Tíminn - 12.09.1957, Page 3

Tíminn - 12.09.1957, Page 3
TÍ-M-INN, fimuitúdaglnn 12. scptember 1957. Við borð lá að olíubrák á sjónum eyðiSegði fuglauppeldið á Akureyri En íyrir frábæra árvekni og umönnun Kristjáns Geirmundssonar, fór allt vel aí lokum, og höf- UíSsta'Sarbúar njóta nú handaverka hans Þa8 er ekki nýtt, að mest af tímanum fari tii að sinna fuglum, með einum eða öðr- um hætti, en samt mun Krist ján Geirmundsson og fjöl- skylda hans aldrei hafa verið eins önnum kafin og í sumar. Það má því geta nærri, að þungu fargi hefir verið af létt, er fuglarnir voru komn- ir heiíu og höidnu á Tjörnina í Reykjavík. Enda fer Krist- ján ekki dult með það, að hann sé haria feginn. Þetta er annað sumarið, sem hann stundar fuglauppeldi fyrir Reykjavíkurbæ. Bæjarstjórnin á- kvað að auka fuglalífið á Tjörn- inni fyrir áeggjan dr. Finns Guð- mundssonar, og til þess að koma því máli í höfn, var enginn maður á landinu jafnfær og Kristján Geirmundsson, enda hefir honum nu tekizt afbragðsvel þetta verk. Höfuðstaðarbúar njóta nú kunn- áttu hans og umönnunar. Fuglarn- hreiður hennar þar. Skeiðöndin er mjög sjaldséður fugl hér, enda ný- legur landnemi, hefir ekki verpt hér, svo vitað sé með vissu nema í fáa áratugi. •— Hún er nú samt að færa út landnárn sitt, sagði Kristján Geir- mundsson. Ég hefi orðið var við hana í Eyjafirði síðustu árin, og nú í vor sá ég 3 unga saman, og fékk þar fyrstu sönnunina um að hún er farin að verpa þar. En maður gengur ekki að hreiðrinu hennar, það cr vandfundið. Að- stoð Þórhalls á Sílalæk er því mikils virði. Á Hellulandi í Skaga- firði fengust æðareggin beint úr varpinu þar. Útungunarvél og fóstrur í Vogum Þegar eggjasöfnuninni var lokið á hverjum stað, var farið rakleitt að Vogum við Akureyri þar sem útungunarvélin beið. Síðan varð að fylgjast nákvæmlega með henni því að margar tegundir voru hverju sinni í vélinni, og útung- unartíminn ærið misjafn. Úr út- ungunarvélinni fóru ungarnir rak- Dr. Fipnur Guðmundsson og Kristján ræðast við á Reykjavíkurflugvelli í fyrrakvöld. ir.á Tjörninni eru augnayndi borg- arbúa og aðkomufólks, og munu lengi halda nafni Kristjáns á lofti. Ferð til varpstöðvanna Starfið í vor hófst með því, að Kristján tók sér ferð á hendur austur í Þingeyjarsýslu að finna þar menn, sem eiga varplönd góð og skilning á gildi þess starfs, sem hann hefir með höndum. Hann kom í Grímsstaði við Mývatn og fór um varplöndin með Ragnari Sigfinnssyni, og hann kom í Síla- læk þar sem Þórhallur Andrésson leiðbeindi honiun. Kristján kom þangað ekki tómhentur. Hann hafði meðferðis kassa, sem hann liafði sjálfur smíðað. Þeir eru fóðr aðir vel með æðardún og í þeim rúm fyrir hitapoka, en lokið sér- lega gert fyrir loftræstingu. í þessa kassa safnaði Kristján eggj- unum. Ég lagði kapp á að fá þau sem mest unguð, sagði hann, er Tíminn ræddi við hann í gær því að þá þurfti ekki nema skamma stund S úlungunarvélinni. Ragnar á Grímsstöðum vísaði á ýmis andahreiður við Mývatn og Sandvatn, og voru nokkur egg tek in á hverjum stað. En Þórhallur á Sílalæk býr við þá aðstöðu, að í hans landi er eiginlega eini stað urinn á landinu þar sem hægt er að ganga að hreiðrum skeiðand- arinnar. Hún mun verpa eitthvað víðar í Aðaldal, en ekki finnast leitt í fóstrurnar, sem eru olíu- hituð uppeldistæki, og síðan hófst flutningur þeirra á afgirtar tjarn- ir, en þær voru margar, og rann lækur í gegnum þær. Voru ung- arnir færðir til í milli tjarnanna eftir því sem þeir þi’oskuðust. Þannig var öll hjörðin á-hreyf- ingu, í milli tjarna og girðinga, og svo varð að breyta til um fóðrið eftir aldursstigum. Fóðrið var eink um hökkuð egg og mulið kex til að byrja með, síðan fóöurbætir, gras og sjófang íyrir æðarfuglinn. Kristján játar fúslega að þetta Iiafi allt verið ærið starf og erf- itt, og hafi kostað mikia umönn- un og nákvæmni. Allt of mikið starf fyrir einn mann, en frú Helga Hálfdánardóttir kona hans, er heldur ekki neinn viðvaningur í fuglaræktinni. Ifún kann þetta allt saman eins vel og ég, sagði Kristján, og hjónin hjálpuðust að við að gæta íuglanna og koma þeim á legg. Að lokum er hægt að fullyrða, að allt hafi gengið vel, en við margskonar erfiðleika var að fást, sem ekki voru séðir í upphafi. Vatnsskorfur og olíubrák Það var til dæmis vatnsskortur- inn. Þetta var mikið þurrkasumar. Lækurinn þornaði upp að kalla mátti, og það lá við að tjarnirn- ar yrðu vatnslausar. Þá tók Krist- ján það til bragðs, að búa til búr fram í flæðarmáli og láta dugg- endur, skúfendur og æðarfugl í þau. En það var skammgóður vermir. Skip, sem kom á Akureyrarpoll, dældi olíuleifum í sjóinn. Það er hinn versti sóðaskapur og eyði- leggingarstarfsemi. Olíubrákina rak inn Pollinn og á land í fjör- unni skammt frá Vogum. Þá lá við að Kristján missti mikinn hluta fuglanna. Varð liann að flytja þá úr búrunum í miklum flýti. Urðu sjóbúrin honum ónýt meðan olíu- brákin var á sveimi, eða unz stór- straumsflóð haíði flutt hana á land upp. Þá hljóp Slökkvilið Ak- ureyrar undir bagga og dældi sjó í tjarnirnar. Síðan fékk Kristján litla mótordælu með ærinni fyrir- höfn, og hélt sjó í tjörnunum með henni og þar með bærilegri að- stöðu fyrir fuglana. En af því að nú varð að notast við sjó en ekki ferskt vatn, spilltist gróður í tjörnunum, og aðrir erfiðleikar urðu á veginum. Viðhorf áhugamanns Kristján játar það fúslega, að hann mundi ekki vera að þessu ef hann hefði ekki gaman af því. Hann fær að vísu greíðslu fyrir verk sitt, en þessi vinna er ekki mæld í venjulegum vinnustund- um. Meirihluti sólarhringsins fer í að gæta hóps af þessari stærð; Mér hefði fundizt það uppgjöf frá minni hendi, segir hann, að neita tiimælum borgarstjórans um að Önd aS norðan á leið til Þorfinnstjarnar, Þorfinnslíkneskið í baksýn. taka að mér þetta uppeldi í ann- að sinn. Síðustu erfiðleikarnir urðu svo á veginum í fyrradag, þegar flytja átti allt safnið suður. Flug- ferðin gat ekki hafizt á tilsettum tíma veðurs vegna, og fuglamir urðu að bíða í kössunum miklu lengur en ætlað var. En ekki kom það verulega að sök, og í gærmorgun var hópurinn hinn sprækasti að sjá og virtist una sér hið bezta í hinum nýju heimkynn- um. Kristján var í gær að líta eftir því, hvernig liði fuglunum sem hann ól upp í fyrra og fluttir voru hingað í fyrrahaust. Honum virt- ust þeir una sér vel. Eitthvað mun hafa fækkað, en meðal fugla sem j eftir eru, eru þó t. d. urtirnar, sem ' spáð var að ekki mundu una. sér. 1 En hvort þær verða hér til íram- búðar er óvíst. Veturinn komandi sker þar úr. Verkefnin bíða heima Kristján dvelur hér í nokkra daga. — Nóg að starfa heima, segir hann. Þar bíða m. a. margir hamir, sem hann hefir lofað að setja upp fyrir Náttúrugripasafnið. En við uppsetning fugla er hann ágætur listamaður, sem þjóðkunn- ugt er. Húsmæðraf ræðslan er eitt helzta um- ræðuefni á 11. þingi kvenfélaganna HúsmætSrakennaraskólavandamálií til umræSu s. I. mfövikudag S. 1. mánudag hófst í Reykjavík þing Kvenfélagasam- bands fsiands, hið 11. í röðinni. Til þings mættu um 40 fuiltrúar frá héraðasamböndum víðsvegar af landinu. Þau eru alls 18, en meðlimafjöldi kvenfélaganna í samböndun- um er um 13 þúsund. Á dagskrá þingsins eru mörg mál, sem snerta starfsemi sambandsins og hagsmunamál kvenna almennt. ýmsu heimilisstarfa, leiðbeint um Auk þess eru flutt erindi og hagsýni í starfsaðferðum, hýibýla- rædd og gafst mér tækifæri að prýði og margs konar tómstunda- iðju. Auk þess svarar ráðunautur- inn fyrirspurnum um ýmislegt, er konur vilja fræðast um varðandi nýjungar, sem fram koma á þeirra starfssviði. S£. Víðtæk starfsemi Af ræðum þeirra kvenna, sem til máls tóku að erindinu loknu, var auðheyrt, að þeim, sem þegar höfðu notið þessarar fræðsiu, þótti mikið til hennar koma. Þær sögðu, sem vitað er, að húsmæður hefðu yfirleitt engin tök á að sækja löng námskeið vegna þess, að heimilisaðstoð er ekki að fá. Aftur á móti geta þær oft hagrætt svo störfum sínum, að þær geti skotizt að heiman nokkra tíma í senn, fjóra til fimm daga í röð. í þessum umræðum kom í ljós, að konurnar vildu helzt koma þess ari starfsemi á þann grundvöll, að hún yrði rekin á svipaðan hátt og störf ráðunauta Búnaðarfélags ís- lands. Vera má, að karlmennirnir segi, að engin þörf sé að veita slíka fræðslu varðandi störf hús- mæðra, allt öðru máli gegni um ræktun og eldi húsdýranna. En þetta er regin misskilningur. Nú- tíma vísindi hafa gefið svo margar og ákveðnar bendingar um breyt- ingar, sem æskilegt er, að gerðar séu á manneldi, að sjálfsagt er að reyna að koma þeim breytingum sem fyrst í framkvæmd. En fátt eru menn fastheldnari á en venjur í matarræði og þess vegna þarf hlusta á erindi, sem ungfrú Stein- unn Ingimundardóttir flutti á þriðjudagskvöldið, varðandi starf hennar sem heimilisráðunautur, en hún hefir ferðast um landið á vegum Kvenfélagasambandsins og haldið stutt námsskeið í ýmsu því, er að heimilisstörfum lýtur. Erindi ungfrú Síeinunnar var skemanti- legt og fróðlegt og er ekki að efa, að hún rækir starf sitt af miklum á'huga og mun miðla. mörgum et hinni ágætu þekkingu, sem húti hefir aflað sér, bæði hér á landi og erlendis. Efling fræðslusfarfsemi Af undirtektum kvennanna var auðheyrt, að fyrir þeim vakir að efla þessa fræðslustarfsemi mjög, og telja þær lágmarkið að einn heimilisráðunautur starfi í hverj- um landsfjórðungi. Þessi fræðslu- starlsemi er rekin á þann hátt, að kvenfélögin senda. umsóknir til sambandsins um að fá að njóta að- stoðar ráðunautarins, sem svo á- kveður í samráði við hiutaðeigandi félög, hvenær hún starfar á hverj um stað. Starfsemin er fólgin í er- indurn, sýnikennslu og námskeið- um og verkefnin eru matreiðsla, og er þá einkum lögð élierzia á að kynna matreiðslu grænmetis, sild- arrétta og þeirra efna annarra, sem æskilegt er, að meira séu not uð en verið hefir, svo og leiðbeina um helztu atriði næringarefna- fræði. Þá eru sýnd þau á'höld, sem ákjósanlegust eru talin til hinna bæði éróður og uppfræðslu til aðl koma á breytingum. I héimiiis- haldi hafa l'íka komið margar nýj- ar véiar og verkfæri til sögúnnar, sem nauðsynlegt er að kenna kon- um að nýta sem bezt, því meðferð mikilsverð fyrir þær, og meðferð þeirra og nýting er alveg eins og nýting nýrra landbúnaðarvéla og annarra tækja, er fyrir fram- leiðslustörfin. Tfmarit — kennslumál Af öðrum mélum, sem þingið hefir til mcðferðar má nefna, að lagðar voru fram skýrslur nm hin ar ýmsu greinar starfsemi sam- bandsins, svo sem tímaritið „Hús- freyjuna", bréfaskólann, Hattveig- arstaði og fleira. Þá var rætt um orlof húsmæðra, garðyrkjonáírt- skeið, heimilisiðnaðarmél, skéla og vinnuheimili fyrir stúlkur, og útrýmingu sorprita. Þé ræddi þingið einnig um handavinnukennslu í skólum og þótti mörgum eem sú kennslu- grein yrði oft útundan og þyrfti að hlúa betur að henni. Húsmæðrakennaraskólinn Á miðvikudag tók fundurinn til umræðu það vandamál, sem skap- ast (hefir við það, að kennsla hefir fallið niður í Húsmæðrakennara- skóla íslands vegna húsnæðis- skorts. Var einróma samþykkt til- laga um að skora á ríkisstj'órnina að bæta úr þvi sem fyrst. Á eftir kom til atkvæða tillaga um það, að hagnýta húsnæði Húsmæðraskóla Akureyrar til þessarar starfsemi. Var sú tillaga felld með 13 atkv. gegn 12, en 13 fulltrúar sáfu hjá. Þetta mél var eðlilega nokkurt hitamál, þar sem norðlenzkar kon- ur — og íleiri — fá ekki séð að þau rök, sem færð hafa verið gegn því að flytja slcólann, byggist á raunsæi og skynsemi. í stjórn Kvenfélagasambands ís- lands eiga sæti frú Guðrún Péturs dóttir, ungfrú Rannveig Þorsícins- dóttir og frú Aðalbjörg Sigurðar- dóttir. Sigríður Thorlaeias.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.