sem mikilsverður frömuð- ur í fræðigrein sinni. Þess í stað kaus hann að dvelja á þessari fögru eyju og miðla af reynslu sinni þeim sem skemmra voru komnir á vegi lífsins. Fyrsta daginn sem ég dvaldi þarna hafði hann borið okkur súpu og kjöt. Daginn sem við fórum fylgdi hann rnér til skips og bar fyrir mig pinkla. Á bryggjunni er ys og þys, þar er margmenni að kveðjast. Samt hefir hann tíma til að segja mér frá því sem hann hafði verið að hugleiða í kyrrð og næði um morguninn, í framhaldi af fyrri samræðum okkar. Munurinn á existensíalistum og Kafka, segir hann, er sá að hinir fyrrnefndu snerust við þjáningum sínum með nýju heimspekikerfi sem aðeins náði til heilans. Kafka svaraði þjáningunum með öllu iífi sínu, þess vegna eru verk hans meira virði en hinna. Skipið er að leggja frá og ég kveð í snatri hina fáu vini sem ég hef eignast meðal þessa fjölda á eyjunni. Þar var misjafn sauð- ur í mörgu fé, þar voru ýmsir sem skörtuðu með fornar syndir eins og medalíur og heiðursmerki í barminum, aðrir sem stunduðu sálnafrelsun eins og laxveiðar, sumir svo þreyttir á rándýrum nautnum að þeir fundu skemmti- lega tilbreytingu í því að þvo upp eftir svertingjalýð. En þrátt fyrir allt hugsa ég stundum með söknuði til eyjarinn- ar fögru, þar sem allir eiga allt sameiginlega, matinn jafnt og mannsálirnar. Það er þegar ég hugsa til þeirra vina minna sem miðluðu mér af auði hjartans svo ríkulega að aldrei gleymdist. Erlent yfirlit (Framhald af 6. síðu). þetta hvorutveggja. Og allt það, sem gert verði, verði gert á þann hátt, að áður verði haft saœráð við bandalagsþjóðirnar í Atlants- hafsbandalaginu. Ollenhauer lýsir andstöðu gegn hers'kyldunni og að þýzki herinn verði búinn kjarnorkuvopnum. Hvort tveggja auki á stríðshættu fyrir Þýzkaland, sem verði lang- verst úti, ef ný styrjöld kemur til sögunnar. Notum fé okkar til að treysta atvinnuvegina og bæta heimilin, en ekki til að framleiða hergögn, segir hann. SÁ STJÓRNMÁLAforingi, sem virðist vekja næst mesta athygli ó eftir þeim Adenauer og Ollen- hauer, er Strauss hermálaráð- herra, en það umtal eykst nú mjög, að hann muni taka við for- ustu kristilega flokksins, er Ad- enauer lætur af henni. Sosial- demokratar halda því ósparí á lofti, því að Strauss er talinn mað ur einráður og því líklegur til að verða einræðissinnaður í valda- sessi. Hins vegar er hann þrótt- mikill og athafnasamur. Flestum blaðamönnum kemur saman um, að meðal almennings sé rniklu meira rætt um innan- landsmál en utanlandsmál í sam- Iþróttir (Framhald af 4. síðu). að geta í ríkara rnæli sérmenntað kennara fyrir íþróttasamtökin í landinu og skorar á Alþingi að veita skólanum aukna fjárstyrki til þess að afla skólanum þeirrar aðstöðu sem hann þarfnast til þess að rækja hlutverk sitt til fulln- ustu. íþróttaþing ÍSÍ haldið á Akur- eyri 1957 beinir því til héraðs- sambanda og íþróttabandalaga, að slysatryggja íþróttamenn sína; enda hafi framkvæmdastjórn ÍSÍ forgöngu um að ná hagkvæmum samningum við tryggingafélög þar um. Jafnframt beinir þingið þeirr. áskorun til stjórna íþróttabanda- laga og héraðssambanda að þau stofni hvert hjá sér sérstakan slysasjóð, er sjá skal fyrir föstum og öruggum tekjustofni af ágóða íþróttamóta og sýninga eða á ann- an toátt er henta þykir. Þar sem Alþjóðaolympíunefnd- in hefir í svari sínu til Olympíu- nefndar íslands eigi gert athuga- semdir við þau ákvæði í starfsregl um Olympíunefndar íslands, er kveða svo á, að Olympíunefndin sé skipuð af Sambandsráði ÍSÍ, verður að líta svo á, að alþjóða- olympíunefndin sé samþykk þeirri skipan. Fyrir því telur íþróttaþing ið að eigi sé ástæða til að foreyta lögum ÍSÍ í þessu efni, en leggja beri áherzlu á, að taka tillit til ábendingar Alþjóða-olympíunefnd arinnar um þau atriði, er hún bendir á að þurfi lagfæringar við í starfsreglum O.í. Telur þingið eðlilegt að núver- andi endurs'koðunarnefnd starfs- reglna 0. 1 'haldi áfram starfi sínu og leggi áli-t sitt fyrir haustffund sambandsráðs ÍSÍ 1957. Eitt af verkefnum ÍSÍ er að ákveða hvaða íþróttagreinar skuiu iðkaðar. Því lítur íþróttaþing 1957 svo á að afskipti Alþingis af því hvaða íþróttagreinar eru iðkaðar, haffi verið óeðlileg ráðstöfun og lýsir óánægju sinni á þeim gerð- um. Íþróttaþing ÍSÍ haldið á Akur- eyri 26.—27. júlí 1957 samþykkir það frávik frá móta og keppenda- regflum ÍSÍ að framkvæmdastjórn ÍSÍ sé heimilt að veita þeim íþróttabandalögum og héraðssam- böndum, er þess óska undanþágu frá 8. gr. móta- og keppendareglna ÍSÍ. Þannig að skólanemendum sé heimilt að keppa fyrir skólafélag sitt við önnur félög innan ÍSÍ án þess að missa keppnisrétt fyrir heimafélag sitt. Undanþágan gildir þó því að- eins meðan viðkomandi skóli starf ar. Skólanemendur geta þó aðeins keppt fyrir einn skóla á sama ári. 'íþróttaþing ÍSÍ haldið é Akur- eyri 26.—27. júlí 1957 felur vænt- anlegri framkvæmdastjórn að at- huga möguleika á að koma á stofn sumarbúðum fyrir drengi 11—16 ára, þar sem þeim verði kynntar flestar greinar íiþrótta og kennd undirstöðuatriði þeirra, samhliða því að þeim séu tarndar hollar lífs reglur og félagslund. íþróttaþing ÍSÍ 1957 samþykkir að framvegis verði þegnskapar- vinnu við kennslu styrkt á sama hátt og greidd kennsla er nú. Þó skal hlutast til um það, að kostn- aður í sveitum fái ávallt 25%- hærri styrk en félög í kaupstöðun- um. Ennfremur verði athugað um greiðslu á kostnaði við rekstur íþróttamannvirkj a. íþróttaþing ÍSÍ haldið á Akur- eyri samþykkir að fara þess á leit við menntamálaráðherra, að reglu gerð um íþróttakennaraskóla ís- lands á Laugarvatni verði breytt þannig, að hinni frjálsu íþrótta- hreyfingu verði gefinn kostur á að tilnefna einn fulltrúa í skólanefnd skólansv Þing ÍSÍ haldið á Akureyri dag- ana 26.—27. júlí 1957 felur stjórn bandi við kosningarnar. Þetta sé- styrkur fyrir Adenauer, þar sem hann geti bent á augljósan árang- ur, þar sem sé efnaleg endurreisn Vestur-Þýzkalands. Þessu til við- bótar koma svo persónulegar vin- sældir hans og tilhneiging Þjóð- verja til að skipa sér um „sterka“ foringja. Flestar líkur bendi þann ig til, að Adenauer verði sigur- vegarinn í kosningunum. Þ. Þ. ÍSÍ að athuga hvort heppilegt sé að breyta 8. gr. iþróttalaga þann- ig, að þau feli í sér ótvíræð ákvæði um, að sjóðnum beri að styrkja íþróttaframkvæmdir með greiðslu á 40% af kostnaði. í trausti þess að framkvæmda- stjórn ÍSÍ sæmi þá opinfoera aðila sem sérstaklega skara fram úr í byggingum íþróttamannvirkja sér- stöku heiðursskjali sem viðurkenn ingu fyrir frótoært starf að íþróttamálum. Samþykkir þingið að láta það vera á valdi framkvæmdastjórnar- innar hverju sinni, hverjir þeir aðilar skulu vera (og samþykkir því að tillaga nr. 4 á fylgiskjali nr. 1 skuli vísað til framkvæmda- stjórnarinnar (tillaga nr. 4 á fylgi skjali nr. 1 var frá framkvæmda- stjórn um að þakka séx-stöku byggðarlagi fyrir góða framgöngu um byggingu íþróttamanpvirkis). Samþykktar Iagaforeytingar- í niðurlag 1. greinar komi: 20. gr. í stað 24. gr. í annarri málsgrein 3. gr. komi sbr. 20. og 21. gr. í stað 24. og 25. grein. Fyrsta málsgrein 13. greinar verði svo'hljóðandi: íþróttaþing skal haldið ann'að hvert ár í septembermánuði. Skal það auglýst með þriggja mánaða iyrirvara og ítrekast síðar. Reiknisár ÍSÍ er aknanaksárið. Ennfremur að í annarri málsgréin 13. greinar komi: 1. júlí í stað 1. marz. Kanadískir Eskimóar (Framhald af 7. síðu) Ijóst, að Eskimóanum hrakaði illi- lega í fangelsinu, bæði andlega og líkamlega, vegna þess óréttar er hann var beittur af hinum hvítu yfirdrottnurum. Ákveðið var að sleppa honum lausum og síðan var hann sendur til að vera lög- gæzlumönnum til aðstoðar í tjald- Bent Gestur Sívertz er fseddur af ís ienzku foreldri í Victoría í Kanada 1905. ! æsku stundaSi hann sjó- inennsku, en lauk háskólaprófi og gerSist kennari eftir þaS. í síðustu heimsstyrjöld var hann háttsettur í kanadíska flotanum. Eftir styrjöld- ina tók hann viS margvíslegum störf um í ufanríkisþjónustunni, en er nú róðuneytisstjóri í ráSuneyti Norður- Kanada. búðum þeirra á Baffin-eyju. Þar liföi hann góðu lífi við fiski- og dýraveiðar, þar til hann fluttist til Churehill. Andi laganna og bók stafur er sitt hvað víða um heim eins og af þessu má sjá. Þjóðahafið mikla Erfitt er að dæma um þróun málanna næstu áratugina, en þó er sennilegt, að þrátt fyrir góðan vilja, reynist erfitt að viðhalda sérkennum Eskimóaþjóðflokksins marga áratugi í viðbót. Hætt er við að kanadíski Eski- móinn eigi eftir að hverfa í þjóða hafið mikla eins og verða örlög flestra í þeim ólgusjó. Nægir að minna á íslenzka kynstofninn vestanhafs, er sennilega verður horfinn með tungu og þjóðerni eftir nokkra áratugi. En líjarn- inn og þrótturinn, ef einhver er, varðveitast gjarnan í gegnum aldirnar. Stolt og heiðarleilci setja gerst markið á skapgerð kanadíska Eskimóans. — Senni* lega verður það aðalsmerki af* komenda lians er aldirnar renna. h.h.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.