Tíminn - 12.09.1957, Blaðsíða 7
TÍMINN, fimmtudaginn 12. september 1957.
11
ð lifa hlutina sjálfur,
það er ekki
11
Samíal vitS Júlíönu Sveinsdóttur listmálara, sem
ná vinnur að uppsetningu yfiríitssýningar i Lista-
safni ríkisins
— Máfverkin mt'n og tepp-
in segja a!lt, sem ég hef aS
segja, sjálf hef ég engu við
að faæta, segir listakonan, er
hún íeiðir mig um sali Þjóð-
minjasafnsins, þar sem unn-
ið er að því að undirbúa
stóra yfirlitssýningu á verk-
um hennar.
Júlíana Sveinsdóttir listmálari
heíir tím langan aldur dvalið
fjarrí arttjörð sinni, en er nú stödd
hér á laadi í boði Menntamálaráðs,
sem stendur fyrir sýningunni.
Mestsa bluta ævi sinnar hefir hún
átt heima í Danmörku og tekið
ástfóstrl við beykilunda og græna
skóg* binna friðsælu sveita þar í
landf, nwrgar myndir hennar sýna
yndisblíða náttúru og þá töfrandi
rósemi, sera einkennir danskt
landsJag. En þrátt fyrir það hefir
Júlíana aldrei gleymt uppruna
sinum, meiri hluti myndanna sýn-
ir snækrýnda fjallstinda og litfágr-
ar heiðar heimalandsins; hvítir
jöklar, himinblá fjöll og grænir
dalir hafa alltaf vakað fyrir hug-
skotssjénam hennar og heimtað
líf á léreftinu. Þó dylst manni ekki
að eiim þáttur í náttúru íslands
hefir framar öðrum orkað á list-
málarann og orðið henni því hug-
leiknara sem lengra leið á ævina.
Það ee svarrandi brimið undir
björgum Vestmannaeyja.
Nátfúran og andlegt líf
Fólksfns
— Ég[ er eirimitt fædd og upp-
alin í Vestmannaeyjum, segir
Júlíana, ég ólít að hin hrikalega
náttúra hljóti að móta andlegt lif
fólksins. Hún örvar til dáða, vekur
ólgu í brjósti manns, neyðir mann
til aS velja eða hafna. Kannske
var það brimið í Vestmannaeyjum,
sem kom þessu af stað í mér, þessu
sem seiana varð til þess að ég fór
að mála.
— Ekkl hefir margt orðið til að
örva tinga stúlku á þessum tíma til
að fást við listir?
Listaíaman brosir og hristir höf-
uðið.
— Ég vissi ekki hvað list var.
Það vissi enginn hvað list var á
þeim tímum. En ég var send til
Reykjavfkur í Kvennaskólann og
þar var teiknun ein námsgreinin.
Þar teilaiaði ég mynd í fyrsta sinn.
Mér þétti strax gaman að teikna
og þegar ég hafði loklð námi í
Kvermaakólanum, afréð ég að sigla
til Kaupmannahafnar og freista
þess að komast á Kunstakademíið.
Það var árið Í909. Inntökuprófið
var a£ar strangt. Það voru gerðar
miklu strangari kröfur til manna
í gamla daga, skal ég segja yöur.
Það tök mig 3 ár að búa mig undir
prófið. Ég var tekin í skólann og
vann þar tindir leiðsögn Rostrup-
Boiesen, sem þá var einna mest.
virtur af dönskum kennurum í mál
aralist. Ég stundaði námið af kappi
næstu ár, ennþá hafði ég ekki hug-
mynd úm hvað listin var í raun
og veru, en ég hafði lært eitt af
pabba mínum, sem reyndist mér
drjúgt vegarnesti, það var að
vanda sig við allt, sem maður
gerði. Á þessum árum lærði ég
undirstöSkiatriði málaralistar, lagði
grundvöllinn að listferli mínum.
Eg íauk námi 1916. Það var oft
erfitt á stríðsárunum, þegar pen-
ingasendingar voru stopular að
heiman.
— Hvaö tók við að loknu námi?
— Þá fór ég að mála fyrir al-
vöru. Ég kenndi teiknun til að
hafa ofan af fyrir mér. Og jafn-
framt byrjaði ég að veía. Ég átti
vefstól og liafði ætlað mér að fram-
fleyta mér ó því að selja vefnað.
Mig grunaði ekki þá að vefnaður-
inn æfctl eftir að verða svo mikill
þáttur í listsköpun minni. Nú orð-
ið legg ég jafnmikla stund á hvort
tveggja, málaralistina og vefnað-
inn.
Listasíefnur, skólar
Ég spvr Júlíönu, hvort hún telji
sig hafa mótazt af einhverri sór-
stakri listastefnu, skóla eða mól-
ara. Hún hristir höfuðið ákveðið.
-— Nei, ég hef aldrei eetað féllt
mig við neina einstaka stefnu, seg-
ir hún, ég hef tekið flest frá sjálfri
mér. Maður verður að li'fa hlut-
ina sjálfur, það er ekki hægt að
skapa eftir forskrift. Sjáið þessa
mynd af Eiríksjökli, ég dvaldi nær
sumarlangt á Húsafelli og gekk
daglega klukkustundar gang þang-
að sem sér til jökulsins. Ég gerði
ótal teikningar og tilraunir, en ég
var aldrei ánægð. Ég velti fyrir
mér hverju smáatriði, hugsaði í sí-
fellu um myndina. Ég var heldltr
ekki ánægð með birtuna. Þangað
til loksins einn dag, þegar ég stóð
og horfði til jökulsins, þá rann allt
upp fyrir mér, skýrt og ákveðið.
Þá tók það mig aðeins tvær klukku
stundir að mála sjálfa myndina.
Við göngum um salina, þar sem
málverkunum er raðað saman í
deildir eftir aldri. Ég staldra sér-
staklega við mynd af Skarði á
Landi, sem er einkennandi fyrir
visst tímabil í listferli Júlíönu.
Hlýir litir, sem styðja hver annan,
stefna allir að því sama. Engar
sterkar andstæður, sem berjast um
myndflötinn og vekja ofsa og óróa.
Fjöllin, bæjarhúsin, túnið, fólkið
og húsdýrin myndar allt órofa
heild í .kyrrlátu samræmi hvað við
annað. Júlíana Sveinsdóttir túlkar
á sinn hljóðláta hátt skyldleika
mannsins við náttúruna. Þessi hóg
va:ri samruni hlutanna kemur jafn-
vel í Ijós í þeim málverkum, þar
sem listakonan sýnir okkur ofsa-
fengið brimið undir hömrunum í
'áttíhögium hannar. Höfuðskepnurn-
ar beyja ekki tryllingslegt einvígi,
heldur fallast í faðma fj'rir hugar-
sjónum iistmálarans.
Spjail um abstraktlist
— Hver er afstaða yðar til yngri
nútímamálara, þeirra, sem mála
abstrakt? Ég bar spurninguna upp
með hálfum huga, því að ég hafði
ekki komið auga á neitt í málverk-
um frúarinnar, sem gæfi til kynna
að hún Iegði lykkju á leið sína til
að kryfja nútímasteínur í mynd-
list. Enda fór sem mig grunaði, að
Júlíana Sveinsdóttir bandar frá
sér hendinni.
— Þessi abstraktlist hefir aldrei
skírskotað til mín, segir hún. Ég
get ekki fellt mig við hana, mér
finnst hún ósönn og alltað því ljót.
Afskræming á tilverunni. Ég sá
einu sinni yfirlitssýningu á verk-
um Picasso. Ég skoðaði fyrstu
, myndirnar af áhuga og áfergju.
| Unz kom að stefnumörkunum í list
I hans. Þá fékk ég fljótlega nóg.
| Afskræmt og skritmskælt fólk.
! Þetta á ekkert skylt við list. Það
; er ekki einu sinni samræmi í lita-
| samsetningunni.
I Ilún lagfærir á sér hattinn og
I snýr sér frá mér, heldur áfram
göngunni. Hún kímir örlítið, er
j hún hefir lokið ræðunni um ab-
! straktlistina, eins og hún byggi
'< yfir einhverju leyndarmáli, enda
kom það á daginn að hún var ekki
öll þar sem hún var séð.
Á hættulegum slóðum
Við erum brátt stödd í sal þeim,
, er hýsir flest yngri verka hennar,
| hún beudir mér á tvær stillebens-
! myndir, aðra frá árinu 1943, hin
er aðeins tveggja ára gömul. Mótív
beggja myndanna eru afar svipuð:
vasi og krukka á borði. En munur-
! inn á vinnubrögðum og afstöðu
j listamannsins til formsins er aug-
\ Ijós. Á eldri myndinni nýtur form-
, ið sín að fullu, blæbrigði ljóss og
| skugga eru vandlega unnin, útlínur
sterkar og ákveðnar. Það virðist
Listakonan vi3 eitt vefteppið á sýningunni: Ég er mótfallin abstraktiist.
ekkert vaka fyrir listamanninum
annað en sýna okkur fyrirmyndirn
ar eins svipaðar því og við mund-
um sjá þær með eigin augum. —
En allt önnur sjónarmið ráða gerð
yngri myndarinnar. Þar virðist
formið orðið aukaatriði, en litirnir
stíga fram hreinir og skírir. Útlín-
urnar eru nær horfnar, engin
áherzla lögð á teikninguna. Lib
fletirnir sjálfir eru aðalatriðið,
það sem áður var gul kanna með
hanka nálgast nú að vera aðeins
gulur flötur í myndinni. Myndin
er orðin einfaldari og sterkari, lit-
gleðin dýpri. Það er augljóst, að
stíllinn hefir þróazt í ákveðna átt,
ef til vill hættulega nálægt þeim
myndlistarstefnum, sem frúin virð-
ist hafa hálfgerða skömm á.
Þetta er þó aðeins óljós grunur
blaðasnápsins þangað til listakon-
an leiðir hann inn í stærsta sal-
inn, þar sem myndlistarvefnaður-
inn skreytir veggi. Þá er ekki
lengur um að villast, hér hefir
abstraktlistin fundið leynigöng að
hjarta Júlíönu Sveinsdóttur, hvort
sem hún vill viðurkenna það eða
ekki.
Hér eru veggklæði og gólfteppi,
fagurlega ofin, munztrin frumleg
og skemmtileg. Áherzla lögð á
samræmi lita og forms, hrynjandi
frjáls og óþvinguð, en þó bundin
ströngustu reglum listarinnar.
Listakonan hefir litað alla þræð-
ina sjálf með jurtalitum. Þessi
vefnaður hennar er listræn nýjung
sem áreiðanlega á eftir að heilla
hvern, sem ann fögrum hlutum.
Að mínu viti er vefnaðurinn merk-
asti hluti sýningarinnar.
— Það er mesta púl. að vefa
þetta, segir Júlíana, stundum þeg-
ar ég held að ég sé búin með teppi,
kem ég auga á eitthvað, sem betur
mætti fara eða dettur í hug að
reyna nýjan lit. Þá er ekki um
annað að ræða en rekja allt upp
aftur og byrja á nýjan leik. Þann-
ig getur það gengið mörgum sinn-
um.
Ég leyfi mér að láta uppi það
álit, að sumt af vefnaði frúarinn-
ar finnist mér það sem ég hef
séð nýtízkulegast í list. Hvort hún
sé virkilega eins svarinn óvinur
abstraktlistar og hún vill vera
láta?
— Það er ekki til neins að
spyrja mig hvernig þetta verður
til, svarar hún og brosir góðlátlega
Ég veit það ekki sjálf. Það vakn-
ar eitthvert form í huga mér, ég
þreifa mig áfram með það og að
lokum tekur það á sig fasta mynd.
En ég er í rauninni aldrei búin
með neitt, það er alltaf eitthvað,
sem er eftir. Enda væri ekki gam-
an að lifa, ef hægt væri að ljúka
við mynd fyrir fullt og allt.
Dúkarnir fögru
Júlíana Sveinsdóttir er sönn og
einlæg listakona, sem sífellt leitast
við að ná meiri þroska í list sinni.
Hún er sjálfstæð og persónuleg í
sköpun sinni, er tortryggin gagn-
vart nýjuin bólum, sem oft reyn-
ast ekki nema dægurflugur. Hún
er orðin fullmótaður listamaður,
þegar þær stefnur koma fram,
sem nú bera hæst. Hugur hennar
er á verði gagnvart þeim, þær
samrýmast ekki þeim sjónarmið-
um, er hún hafði haft að leiðar
ljósi. Menntun hennar og listrænt
uppeldi mælir á móti þeim. En
sál listamannsins er næm kvika,
sem ekki hlýðir boðum skynsem-
innar. Þær myndir, sem Júlíana
neitaði að gefa líf á léreftinu hafa
leitað útrásar á annan hátt, fært
sig yfir á annað svið, þar sem
listakonan var ekki eins brynjuð
gömlum í-eglum. Þær stefnur, sem
ekki fundu náð fyrir augltii
Júlíönu í málaralistinni, hefir hún
gætt lífi og sál í ofnum dúkum.
Júlíana Sveinsdóttir segist hafa
byrjað að vefa til þess eins að
hafa ofan í sig og á, svo að hún
gæti sinnt því, er hún taldi helg-
ustu köllun sína, málaralistinni.
En það mundi ekki koma mér á
óvart að er tímar líða fram muni
málverk hennar einmitt hljóta
frægð fyrir þá sök að þau eru mál-
uð af sömu konu og gerði dúkana
fögru. sem brátt verða til sýnis
í Þjóðminjasafninu. jlj.
Breiar gera tilraunír með að írysta
togarafisk í heilu lagi um borð
LONDON — NTB, 10. sept. —
Tilkynnt var í dag, að brezkur
togari hefði farið fyrir nokkru
! í mjög velheppnaða reynsluferð
! til fiskimiðanna við fsland, við
Noreg og víða í N-Atlantshafi. í
ferð þessari voru gerðar tilraun
ir með að frysta fiskinn í heilu
lagi um borð, og gaf það mjög
góðan árangur. Tilraunir þessar,
sem reyndust mjög dýrar, leiddu
það í Ijós, að það er tæknilega
mögulegt að frysta fiskinn í heilu
lagi um borð í sérstaklega byggð-
um togurum í öllum veðrum. —
Frystinguna sjálfa getur áhöfn
venjulegs togara framkvæmt.
a
A víöavangi
„UtarthéraSsmenn"
á Blönduósi
Það hefir farið hastarlega í
taugar aðalritstjóra Morgunblaðs
ins, að fregnir úr Húnaþingi um
helgina hermdu, að sumarhátíð
Framsóknarmanna í Húnaveri
hefðu reynst mun fjölmennari
samkoma en fundur sá, er Sjálf-
stæðismenn efndu til á Blöndu-
ósi, Sakar hann Framsóknar-
menn um „hrekkvísi“ í stakstein
um sínum í fyrradag, en útskýrir
mannfjöldann með því að segja,
að samkomugestir hafi einkum
verið „utanhéraðsmenn". Þykja
þetta broslegar aðfarir í Húna-
vatnssýslu, einkum þó, er menu
lásu það í sjálfu Morgunblaðinu
sama daginn, í grein frá frétta-
ritara, að aðkomufólk hafi verið
mikill liluti gesta á sjálfri Sjálf-
stæðissamkomunni. Morgunbi að-
ið segir að 80 gestir liafi vcr-
ið fluttir þangað alla leið úr
Dalasýslu! Það, sem lielzt hann
varast vann, varð þó að koma yf-
ir hann. Utanliéraðsliðið var
verulegur hluti hátíðagesta á
sjálfri íhaldssamkomunni!
Ræktunarstörf á Akureyri
í palladómum um alþingis-
menn á síðasta kjörtímabiii, er
Jónasi Rafnar á Akureyri líkt
við stofublóm, sem þarfnist 20
gráðu Iiita, en veslist upp í næð
ingi. Síðan liann missti kjördæm
ið, Iiafa flokksmenn reynt að
verja blómið áföllum. Gripu t.
d. til þess ráðs, að gefa því út-
Iendan áburð í fyrra, er þeir
sömdu við kommúnista í bæjar-
stjórn um skipti á bitlingum.
Jóuas fékk sæti í Laxárvirkjuuar
stjórn, en kommúnistar nýtt emb
ætti á bæjarskrifstofunni, sem
skattþegnarnir borga. Síðau
þetta var, liafa kommúnistar og
íhaldsmenn haft enn nánari sam-
skipti í bæjarmáluin Akureyrar.
þótt ekki sé frá því skýrt í Mbl.
En fyrir þessi ræktunarstörf
mun íhaldsforustan telja blómið
sitt blóðrauða fært um að stand
ast válynd veður á ný. Morgun-.
blaðið í gær vottar Iiins vegar að
þetta er oftrú og bjartsýni. Jóu
asi varð herfilega á í messunni
á íhaldsfuudi í Húsavík.
Úr vetrardvala í Húsavík
Samkvæmt frásögn Mbl. kora
það mjög glöggt fram í orð-
um Rafnars, að hann er fyrrvcr-
andi en ckki núverandi alþingis-
niaður; virðist hann ekki hafa
gáð að sér eða munað eftir því
í svipinn að Sjálfstæðisflokkur-
inn er um þessar mundir í gerfi
„verkaIýðsflokks“ og stendur í
harðri „baráttu“ fyrir launþega.
Þetta var allt öðru vísi þegar
Jónas sat á þingi, og þar er Iianu
enn í huganum. En samkvæmt,.
frétt Mbl. fordæmdi liann liarð-
Iega misnotkun á verkalýðsfé-
lögunum og kvað það „naumasb
þekkjast í nálægum löndum“, að
verkalýðsfélöguin væri „beitt
pólitískt gegn stjórnum land-
anna“. Það er sem sagt engu
líkara en stofublómið hafi ena
verið í vetrardvala er farmanna-
verkfallið stóð yfir. Og þó í enu
dýpri svefni þegar Morgunblaðið
heimtaði að menn kysu gegn vísi-
tölubindingu, svo ekki sé uú
nefnd ræðan, sem Bjarni Bene-
diktsson fékk Jóhanni Sigurðs-
syni til að lesa upp á Dagsbrúuar
fundi. Sem sagt: Það er ljótt at-
hæfi að reyna að beita launþega
samtökunum gegn stjórn lands-
ins. Segir Jónas Rafnar á fundi f
Húsavík. Það er sitt hvað gæfa
og gjörvileiki.
Gustur staðreyndanna
Væntanlega er það annað
tveggja, æska eða fáfræði, ett
ekki annað verra, sem veldur því
að Rafnar valdi aðeins dæmi úr
verkalýðsmálasögu konunúnista
til að upplýsa mál sitt. Þótfc
Iiann Iiafi alveg sleppt að geta
um síðustu dæmin um pólitískf
brölt í verkalýðsfélögum, liefði
verið nauðsynlegt að minna á
samtökin sem gerð voru í verka-
Iýðsfélögunum fyrir stríð og
beint var gegn stjórn landsins
og þó einkum gegn Alþýðu-
(Framhald á 8. tlðu.)